Morgunblaðið - 20.01.2005, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VERTU ÞÚ SJÁLF - VERTU BELLADONNA
Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.
www.belladonna.is
Regnbogadögum fækkar
20%
aukaafsláttur á kassa
og að auki 20% afsláttur af öllum vörum*
fimmtud. 20/1 - Laugard. 22/1
Núna er tækifæri til að gera frábær kaup
*Gildir ekki um samkvæmiskjóla
HJÓNIN Þóra Hallgrímsson og
Björgólfur Guðmundsson hafa
stofnað minningarsjóð um dóttur
sína Margréti Björgólfsdóttur með
það að markmiði að auka almanna-
heill og bæta mannlíf á Íslandi.
Hafa þau lagt fram stofnfé að fjár-
hæð 500 milljónir króna.
Í fréttatilkynningu um stofnun
minningarsjóðsins segir að mark-
mið sjóðsins sé að stuðla að heil-
brigðu líferni og bættu mannlífi og
efla menntir, menningu og íþróttir.
„Markmiðum sínum hyggst sjóð-
urinn ná með því að styrkja ein-
staklinga, verkefni og félög til
mennta, framtaks, athafna og
keppni, – ekki síst á alþjóðlegum
vettvangi,“ segir í fréttatilkynningu
um stofnun sjóðsins.
Áætlað að styrkveitingar nemi
75–100 milljónum á ári
Áætlað er að styrkveitingar nemi
um 75 til 100 milljónum króna á ári.
Stjórn sjóðsins skipa Björgólfur
Guðmundsson, formaður, Bentína
Björgólfsdóttir og Þórunn Guð-
mundsdóttir, hæstaréttarlögmaður.
Sjóðurinn auglýsir tvisvar á ári
eftir umsóknum og
nú fyrst í febrúar á
þessu ári.
Dómsmálaráðherra
hefur staðfest skipu-
lagsskrá fyrir minn-
ingarsjóðinn.
Margrét Björgólfs-
dóttir fæddist árið
1955 en hún lést af
slysförum árið 1989,
aðeins 33 ára að
aldri.
Margrét var alin
upp í Vesturbænum í
Reykjavík og í
fréttatilkynningu um
stofnun minning-
arsjóðsins kemur
fram að í æsku hafi
orðið ljóst að hún fór ótroðnar slóð-
ir og kom hún sínum nánustu sífellt
á óvart.
„Á unglingsárum hneigðist hugur
hennar að heilbrigðu lífi og and-
legri og líkamlegri vellíðan allra í
kringum sig. Lengst af bjó Margrét
í Reykjavík en hún dvaldi einnig
um nokkurra ára skeið í Kaliforníu
í Bandaríkjunum og í Lundúnum á
Englandi,“ segir í til-
kynningunni.
„Margrét hafði alltaf
mörg járn í eldi. Sterk
réttlætiskennd, blíða og
kraftur einkenndi hana
alla tíð. Meðfram vinnu,
m.a. hjá Flugleiðum,
sótti hún námskeið auk
þess sem hún stundaði
söngnám við Söngskól-
ann í Reykjavík þar
sem hún lauk einsöngv-
araprófi. Erlendis lagði
Margrét stund á nám í
austurlenskum lækn-
ingum samhliða frekara
söngnámi. Hún stofnaði
og rak fyrirtæki sem
framleiddi og dreifði
hollustuvörum á borð við Morg-
ungull og þá rak hún um tíma mat-
stofu hjá Náttúrulækningafélagi Ís-
lands. Eiginmaður Margrétar var
Jónas Sen píanóleikari.“
Hlýja og mannkærleikur
Þuríður Pálsdóttir, söngkona, skrif-
aði minningargrein um fyrrum
nemanda sinn á útfarardegi Mar-
grétar. Þar sagði hún: „Það fyrsta
sem ég kynntist í fari Margrétar
var sérkennileg hlýja og mann-
kærleikur sem var hennar leið-
arljós. Hún trúði á allt gott og heil-
brigt í náttúrunni og skynjaði þær
víddir í daglegu lífi sem venjulegu
fólki sést yfir. Hún var skemmtileg
blanda af hugsjónakonu um andleg
málefni og hugmyndaríkri fram-
kvæmdakonu.“
Í minningargrein um Margréti
komst vinur hennar Hallgrímur
Helgason svo að orði: „En mitt í
sínu þéttofna lífsmynstri mundi
hún þó alltaf eftir okkur öllum, hún
gleymdi aldrei að líta inn, hún gaf
sér alltaf tíma, þáði te og settist
niður til að tala. Hún talaði við
mann þar til manni fór að líða vel
og ég gat sæll haldið áfram við
málverkið á meðan hún sat og sagði
manni allt það sem satt er, allt það
sem gott er og allt það sem er okk-
ur fyrir bestu, allt það sem við get-
um ræktað betur. Því þannig var
Magga, allt um nýtt og betra líf,
betri heilsu, betri líðan, allt það
kunni hún svo vel, allt varðandi lífið
sjálft, það var hennar sérgrein.“
Stofnaður hefur verið Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur
og er stofnfé hans 500 milljónir króna
Margrét Björgólfsdóttir
lést af slysförum árið
1989, 33 ára að aldri.
Markmiðið að auka almanna-
heill og bæta mannlíf á Íslandi
„ÉG LÍT með ánægju yfir farinn
veg og þetta tímabil hjá Alþingi,“
sagði Friðrik Ólafsson í samtali
við Morgunblaðið í gær en þá lét
hann formlega af störfum sem
skrifstofustjóri Alþingis eftir tutt-
ugu ár í embætti.
„Ég á auðvitað eftir að sakna
þessa góða samstarfsfólks og
allra þeirra ánægjustunda sem
við höfum átt saman. Ég er hreyk-
inn af starfsliðinu, sem er sér-
staklega samhentur hópur. Ég tel
það mikla gæfu að hafa starfað
með slíkum hópi.“
Starfsfólkið kvaddi sinn gamla
yfirmann með pompi og prakt í
gær en í dag tekur Helgi Bernód-
usson við embættinu.
En hvað finnst Friðriki helst
standa upp úr eftir tvo áratugi í
starfi skrifstofustjóra Alþingis?
„Miklar breytingar hafa orðið á
þessu tímabili og það er gaman að
hafa fengið að vera þátttakandi í
því,“ segir Friðrik. Nefnir hann
sem dæmi aukinn húsakost þings-
ins. Þegar hann hóf störf var
mjög þröngt um starfsemi þings-
ins, var henni komið fyrir í 3–4
húsum. Þingmenn voru þá ekki
með sér skrifstofur en í dag hefur
hver og einn skrifstofuaðstöðu og
starfsemi þingsins er komið fyrir
í 8–9 húsum.
Friðrik segist þekkja vel til
starfa Helga Bernódussonar sem
tekur nú við embætti skrif-
stofustjóra Alþingis. „Hann þekk-
ir öll þessi störf sem þarna eru
unnin,“ segir Friðrik um eft-
irmann sinn. „Hann á vafalaust
eftir að hrista margt fram úr erm-
inni, margar góðar hugmyndir.
Það er ekki neinu að kvíða með
hann sem eftirmann.“
En hvað tekur nú við hjá Frið-
riki?
„Það má vel vera að skákin fái
meiri tíma núna hjá mér,“ segir
Friðrik, en hann varð stórmeist-
ari fyrstur Íslendinga og lengi vel
í hópi sterkustu skákmanna
heims. „Ég þarf eiginlega að setj-
ast niður og skipuleggja tímann.
Þetta verður ekkert áfall [að
hætta störfum] því það er af nógu
að taka.“
Friðrik Ólafsson hættir sem skrifstofustjóri Alþingis
„Ég á eftir að sakna
samstarfsfólksins“
Friðrik afhendir Helga Bernódussyni lyklavöldin að Alþingi.
Morgunblaðið/Golli
Vigdís Jónsdóttir færði Friðriki gjöf frá samstarfsmönnum hans.
OLÍUFÉLAGIÐ Esso lækkaði verð
á bensíni og olíu á þriðjudag um
sömu krónutölu og það hafði hækkað
verðið um sólarhring áður.
Verð á eldsneyti hjá félaginu er
því nú það sama og það var um síð-
ustu helgi, en verðbreytingin fól í sér
tveggja króna hækkun á bensíni og
einnar krónu hækkun á olíu og svo
aftur lækkun um sömu krónutölu.
„Þær eru bara samkeppnislegar,“
sagði Hjörleifur Jakobsson forstjóri
Essó, aðspurður um ástæðuna fyrir
þessum verðbreytingum.
Hann sagði að Olíufélagið reyndi
að fylgja mjög ábyrgri verðstefnu og
væri verðum breytt vikulega ef
ástæða væri til. Farið væri yfir
verðþróunina í nýliðinni viku á hverj-
um mánudagsmorgni og þá teknar
ákvarðanir um hvað bæri að gera í
ljósi þróunar á heimsmarkaði með
eldsneyti og verðið lækkaði eða
hækkaði í samræmi við það hvernig
verð á heimsmarkaði hefði breyst.
Flestir hækkuðu ekki
„Við hækkuðum verð á mánudag-
inn og síðan fylgdumst við með hvað
gerðist og hvort aðrir hækkuðu eða
hækkuðu ekki í þessu tilviki. Um
miðjan dag á þriðjudag hafði einn
samkeppnisaðili hækkað verð og
aðrir ekki og við töldum því eðlilegt
að lækka verðin aftur,“ sagði Hjör-
leifur Jakobsson.
Essó lækkar
bensínverð
um tvær kr.
VEGAGERÐIN fer nú yfir tilboðin
sem bárust í hluta Suðurstrandar-
vegar og að sögn Rögnvaldar Gunn-
arssonar, forstöðumanns fram-
kvæmdadeildar Vegagerðarinnar,
má fullyrða að lægsta tilboðinu verði
ekki tekið. Það kom frá Vegamönn-
um ehf. í Reykjavík og var 23,6% af
kostnaðaráætlun. Rögnvaldur segist
aldrei hafa séð slíka tölu áður og full-
yrða megi að um óraunhæft tilboð sé
að ræða.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær bárust 22 tilboð í verk-
ið, sem er 5,6 km kafli af Suður-
strandarvegi vestanverðum frá
Grindavík.
Kostnaðaráætlun var upp á 150
milljónir króna og voru tilboðin frá
verktökum alls staðar að af landinu.
Rögnvaldur telur að þegar yfirferð
ljúki verði haft samband við þá bjóð-
endur sem teljast verða með þrjú
hagstæðustu tilboðin og þau sem
uppfylla kröfur Vegagerðarinnar.
Yfirferðin muni taka um vikutíma.
Óvenju mörg tilboð
„Ég man ekki eftir að hafa séð
svona mörg tilboð í einu útboði. Það
virðist vera einhver skortur á jarð-
vinnuverkefnum og miðað við stærð
þessa verks eru tilboðin líka í lægri
kantinum,“ segir Rögnvaldur, en
næst á eftir Vegamönnum voru
nokkrir verktakar með tilboð frá 56–
70% af áætlun.
Næsta stóra vegagerðarverkefnið
er mislæg gatnamót og færsla á Suð-
urlandsveginum í Svínahrauni.
Rögnvaldur segir að fróðlegt verði að
sjá niðurstöðu þess útboðs og hvort
þátttaka verði jafnmikil og í Suður-
strandarvegi.
Lægsta tilboðið
talið óraunhæft
Vegagerðin er að yfirfara tilboðin sem
bárust í hluta Suðurstrandarvegar