Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Nýja svið og Litla svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT - UPPSELT Lau 22/1 kl 20, - UPPSELT Fim 27/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, - UPPSELT Su 30/1 kl 20, - UPPSELT Lau 5/2 kl 20, - UPPSELT Su 6/2 kl 20, Fim 10/2 kl 20 - UPPSELT, Fö 11/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT Fi 17/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14, Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14, SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Su 23/1 kl 20, Fö 28/1 kl 20, Fö 4/2 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fi 20/1 kl 20, Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Fö 21/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 6/2 Ath: Lækkað miðaverð HÉRI HÉRASON Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Lau 22/1 kl 20, Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 ATH: Bönnuð yngri en 12 ára ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: FJÖLSKYLDUSÝNING The Match, Æfing í Paradís, Bolti Lau 22/1 kl 14 SÍÐASTA SÝNING BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fi 20/1 kl 20, Su 23/1 kl 20, Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl 20 - UPPSELT Lau 12/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA gildir ekki á barnasýningar! Frumsýning 11. feb. kl.20.00 – UPPSELT – 2. sýning 13.feb. kl. 19.00 3. sýning 18.feb. kl 20.00 – 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – FÁAR SÝNINGAR Námskeið um Toscu og Puccini hjá Endurmenntun Háskóla Íslands Skráning í síma: 525 4444 – endurmenntun@hi.is Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Banki allra landsmanna Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Fjarskalega leiftrandi og skemmtileg sýning.“ H.Ö.B. RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Fös. 21.1 kl 20 UPPSELT Lau. 22.1 kl 20 UPPSELT Fös. 28.1 kl 20 UPPSELT Sun. 30.1 kl 14 aukasýn. UPPSELT Fös. 04.2 kl 20 Örfá sæti Lau. 05.2 kl 20 Örfá sæti Fös. 11.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 12.2 kl 20 Nokkur sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Munið VISA tilboð í janúar Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir • Föstudag 21/1 kl 20 UPPSELT • Laugardag 22/1 kl 20 NOKKUR SÆTI • Föstudag 28/1 kl 20 LAUS SÆTI geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.isLoftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 Joseph Haydn ::: Sinfónía nr. 6 í D-dúr, „Le matin“ Sergej Prokofiev ::: Fiðlukonsert nr. 2 í g-moll, op. 63 Dímítríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 6 í h-moll, op. 54 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Akiko Suwanai Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 20. JANÚAR KL. 19.30Gul tónleikaröð #4 Samverustund Vinafélagsins hefst kl. 18.00 í Sunnusal Hótel Sögu. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur kynnir efnisskrá kvöldsins. Verð 1000 kr. Súpa og brauð innifalið. Allir velkomnir. Ljúfar laglínur og dansandi fjör Þannig má lýsa höfuðeinkennum 2. fiðlukonserts Prokofíevs. Til að túlka þennan vinsæla fiðlukonsert kemur hinn óviðjafnanlegi fiðluleikari, Akiko Suwanai og mun hún leika á eina frægustu Stradivarius-fiðlu heims. Suwanai var aðeins 17 ára gömul þegar hún sigraði Tjajkovskíj-keppnina og varð þar með yngsti viðtakandi fyrstu verðlauna þessarar virtu keppni. MARGIR muna þegar Sylvain Luc kom hér á djasshátíð fyrir nokkr- um árum og lék með Bjössa Thor og félögum. Var það hin besta skemmtun og nú drap hann aftur niður fæti á Íslandi í boði Alliance Francaise og Tónastöðvarinnar og kenndi og hélt dúettónleika með Bjössa Thor. Þetta voru þó kannski frekar einleikstónleikar en dúetttónleikar, því dúettarnir voru aðeins örfáir í lok efnisskrár- innar. Björn hóf leikinn með hugleið- ingum um Over the rainbow, lagi Harold Arlens úr Söngleiknum Galdrakarlinn frá Oz. Þetta var ekta Bjössi Thor – farið um víðan völl; allt frá búgga til barroks og djangósk skalahlaup, hljómaklasar og gítarslagverk skreyttu hugleið- ingar gítarsnillingsins. Þá kom Sylvain Luc á svið – afburða tæknimeistari sem hefur sogað til sín áhrif alls staðar frá líkt og Björn. Baski alinn upp í sígauna- fjölskyldu og innan um klassíska söngdansa mátti greina þjóðlega tónlist Pýraneuskagans – en hvort það var Spánn Corea eða sá Spánn sem hreif Corea sem gægðist inní tónhendingarnar þegar best lét skal ekki fullyrt hér. Hann lék Satin doll Ellingtons meistaralega og eins og Tatum lék hann sér að taktinum svo margur hélt að nú væri hann heillum horfinn – en alltaf féll taktslagið rétt. Frábær gítarleikari, en fyrir minn smekk varð einleikur hans full tilbrigða- snauður til lengdar og beið maður því í ofvæni eftir að fá að heyra hann í kompaníi með Birni og Jóni Rafnssyni. Það varð heldur enginn svikinn af þeim samleik. Ekki hafði gefist neitt tóm til að æfa og hvað sem Finnur Torfi Stefánsson kann að halda er djassinn tónlist spunans, sem er sköpun þar sem menn nýta alla þá þekkingu og reynslu er þeir búa yfir til að tón- sköpunin verði sem mögnuðust, en hann er ekkert heimaæft sull. Ætli sumir spunakaflar Jó- hanns Sebastians Bachs hafi ekki endað í tónsmíðum hans og spuni Louis Arm- strongs í West End blues frá 1928 er tal- inn til sígildustu meistaraverka tón- bókmennta síðustu aldar. Fyrsta dúett- lagið á dagskránni var franskt lag sem Armstong gerði frá- bær skil um sína daga, C’est si bon. Ekki var ónýtt að hafa Jón Rafnsson í rýþmanum og er skemmst frá því að segja að Luc og Thoroddsen léku frábærlega vel og réði gleðin ríkjum í slagaranum franska. Næst léku þeir eitt af glæsilögum Björns, Caravan eftir Juan Tizol úr Ellingtonbandinu. Þar lá við að tæknin tæki völdin af gítaristunum í glæsilegum skalahlaupum Björns og djangóskum hljómasúpum og á stundum minnti Luc helst á Les Paul er hann lék með sjálfum sér á frægum brelluupptökum. Það má segja um þá þremenninga að þeir hafi haft að leiðarljósi í tríóleik sínum að ef sveiflan væri ekki með í för væri streðið til einskis og á því lagi Ellingtons luku þeir eftir- minnilegum tónleikum. Gítargleði DJASS Nasa Luc og Thoroddsen, gítara, Jón Rafnsson bassa. Fimmtudagskvöldið 13.1. 2005. Sylvain Luc og Björn Thoroddsen Vernharður Linnet Björn Thoroddsen Sylvain Luc JÓHANN L. Torfason sýnir fjögur tölvumálverk í Ganginum af þeim Ásgrími Jónssyni, Jóhannesi Kjar- val, Jóni Stefánssyni og Þórarni B. Þorlákssyni. Þetta eru portrett- myndir, 60 x 45 cm að stærð, af þess- um ofurmönnum íslenskrar mynd- listar og því vel við hæfi að lista- maðurinn skuli pumpa vöðvabygg- ingu þeirra upp í óraunhæfar stærðir og klæða þá í föt ofurhetja, þ.e. skikkju og þröngar sokkabuxur. Eru klæðin skreytt með þekktum myndum listamannanna sem vænt- anlega geta gefið okkur hugmyndir um þá ofurkrafta sem þeir kunna að búa yfir. Þórarinn er ekki sérlega of- urmannslegur í útliti en duldir of- urkraftar hans hljóta að vera seið- andi bláminn sem dáleiðir. Ásgrímur er sakleysislegur og smurður eins og Súpermann og fleiri af fyrstu kyn- slóð amerískra ofurmanna. Átta mig samt ekki alveg á hvaða ofurkrafta hann ætti svo sem að hafa aðra en að geta flogið. Útlit Jóns Stefánssonar á best við ímynd vonda karlsins, Lex Luthors, erkióvinar Súpermanns. Hann er jarðfastur og sterkur en kann örugglega ekki að fljúga þótt hann hafi skikkju. Til þess skortir Jón tilfinningu fyrir loftkennd og svifi. Kjarval fær krafta sína frá ís- lenska hrauninu og er því í uppá- haldi íslensku þjóðarinnar. Hann er líka þjáður til augnanna og minnir þar af leiðandi á seinni kynslóð of- urhetja frá DC comics, þ.e. þeirra sem áttu í persónulegu sálarstríði s.s. Hulk, Spiderman og Daredevil. Mynda fjór- menningarnir myndarlegan hóp ofurhetja, hina íslensku „Fantastic four“ sem sam- einast undir heitinu „Frum- herjarnir“! Jóhann L. Torfason er jafnan gagnrýninn í list sinni og drepur á ýmis „tabú“ málefni. Tekst hon- um vel upp í Ganginum. Verkin eru í góðum takti við leikfangadúkkurnar sem hann hefur sýnt síðastliðin ár og hlotið verðskuldaða athygli fyrir. Samskonar kaldhæðni er í fyrirrúmi og framsetningin í auglýsing- arformi með slagorðinu „Safnaðu öllum fjórum“. Hafa þessar ofurhetjur fyr- ir löngu verið hafnar yfir al- menna gagnrýni, eru merktar sem þjóðargersemi og því óvinsælt að skopast að þeim eða gefa í skyn að þeir séu ofmetnir eins og Jóhann gerir. Raunin er þó sú að frumherjarnir fjórir eru ekki ólíkir dúkkunni af Birgittu Haukdal sem kom í leik- fangaverslanir nú fyrir jól. Þeir mið- ast eingöngu við íslenskan markað og standast illa alþjóðlegan sam- anburð. Íslensku ofurmennin MYNDLIST Gangurinn Opið eftir samkomulagi. Sýningu lýkur 1. mars. Tölvumálverk – Jóhann L. Torfason Jón B.K. Ransu Þórarinn B. Þorláksson er ekki sérlega ofurmannslegur í útliti en býr þó yfir duld- um kröftum. Seiðandi bláma sem dáleiðir. ÞESSI ljósmynda- kópía af teikningu flæmska málarans Peters Pauls Rubens var gefin út á vegum Metropolitan-safnsins í New York á dög- unum. Verkið, sem nefnist „Ljónynja séð að aftan, snýr sér til vinstri“, er frá árinu 1613 og er ásamt 114 öðrum verkum Rub- ens á sýningu í safninu um þessar mundir. Ljón- ynjan læðist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.