Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI LANDIÐ Hólmavík | Efnt var til mikillar hátíð- ar á Hólmavík um helgina í tilefni þess að Íþróttamiðstöðin var form- lega tekin í notkun. Með því rættist langþráður draumur margra íbúa enda hafa verið umræður um bygg- ingu sundlaugar frá því í seinni heimsstyrjöldinni. „Það er orðin almenn krafa í sam- félaginu að hafa tiltekna þjónustu til þess að fólk vilji halda áfram að búa á svona stöðum og flytji til þeirra. Með- al þess er íþróttahús og sundlaug sem þjónar einnig ferðafólki og við kennslu nemenda grunnskólans,“ segir Haraldur V. A. Jónsson, oddviti hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps. Við vígsluathöfnina klipptu forystu- menn beggja fylkinganna í hrepps- nefnd, þeir Haraldur og Eysteinn Gunnarsson, saman borða til marks um opnun Íþróttamiðstöðvarinnar og nutu aðstoðar fulltrúa eldri og yngri kynslóðanna í hreppnum. Var það táknrænt fyrir þá miklu samstöðu sem var um byggingu mannvirkisins. Við athöfnina var sagt frá byggingu Íþróttamiðstöðvarinnar, farið í íþrótt- ir og leiki. Þingmenn og fulltrúar ná- granna og íþróttahreyfingarinnar fluttu kveðjur og árnaðaróskir. Að lokum var boðið upp á tónlist, leiklist og kaffi í félagsheimilinu. Haraldur segir að farið hafi verið að ræða um byggingu sundlaugar á árinu 1943. „Menn hafa verið að ræða þetta fyrir hverjar einustu kosningar síðan. Fyrir síðustu kosningar lét frá- farandi hreppsnefnd bjóða út Íþrótta- miðstöð og það var fyrsta verk núver- andi hreppsnefndar að opna tilboðin,“ segir Haraldur. Sala Orkubúsins lagði grundvöllinn Fyrir rúmum tíu árum var byggður fjölnota salur, félagsheimili. Þar hef- ur íþróttakennsla nemenda grunn- skólans farið fram. Til stóð að tvö- falda salinn og gera að íþróttahúsi en horfið var frá því, að sögn Haraldar vegna þess að ekki hefði náðst lögleg- ur keppnisvöllur í körfuknattleik í slíku húsi. Byrjað var á sundlaugar- bygginu og þjónustuhúsi og síðan ákveðið að stíga skrefið til fulls og byggja íþróttahús þar við. „Við höfum slæma reynslu af því hér að ætla að ljúka verkunum síðar, eins og sést á félagsheimilinu,“ segir Haraldur. Farið var í þessa framkvæmd í tengslum við sölu Hólmavíkurhrepps á hlut sínum í Orkubúi Vestfjarða. Fékk hreppurinn tæpar 150 milljónir kr. fyrir hann. Var það svipuð fjárhæð og fyrstu kostnaðaráætlanir fyrir Íþróttamiðstöðina. Síðar kom í ljós að áætlunin var röng, Haraldur segir að ýmislegt hafi vantað inn í hana og heildar byggingarkostnaður við Íþróttamiðstöðina varð um 213 millj- ónir kr. „Já, ég hugsa að við hefðum gert það. En þá er spurning hvort við hefðum reynt að byggja ódýrara hús. Menn sáu að ef þetta yrði ekki gert núna yrði ekki farið út í slíka fram- kvæmd á næstu árum,“ segir Harald- ur þegar hann er spurður að því hvort hann teldi að ráðist hefði verið í bygg- ingu Íþróttamiðstöðvarinnar ef menn hefðu í upphafi vitað að hún myndi kosta 213 milljónir. Trésmiðja Guðmundar Friðriks- sonar í Grundarfirði byggði húsið eft- ir teikningum Arkís ehf. Félagsmiðstöð í pottunum Sundlaugin sem er 25 metra úti- laug með heitum potti, gufubað og þjónusta tilheyrandi henni var tekin í notkun um miðjan júlí í sumar. Mikil aðsókn var að sundlauginni frá fyrsta degi og fram til 10. ágúst en á þessum tíma komu 190 til 250 gestir í laugina á hverjum degi. Eftir það minnkaði aðsókin. „Það var eins og vegurinn við Brú hefði verið grafinn í sundur, ferðafólkið hætti að koma,“ segir Gunnar S. Jónsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar og félagsheimilis. Hann áætlar að um helmingur gest- anna í sumar hafi verið ferðafólk. Haraldur oddviti telur að sundlaugin muni styrkja ferðaþjónustu sem farið Hólmvíkingar voru í hátíðarskapi þegar Íþróttamiðstöðin var formlega tekin í notkun Þjónusta sem krafist er í samfélaginu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kollhnís Við vígsluathöfnina voru sýndir fimleikar. Börnin biðu stillt eftir því að röðin kæmi að þeim. FJÖLDI fólks var á skíðum og snjóbrettum í Hlíðarfjalli um helgina og þá sérstaklega á laugardag. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Skíðastaða, sagði að 600–800 manns hefðu verið á skíðum á laugardag og mikið fjör. Sunnudag- urinn fór vel af stað en eftir hádegið snerist vindur í suð- vestanátt og þá varð að loka svæðinu. Nýtt færiband fyrir börn og byrjendur var tekið í notkun á laugardag. Færiband- ið er 42 metra langt og er rétt ofan við skíðaskálann. „Þetta er mikil bylting fyrir yngstu börnin og eykur sjálfstraust þeirra til mikilla muna. Þessi óvönu þurfa ekki lengur að reyna að hanga í toglyftunni, eða að foreldrar þurfi að vera með þau á milli fóta sér í toglyftunni með misjöfnum ár- angri.“ Guðmundur Karl sagði að skíðavertíðin færi vel af stað og að sala á árskortum hefði gengið vel. Lyftan í Strýtu var gangsett á laugardag, þótt enn vanti þar aðeins meiri snjó. „Þetta er spurning um að toppa á réttum tíma. Í fyrra topp- uðum við fyrstu vikuna í febrúar og svo var allt búið.“ Morgunblaðið/Kristján Skíðakennsla Fjöldi fólks var á skíðum í Hlíðarfjalli um helgina og m.a. voru um 20 börn á námskeiði í skíðaskólanum. Nýtt færiband í Hlíðarfjalli Bylting fyrir yngstu börnin Morgunblaðið/Kristján Nýja færabandið í Hlíðarfjalli er bylting fyrir börnin. Grýtubakkahreppur | Átta kindur, tvær ær og sex lömb, voru sóttar í Fjörður á sunnudag en vélsleðamenn sem voru á ferð í Þorgeirsfirði á laugardag urðu þeirra varir. Þórarinn Ingi Pétursson bóndi í Laufási og einn leiðang- ursmanna sagði að ferðin hefði gengið ágætlega en færið hafi verið nokkuð þungt. Sex menn á vélsleðum fóru eftir kindunum, sem voru við eyðibýlið Botn og voru fjórar þeirra ferjaðar til byggða í þotu aftan í vélsleða en hinar fjórar voru reiddar á öðrum sleðum. Þórarinn sagði að vel hefði gengið að nálgast kindurnar, sem voru hinar ró- legustu. „Kindurnar voru ágætlega á sig komnar en hefðu ekki mátt vera þarna mikið lengur. Þær voru ánægðar með að fá hey við heimkomuna og lömbin fóru strax að éta.“ Þórarinn sagðist vita um átta kindur til viðbótar í Keflavík. „Við þurfum að ná þeim af sjó en til þess að það sé hægt þarf veðrið að vera gott en tíðarfarið hefur verið hundleiðinlegt í nánast allt haust.“ Morgunblaðið/Jónas Baldursson Kindur sóttar Leiðangursmenn með kindurnar við Botn í Þorgeirsfirði í Fjörðum. Átta kindur sóttar í Fjörður Skákmót | KB banki og Skákfélag Akureyrar standa fyrir barna- og unglingamóti laugardaginn 22. janúar í Lundarskóla. Mótið hefst kl. 11.00 og veitt verða þrenn verðlaun í 10 aldursflokkum, þar af tveimur stúlknaflokkum. KB banki mun bjóða upp á veitingar og eru börn og unglingar á grunnskólaaldri hvött til að mæta. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.