Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kjartan Þór Val-geirsson fæddist í Reykjavík 8. nóv- ember 1935. Hann lést á Borgarspítal- anum 8. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Valgeir Guðjónsson múrari, f. 25. júlí 1906, d. 15. júlí 1979, og Sigríður Arin- björg Sveinsdóttir húsmóðir, f. 20. júlí 1903, d. 21. júní 1967. Valgeir og Sig- ríður bjuggu að Njálsgötu 32 í Reykjavík. Bræður Kjartans Þórs eru: Guðjón lög- fræðingur, f. 13. maí 1929, d. 1993, og Gunnar flugvirki, f. 30. júní 1930. Hinn 26. desember 1956 kvænt- ist Kjartan Þór Önnu Elínu Her- mannsdóttur. Foreldrar hennar voru Hermann Ólafsson, bóndi á Klungurbrekku á Skógarströnd og síðar verkamaður í Reykjavík, f. 18. september 1897, d. 1. nóv- ember 1960, og Halldóra Daníels- dóttir húsmóðir, f. 1. júní 1899, d. 10. ágúst 1991. Börn Kjartans Þórs og Önnu eru: 1) Þóra bók- ari, f. 22. nóvember 1956, fyrr- verandi sambýlismaður er Viðar Scheving Jónsson. 2) Hermann stærðfræðingur, f. 4. desember 1960. 3) Valgeir verkfræð- ingur á Reyðarfirði, f. 12. maí 1965, kvæntur Lísu Björk Bragadóttur leik- skólastjóra, f. 26. febrúar 1965. Börn þeirra eru: Kjartan Bragi, f. 4. október 1988, Ævar, f. 17. júní 1990, Þórir Steinn, f. 20. júlí 1996 og Hjalti, f. 1. mars 1998. Kjartan Þór gekk í Austurbæjarskóla og síðan Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Þaðan lá leiðin í Iðnskólann í Reykjavík. Kjartan Þór lærði offsetprentun hjá Hrólfi Ben í Offsetprenti og hóf síðan störf hjá Kassagerð Reykjavíkur. Árið 1968 stofnaði hann, ásamt Jóni Þór Ólafssyni, Prentþjónustuna sf. og sérhæfðu þeir sig í filmu- vinnslu fyrir offsetprentun. Í kjölfar þess að Kjartan Þór og Jón flytja inn litaskanna, líklega fyrsta sinnar tegundar árið 1973, sérhæfa þeir sig í litgreiningu fyrir offsetprentun. Kjartan Þór verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Fallinn er frá Kjartan Þór Val- geirsson, frændi minn og svili. Við vorum bræðrabörn og Anna Elín Hermannsdóttir, eiginkona Kjart- ans Þórs, var systir eiginmanns míns Haraldar Hermannssonar sem nú er látinn. Ég man vel eftir Kjart- ani þegar hann var lítill gutti, ég var komin á fimmta árið þegar hann fæddist. Ekki gat hann alltaf fylgt bræðrum sínum eftir enda voru þeir eldri og sneggri. Kjartan lét það ekki á sig fá, hann gat dundað sér á baklóðinni með ýmiss konar dót og gleymt sér við það. Árin líða og kom að því að Kjart- an þór hæfi skólanám sitt, hann sótti Austurbæjarskóla, síðan Gagn- fræðaskóla Austurbæjar, þá Iðn- skólann í Reykjavík. Kjartan Þór lærði offsetprentun hjá Hrólfi Ben í Offsetprenti. Hann hafði listrænan metnað sem kom fram í starfi hans, má þar nefna Frímerkjabókina, mikið og veglegt verk sem kom út á 7. áratug síðustu aldar. Þá má nefna að hann starfaði um skeið hjá Kassagerð Reykjavíkur. Þar kynnt- ist hann Jóni Þór Ólafssyni, með þeim skapaðist trygg vinátta. Þeir stofnuðu saman fyrirtækið Prent- þjónustuna sf. Í kjölfarið fluttu þeir inn litgreiningartæki, líklega hið fyrsta sinnar tegundar, í dag eru slík tæki nefnd skannar – þeir sér- hæfðu sig í litgreiningu fyrir offset- prentun. Fyrirtækið starfaði í nokk- ur ár. Það þarf varla að taka fram að Kjartan vann öll sín störf af sam- viskusemi. Þau voru ung að aldri þegar þau gengu í hjónaband Kjartan Þór og Anna Elín, hann 21 árs en hún 18 ára. Þau hófu búskap sinn á Njáls- götu 32, á æskuheimili Kjartans Þórs. Bjuggu nokkur ár í Búðar- gerði eftir að hafa verið um eitt ár á Hverfisgötunni. Þau færðu sig um set úr Búðargerði í glæsilegt einbýli að Akraseli 10. Þau voru samtaka um að gera heimili sitt aðlaðandi og smekklegt. Eins og fyrr sagði var Kjartan Þór listrænn og heillaðist af fögrum hlutum, þar fór sam- heldni þeirra hjóna saman og smekkur. Á heimili þeirra má sjá fagurt málverk eftir Kára og fallega hluti í skáp. Örlögin gripu í taumana hjá fjöl- skyldunni. Fyrir 23 árum síðan slas- aðist Þóra, frumburður þeirra og augasteinn pabba síns, í hræðilegu bílslysi og hefur síðan verið fangi í sínum eigin líkama. Þau hjónin sam- einuðust í sorginni og lærðu að tak- ast á við lífið af yfirvegum og skyn- semi svo eftir var tekið. Anna Elín sagði mér að slysið, og þjáningin sem það olli, hafi flýtt fyrir veik- indum eiginmanns hennar, en hann fékk tvisvar sinnum hjartaáfall. Ekki má láta hjá líða að minnast á ferðalögin sem við áttum saman. Fórum mest á gömlu bílunum, eng- in bílbelti. Enginn var að spá í það, bara að komast á gras, eins og einn orðaði það. Þau Kjartan Þór og Anna Elín heimsóttu oft æskuheim- ili Önnu Elínar; Klungubrekku á Skógarströnd. Bærinn stóð hátt umlukinn fjöllum hvort tveggja í ná- lægð og fjarlægð og áin sem liðaðist niður dalinn rétt fyrir neðan bæinn. Ennfremur er frábært útsýni út á Breiðafjörðinn, þar er mikil nátt- úrufegurð. Það kom fyrir að þau Anna og Kjartan, en þannig ávörp- uðu þau hvort annað, brugðu undir sig betri fætinum og fóru til út- landa, bæði til sólarlanda og stór- borga svo sem til Kaupmannahafn- ar og Lundúna. Kjartan hafði yndi af þessum ferðum. Lífið hjá Kjart- ani tók aftur breytingum og þá var gott að eiga góðan lífsförunaut sem studdi hann í einu og öllu. Anna fór með honum til London þar sem hann átti fyrir höndum að gangast undir hjartauppskurð. Kjartan var alltaf vel til hafður. Hann var glæsilegur maður og bar sig vel. Hann var orðvar og hall- mælti ekki fólki. Það eru mörg skyldmennin farin yfir ekki fyrir svo löngu síðan. Eitt veit ég að það verður tekið vel á móti honum. Ég votta Önnu Elínu og fjölskyld- unni allri mína dýpstu sanúð. Pálína Kjartansdóttir. Kjartan frændi minn var búinn að stríða við mikil veikindi en kvartaði aldrei, alltaf ljúfur og æðrulaus, þannig var hann. Kjartan frændi var stór hluti af æsku minni og upp- vaxtarárum. Við vorum bræðrabörn og mikill samgangur milli fjöl- skyldna okkar. Feður okkar voru mjög nánir alla tíð. Við ólumst upp í Sogamýrinni sem var rétt fyrir utan Reykjavík á þessum árum, eins konar sveit þar sem einungis voru um tuttugu hús í hnapp. Addi bróðir og Kjartan voru miklir vinir enda á líkum aldri. Þeg- ar Kjartan og bræður hans komu í heimsókn var alltaf mjög líflegt. Kjartan frændi minn dvaldist heima hjá okkur í Sogamýrinni um tíma og undi hag sínum vel. Hann var mikill stærðfræðingur alla tíð og naut ég góðs af því. Við sömdum stundum um það að ég skrifaði upp reikn- isdæmin fyrir hann en í staðinn sagði hann mér svörin úr mínum dæmum, en svona eru börn. Árin liðu og Anna kom inn í líf hans. Kjartan var mjög stoltur þeg- ar hann kynnti okkur Gulla fyrir henni. Það var upphafið að ævi- langri vináttu okkar á milli. Árin liðu, við giftumst bæði og stofnuð- um okkar heimili og börnin fæddust hvert á fætur öðru. Mikill samgang- ur var á milli heimila okkar og það muna börnin okkar eftir og vitna oft í. Þá var ekkert sjónvarp og fór fólk þá mikið oftar í heimsóknir til hvað annars á kvöldin til að spila, drekka kaffi og ræða málin. Við Gulli gleymum því aldrei hve þau hjón reyndust okkur vel þegar sonur okkar lést af slysförum. Og þökkum við það. Nú er löngu stríði Kjartans frænda míns lokið og ég er sann- færð um að vel hafi verið tekið á móti honum. Anna hefur staðið eins og klettur við hlið hans og hef ég dáðst að hennar kjarki. Elsku Anna mín, Þóra, Hermann, Valgeir og fjölskyldur. Við Gulli biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farinn ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir.) Þorbjörg Einarsdóttir. Þegar ég sest niður til að skrifa nokkur orð um bróður minn, þenn- an ljúfa dreng sem var hvers manns hugljúfi, prúður og yfirvegaður, hvarflar hugurinn fyrst á Njálsgöt- una í hús foreldra okkar. Við vorum þrír bræðurnir og æskuárin liðu nokkuð áfallalaust þar til Guðjón elsti bróðir okkar, þá aðeins 10 ára, veiktist og greindist með æxli við heilann. Því þurfti mamma að fara með hann til Kaupmannahafnar þar sem dr. Bush fjarlægði æxlið af sinni þekktu snilld. Mamma og Guð- jón komu heim með síðustu ferð með Gullfossi rétt áður en Danmörk var hernumin og urðu miklir fagn- aðarfundir við heimkomu þeirra. Kjartan gekk í Austurbæjarskól- ann og síðan lærði hann prent- myndagerð hjá Hrólfi Benedikts- syni og við Iðnskólann í Reykjavík. Námið gekk sérstaklega vel enda mikill námsmaður. Ég man hvað ég var stoltur af bróður mínum þegar prófdómarinn hans í sveinsprófinu sagði mér að Kjartan væri færasti nemandi sem hann hefði prófað. Það var á þessum árum sem Kjartan fékk sinn stóra happdrætt- isvinning þegar hann kynntist henni Önnu sem hefur staðið eins og klett- ur við hlið hans í gegnum ævina. Kjartan og Anna eignuðust þrjú börn, Þóru, Hermann og Valgeir. Kjartan vann við prentmyndagerð hjá Kassagerðinni en síðan stofnaði hann og rak Prentþjónustuna ásamt Jóni Þór Ólafssyni í mörg ár. Meðal annars keyptu þeir fyrsta litgrein- ingarskannann sem kom til Íslands og var það bylting í þeirri grein hér á landi. Anna og Kjartan byrjuðu sinn bú- skap á Njálsgötunni en síðan keyptu þau sér íbúð í Búðargerði þar sem þau bjuggu í mörg ár. Árið 1982 stórslasaðist Þóra dóttir Kjart- ans í rútuslysi á leið til vinnu uppi á Álafossi þar sem hún starfaði á skrifstofu hjá Álafossverksmiðj- unni. Þessi elskulega frænka mín hefur legið rúmföst síðan eða í 23 ár. Eins og gefur að skilja var þetta mikið áfall fyrir fjölskylduna, sem hefur allta tíð sýnt ótrúlegt æðruleysi í öllum þessum erfiðleikum. Meðal annars keyptu þau hús á einni hæð með góðu aðgengi fyrir hjólastól til þess að Þóra gæti komið í heimsókn til foreldra sinna því hún hefur ver- ið á stofnun síðan slysið átti sér stað. Ekki voru allir erfiðleikar að baki. Kjartan veiktist og varð að fara í hjartaaðgerð til Bretlands. Eftir það komst hann aldrei til heilsu og nokkrum árum seinna varð hann að fara í aðra aðgerð hér heima. Eftir þessi áföll náði Kjartan aldrei fullri heilsu. Síðustu árin hafði hann mesta ánægju af barna- börnunum fjórum, sem öll eru hin efnilegustu börn. Um leið og ég kveð elskulegan bróður minn bið ég Guð að styrkja Önnu, Þóru, Hermann, Valgeir, Lísu og drengina þeirra um ókomin ár. Gunnar. Við kveðjum nú góðan vin, sam- starfsmann og félaga Kjartan Þór Valgeirsson. Kjartan lærði offsetprentun og filmugerð. Leiðir okkar lágu saman sem starfsmenn í Kassagerð Reykjavíkur. Þar unnum við um tíma með frábærum vinnufélögum. Dag einn fengum við þá hugmynd að setja upp saman fyrirtæki með ljósmynda-, filmu- og prentplötu- þjónustu fyrir prentsmiðjur. Það var upphafið að löngu og góðu sam- starfi okkar á þeim vettvangi. Oft var vinnudagurinn langur og strangur en þá kom heldur betur í ljós hvern mann Kjartan hafði að geyma. Hann reyndist vera bæði ótrúlega þolinmóður ásamt því að vera prýddur skapgerð sem við sem með honum störfuðum öfunduðum hann af. Kjartan var góður stærð- fræðingur og einstaklega vandvirk- ur maður. Þeir sem þekkja til prentunar vita að mistök vilja stundum verða við gerð prentgripa en ég minnist ekki þess háttar mis- taka hjá honum. Vilji ég hafa þessar línur eitthvað í hans anda, þá verða þær ekki mikið fleiri því hann, þetta mikla prúðmenni, var sjaldnast mjög margmáll, en maður gat líka treyst því sem hann sagði og gerði. Hans stóra gæfa var þegar hann eignaðist hana Önnu fyrir konu. Hún stóð alla tíð eins og klettur við hlið manns síns, þótt stundum hafi gefið hressilega á bátinn hjá fjöl- skyldunni, bæði slys og veikindi. Ekki síst nú nýverið þegar Kjartan þurfti að kljást við erfiðan og ill- vígan sjúkdóm. Gott er að minnast Kjartans hvort sem er af vinnustað, ferðalög- um, heimboðum eða öðrum góðum stundum á Sogavegi, og síðar í Akraseli. Við hjónin vottum fjöl- skyldu Kjartans; Önnu Her- mannsdóttur, Þóru, Hermanni og Valgeiri ásamt konu hans og sonum samúðar á þessari erfiðu stund. Jón Þór og Sigríður. KJARTAN ÞÓR VALGEIRSSON Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ANNA MAGNÚSDÓTTIR frá Flögu, Sunnuflöt 25, Garðabæ, lést á Landspítala Fossvogi föstudaginn 14. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Árni Þórarinsson, Magnús Árnason, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Brynjar Þór Árnason og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, EINAR HANSEN frá Hólmavík, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, laugardaginn 15. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmunda Guðmundsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir , tengdafaðir og afi, RÍKHARÐUR JÓNSON, til heimilis á Ólafsbraut 38, Ólafsvík, lést laugardaginn 15. janúar síðastliðinn. Ingveldur Magnúsdóttir, Katrín Ríkharðsdóttir, Stefán Ragnar Egilsson, Hafdís Björk Stefánsdóttir, Sigurvin Breiðfjörð Pálsson, Ástgeir Finnsson, Guðbjörg Arnardóttir. GÍSLI HJARTARSON frá Geithálsi í Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðiststofnun Vestmannaeyja miðvikudaginn 5. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.