Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLENDINGAR hafa byggt af- komu sína að stórum hluta á fisk- veiðum. Nú á síðustu áratugum hefur orðið mikil bylting í nýtingu sjávarfangs og hafa afurðaverð- mæti aukist samhliða þróun á nýj- um aðferðum. Uppbygging fisk- eldis er mikilvægur hluti af þessari þróun. Nú hafa mörg sjáv- arútvegsfyrirtæki tek- ið þá stefnu að fjár- festa í fiskeldi. Þannig hafa risið stór fiskeld- isfyrirtæki sem ala bæði þorsk og lax í sjókvíum, auk þess sem eldi á bleikju, lúðu, sandhverfu og fleiri tegundum er í miklum vexti. Sem dæmi um þennan hraða vöxt þá hefur tvöfaldast það magn sem framleitt var í fiskeldi milli áranna 2002 og 2003 og aftur stefnir í tvöföldun á þessu ári frá því sem var 2003. Eitt af þeim fyrirtækjum sem lagt hafa fjármagn í upp- byggingu fiskeldis hér á landi er Fiskiðjan Skagfirðingur (FISK). Fiskiðjan Skagfirð- ingur hefur farið nýja leið hvað varðar upp- byggingu fiskeldis. Stjórnendur þessa fyrirtækis hafa gert sér grein fyrir mik- ilvægi menntunar og rannsókna í uppbygg- ingu öflugs iðnaðar. Því hafa fiskiðjan og Hólaskóli endurgert stórt kennslu- og rannsóknarhúsnæði við höfnina á Sauðárkróki. Þetta húsnæði er nú sjávarfræðasetur Hólaskóla og þar fer nú megnið af kennslu við fiskeldisdeild skólans fram. Þar er unnið samhliða að rannsóknum á sviði fiskeldis og þróunarvistfræði á bleikju. Rannsóknir á fóðrun og fóðurþörf þorskseiða sem hafa verið stundaðar í sjávareldisstöð skólans á Freyjugötu á Sauð- árkróki verða fljótlega færðar í nýja húsnæðið. Þær rannsóknir eru unnar í samstarfi við fóð- urverksmiðjuna Laxá, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Hafró, Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins og Háskólann á Akureyri. Að þessum rannsóknum vinna auk sérfræðinga og fiskeldisfræðinga Hólaskóla sex meistara- og dokt- orsnemar. Helmingur þessara meistara- og doktorsnema er kvenkyns, en kon- ur eru ört vaxandi hópur nemenda í háskólanámi á Íslandi. Það hefur t.d. sést á fjölgun kvenna í fiska- líffræði hjá Háskóla Íslands og hafa nokkrar þeirra unnið að rannsóknarverkefnum við Hóla- skóla. Aukning kvenna í grunn- námi í fiskeldi hefur ekki verið jafn greinileg. Það er að mörgu leyti undarlegt, þar sem þær kon- ur sem lokið hafa námi í fiskeldi við Hólaskóla eru afbragðs fisk- eldismenn. Það er markmið fiskeldisdeildar Hólaskóla að bjóða upp á fram- sækið nám. Skólinn leggur áherslu á tengingu námsins við atvinnu- greinina og þær rannsóknir sem eru í gangi á hverjum tíma. Með öflugri kennslu þar sem áhersla er lögð á góða grunnþekkingu í fisk- eldi og fiskalíffræði, sem og á um- ræður og gagnrýna hugsun, telur deildin sig nú undirbúa nemendur vel til að taka að sér þau viða- miklu verkefni sem liggja fyrir við uppbyggingu atvinnugreinarinnar til framtíðar. Stefnt er að því að útskrifaðir nemendur geti þannig starfað í fiskeldisfyrirtækjum, bæði sem almennir starfsmenn og stjórnendur, eða aflað sér auk- innar menntunar og unnið við fiskatengdar rannsóknir, ráðgjöf og þróunarstörf. Til að ná þessum markmiðum hefur fiskeldisdeild Hóla- skóla þróað tvær námsgráður. Annars vegar er um að ræða diplómagráðu (eitt ár) þar sem markmiðið er að veita nem- endum hagnýta menntun sem gerir þá færa um að starfa í fiskeldisstöðvum. Hins vegar geta nem- endur bætt við sig tveimur árum og út- skrifast með B.Sc.- gráðu (þrjú ár) í fiskalíffræði og fisk- eldi. Á seinni árum námsins er lögð áhersla á að nem- endur læri meira um líffræði fiska og nýj- ungar í eldi þeirra, að þeir tileinki sér þau vísindalegu vinnu- brögð sem nauðsyn- leg eru við rann- sóknir í fiskeldi og fiskalíffræði, auk þess að læra meira um byggingu og hönnun eldismann- virkja. Fiskeldi og fiska- líffræði er fjölbreytt starfsgrein. Því er mikilvægt að þeir nemendur sem skrá sig í fiskeldisdeild Hólaskóla njóti sem mestrar fjölbreytni í náminu. Til að bregðast við því hefur skólinn gert fjölmarga sam- starfssamninga við aðra háskóla þar sem gert er ráð fyrir gagn- kvæmu mati á námskeiðum. Þann- ig getur nemandi sem skráir sig í fiskeldi og fiskalíffræði við Hóla- skóla tekið eitt ár við; líffræðiskor Háskóla Íslands; Viðskiptahá- skólann á Bifröst; eða við auð- lindadeild Háskólans á Akureyri. Vilji nemandi taka hluta náms síns erlendis getur hann verið í hálft eða eitt ár við háskólann í Guelph í Kanada. Á sama hátt geta nemendur ofannefndra skóla tekið eitt til fjögur misseri við fisk- eldisdeild Hólaskóla, ef þeir vilja sérhæfa sig í fiskeldi og fiska- líffræði. Skólinn er vel undir það búinn að taka á móti fleiri nemendum. Aðstaða til náms í Sjávarfræða- setri Hólaskóla á Sauðárkróki er góð, þar er m.a. rúmgóður fyr- irlestrasalur og ágæt tölvuaðstaða. Kennarar skólans eru vel mennt- aðir og við deildina starfa nú sex kennarar með meistara- eða dokt- orspróf auk fiskeldis- og líffræð- inga. Fiskeldi og fiskalíffræði á Ís- landi á framtíðina fyrir sér. Með áframhaldandi uppbyggingu fisk- eldisdeildar Hólaskóla og fleiri nemendum í grunn- og fram- haldsnámi verður til enn öflugra rannsókna- og menntasetur sem hefur það að markmiði að vera í fararbroddi í uppbyggingu þessara atvinnugreina til fram- tíðar. Fiskeldi og fiskalíffræði til framtíðar Bjarni K. Kristjánsson fjallar um fiskeldisdeild Hólaskóla Bjarni K. Kristjánsson ’Með áfram-haldandi upp- byggingu fisk- eldisdeildar Hólaskóla og fleiri nem- endum í grunn- og framhalds- námi verður til enn öflugra rannsókna- og menntaset- ur …‘ Höfundur er sérfræðingur við Hólaskóla. RAFHITUN hækkar um 15%– 25%. Orkureikningurinn hækkar allt að 40.000 kr. Sveitarstjórnarmenn á Austur- landi og Orku og stór- iðjunefnd SSA hafa oft rætt og ályktað sérstaklega um raf- orkuverð á lands- byggðinni og nú síð- ast tengt breyttu umhverfi raforku- mála. Svohljóðandi samþykkt var gerð á aðalfundi SSA. Orkuverð á lands- byggðinni Aðalfundur SSA hald- inn á Egilsstöðum 16.–17. september 2004 ítrekar og leggur þunga áherslu á að fylgst verði náið með því hvernig orkuverð til al- mennings og atvinnufyrirtækja þróast í umhverfi nýrra raf- orkulaga. Sérstaklega þarf að fylgjast með landsbyggðinni í þeim efnum og þrýst verður á stjórnvöld um að nýtt skipulag orkumála kalli ekki á hærra orkuverð. Um sl. áramót tók formlega gildi nýtt rekstrarumhverfi í ís- lenska raforkugeiranum þegar opnað var fyrir samkeppni í raf- orkuvinnslu og sölu. Breyting- arnar eru í kjölfar nýrra raf- orkulaga sem Alþingi samþykkti á miðju ári 2003. Samtímis tók til starfa nýtt fyr- irtæki, Landsnet, sem samkvæmt lögunum annast allan raf- orkuflutning í landinu. Inn í fyr- irtækið fara flutningslínur Lands- virkjunar RARIK og Orkubús Vestfjarða. Orkustofnun annast eftirlit með starfsemi Lands- nets.Óheimilt er nú að selja raf- magn á mismunandi verði eftir því til hvers það er notað, jafnframt eiga gjald- skrár að taka mið af kostnaði við raf- orkudreifingu innan tiltekinna dreifing- arsvæða. Samkvæmt upplýs- ingum frá RARIK (form. stjórnar Sveinn Þórarinsson) eru gjaldskrársvæði RARIK tvö, þéttbýli annars vegar og dreifbýli hins vegar. Mörk milli þéttbýlis og dreifbýlis eru við byggðarkjarna með 200 íbúum eða meira auk byggðarkjarna ná- tengdum öðru þéttbýli. Dreifingarkostnaður í dreifbýli er um 30% hærri en í þéttbýli. Útgjöld heimila sem nota raf- orku til upphitunar hækka um um 15%–25% Dæmigert heimili sem notar 34.ooo kWh í hita og 6.000 kWh í almenna notkun greiddi árlega um 163 þúsund krónur með vask, eftir að búið var að taka tillit til nið- urgreiðslu. Nú eftir gjald- skrárbreytinguna greiðir sama heimili um 191 þús. kr. fyrir sömu notkun ef það er í þéttbýli en 204 þús. kr. ef um dreifbýli er að ræða. Heildarniðurgreiðslur ríkisins eru tæpar 900 milljónir í fjár- lögum 2005. Að mati Rarik þarf að hækka niðurgreiðslur ríkisins um 240–250 mkr. til að húshit- unarkostnaður verði áþekkur því sem var. Á fjárlögum eru ætlaðar 230 mkr. til þess að jafna dreifing- arkostnað milli dreifbýlis og þétt- býlis. Þetta framlag þarf að hækka um þriðjung til þess að jafnræði ríki. Íbúar á Austurlandi eru stærstu notendur rafhitunar á svæði RARIK og því kemur þessi hækk- un að óbreyttu hart niður á þeim. Við slíkt verður ekki unað. Gera verður þá kröfu til stjórn- valda að staðið verði við þau fyr- irheit að samfara breyttu orkuum- hverfi verði þess sérstaklega gætt að mismuna ekki um of notendum í þéttbýli og dreifbýli á lands- byggðinni. Til að standa við þau fyrirheit verða stjórnvöld að tryggja auknar niðurgreiðslur. Einnig þarf að gæta vel að og tryggja að sem minnst röskun verði á rekstrarumhverfi þeirra atvinnugreina sem sæta mestum orkuverðshækkunum svo sem fisk- eldi og garðyrkju. Raforkuverð á lands- byggðinni áhyggjuefni Þorvaldur Jóhannsson lýsir áhyggjum út af hækkun raf- orkuverðs á landsbyggðinni ’Tryggja verður að semminnst röskun verði á rekstrarumhverfi þeirra atvinnugreina sem sæta mestum orkuverðs- hækkunum svo sem fiskeldi og garðyrkju.‘ Þorvaldur Jóhannsson Höfundur er framkvæmdastjóri SSA. BORGARSTJÓRINN í Reykja- vík heimtar nú hækkun á fast- eignamati í borginni og virðist líta á fasteignaskatta sem eignaskatta, en ekki almenna skattheimtu. Fasteignamatið, gjaldstofninn, sem lagður er til grundvallar skatt- inum, hefur hækkað að meðaltali milli ár- anna 2004 og 2005 um 17% eða um 20% á sérbýli og 13% á fjöl- býli, sem er langt um- fram spár um hækk- anir á neysluverðs- og launavísitölu á árinu 2005. Þessi skattur kemur ekki síst illa við láglaunafólk, því ekki hækka tekjur þess um 13 til 20% á næsta ári. Á sama tíma og ríkisstjórnin, af augljósum réttlætisástæðum, af- nemur eignaskatt, þar sem hús- næði er einn stærsti stofninn, snýr borgarstjórinn í Reykjavík, Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, öllu á haus og heimtar af „réttlæt- isástæðum“ hækkanir á fast- eignamati, sem þýðir hækkun á fasteignaskatti. „Að nýta sér verðmætaaukningu“ Í Speglinum í Ríkisútvarpinu fyrir helgi lýsti Steinunn þessu baráttu- máli sínu fyrir auknu réttlæti, hárri og titrandi röddu eins og um væri að ræða brýnt hagsmunamál þeirra sem minnst mega sín, en kom svo upp um sig með því að segja að ýmis sveitarfélög myndu „hafa áhuga á að nýta sér þessa verðmætaaukningu“. Eins og um væri að ræða verðmætasköpun í samfélaginu, en ekki þenslu á fast- eignamarkaði vegna hækkandi lóðaverðs í Reykjavík í kjölfar uppboðsstefnu R-listans á lóðum, of- framboðs á ódýrum lánum og tilkomu fá- menns hóps, sem get- ur keypt eignir í eft- irsóttum hverfum á nánast hvaða verði sem er. Þær verðhækkanir á fasteignum sem orðið hafa merkja enga raunverulega eignaaukningu fyrir venjulegt fólk, sem á bara þá íbúð sem það býr í. Ef það selur íbúð sína á þessu ofurverði verður það að kaupa aðra á ofurverði, þannig að húseigandinn græðir ekkert. Helst hagnast fasteignasalar og R-listinn, sem nýtir sér þetta óvenjulega ástand á fast- eignamarkaðnum til hins ýtrasta í sinni skattagræðgi. Raunverulegt réttlætismál Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins hafa nú lagt fram tillögu um það í borgarstjórn að fast- eignaskattar hækki í samræmi við launa- og verðlagsþróun. Sú til- laga er réttlætismál með hliðsjón af eðli þessa skatts, en ekki sú skattagræðgi sem birtist í orðum borgarstjórans um „að nýta sér þessa verðmætaaukningu“ eins og hún kallar ofhitun fasteignamark- aðar í Reykjavík. Skuldadagar R-listans Völd eru vandmeðfarin. Reykja- víkurlistinn kann ekki að fara með það vald sem borgarbúar hafa treyst honum fyrir. Siðferðisþrek hans er brostið. Hann kann sér ekkert hóf í skattagræðgi og eyðsluæði. Tími er kominn til að hver Reykvíkingur reikni út fyrir sig, hvað hann er neyddur til að vinna margar vinnustundir auka- lega í hverjum mánuði til að halda þessari eyðsluveislu R-listans gangandi. Skuldadagar borgarbúa vegna veislunnar birtast nú í há- marksútsvari, hærri fast- eignasköttum v. verðhækkana á fasteignum, hærri þjónustugjöld- um hjá borginni og hærra orku- verði. Skuldadagar R-listans verða hins vegar í borgarstjórnarkosn- ingum eftir rúmt ár. Af skattaæði Reykjavíkurlistans Bolli Thoroddsen fjallar um fasteignaskatt ’R-listinn misnotarþenslu á fasteignamark- aði í þágu eyðslu- og skattaæðis.‘ Bolli Thoroddsen Höfundur er formaður Heimdallar og situr í borgarstjórnarflokki Sjálf- stæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.