Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 15 ERLENT                                     !        "          # $ %         "   !                      %  $ % "         "    ' (  ! )  *  '    * (                       "! & "              ( &     !    + #!  !  *  ,,! !   !- !  !  ! ./0&,1/0 !"#  + ,,!  !  *  ,0!   !  !  ,.  11      ! ,0&,#! Heimsferðir bjóða beint flug til Barcelona alla föstudaga í sumar á hreint frábærum kjörum. Þú getur valið um flugsæti eingöngu, flug og bíl á frá- bærum kjörum eða eitt af okkar vinsælu hótelum í hjarta Barcelona. Bókaðu fyrir 15.mars og tryggðu þér bestu kjörin. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 23.990 Flugsæti með sköttum. 20.maí. Verð kr. 48.890 Flug og gisting í 5 nætur, Hotel Silken, glæsilegt 4 stjörnu hótel. 27.maí. Munið Mastercard ferðaávísunina Morgunflug alla föstudaga í sumar Salan er hafin Tryggðu þér besta verðið til Barcelona í sumar Barcelona í sumar frá kr. 23.990 Heimsferðir kynna glæsileg ný 4 stjörnu hótel í hjarta Barcelona Kynntu þér málið á www.heimsferdir.is GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, hefur formlega sett eða opnað svokallað „Einstein-ár“ en þess er nú minnst, að 100 ár eru liðin síðan Albert Einstein setti fram þrjár af þeim fjórum kenningum sínum, sem breytt hafa allri heimsmyndinni. „Einstein-árið“ í Þýskalandi ber upp á „Ár eðlisfræðinnar“, sem er á vegum Sameinuðu þjóðanna og er ætlað að auka áhuga á þessari fræði- grein. Verður Einsteins minnst með ýmsum hætti en þó einkum sem „frjálshuga manns, friðarsinna, heimsborgara og sjáanda“, sem bylti allri heimssýn vísindanna aðeins 26 ára gamall. Einstein fæddist árið 1879 í borginni Ulm og 1905 setti hann fram þrjár af grundvallarkenningum sínum. Þá lýsti hann hreyfingu hluta, svokallaðri brownshreyfingu, stærðfræðilega og gerði með því kleift að sanna tilvist frumeinda með tilraunum. Einstein skilgreindi einnig ljós- ið sem orkueindir, ljóseindir, og fyrir það hlaut hann Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 1921. Þriðja afrekið á þessu merka ári var takmarkaða af- stæðiskenningin en almennu afstæðiskenninguna setti hann fram 1916. Einstein var af gyðingaættum og eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi 1933 flýði hann til Bandaríkjanna og gerðist kennari við Princeton-háskóla. „Einstein-ár“ í Þýskalandi Berlín. AFP. BRESKI Íhaldsflokkurinn hyggst segja upp aðild landsins að Flótta- mannasáttmála Sameinuðu þjóð- anna frá 1951 og setja þak á fjölda fólks sem fær pólitískt hæli í Bret- landi á hverju ári ef hann sigrar í næstu kosningum, að sögn Michaels Howards, leiðtoga flokksins. „Millj- ónir manna í öðrum löndum myndu vilja fá að koma hingað og setjast hér að. Bretland getur ekki tekið við þeim öllum,“ sagði Howard þegar hann kynnti hugmyndirnar í ræðu í gær. Hann vísar því á bug að hug- myndin sé merki um kynþáttafor- dóma. Sjálfur er Howard sonur gyðinga sem komu til Bretlands 1939 eftir að hafa flúið ofsóknir í Rúmeníu. „Ég held að flest fólk sé sammála því að komið sé að þáttaskilum í Bretlandi,“ sagði Howard. „Fólk veit að sam- félag okkar getur ekki með góðu móti tekið við jafn mörgu nýju fólki og reyndin er núna. En ríkisstjórn [Tonys] Blairs hefur hunsað áhyggj- ur almennings.“ Howard segir að nær 160.000 manns frá öðrum lönd- um setjist að í Bretlandi ár hvert og telur að tillögurnar geti orðið til þess að brjóta á bak aftur glæpahópa sem flytja innflytjendur til Bretlands gegn gjaldi. Farið verði yfir umsóknir í flóttamannabúðum SÞ Auk þess að setja þak á fjölda inn- flytjenda og flóttamanna vill Howard að tekið verði upp punktakerfi þegar veitt er landvist. Er þá m.a. tekið til- lit til menntunar umrædds innflytj- anda og þess hvort hann á ættingja fyrir í Bretlandi. Einnig yrði farið yf- ir umsóknirnar um pólitískt hæli í flóttamannabúðum á vegum SÞ, en ekki í Bretlandi. Andstæðingar mik- ils innflutnings á fólki benda á að þegar fólk sé á annað borð komið til Bretlands geti það auðveldlega látið sig hverfa í mannhafið. Vilja íhalds- menn að sett verði lög sem heimili að flóttamenn sem augljóslega hafi skrökvað til um aðstæður sínar verði þegar í stað fluttir úr landi. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins sagði í gær að það myndi vera í andstöðu við reglur sambands- ins að segja upp sáttmálanum frá 1951 en í honum er kveðið á um skyldu aðildarríkjanna til að veita hæli fólki sem elur með sér „vel rök- studdan ótta við ofsóknir“. Að sögn Howards myndi nýja kerfið sem hann leggur til gagnast betur raun- verulegum flóttamönnum, þ.e. fólki sem raunverulega óttast ofsóknir en notar þær ekki sem yfirvarp, en gild- andi reglur. Sagði hann að aðeins 20% þeirra sem bæru fyrir sig of- sóknir í heimalandinu reyndust vera raunverulegir flóttamenn. Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt mjög er hve langan tíma það taki að fara yfir umsóknir og sannreyna upplýsingar fólksins. Yfirmaður nefndar sem á að vinna að jöfnum rétti allra kynþátta, Trev- or Phillips, var hvassyrtur um tillög- ur Howards. „Þetta snýst í reynd ekki um aðra Evrópumenn. Þetta snýst um að halda fyrir utan fólki sem er með annað litaraft eða úr öðr- um menningarheimi,“ sagði hann í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í gær, að margir kjósendur myndu segja með sjálfum sér. Howard sagði um þessa gagnrýni að um ógeðfelldar dylgjur væri að ræða. „Þetta kemur ekkert kynþætti við. Þetta snýst um að ræða á heið- arlegan og opinskáan hátt fjölda inn- flytjenda.“ Skoðanakannanir hafa gefið til kynna að almenningur í Bretlandi hafi miklar áhyggjur af fjölda innflytjenda og er talið að mál- ið gæti aukið stuðning við Íhalds- flokkinn í næstu þingkosningum sem gert er ráð fyrir að verði í vor. Howard vill kvóta á fjölda innflytjenda Segir Breta ekki geta tekið við milljónum manna London. AFP. Reuters Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, á leið af fundi í London í gær þar sem hann greindi frá tillögum sínum um takmarkanir á fjölda innflytjenda. GRÆNLENSKA heimastjórnin heldur fast við áætlanir um að leyfa ferðamönnum að veiða hvítabirni og fá feldinn sem minjagrip, þrátt fyrir mótmæli frönsku leikkonunnar Brig- itte Bardot. Ráðherra sjávarútvegs og dýraveiða, Rasmus Frederiksen, sagði í gær að reglurnar um veiðarnar yrðu birtar í sumar þegar búið væri að ákveða hve marga birni mætti veiða. Um 2.700 atvinnuveiðimenn eru á Grænlandi og hafa þeir á síðustu ár- um reynt að fá fjárhagslegan stuðn- ing frá stjórnvöldum vegna þess að veiðidýrum hefur fækkað í kjölfar hlýnandi loftslags. Brigitte Bardot sendi Margréti Danadrottningu, þjóðhöfðingja Grænlendinga, nýlega bréf og sagðist hafa barist fyrir því árum saman að selveiðar Kanadamanna og Norð- manna yrðu stöðvaðar. „Nú virðist þjóðin þín einnig vilja skilja eftir sig ummerki á ísnum með því að láta blóð þessara saklausu bjarna renna, bjarna sem er þegar ógnað vegna hnattrænnar hlýnunar.“ Talið er að allt að 27.000 hvítabirnir lifi nú í grennd við norðurheimskaut- ið. Formaður samtaka fiskimanna og atvinnuveiðimanna á Grænlandi, Leif Fontaine, sagði bréf Bardot sýna að hún hefði ekki minnsta vit á því hvernig aðstæður væru á slóðum bjarnanna. „Tegundin er svo sannar- lega ekki í útrýmingarhættu vegna riffla grænlenskra veiðimanna sem lifa í sátt við náttúruna heldur stafar hættan frá þeim sem bera ábyrgð á mengun og hlýnandi loftslagi á jörð- unni,“ sagði Fontaine. Grænlendingar og ísbjarnaveiðar Hyggjast selja ferðafólki skotleyfi Kaupmannahöfn. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.