Morgunblaðið - 20.01.2005, Síða 15

Morgunblaðið - 20.01.2005, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 15 MINNSTAÐUR Sjálfstæðisflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is Dagskrá 13.15 Aðalfundur Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Ávarp varaformanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde. 14.30 Opinn fundur: Bættur hagur heimilanna - Áfram Formaður Varðar - Fulltrúaráðsins flytur inngangsorð. Sr. Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur. Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Tómas Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabanka Íslands. Yngvi Harðarson, hagfræðingur hjá Ráðgjöf og efnahagsspá ehf. Pallborðsumræður Stjórnandi: Pétur Blöndal Þingforseti: Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi 20.0 Þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fer fram í Gullhömrum, Grafarholti Húsið opnað kl. 19.00 Heiðursgestur: Geir H. Haarde fjármálaráðherra Blótsstjóri: Guðlaugur Þór Þórðarson Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Bættur hagur heimilanna - Áfram Kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna laugardaginn 22. janúar 2005 á Hótel Sögu, Sunnusal Ka na rí í a lla n ve tu r Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 49.880 kr. Nettilboð frá m.v. að 2 ferðist saman. Innifalið er flug, gisting í 14 nætur í íbúð á Parque Golf, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Komdu me› til Kanarí -á sólríkar og su›rænar strendur og njóttu sólar í skammdeginu. á mann 26. jan., 9., 16. og 23. feb. og 2. mars Álftanes | Ákveðið var að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði á Álftanesi úr 0,34% í 0,32% til þess að draga úr áhrifum mikillar hækkunar fast- eignamats um síðustu áramót á fast- eignagjöld í sveitarfélaginu. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Jafnframt var sam- þykkt að lækka lóðarleigu úr 0,40% í 0,32% af lóðarmati. Í greinargerð bæjarstjórnar með tillögu um lækkun skattsins kemur fram að fasteignamat íbúðahúsnæðis á Álftanesi hækkaði að meðaltali um 13% í fjölbýli og 20% í sérbýli um áramótin. Með þeirri ákvörðun að lækka álagningarprósentuna séu að fullu felld út áhrif hækkunar fast- eignamatsins umfram forsendur fjárhagsáætlunar 2005. Lækka fasteignaskatta HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Garðabær | Til stendur að leggja hringtorg á Arnarnesveg, og sameina með því gatnamót vegarins við Fífu- hvammsveg annars vegar og Bæj- arbraut hins vegar í eitt stórt fimm arma hringtorg, og mun fimmti arm- urinn tengja hið nýja Akrahverfi við veginn. Mikið hefur verið um slys á þessum kafla vegarins og á hringtorgið að draga verulega úr þeim, segir Eiríkur Bjarnason, bæjarverkfræðingur í Garðabæ. Bæjarráð Garðabæjar hef- ur samþykkt þessar framkvæmdir fyrir sitt leyti, en bæjaryfirvöld í Kópavogi koma einnig að málinu, og verður fjallað um málið í ráðum bæj- arins í þessari viku. Garðabær og Vegagerðin munu fjármagna verkið, en Vegagerðin hefur enn ekki tryggt fjármögnun á því. Vilja hringtorg á Arnarnesveg    Kópavogur | Nýtt heimili og dag- þjálfun fyrir einstaklinga með minnissjúkdóma var opnað form- lega í gær, og munu fyrstu íbú- arnir flytja í húsið um næstu helgi. Húsið hefur fengið nafnið Roðasalir, en þar er aðstaða fyrir átta íbúa, auk þess sem dag- þjálfun verður á staðnum fyrir fólk sem enn býr í eigin húsnæði. Roðasalir er nýtt 700 fermetra hús sem er sérhannað fyrir þá starfsemi sem í því verður. Starfsemin þar verður tvenns- konar, segir Svanhildur Þeng- ilsdóttir, forstöðumaður heimilis- ins. „Roðasalir eru ætlaðir til að mæta þörfum einstaklinga með minnissjúkdóma. Annars vegar er- um við með sambýli fyrir átta ein- staklinga. Þar eru átta ein- staklingsherbergi þar sem fólk dvelur, allt í mjög heimilislegum anda. Hins vegar er það svokölluð dagdvöl. Þá kemur fólk til okkar klukkan 8 á morgnana og dvelur fram til klukkan 16 á daginn.“ Dagdvölin er ætluð þeim sem enn geta búið á eigin heimili, en þurfa ef til vill aðstoð og umönnun á daginn. „Fólkið kemur hingað og borðar hjá okkur morgunverð, og er svo hjá okkur við ýmiskonar tómstundaiðju og afþreyingu. Hér fær það ýmsa þjónustu, aðstoð við böðun og annað slíkt, og fær alla málsverði hér,“ segir Svanhildur. Hún segir mjög mikilvægt fyrir fólk að geta búið eins lengi á eigin heimili og hægt er, og þar hjálpi dagvist eins og boðið verður upp á í Roðasölum vissulega mikið til. Hlutverk heimilisins er að auka lífsgæði þeirra einstaklinga sem þangað koma, og fá íbúar og gest- ir í dagvist bæði andlega upp- örvun og líkamlega þjálfun. Einn- ig léttir dagvistin undir með aðstandendum, sem eru þá örugg- ir um maka eða foreldri á daginn. Umhverfi Roðasala hentar mjög vel til útivistar og segir Svanhild- ur mikils vert að íbúar og fólk sem kemur í dagvist eigi greiða leið á göngustíg og geti fengið fjölbreytta hreyfingu. „Allt að- gengi hér er mjög þægilegt til gönguferða og almennrar hreyf- ingar. Svo erum við með leikfimi, létta stólaleikfimi þar sem við hreyfum bæði hendur og fætur, lítil lóð, teygjur og ýmiskonar þjálfun.“ Svanhildur segir mikilvægt að hafa heimilisbrag á starfseminni. Allur matur er eldaður á staðnum, og íbúar hjálpa gjarnan til eftir getu, t.d. við að leggja á borð, skræla grænmeti, hella upp á kaffi eða annað við hæfi. Markmiðið er að standa vörð um sjálfsmynd og sjálfsvirðingu allra einstaklinga sem dvelja innan veggja hússins, og munu starfsmenn fá sérstaka fræðslu um sjúkdóminn, þróun hans og eðli, sem og um umönnun og samskipti við einstaklinga með minnissjúkdóma. Nýtt heimili og dagþjálfun fyrir minnissjúka opnað Morgunblaðið/Jim Smart Roðasalir er nýtt 700 fermetra hús, sérhannað fyrir þá starfsemi sem í því verður. Eykur lífsgæði fólks með minnissjúkdóma Reykjavík | Fundur í Félagi eldri borgara í Reykjavík samþykkti á þriðjudag að selja húseign félagsins við Glæsibæ. Félagið hefur átt eign- ina undanfarinn áratug og er um að ræða tæplega 900 m2 hæð í húsinu. Að sögn Ólafs Ólafssonar for- manns félagsins var húseignin orðin það dýr í rekstri að félaginu var ekki stætt á öðru en að selja hana. Söluverðið er trúnaðarmál. Félagið leitar nú að 3–400 fermetra húsnæði til leigu eða kaups fyrir starfsemi sína. Húsnæði Félags eldri borgara selt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.