Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 35 MINNINGAR Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við and- lát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MARÍUSAR SIGURJÓNSSONAR, Háteigi 2B, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða um- önnun. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Lyngholti 22, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 15. janúar. Jarðsungið verður frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 21. janúar kl. 14.00. Helga Margrét Guðmundsdóttir, Theodór Magnússon, Inga Lóa Guðmundsdóttir, Skúli Þ. Skúlason, Bryndís Björg Guðmundsdóttir, Arnar Þór Sigurjónsson, Guðrún Birna Guðmundsdóttir, Sveinn Ævarsson, Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir, Einar M. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, EYGERÐUR INGIMUNDARDÓTTIR frá Hrísbrú, Reykjabyggð 28, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Mosfellskirkju fimmtu- daginn 20. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar og annarra aðstandenda, Henning Kristjánsson, Inga Elín Kristinsdóttir, Jóna Margrét Kristinsdóttir, Bóel Kristjánsdóttir, Steinunn Kristjánsdóttir. Móðir mín hlaut dýrmætar vöggugjafir í farteski sitt er hún lagði upp í vegferð sína. Hún var mjög vel gefin til bók- náms og lestrarhestur svo af bar, ekki var hún síðri handverkskona, var sérlega útsjónarsöm við verk, „meira vinnur vit en strit“ var hennar mottó, það sem hún vann var fádæma vel gert. Er á leið fékk hún sér tölvu og nýtti sér veraldarvefinn til fróð- leiks og dægrastyttingar, sökkti sér í kapla og þrautir til að æfa hugann. Hún innprentaði okkur börnum sínum að því meira sem við gerðum fyrir aðra á óeigingjarnan máta, því meiri rétt hefðum við til að gera nokkuð fyrir okkur sjálf. Hugur hennar hvarflaði oft til þeirra milljóna manna um víða ver- öld sem beittir eru kúgun og svik- um, bar hag alþýðunnar fyrir brjósti, en hugsaði minna um sinn eigin. Hún hafði býsna fastmótaðar skoðanir á mörgu er viðkemur ÁSDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Ásdís Þórðar-dóttir fæddist í Hvammi á Völlum í S-Múlasýslu 25. apríl 1927. Hún lést á sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 27. desem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilsstaða- kirkju 3. janúar. samfélögum manna og var ekki auðsveigð frá afstöðu sinni þar, hafði enda í drjúgan sjóð að leita til stuðnings sínu máli ef henni bauð svo, og alltaf var henni ágirnd mannanna í veraldlega hluti og auð jafnmikil ráðgáta, skildi ekki þá fádæma sóun á kröftum eftir öllu því sem engin leið væri að hafa meðferðis þegar að burtkvaðn- ingunni kæmi. Hún var afkomend- um sínum dýrmæt kjölfesta, kom fram við börnin eins og fullorðið fólk, talaði við þau um lífið og til- veruna en var ekki alltaf að hampa þeim og kjassa, henni var ljós sú staðreynd að börnin í dag eru þjóð- in á morgun og vann að þeim með það í huga, hún miðlaði þeim af reynslu sinni og visku, þessar gjafir hennar eru ómetanlegar og endast ævilangt. Ásdís Þórðardóttir, okkar ást- kæra móðir, amma og langamma, hefur kvatt okkur í bili, hinn 7. des- ember kl. 9.15 hætti hjartað hennar að slá og yfir andlitið færðist himneskur friður… já það er svo sannarlega satt að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég trúi að allt það er hún gerði fyrir okkur komi henni nú til góða þegar hún haslar sér völl á nýju sviði alheimsins. Hafðu þökk fyrir allt, Brynjólfur Vignisson. Haustið 1966 var okkur nýnemunum við Háskóla Íslands sagt að við þyrftum að passa okkur sérstaklega á inngangs- námskeiði í almennum málvísindum sem prófessor Hreinn Benediktsson kenndi. Það væri alveg svakalega erfitt og menn féllu eins og flugur á því, var sagt. Þetta var skyldunám- skeið og meðal þeirra nýjunga sem Hreinn hafði beitt sér fyrir sem deildarforseti. Þetta námskeið hafði reyndar svo mikil áhrif á sum okkar að við erum enn að fást við málvís- indi. Kennslan var í sérflokki. Seinna höfðum við Hrein sem kennara í sérhæfðari námskeiðum. Því lengur sem við stunduðum nám- ið, því nánara varð sambandið við kennarann og hann fór að láta sér annt um okkur. Ég var svo heppinn að fá að vinna sem aðstoðarmaður við rannsóknaverkefni hjá honum og það var ákaflega lærdómsríkt. Síðar aðstoðaði hann mig við að komast í framhaldsnám erlendis og ég fann að hann fylgdist vel með því hvað ég var að gera. Loks urðum við sam- starfsmenn og skrifstofur okkar lágu saman. Það var ánægjulegt að geta launað að nokkru alla aðstoðina og vinsemdina með því að taka þátt í vinnu við greinasafn hans sem Mál- vísindastofnun gaf út í tilefni af sjö- tugsafmælinu. Hreinn var fremur formlegur og virðulegur kennari, einkum þegar hann var að kenna byrjendum. Hann var líka nákvæmur, nokkuð strangur og gat verið stífur, mikill prinsípmaður, sögðu menn. En hann var líka gamansamur, hjálpsamur og hlýr undir niðri. Það var til dæm- is ákaflega gaman að vera með hon- um erlendis. Hann rataði óðara um allt og kunni skil á öllu, var heims- maður. Hann hafði líka gaman af að heimsækja okkur nemendur sína í útlöndum og var þá eins og einn af fjölskyldunni, talaði við alla, líka börnin, enda ákaflega barngóður. Ef við skruppum heim til Íslands með- an á námsdvölinni stóð vildi hann endilega hitta okkur, kannski bjóða okkur í hádegismat í Grillinu til að spjalla. Við Sigga minnumst Hreins með þakklæti og virðingu og vottum að- standendum hans innilega samúð. Höskuldur Þráinsson. Það var fyrir liðlega fjörutíu árum að fundum okkar Hreins Benedikts- sonar bar fyrst saman. Haustið 1964 hugðist ég hefja nám í íslensku við Háskóla Íslands. Ég pantaði viðtal hjá Hreini án þess þó að vita ná- kvæmlega hvað ég vildi ræða. Það kom þó ekki að sök því að það kom strax í ljós að Hreinn hafði mjög fastmótaðar skoðanir. Hann ráð- lagði mér að doka við, ári síðar hæf- ist nám samkvæmt nýrri námsskip- an. Ég fór að ráðum Hreins og naut handleiðslu hans og annarra góðra manna næstu árin. Að námi loknu fór ég fyrir milligöngu Hreins til Þýskalands og þremur árum síðar var ég ráðinn að Háskóla Íslands. Það má því segja að fundur okkar Hreins haustið 1964 hafi reynst af- drifaríkur fyrir mig. Þarna hitti ég mann sem átti eftir að verða mér allt í senn, lærifaðir, starfsfélagi og vin- ur. Hreinn var afburða fræðimaður og frábær kennari. Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um það hví- líkur fengur það var fyrir Háskóla Íslands að fá hann til starfa. En Hreinn var ekki einungis afreks- HREINN BENEDIKTSSON ✝ Hreinn Bene-diktsson fæddist á Stöð í Stöðvarfirði 10. október 1928. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ í Reykjavík 7. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 17. janúar. maður á sínu sviði heldur var hann einnig ágætur skipuleggjandi. Þannig beitti hann sér fyrir nýrri námsskipan í íslensku, var einn stofnenda Málvísinda- stofnunar Háskólans, var ritstjóri tímarits um íslenska tungu og tók virkan þátt í nor- rænu og alþjóðlegu samstarfi innan sinnar greinar svo að nokkuð sé nefnt. Fyrir nokkr- um árum gáfu nokkrir nemenda Hreins út safn fræðigreina hans og var hann mjög ánægður með það framtak. Safnrit þetta mun lengi standa sem órækur vottur um framlag Hreins á sviði íslenskrar málfræði og al- mennra málvísinda. Fyrir nokkrum árum lét Hreinn þau orð falla við undirritaðan að ef heilsa hans hefði leyft hefði hann unnið að ýmsum þeim efnum sem hann hafði í huga og lét þau orð falla að þau hefðu sómt sér vel í safnritinu. Þetta fannst undirrituðum orð að sönnu, framlag Hreins til fræðanna hefði orðið miklu meira hefði hann haldið starfsþreki sínu. En það tjáir ekki að fást um það. Síðustu árin átti Hreinn við ill- vígan sjúkdóm að stríða. Eins og hans var von og vísa barðist hann hetjulega en þessa hildi gat hann ekki unnið. Nú skilur leiðir, undirrit- aður kveður læriföður, starfsfélaga og góðan vin. Jón G. Friðjónsson. Stundum er látið að því liggja að fræðimenn skiptist í tvo hópa. Sumir gjörþekki heimildir og gögn, en aðr- ir séu hugsuðir og kenningasmiðir sem hirði lítt um smáatriði en sköp- unargleði þeirra sé þeim mun meiri. Þetta er auðvitað aðeins goðsögn og ef einhver afsannaði hana í verki var það Hreinn Benediktsson. Fyrir nokkrum árum tók ég að mér að lesa próförk af ritsafni hans. Það kom út þegar hann lét af störf- um eftir að hafa verið prófessor við Háskóla Íslands í ein 40 ár. Þó að mér væri Hreinn vel kunnur gat ég ekki annað en undrast það hversu vel hann sameinaði einmitt þetta tvennt: annars vegar þekkingu á minnstu smáatriðum um íslenskt mál og heimildum þar um, hins veg- ar frjóa og skipulega hugsun um tungumál. Þetta kemur fram í öllum verkum hans. Meðal þess sem Hreinn lætur eft- ir sig er vönduð útgáfa á hinni svo- nefndu Fyrstu málfræðiritgerð. Sú var rituð af einum frumlegasta hugsuði 12. aldar, ónafngreindum Íslendingi sem hugsaði um málfræði á svipaðan hátt og fór að tíðkast mörgum öldum síðar. Það er viðeig- andi að rit þetta berist einkum til nútímamanna með hjálp Hreins því að hann var á sinn hátt arftaki Fyrsta málfræðingsins. Hreinn til- einkaði sér ekki aðeins strauma og stefnur í málfræði 20. aldar heldur vöktu skrif hans um þau efni athygli víða um heim. Fáir hafa verið betri auglýsing fyrir íslenskt fræðasam- félag en Hreinn Benediktsson. Hann var þó aldrei víðkunnur hér á landi enda með afbrigðum hógvær. Þeim mun þekktari var hann meðal fræðimanna erlendis. Fyrir tíu árum sat ég tíma hjá Hreini, líklega einn af seinustu nem- endum hans. Hreinn var ekki mann- blendinn og námskeið hans erfið svo að fáir voru til frásagnar um kosti hans sem kennara. En hann reynd- ist afburðakennari, fær um að gera flóknustu efni skiljanleg og gæða horfin tungumál lífi. Það er heiður að hafa verið nem- andi Hreins Benediktssonar. Þó að hann sé nú fallinn frá mun hann lengi lifa í óbrotgjörnum verkum sínum. Ármann Jakobsson. Það var með talsverðri eftirvænt- ingu sem við nokkrir nemendur á öðru ári í íslensku við Háskóla Ís- lands skráðum okkur í námskeið hjá Hreini Benediktssyni vorið 1990. Hrein höfðum við aldrei hitt en við höfðum lesið sum af hinum fjöl- mörgu verkum hans: útgáfu á Fyrstu málfræðiritgerðinni, Early Icelandic Script og nokkrar af (að því er okkur virtist óteljandi) rit- gerðum hans um íslenska málsögu og germanska. Málfræðiskrif Hreins voru okkur mikill skóli: þar var sérhvert orð þaulhugsað af ein- stakri rökvísi og yfirburðaþekkingu á viðfangsefninu. Okkur blandaðist því ekki hugur um að Hreinn var vísindamaður á heimsmælikvarða og satt best að segja þótti okkur ekki alveg sjálfgefið að maður sem náð hafði slíkum árangri á sínu fræða- sviði og kominn var á sjötugsaldur hefði mikinn áhuga á að leiðbeina byrjendum eins og okkur. Sá uggur reyndist þegar til kom með öllu ástæðulaus. Hreinn tók okkur ákaf- lega vel, svaraði glaðlega öllum okk- ar misgáfulegu spurningum og virt- ist hafa ánægju af að kenna okkur „unglingunum“. Námskeiðin hjá Hreini urðu því fleiri á næstu árum og síðar þegar ég fór til framhalds- náms vestur til Bandaríkjanna skynjaði ég enn betur hve mikillar virðingar Hreinn naut í hinu alþjóð- lega fræðasamfélagi: allir sem eitt- hvað höfðu fengist við forngerm- anska málsögu þekktu nafn Hreins Benediktssonar. Hreinn hélt tryggð við nemendur sína eftir að þeir luku námi og það var jafnan gott að leita til hans, einnig eftir að hann hafði látið af störfum við Háskóla Íslands og heilsa hans var tekin að bila. Síð- ustu árin barðist hann við parkin- sonsveiki en sinnti áfram fræða- störfum eftir því sem kraftar leyfðu. Þegar fundum okkar bar síðast sam- an í desember fékkst hann enn við málfræðileg úrlausnarefni af al- kunnri skarpskyggni. Á kveðju- stund er gömlum nemanda efst í huga virðing og þakklæti; það eru mikil forréttindi að hafa fengið að njóta traustrar leiðsagnar og vin- áttu Hreins Benediktssonar. Haraldur Bernharðsson. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað- ið í fliparöndinni – þá birtist valkost- urinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrest- ur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.