Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 47
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára Nýr og betri www.regnboginn.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. Hverfisgötu ☎ 551 9000 QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN Sýnd kl. 6 og 10.20. B.i. 16 ára. BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6. Ísl tal.Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára  Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. Stuttmyndin Löglegir Krimmar sýnd á undan mynd kl. 8. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.10. H.j. Mbl. Ó.Ö.H. DV Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6, 8 og 10. Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey. Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND   MMJ kvikmyndir.com SV Mbl. „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“ Tilnefnd til 7 Golden Globe verðlauna il f til l l v r l Ókeypis krakkaklúbbur www.myndform.is, krakkaklubbur@myndform.is Vann sem besta mynd og besta handriti  MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 47 LEIKKONURNAR í Hollywood voru ekki hræddar um að einhver myndi troða þeim um tær á Golden Globe-verðlaunahátíðinni á sunnu- dagskvöld. Síðu kjólarnir sem prýddu stjörnurnar voru margir svo síðir að það hefði þurft mannskap í að halda þeim uppi. Stjörnurnar í nýjasta gamanþætt- inum til að slá í gegn, Desparate Housewives, vöktu hvað mesta at- hygli. Þátturinn er geysivinsæll og aðalleikonurnar líka en íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá brátt tæki- færi til að kynnast þeim í Sjónvarp- inu. Teri Hatcher hreppti verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum og þótti jafnframt hafa klæðst mjög smekk- lega. Hún var í sérsaumuðum og handgerðum kjól frá Donnu Karen með demantaeyrnalokka og arm- band frá Harry Winston. Nicole Kidman vakti sérstaka at- hygli í dimmbláum kjól frá Gucci með fjaðraskrauti. Þótti þessi dökki litur fara henni sérstaklega vel og vera tilbreyting frá ljósu litunum sem hún klæðist oft. Charlize Ther- on þótti mjög glæsileg í dökkbláum hátískukjól frá Christian Dior með Chopard-eyrnalokka og hring. Þriðja konan til að vekja athygli í bláum kjól, þó ljósblár væri, var Cate Blanchett. Hún þótti vera jafn- oki Katharine Hepburn í glæsileik en Cate leikur Kate í verðlaunamyndinni The Aviator. Kjóllinn var úr hátískulínu Jean Paul Gaultier. Önnur leikkona minnti á aðra gamla Hollywood- stjörnu. Scarlett Johansson var klædd í anda Ritu Hayworth með rauðar varir í gullkjól eftir breska hönnuðinn Roland Mouret. Scarlett gerir þetta vel þrátt fyrir að vera aðeins tvítug. Mischa Barton úr The O.C. vek- ur ávallt athygli. Hún var í tímabil- skjól frá Louis Azzaro. Kjóllinn þótti fleginn á réttum stöðum og hæfa þessari ungstjörnu vel. Hilary Swank vann ein helstu verðlaun kvöldsins og þótti taka sig vel út í brúnum Calvin Klein-kjól með Chopard-skartgripi. Kannski öll þjálfunin sem hún fékk fyrir hlutverk sitt í boxmyndinni Million Dollar Baby hafi haft eitthvað að segja. Í heildina voru silkichiffon, mjúk- ir litir og málmlitir vinsælir. And- rúmsloftið á þessari hátíð er líka jafnan afslappaðra en á Óskars- verðlaunahátíðinni. Raquel Welch þykir þó fólk ekki prófa sig nógu mikið áfram á rauða dreglinum. „Á sjöunda áratugnum fór fólk ekki svona varlega. Það voru gerð mörg mistök. Fólk klæddi sig eins og því leið. Það átti til að gera brjálaða hluti. Við töluðum aldrei um merkin sem við klæddumst,“ sagði hún í samtali við AP en það er greinilega af sem áð- ur var. Welch segir að yngri stjörnur í Hollywood ættu að taka fleiri tískuáhættur. „Ég get ekki gert það lengur en ég myndi vilja sjá fólk vera aðeins minna íhaldssamt og frjálslegra. Við erum leik- arar í Hollywood en ekki for- setafrúin.“ Tíska | Hverjir klæddust hverju á Golden Globe-verðlaunahátíðinni Cate Blanchett í Jean Paul Gaultier. Nicole Kidman í Gucci. Mischa Barton í Louis Azzaro. AP ingarun@mbl.is Hilary Swank í Calvin Klein. Charlize Theron í Christian Dior. Teri Hatcher í Donnu Karan. Fleiri mættu taka áhættu Scarlett Johansson í Roland Mouret.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.