Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kynni okkar Páls höfðu ekki staðið nema fáein ár. Við kynntumst honum reyndar sem Palla bróður, bróður hennar Bryndísar, sem kynnti hann með þeim orðum. Palli bróðir var mjög sérstakur maður, bæði málari og múrari og skógarbóndi í Grýtu í Eyjafjarðarsveit nokkur síðustu ár- in. Hann var áhugamaður um mat og vildi gjarnan gera sem mest af sínum matvælum sjálfur, hélt hænsn og endur og hafði fáeinar kindur. Eitt haustið ól hann þrjá grísi frá verslunarmannahelgi og fram undir aðventu og gerði þá há- tíðamat úr tveim þeirra. Sá þriðji sálaðist nálega úr leiðindum og gerði ítrekaðar tilraunir til að kom- ast inn í íbúðarhúsið til Palla. Hann fór svo á morgunverðarborðið síðar sama vetur. Það var reyndar sam- PÁLL SÍMONARSON ✝ Paul Erik Símon-arson, eða Páll, eins og hann var æv- inlega nefndur, fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1948. Hann andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni 4. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grundar- kirkju í Eyjafjarðar- sveit 15. janúar. eiginlegur áhugi á mat- argerð sem leiddi okk- ur saman. Palli var eini karlkynsfélaginn í svo- nefndu sláturfélagi Bryndísar systur hans og nokkurra vinkvenna hennar. Þessi hópur kom saman að haust- lagi og gerði slátur og sperðla. Reyndar stóð sláturfélagið einnig að heilmiklum flatköku- bakstri og notfærði sér þar verktækni Palla sem hafði smíðað heil- mikla grind sem gerði notkun gaslampa mögulega. Síðar varð til eins konar hálfsjálfstætt dótturfyrirtæki sláturfélagsins sem hlaut nafnið Garnaselskapur Eyja- fjarðar. Þar var Palli sjálfkjörinn formaður. Selskapur þessi stóð svo að pylsu- og sperðlagerð, þar sem gerðir voru jöfnum höndum hrossa- sperðlar sem hefðbundnir kinda- og nautasperðlar. Ennfremur gerðum við all mikið af erlendum kryddpyls- um sem þurfti að hafa dálítið fyrir og reykja og láta hanga vikum sam- an. Palli bjó vel í Grýtu og hafði þar reykkofa þannig að hann sá einfald- lega um allt sem reykja þurfti, hvort heldur það voru pylsur, hangilæri eða hamborgarhryggir. Palli hefði þurft að hafa sólar- hringinn lengri til að koma öllu því í verk sem hann vildi því að hann var vinnusamur maður og mjög hjálp- samur. Hann tók þátt í að smíða leikmynd fyrir leikrit um Káin sem Freyvangsleikhúsið setti upp og áð- ur en varði var hann kominn með fjögur hlutverk í sjálfri sýningunni og var sérlega minnisstæður sem ábúðarmikill indíáni. Hann vann ýmislegt fyrir bændurna í sveitinni og fannst þeir ekki alltaf eins glúrn- ir við eldhússtörfin og þeir voru ut- anhúss. Hann hélt því matreiðslu- námskeið fyrir nokkra þeirra og þá var ekki verið að hugsa um hvunn- dagsmat heldur var þar settur upp veislumatseðill sem svo Palli leið- beindi um framreiðslu á. Hann fékk sér harmóniku og lærði á hana og sótti enn fremur myndlistarnám- skeið. Upphaflega bjó hann einn í Grýtu en svo fluttust synir hans, tví- burarnir Bergþór og Valgeir, til hans. Þeir sóttu skóla í Hrafnagili og luku svo grunnskólaprófi þar. Það var gaman að fylgjast með því hvað þeim feðgum samdi öllum vel og hversu ánægðir strákarnir voru í sveitinni. Sjúkdómar koma alltaf á versta tíma og alltaf koma þeir manni að óvörum. Í Palla tilfelli var engin undantekning þar á. Hann var enda fílhraustur og virtist flestum mönn- um ólíklegri til að bugast af krank- leik. Svo fór þó að innanmein varð honum að fjörtjóni. Eftir lifir minning um stóran og góðan mann sem öllum vildi vel. Sigríður og Kristinn. Hláturmildur, innilegur, glaðvær, hjálpsamur og geislandi af kátínu, þannig kom Palli mér ávallt fyrir sjónir. Nú er þessi öðlingur numinn á brott og fær enginn framar notið návistar hans, þessara handa sem gátu við allt gert, smíðað, hannað og galdrað fram ljúfar máltíðir og mús- ík úr nikkunni sem hann unni svo mjög. Við bræður, Hilmar og ég, kynnt- umst Palla á síðustu árum okkar í grunnskóla og tókust upp náin kynni á milli okkar og hans sem hafa haldist allt fram í andlát hans. Þrátt fyrir að Palli og við bræður hefðum séð minna af hvor öðrum eftir sem árin liðu héldum við ávallt uppi spurnum um hvor annan því að sá þráður sem á milli okkar var slitnaði aldrei. Hann var einn af þessum persónuleikum sem leið manni aldr- ei úr minni. Hann var ávallt hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var. Geislandi persónuleiki hans virkaði sem segull á alla í návist við hann og var ljóst á stuttum kynnum við hann að þar fór enginn meðalmaður. Upp- eldisbróðir okkar bræðra og frændi, Eyjólfur Halldórsson, en hann er nú fallinn frá, og all nokkru eldri en við, kynntist Palla stuttlega í gegnum frásagnir okkar af honum. Eftir að Eyvi, eins og við bræður kölluðum frænda okkar, hafði átt stutt sam- skipti við Palla varðandi bílavið- gerðir og fleira, hitti hann okkur bræður aldrei öðruvísi en að spyrj- ast fyrir um Palla vin okkar. Þannig áhrif hafði Palli á fólk að stutt kynni við hann varð til þess að fólk vildi fylgjast með honum. Palli var ákaflega fjölhæfur mað- ur og hefur því fengist við margt um ævina. Hann gerðist bóndi, múrari, bifvélavirki, matreiðslumaður, hélt námskeið í matreiðslu, málari, harmonikkuleikari og ráðgjafi fyrir fólk um allt mögulegt og ómögulegt. Hann virtist ávallt vera tilbúinn að leysa vandamál fólks þar sem fimir fingur hans, reynsla og atorka virt- ust beinlínis geta glætt fram lausnir á öllu svo fólk vildi leita hjálpar hans. Hann lauk námi sem málara- meistari á fullorðinsárum og hafði á orði við mig að hann hefði hreinlega ekki áttað sig á því að honum gæti gengið svona vel við námið. Því var þannig háttað að hann hafði ekki gefið sjálfum sér tækifæri til að mennta sig því fjölhæfni hans og fimir fingur héldu honum í stöðugri vinnu. En hann var við námið eins og við allt sem hann tók sér fyrir hendur – hann gat og gerði allt vel sem hann fékkst við. Ég minnist Palla sem manns sem aldrei var verklaus sökum verklagni hans og fjölhæfni. Ég hef kynnst mörgum verklögnum mönnum um ævina en hann var í sérflokki og þá er vægt til orða tekið. Til eru marg- ar sögur af honum þar sem hann beinlínis framkvæmdi kraftaverk með þessum galdrahöndum sínum. Eitt helsta einkenni hans var að ekkert var ómögulegt í hans augum. Hann tókst á við öll verkefni með það fyrir höndum að hægt væri að leysa þau og honum tókst það. Þrátt fyrir eljusemi, mikla hæfi- leika og einstaka verklagni safnað- ist Palla aldrei fé. Ósínkari manni höfum við bræður þó aldrei kynnst og höfum við margreynt það í gegn- um samskipti við hann. Hann kunn- ni að njóta lífsins og minnist ég tán- ingsáranna okkar, ég í menntaskóla og blankur, að Palli var ósínkur á fé sitt þegar við þræddum dansstað- ina. Hann var góður dansmaður, eins og við allt sem hann tók sér fyr- ir hendur, og kenndi hann mér mörg góð ráð í þeim efnum sem hefur oft á tíðum reynst mér vel. Það voru mér þung spor að heim- sækja þennan vin minn og æsku- félaga í flugi 30. desember síðastlið- inn til Akureyrar frá Reykjavík. Ég hafði verið við smíðar í sumarbústað mínum og fann mig knúinn til að hringja og leita fregna af Palla í veikindum hans sem varð til þess að ég fór norður. Við áttum góðar sam- verustundir þarna á sjúkrabeði hans fram eftir degi og minntumst samskipta okkar bræðra í gegnum tíðina enda margs að minnast í þeim efnum. Hann var þrúinn þrótti og ljóst að hann neytti síðustu kraft- anna til að halda uppi samræðum við mig. Þarna eins og oft áður fékk ég að sannreyna mannkosti Palla. Hann átti sér lífssýn sem hafði auðkennt lífshlaup hans – vinir og samferða- menn skiptu hann öllu máli. Veistu það, Rúnar, sagði hann, það nægir ekki að rækta hið ytra, þú verður að rækta hið innra því það hverfur aldrei. Það sem skiptir mig mestu í lífi mínu er fjölskyldan, vinir og tengsl við fólk – allt annað er hismi. Ég fékk að vita frá Palla að hann hafði lengi verið leitandi í trúnni þar sem hann kerfisbundið hafði kynnt sér athafnir trúfélaga. Ég held að hann hafi komist að niðurstöðu og verið sáttur – hann hafði til að bera mannkærleik sem hann ræktaði í samskiptum við fólk. Þar sem ég sat við sjúkrabeð hans bar að syni hans, tvíburana sem eru 16 ára gamlir og gjörvilegir piltar. Þeir drógu fram armband og réttu föður sínum. Hann rétti fram þrótt- litla armana og sýndi þakklæti sitt. Lestu áletrunina sögðu synir hans og hann pírði augun og las: „Pabbi snilli“. Þarna er Palla rétt lýst. Hann var og verður snillingur til orðs og æðis í minningu allra sem hafa kynnst honum. Hann gaf öllum mikið sem voru í návist hans. Við bræður minnumst hans ávallt og er hann okkur stöðug uppspretta sælla minninga. Blessuð sé minning þín, kæri vinur. Ég votta, Guðrúnu eiginkonu hans, sonum og aðstandendum inni- lega samúð okkar bræðra. Rúnar S. Þorvaldsson. Okkur langar að minnast vinar okkar hans Palla, okkar fyrstu kynni voru í útilegu með Tvíbura- félaginu, og tókst með okkur, Guð- rúnu og Palla, góður vinskapur. Palli var engum líkur, hjálpsamari maður vart til og verkefnin fá sem hann gat ekki leyst, það var eins og ekkert væri eðlilegra en að vera í mörgum verkefnum í einu. Má þar nefna að eitt sinn þegar við þurftum að láta mála hjá okkur vildi þannig til að okkur áskotnaðist hálft naut, kunnátta okkar var ekki til staðar til að hantéra nautið og vorum við nú helst á því að hakka það niður í ham- borgara. Palli taldi þetta nú vera hið minnsta verk og var boli skorinn og pakkaður á milli umferða í bílskúrn- um. Á sama tíma var verið að skipu- leggja jólaball fyrir TBF og vantaði þar að komast í samband við jóla- sveina sem væru tilbúnir að mæta á staðinn, ekki var það vandamál í augum Palla svo milli þess sem var úrbeinað og málað var nikkan tekin fram og æfð jólalög og þetta líka fína HO HO HÓ. Þegar kom að því að við færum að byggja var að sjálf- sögðu hóað í Palla til að fá ráð, átti líka að semja um að hann tæki að sér að spartla og mála sem var að sjálfsögðu auðsótt mál, en ekki dugði það til, hann bauðst bara líka til að múra í leiðinni. Þannig var Palla best lýst, tilbúinn í hvað sem er og engin verkefni of stór til að leysa þau. Við þökkum fyrir þær ánægjustundir sem við höfum átt með Palla og strákunum á Grýtu. Það var gaman að fá að sjá öll þau dýr sem hann var með þar og fyrir Hörð Frey var mjög gaman að fá að taka þátt í að sinna þeim. Best fannst okkur þó að vakna við ilminn af kaffi og nýbökuðu brauði sem beið okkar úr eldhúsinu hjá bónd- anum. Kæra Guðrún, Bergþór, Valgeir, Júlli, Trausti og aðrir aðstendendur, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Sigurður og Selma. Elsku Palli minn, elskulegi stóri bróðir. Mín fyrsta alvöruminning um þig er þegar við Einar bróðir komum til þín í Stekk í Hafnarfirði þar sem þú varst hænsnabóndi ásamt öðru. Við fengum að róa á Ástjörninni á heimasmíðuðum báti úr bárujárni. Um þetta leyti, eða ár- ið 1969, fluttum við til Svíþjóðar og var lítið samband á milli okkar á þeim árum. Árið 1974 fluttumst við heim aftur og var ég sendur í sveit til þín að Flögu í Breiðdal þar sem ég átti mjög góðar stundir með þér og þinni fjölskyldu, að undanskildu traktorsslysi sem til allrar hamingju fór betur en á horfðist, því mun ég aldrei gleyma. Margar góðar stundir áttum við í Breiðdal og þar lærði ég að vinna undir þinni handleiðslu, þar smitað- ist ég af glaðværð þinni sem var einn af ómetanlegum eiginleikum í þínu fari. Eftir þessi ár okkar í Breiðdal leið lengri tími á milli heimsókna eins og gengur og gerist. Það sem stendur upp úr í huga mínum er óendanleg hjálpsemi þín í minn garð, sérstaklega vil ég minn- ast á það að þú komst í vinnuferð til Gautaborgar eingöngu til að hjálpa litla bróður og fjölskyldu að koma sér fyrir. Sá styrkur sem ég hef í dag er að miklu leyti frá þér kominn. Þú varst bróðir, góður vinur og félagi sem ég átti alltaf að. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Birgir Símonarson. Spámaðurinn sagði um vináttuna: Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum sam- þykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þög- ulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljós- ara í fjarveru hans, eins og fjallgöngu- maður sagði fjallið best af sléttunni. Því að í dögg lítilla hluta finnur sálin morgun sinn og endurnærist. Með þessum orðum kveðjum við góðan vin og frænda. Þorgerður Sigurðardóttir, Ólafur Georgsson, Sigríður Rós og Elías Snær. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, tengdasonur og bróðir, ÁGÚST GÍSLASON, Suður-Nýjabæ, Þykkvabæ, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 14. janúar. Nína Jenný Kristjánsdóttir, Kristján Erling Kjartansson, Pálína Auður Lárusdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Óskar G. Jónsson, Sigríður Ingunn Ágústsdóttir, Guðlaugur Gunnar Jónsson, Gísli Ágústsson, Erla Þorsteinsdóttir, Gestur Ágústsson, Birna Guðjónsdóttir og barnabörn, Ingunn Sigríður Sigfinnsdóttir, Dagbjört Gísladóttir. Móðir mín, SIGRÍÐUR JOHNSEN, Marklandi, Löngufit 40, Garðabæ, er látin. Úför hennar verður gerð frá Garðakirkju föstudaginn 21. janúar kl. 15.00. Vilhelmína E. Johnsen. Við þökkum innilega þeim fjölmörgu, sem hafa sýnt okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, ÁSTVALDS STEFÁNS STEFÁNSSONAR málarameistara, Lautasmára 1, Kópavogi, sem lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 6. janúar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 6B. Guðrún G. Jónsdóttir, Birna G. Ástvaldsdóttir, Einar Ágústsson, Þuríður Ástvaldsdóttir, Hjörtur Þór Hauksson, Edda Ástvaldsdóttir, Alexander Ingimarsson, Stefán Örn Ástvaldsson, Guðveig Jóna Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.