Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MAX Euwe varð heimsmeistari árið 1935 þegar hann bar sigurorð af Alexander Aljékín í heimsmeistara- einvígi sem fram fór í Hollandi. Þessi niðurlenski stærðfræðingur gerðist aldrei atvinnumaður í skák þó að hann næði æðstu metorðum í skák- listinni. Frá þessum tíma hefur skáklíf í Hollandi alltaf verið öflugt. Eftir að peningaflæði jókst í skák- heiminum eftir heimsmeistaraein- vígi aldarinnar árið 1972 voru mörg af sterkustu skákmótum heims hald- in í landinu þar sem túlípanar vaxa á hverju strái. Það má segja að Jan Timman hafi tekið við hlutverki eina hollenska heimsmeistarans og verið öðrum þarlendum skákmönnum fyr- irmynd og hvatning til frekari met- orða. Hann komst nokkrum sinnum nærri því að verða heimsmeistari og til að mynda tefldi hann heimsmeist- araeinvígi við Anatoly Karpov árið 1993. Hin síðari ár hefur gengi hans verið brokkgengt þó að hann hafi á hverju ári fengið tækifæri til að tefla við þá bestu í heimi á stærstu skákhátíð Hollendinga sem haldin er árlega í janúar í sjávarbænum Wijk aan Zee. Á þessu tímabili hefur nið- urstaðan jafnan orðið sú að hann hef- ur vermt neðsta sætið en það hefur ekki komið í veg fyrir að hann hafi tekið þátt að ári liðnu. Í ár bregður hins vegar svo við að þessi mikla kempa er ekki á meðal keppenda. Það rýrir þó engan veginn hið glæsi- lega mannval sem A-flokkur skákhá- tíðarinnar hefur upp á bjóða. Með- alstig flokksins eru hvorki meira né minna en 2.721 stig! Næstu flokkar fyrir neðan eru ekki heldur af verri kantinum, í B-flokknum eru meðal- stigin 2.564 og í C-flokknum eru þau 2.422 stig. Augu flestra beinist að keppninni í A-flokki en þar tefla allir tíu stigahæstu skákmenn heims fyrir utan Garry Kasparov, Etienne Bacr- ot og Alexey Shirov. Fyrstu tvær umferðir mótsins lofa svo sannar- lega góðu. Baráttan hefur verið í fyr- irrúmi og óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós. Heimsmeistarinn, Vlad- imir Kramnik, þurfti að láta sér lynda jafntefli í fyrstu umferð gegn stigalægsta keppandanum, Lazaro Bruzon (2.652) frá Kúbu, en önnur umferðin varð þó honum þungbær- ari þegar hann mætti búlgarska stórmeistaranum Veselin Topalov sem er númer þrjú á stigalista FIDE. Hvítt: Vladimir Kramnik (2.754) Svart: Veselin Topalov (2.757) 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. f3 b5 8. g4 h6 9. Dd2 b4!? 10. Ra4 Rbd7 11. 0–0–0 Re5 Þetta ku vera nýjung en áður hef- ur 11. … Dc7 sést. Hvítur afræður að taka áskoruninni og hirða peðið á b4. Sú ákvörðun er rökrétt en halda verður rétt á spöðunum í framhald- inu ella reynast gagnfæri svarts of öflug. 12. Dxb4 Bd7 Nú þegar er komin upp afar flókin staða og virðist sem Topalov hafi verið mun betur undir hana búinn en Kramnik. Viðbrögð heimsmeistar- ans reynast afar fálmkennd. 13. Rb3? Þessi órökrétti leikur gengur út á það að ná tökum á b6-reitnum og varna því að svartur nái að notfæra sér b-línuna. Hins vegar gengur þetta ekki upp. Nauðsynlegt var að leika 13. Rc3 og eftir 13. … d5 14. Db7 er staðan óljós. 13. … Hb8 14. Da3 Staða hvítu mannanna er afar hjá- kátleg og hlutverk drottningar á a3 getur vart verið annað en það að koma í veg fyrir að hún falli. Kramn- ik ku hafa misst af því að eftir 14. Rb6 Rc6 15. Da4 Hxb6 16. Bxb6 Dxb6 17. Dxa6 De3+ stendur svart- ur vel að vígi. 14. … Rxf3 15. h3? 15. Bxa6 hefði kannski frekar veitt mótspyrnu. 15. … Rxe4 16. Be2 Re5 17. Hhe1 Dc7 18. Bd4 Rc6 19. Bc3 d5 20. Rbc5 Da7 og hvítur gafst upp þar eð eftir 21. b4 a5 22. Rxd7 axb4 er staða hans að hruni komin. Þessi byrjun hjá heimsmeistaranum lofar ekki góðu og gerðu sumir netmiðlar ómeðvitað þau mistök að kalla hann fyrrverandi heimsmeistara! Það er vissulega of snemmt að fullyrða þetta en sá sem gerði harða atlögu að heimsmeist- aratign hans sl. haust, Peter Leko, mætti frískur til leiks gegn öðrum stigahæsta skákmanni heims, Ind- verjanum Viswanathan Anand. Hvítt: Viswanathan Anand (2.786) Svart: Peter Leko (2.749) 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 f5 11. c3 Bg7 12. exf5 Bxf5 13. Rc2 0–0 14. Rce3 Be6 15. Bd3 f5 16. 0–0 Ha7 17. a4 Re7 18. Rxe7+ Hxe7 19. axb5 axb5 20. Bxb5 d5 21. Ha6 f4 Svesnikov-afbrigðið í Sikileyjar- vörn er svo sannarlega orðið eitt af þrætubókarafbrigðum skáklistar- innar. Það þykir standa vel að vígi í fræðunum og hefur reyndin einnig verið sú í skákum bestu skákmanna heims. 22. Rc2!? Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson benti á það á Skákhorn- inu að í skákbók eftir stórmeistarann Dorian Rogozenko var sú hugmynd nefnd að fórna skiptamun þar eð eft- ir 22. Hxe6 Hxe6 23. Dxd5 Dxd5 24. Rxd5 Kh8 25. b4 væri staðan hugs- anlega aðeins betri á hvítt. Texta- leikurinn undirbýr komu riddarans á b4 en Leko svarar því með að ská- setja hvítreita biskup sinn og koma drottningu sinni fyrir á d6. 22. … Bc8 23. Ha8 Dd6 24. Rb4 Bb7 25. Ha7? Afdrifarík mistök. Það má leiða að því líkum að hvítur standi betur að vígi eftir 25. Hxf8 Kxf8 26. Dh5. Leko hefur afbragðsskilning á takt- ískum færum afbrigðis þess og verð- ur Anand fyrir barðinu á því. 25. … d4! 26. Ba6 26. … Bxg2! Einfalt og áhrifaríkt. Hvítur getur ekki tekið hrókinn á e7 vegna 27. … Dg6! Anand taldi sig geta leikið 27. Db3+ en þá hefði komið 27. … Bd5! 28. Rxd5 Hxa7 og svartur hefur skiptamun meira og fráskákir hvíts með riddara leiða ekki til neins. Ind- verjinn snjalli reynir í framhaldinu að berjast um á hæl og hnakka en það gat ekki bjargað skákinni. 27. Bc4+ Kh8 28. Ha6 Dc5 29. Kxg2 f3+ 30. Kh1 Dxc4 31. Hc6 Db5 32. Hd6 e4! Peð svarts á miðborðinu eru orðin óárennileg svo hvítur afræður að fórna skiptamun til að blíðka goðin. 33. Hxd4 Bxd4 34. Dxd4+ De5 35. Dxe5+ Hxe5 36. Rc2 Hb8 37. Re3 Hc5 38. h3 Hxb2 39. c4 Hg5 40. Kh2 Kg8 41. h4 Hg6 Endataflið er unnið á svart en það tekur nokkurn tíma að innbyrða vinninginn. 42. Kh3 Kf7 43. Rf5 Hc2 44. Re3 Hd2 45. c5 Ke6 46. c6 Hg8 47. c7 Hc8 48. Kg3 Hxc7 49. Kf4 Hd4 50. Ha1 Hf7+ 51. Kg3 Hd8 52. Ha6+ Ke5 53. Rg4+ Kd5 54. Rf6+ Hxf6 55. Hxf6! Ke5 56. Hh6 Hg8+ 57. Kh3 e3 og hvítur gafst upp. Michael Adams hefur ásamt Peter Leko einn og hálfan vinning eftir fyrstu tvær umferðirnar en Veselin Topalov leiðir mótið með fullu húsi. Judit Polgar vann góðan sigur á Pet- er Svidler í fyrstu umferð en þurfti svo að lúta í lægra haldi gegn Ruslan Ponomarjov. Keppni í B-flokknum byrjar einnig fjörlega og hefur undrabarnið norska Magnus Carl- sen einn og hálfan vinning af tveimur mögulegum. Azerinn og nýstirnið Shikhriyar Mamedyarov (2.657) og hollenski stórmeistarinn Daniel Stellwagen (2.524) leiða mótið með tvo vinninga. Í C-flokknum er Nat- alia Zhukova (2.465) efst með tvo vinninga en nokkrir skákmenn koma í humátt á eftir með 1½ vinning. Hægt er að fylgjast með gangi mála í beinni útsendingu á Netinu. Bæði býður skákþjónninn ICC upp á slíkt sem og heimasíða mótsins http:// www.coruschess.com/. Skákveisla í Hollandi SKÁK Wijk aan Zee daggi@internet.is Helgi Áss Grétarsson CORUS-SKÁKHÁTÍÐIN 14. janúar – 30. janúar 2005 Anand og Leko að tafli. Kramnik og Topalov við upphaf sinnar stuttu viðureignar. Ekki sett ofan í við Tryggingastofnun VIÐ vinnslu fréttar um niðurstöðu úrskurðarnefndar almannatrygginga um mál starfsmanns ferðaskrif- stofu sem slasaðist, og birtist í blaðinu sl. sunnudag, urðu þau mistök að vitnað var í greinargerð lögmanns kæranda sem niðurstaða nefndarinnar væri. Hið rétta er að úrskurðarnefndin setti ekki ofan í við Trygg- ingastofnun fyrir að mótmæla Hæstarétti, eins og stóð í undirfyrirsögn og niðurlagi fréttarinnar, heldur voru þau orð úr greinargerð lögmanns kæranda. Er beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Úrskurðarnefndin féllst á það með Tryggingastofn- un að meta verði sjálfstætt í málinu hvort skilyrði al- mannatryggingalaga um bætur séu uppfylltar að lög- um. Dómur Hæstaréttar hafi snúist um bótarétt kæranda gagnvart ábyrgðartryggingu vinnuveitanda og hafi því ekki fordæmi í málinu. Hins vegar telur úr- skurðarnefndin að leggja beri til grundvallar atvikalýs- ingu í dómi Hæstaréttar og mat á framburði vitna og mat réttarins á stöðu stefnenda gagnvart fyrirtækinu er slysið varð. Ingveldur Ó. Björnsdóttir ÞAU mistök urðu við birtingu minningargreina um Ingveldi Ó. Björnsdóttur laugardaginn 15. janúar að niður féll nafn sonarsonar Ingveldar, Skarphéðins Freys Ingasonar einkaþjálfara, f. 26. mars 1977. Hlut- aðeigandi eru beðnir afsökunar á mistökunum. LEIÐRÉTT HÁSKÓLINN í Reykjavík (HR) brautskráði samtals 63 nemendur frá tölvunarfræði- og viðskiptadeildum við hátíðlega athöfn í HR sl. laugardag. Af þeim útskrifuðust alls 28 kandídatar með BS í tölvunarfræði, 10 úr kerfisfræði, 23 með BS í viðskiptafræði og tveir með diplómu í viðskiptafræði. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Versl- unarráðs Íslands, flutti hátíðarávarp við at- höfnina, en auk hans fluttu Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor HR, og Valdimar Að- alsteinsson, fulltrúi útskriftarnema, ávörp. Verslunarráð Íslands veitti verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur og að þessu sinni hlutu þrír kandídatar verðlaun. Pétur Runólfsson hlaut verðlaun fyrir fram- úrskarandi námsárangur í tölvunar- fræðideild, en hann útskrifaðist með ein- kunnina 9,54, sem er hæsta einkunn sem nemandi í tölvunarfræðideild HR hefur hlotið frá upphafi. Þá hlutu Grímur Gríms- son og Valdimar Aðalsteinsson verðlaun fyrir hæstu einkunn í viðskiptadeild, en þeir voru báðir með einkunnina 8,58. Morgunblaðið/Golli Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, Jón Karl Ólafsson, formaður Verslunarráðs, Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor HR, og Gísli Hjálmtýsson, forseti tölvunarfræðideildar HR. Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.