Morgunblaðið - 20.01.2005, Side 42

Morgunblaðið - 20.01.2005, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. ÍSLENSKT TALSýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára. ÍSLANDSBANKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. kl. 6, 8 og 10. kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 10 ára QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN I Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I ÍSLANDSBANKI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r   Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 8 og 10.10. Einstök mynd um höfund hinnar sígildu sögu um Pétur Pan. Stórkostleg upplifun! Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6 og 10. Síðasta sýning.  MMJ kvikmyndir.com SV Mbl.  Ó.Ö.H. DV   Ó.Ö.H. DV  „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“ SV Mbl.  MMJ kvikmyndir.com „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“ SIDEWAYS FRUMSÝND Á MORGUN Udo Kier er tvímælalaust einhver kyn-legasti kvistur kvikmyndanna, leik-ari sem allir þekkja í sjón en fæstirvita nafnið, hvað þá einhver frekari deili á. Það þarf heldur ekki að eyða löngum tíma í að kanna feril hans til að komast að því að fáir núlifandi leikarar hafa leikið í eins mörgum myndum og hann og fáir hafa leikið í eins fjöl- breyttum myndum og hann. Það er nefnilega leitun að þeim sem jöfnum höndum leika í Hollywood-blöðrum á borð við Ace Ventura og Blade og evrópskum listaspírum á borð við Lili Marleen og Dogville – sem hefur unnið með eins ólíkum og heimskunnum kvikmyndagerð- armönnum og Paul Morrissey, R.W. Fass- binder, Gus Van Sant, Lars Von Trier, Michael Bay og Wim Wenders. „Ég kann að meta hvorutveggja; verksmiðju- vinnuna í Hollywood og að vinna þar sem hjart- að mitt er, að gerð smærri listrænni mynda með djörfum leikstjórum og allra helst byrjendum,“ bunaði Kier út úr sér af ákefð og áhuga þar sem hann sat í morgunsólinni á heimili sínu í Palm Springs í Kaliforníu-ríki. Prófar allar myndir einu sinni Einn þessara „byrjenda“ er Marteinn Þórsson en hann og félagi hans Jeff Renfroe leikstýrðu Kier í sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, vís- indaskotna sálfræðitryllinum One Point O, sem frumsýnd er hér á landi í kvöld. „Það jafnast ekkert á við það að fá að taka þátt í gerð fyrstu mynda einhvers,“ skýrir Kier. „Ég sækist sérstaklega eftir því vegna þess að engir eru ástríðufyllri en leikstjórar sem eru að gera sína fyrstu mynd. Þeir Marteinn og Jeff voru það svo sannarlega og ég myndi ekki hika við að gera fleiri myndir með þeim.“ Udo Kier var einn fyrsti leikarinn sem féllst á að fara með hlutverk í myndinni. „Það var hand- ritið. Ég heillaðist strax af því og sagði umboðs- manni mínum að ég vildi leika í þessari mynd. Svo leið og beið því ekki tókst að afla nægilegs fjármagns til að hefja framleiðslu. En ég gleymdi ekki myndinni, þannig að þegar ég frétti af því að búið væri að fá þýskan bakhjarl sem ég þekkti þá minnti ég á mig.“ Kier hlýtur að teljast með djarfari leikurum; segist tilbúinn til að „prófa að leika í öllum myndum einu sinni“. „Ég hef gaman af því að ferðast og kynnast fólki. Um það snýst kvikmyndagerð. Mér líður sjaldnast betur en í miðjum tökum, á bólakafi þegar brjálað er að gera. Ég nýt þess að vinna, og setjast svo niður með öllu þessu hæfi- leikaríku fólki með rauðvínsglas að loknum erf- iðum tökudegi. Stundum vil ég alls ekkert hætta, vil halda áfram að taka upp fram á nótt.“ – En það er svo margir leikarar sem kvarta undan vinnuálagi og þykir bókstaflega leið- inlegt að taka þátt í tökunum, vilja bara sjá sig á hvíta tjaldinu? „Ég veit. Það er fullt af slíku fólki í faginu. Hugsar ekki um annað en vinnutímareglur stéttarfélagsins og að allt vinnuferlið verði að vera samkvæmt viðurkenndum reglugerðum. Þetta fólk á að hætta að leika, gerast bílasalar og láta okkur hinum eftir vinnu sína, okkur sem tökum þátt í kvikmyndagerð af ástríðu.“ Bremsulaus lífskúnstner Og það leyndi sér ekki í þessu símasamtali að Kier er maður ástríðufullur. „Ég elska kvik- myndir og allt sem þeim viðkemur, en það er líka margt annað sem ég elska; ég mála t.d., safna listaverkum og antíkhúsgögnum og hef yndi af garðyrkjustörfum. Svo nota ég allar frí- stundir til að lagfæra húsið mitt. Ég er vinsæl- asti viðskiptavinurinn í byggingavöruversl- unum hér í Palm Springs.“ Og þannig þeytist þessi skemmtilegi og stórkenjótti viðmælandi úr einu í annað, svo blaðamaður á fullt í fangi með að halda í við hann og koma honum að efn- inu, sem er kvikmynd Marteins og Jeffs. Og áfram bunaði hann út úr sér eins og bremsulaus BMW á þýskri hraðbraut: „Segistu vera frá Íslandi? Vá, mig hefur alltaf langað að koma til Íslands - finndu fyrir mig ástæðu til að koma til Íslands - talaðu við ein- hvern fyrir mig - finndu eitthvað handa mér að gera þarna - komdu þeim skilaboðum áleiðis að mig langi til að leika í bíómynd á Íslandi - ann- ars veit ég voðalega lítið um landið, veit að þar er kalt og dimmt og að Björk sé þaðan, svo veit ég hver Friðrik [Þór Friðriksson] er - kann vel við myndir hans, gæti vel hugsað mér að vinna með honum - ég væri fínn í að leika í mynd á Ís- landi - þið eruð heppin að eiga Björk að, hún er besta landkynning sem nokkur þjóð gæti feng- ið, alveg yndislegur listamaður, svo einstök, svo einlæg - það voru forréttindi að fá að gera með henni mynd, reyndar lékum við aldrei saman í Dancer in the Dark, hún var búin þegar ég kom til sögunnar, en hún gerði alveg ótrúlega hluti í þessari mynd, hún er alveg ótrúleg - mig langar að hitta hana, þú verður að hjálpa mér að koma því í kring - langar að hitta hana og son hennar, helst manninn hennar líka [Matthew Barney], ég er mikill unnandi listaverka hans - ég er nefnilega listaverkasafnari, sjáðu til.“ – Já, þú hefur unnið mikið með Lars Von Trier og leikið í nánast öllum myndum hans, tókst blaðamanni loksins að lauma inn. „Já, í nær öllum. Ég myndi aldrei segja nei við Lars. En ég myndi heldur aldrei leyfa hon- um að leikstýra mér, hann getur það ekki. Ég mæti bara á settið og geri það sem ég kann. Og ef hann maldar í móinn og biður mig að gera eitthvað annað, segi ég honum að hann hefði þá bara átt að skrifa hlutverkið öðruvísi. Við skilj- um hvor annan ég og Lars.“ – Myndirðu kannski segja að þú værir einn af fáum leikurum sem skilur Lars? „Já, hann er misskilinn maður. Ég líka.“ – Hann er einnig mjög umdeildur . „Já. Annaðhvort elskar fólk hann eða hatar.“ – Heldurðu að þú sért umdeildur? „Nei, annaðhvort elskar fólk mig eða veit ekki af mér,“ segir Kier og hlær hratt - og hátt. Alveg sama um vondu myndirnar Kier hefur verið elskaður eða afskiptur í nær 4. áratugi. Allt frá fyrstu myndum hefur hann haft djúpstætt „költ“-orðspors - og gerir enn. „Þú hefur örugglega lesið um mig á Netinu, hvernig ég fæddist. Ég er lánsamur djöfull. Það var í Köln árið 1944, í seinni heimsstyrjöld, í miðri loftárás. Móðir mín hafði beðið um að liggja inni lengur eftir að hún átti mig. Það féll sprengja á spítalann og við mæðginin fundumst í rústunum.“ Udo Kierspe, eins og hann hét þá, hóf leikferil sinn í Lundúnum, fyrir slysni, 19 ára - hafði farið þangað til að læra ensku. „Költ“-stimpilinn fékk hann eftir að hann kynntist Paul Morrissey og fékk hlutverk í tveimur Andy Warhol-myndum, Flesh for Frankenstein og Blood for Dracula. „Af öllum mínum myndum get ég nefnt tvær sem breyttu lífi mínu hvað mest; Flesh for Frankenstein – vegna þess að eftir hana hef ég alltaf getað farið mínar eigin leiðir – og My Own Private Idaho – en hún opnaði mér dyrnar til Bandaríkjanna, færi mér atvinnuleyfi og kenni- tölu, skapaði mér nafn og andlit í Hollywood. Upp frá því fékk ég reglulega hlutverk í stórum myndum fyrir hærri summur en áður.“ – En hefur umboðsskrifstofan þín aldrei beð- ið þig um að leika í færri og betri myndum? „Betri myndum? Það er engin leið að vita fyr- irfram hvort myndirnar sem ég leik í verði góð- ar eða slæmar. Auðvitað er gleðilegra þegar þær reynast góðar en mér er líka alveg sama þótt þær séu vondar. Þá bara horfi ég ekki á þær. Eins og ég segi alltaf: „Þetta er bara bíó- mynd.“ Ég hef ekki séð allar myndir sem ég hef leikið í og hef reyndar lítinn áhuga á sumum þeirra. Ég er t.d. ekki búinn að sjá Surviving Christmas og lifi það af. Hver segir að maður verði að sjá allar myndir sem maður leikur í?“ Metið hans Lee í hættu? Hinn lúsiðni Kier hefur leikið í yfir 150 myndum á ferlinum og segist hvergi nærri hættur. Ætli markmiðið sé e.t.v. á slá met Christopher Lees? (Hefur leikið í yfir 250 myndum og komst í heimsmetabók Guinness fyrir vikið.) „Auðvitað, og ég hætti ekki fyrr. Geri mynd- irnar sjálfur ef þess þarf. Eina með mér út í garði, eina með mér í sólbaði, eina með mér og hundunum mínum, eina með mér í baði – alveg þangað til ég er búinn að slá metið.“ Kier hefur þegar leikið í nálægt tíu myndum síðan hann tók þátt í gerð One Point O árið 2003. „Það er nóg að gerast. Fullt af spennandi myndum. Næst leik ég í mynd í Kambódíu og var að enda við að klára blóðsugumynd í Rúm- eníu. Ég elska blóðsugumyndir. Við Marteinn og Jeff höfum rætt um að gera blóðsugumynd saman. Mig langar að búa til framhald Blood for Dracula og nota afturhvörf – „flassbakk“ – beint úr þeirri mynd. Mig langar að gera blóðsugu- mynd á Íslandi - heldurðu að það væri ekki ein- hver til í að gera með mér blóðsugumynd á Ís- landi?“ Blaðamaður jánkar um hæl. „Auðvitað. Hve margar?“ Kvikmyndir | Udo Kier er duglegastur leikara og fer með hlutverk í hálfíslensku myndinni One Point O „Annaðhvort elskar fólk mig eða veit ekki af mér“ Udo Kier fer með hlutverk hins dularfulla Derricks í One Point O. Hann hefur leikið í yfir 150 kvikmyndum og segist stað- ráðinn í að bæta met Christ- ophers Lees. Þýski leikarinn Udo Kier ræðir við Skarp- héðin Guðmundsson um eina þá nýjustu, One Point O, eftir Martein Þórsson og Jeff Renfroe. skarpi@mbl.is One Point O verður forsýnd í kvöld að við- stöddum leikstjóranum Marteini Þórssyni. Almennar sýningar hefjast á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.