Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 11
FRÉTTIR
SÆMUNDUR Pálsson og Garðar
Sverrisson afhentu í gærmorgun
Halldóri Blöndal, forseta Alþingis,
erindi frá Bobby Fischer, fyrrver-
andi heimsmeistara í skák, þar sem
hann óskar eftir því að Alþingi veiti
sér íslenskan ríkisborgararétt.
Í upphafi bréfsins þakkar Fisc-
her þann hlýhug sem íslensk
stjórnvöld hafi sýnt honum alla tíð
síðan hann heimsótti landið á sínum
tíma til að keppa um heimsmeist-
aratitilinn í skák. Síðan fer hann yf-
ir stöðu mála, hvernig hann hafi
verið handtekinn með ólögmætum
hætti sl. sumar og verið beittur
harðræði af japönsku innflytjenda-
lögreglunni sem hafi næstum orðið
honum að aldurtila og geti að
nokkru útskýrt bágt heilsuástand
hans síðustu mánuði.
Síðan segir í bréfinu: „Og nú
virðist nýlegt boð íslenskra stjórn-
valda um dvalarleyfi og að ég megi
koma til Íslands vegabréfslaus til
allrar óhamingju ekki nægja
þrjóskum og harðbrjósta jap-
önskum yfirvöldum/mannræn-
ingjum til þess að leyfa mér að fara
til ykkar ágæta lands.“
Í framhaldinu útskýrir Fischer
hvernig á því standi að hann sé
vegabréfslaus, en hann segir
bandarísk og japönsk stjórnvöld
hafa lagt hald á vegabréf hans og
eyðilagt með ólögmætum hætti.
Segir hann hvorki japönsk né
bandarísk stjórnvöld hafa haft fyrir
því að útskýra fyrir sér eða rétt-
læta glæpsamlegar gjörðir sínar.
Fer til allsherjarnefndar
„Sökum alls þess sem á undan er
gengið fer ég þess hér með form-
lega á leit við Alþingi að það veiti
mér íslenskan ríkisborgararétt svo
mér auðnist að þiggja boð um dval-
arleyfi á Íslandi, sem hr. Davíð
Oddsson, utanríkisráðherra ykkar,
hefur svo allra náðarsamlegast boð-
ið mér.“
Erindi Fischers var rætt á fundi
forsætisnefndar Alþingis í gær-
morgun. Ákveðið nefndin að senda
beiðni skákmeistarans til allsherj-
arnefndar Alþingis til meðferðar,
að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá Alþingi sem barst
síðdegis í gær.
Skákmeistarinn Bobby Fischer sendir Alþingi erindi um íslenskan ríkisborgararétt
Þakkar hlýhug ís-
lenskra stjórnvalda
Reuters
Alþingi barst í gær bréf frá Fischer með beiðni um ríkisborgararétt.
SAMTÖK atvinnulífsins (SA) og Al-
þýðusamband Íslands (ASÍ) telja að
nýjar tölur um atvinnuleyfi bendi til
þess að viðsnúningur sé að verða á
vinnumarkaðnum. Þó er lýst
áhyggjum yfir því að enn sé lang-
tíma atvinnuleysi mikið hér á landi.
Á vefsíðu ASÍ segir að vísbend-
ingar séu um að atvinnuástand fari
batnandi. Fjöldi starfandi fólks á
vinnumarkaði aukist og heldur
dragi úr hlutfallslegu atvinnuleysi.
Þó séu enn rúmlega fjögur þúsund
manns án atvinnu. Áhyggjuefni sé
að tæpur þriðjungur atvinnulausra
hafi verið án vinnu í meira en hálft
ár.
Samkvæmt vinnumarkaðskönnun
Hagstofunnar fyrir fjórða ársfjórð-
ung 2004 fjölgaði störfum hér á
landi um 3.100, eða um 2%. Á þeim
fjórðungi ársins störfuðu 156.300
manns á vinnumarkaðnum. Samtök
atvinnulífsins benda á að þetta sé
viðsnúningur frá mánuðunum á
undan þegar störfum fækkaði á
bæði öðrum og þriðja ársfjórðungi.
Ef allt árið 2004 er skoðað þá
fækkaði störfum um alls 750, eða
um 0,5% frá árinu áður. Með-
alvinnutími lengdist hins vegar úr
41,8 stundum á viku í sléttar 42
stundir. Var vinnumagnið því í
heildina óbreytt á árinu.
„Sé þessi niðurstaða borin saman
við hagvöxt á árinu, sem líklega var
á bilinu 5-6%, þá hefur framleiðni
starfandi fólks aukist mikið á árinu
2004, eða sem nam hagvextinum,“
segir á vef SA en með framleiðni er
átt við hlutfallið milli aukningar
landsframleiðslu og heildarfjölda
starfandi fólks.
Viðsnúningur á
vinnumarkaði að
mati ASÍ og SA
GRÉTAR Þorsteinsson forseti Al-
þýðusambands Íslands á ekki von á
því að yfirlýsingar Gylfa Arn-
björnssonar um stuðning verka-
lýðshreyfingarinnar við Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur í formanns-
kjöri Samfylkingarinnar, muni
draga dilk á eftir sér innan ASÍ.
Gylfa sé frjálst að lýsa sínum per-
sónulegu skoðunum og hann gerir
engar athugasemdir við orð hans.
Það sé fjarri lagi að telja að Gylfi
hafi lýst því yfir að ASÍ styðji Sam-
fylkinguna.
„Hann er að lýsa sínum persónu-
legu skoðunum og hann hefur leyfi
til þess eins og ég og þú.
Ég hef ekkert meira um
það að segja,“ sagði Grétar.
Aðspurður um tengsl
frammámanna í verkalýðs-
hreyfingunni við stjórn-
málaflokka sagði Grétar að
það væri mikill fengur fyrir
verkalýðshreyfinguna að
forystumenn hennar væru
virkir í starfi stjórnmála-
flokka. „Það er nú svo að
sem betur fer þá er mikið af for-
ystufólki í verkalýðshreyfingunni
sem er áhrifafólk í hinum ýmsu
stjórnmálaflokkum. Og ég held að
það eigi við um félaga
mína alla, að þeim sé
frjálst að hafa sínar per-
sónulegar skoðanir og ég
geri ekki athugasemdir við
það, hvort sem það er
Gylfi eða einhver annar.
Ég tel mig sjálfan hafa
fullt leyfi til að hafa per-
sónulegar skoðanir á mál-
um, hvort sem það lýtur
að pólitík eða öðru.“
Ekki komin formleg ósk
Karl Th. Birgisson, fram-
kvæmdastjóri Samfylkingarinnar,
sagði í gær að formleg ósk um fund
í verkalýðsmálaráði fylkingarinnar
hefði ekki borist. Ef slík ósk bærist
yrði að sjálfsögðu boðað til fundar.
Enginn hefur verið kjörinn formað-
ur ráðsins. Á landsfundi Samfylk-
ingarinnar voru 33 fulltrúar kosnir
í ráðið og eiga kjördæmaráð flokks-
ins að skipa tvo fulltrúa hvert, sam-
tals tólf. Ekkert ráðanna hefur enn
gert það og er ráðið því ekki full-
skipað, að sögn Karls.
Grétar Þorsteinsson hlaut, ásamt
Þórunni H. Sveinbjarnardóttur,
flest atkvæði í kjörinu til verkalýðs-
ráðsins á landsfundinum í fyrra.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, um yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar
„Er að lýsa sínum per-
sónulegu skoðunum“
Grétar
Þorsteinsson
MND-félagið og Daufblindrafélag Íslands fengu ný-
lega styrk frá SP-Fjármögnun hf. að fjárhæð 500
þúsund krónur hvort félag.
Í tilkynningu frá félögunum er haft eftir fram-
kvæmdastjóra SP-Fjármögnunar, Kjartani Georg
Gunnarssyni, að fyrirtækið vilji láta gott af sér
leiða og vænti þess að styrkirnir nýtist félögunum í
þeirra mikilvæga starfi.
Daufblindrafélagið stóð nýlega fyrir söfnun fyrir
kaupum á sérhönnuðum tölvum og hugbúnaði sem
nýtist félagsmönnum.
Kennsla og þjálfun í notkun búnaðarins er hins
vegar kostnaðarsöm og kemur styrkurinn sér því
vel fyrir félagið.MND-félagið færði nýverið Land-
spítalanum að gjöf þrjár sérstakar dýnur og búnað
sem ætlað er að koma í veg fyrir að sjúklingar fái
legusár.
Að sögn Guðjóns Sigurðssonar hjá MND-félaginu
verður styrknum frá SP-Fjármögnun varið til frek-
ari tækjakaupa, enda verkefnin ærin.
Söfnunarátak hefur verið í gangi hjá félögunum
til styrktar félagsmönnum. Númer söfnunarreikn-
ings Daufblindrafélagsins er 0515-26-400878 og kt.
570394-2159.
Númer reiknings MND-félagsins er 1175-05-
410900, kt. 630293-3089.
Frá afhendingu styrkjanna. Frá vinstri eru Guðjón Sigurðsson, félagsmaður í MND-félaginu, og kona hans, Hall-
fríður Reynisdóttir, Kjartan Georg Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar, Þórey Ólafsdóttir dauf-
blindraráðgjafi og Þorgeir Baldursson, stjórnarformaður SP-Fjármögnunar.
Milljón til MND-félagsins
og Daufblindrafélagsins
ÞEGAR kona sem býr á Melunum
í vesturbæ Reykjavíkur fór fram í
stofu snemma á laugardags-
morgun var þar fyrir köttur ná-
grannans sem brást hinn versti
við og réðst á hana og veitti
henni nokkra áverka.
Konan var flutt á slysadeild
þar sem hún fékk stífkrampa- og
sýklasprautu. Þetta kemur fram í
yfirliti lögreglunnar í Reykjavík
um helstu verkefni helgarinnar.
Köttur réðst
á konu
KARLMAÐUR um fertugt var í
gær dæmdur í sjö mánaða skil-
orðsbundið fangelsi og til að
greiða 13,5 milljónir í sekt fyrir
standa ekki skil á virðisauka-
skatti, tekjuskatti, eignaskatti og
útsvari og fyrir að brjóta gegn
lögum um bókhald.
Efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra ákærði manninn sem
játaði sök og var hann dæmdur í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Meðan á undanskotunum stóð, á
árunum 1998–2001 tilkynnti mað-
urinn ekki sjálfstæða atvinnu-
starfsemi sína til skráningar, hann
skilaði ekki virðisaukaskatts-
skýrslum, hélt eftir innheimtum
virðisaukaskatti og skilaði ekki
skattskýrslum vegna starfsem-
innar. Samtals námu skattsvikin
rúmlega 6,7 milljónum.
Refsing mannsins er skilorðs-
bundin til tveggja ára. Vararefs-
ing, borgi hann ekki sektina, er
tíu mánaða fangelsi.
Pétur Guðgeirsson kvað upp
dóminn. Helgi Magnús Gunn-
arsson fulltrúi ríkislögreglustjóra
sótti málið. Ásmundur Vilhjálms-
son hdl. var lögmaður sakborn-
ings.
Játaði að
hafa skotið
undan skatti
SAMKVÆMT nýju yfirliti sem
Landssamband kúabænda lét taka
saman kemur fram að mun færri
kúabændur, þ.e. greiðslumarks-
hafar, hættu á árinu 2004 miðað
við árin á undan. Samkvæmt
skránni, sem unnin er af Bænda-
samtökunum, eru nú 866 aðilar
skráðir fyrir greiðslumarki
mjólkur en voru á sama tíma fyr-
ir ári 902 og 953 í ársbyrjun
2003. Frá þessu er greint á vef-
síðunni naut.is. Samkvæmt þess-
um upplýsingum hefur hlutfalls-
leg fækkun greiðslumarkshafa
dregist saman um þriðjung á
milli ára.
Hlutfallsleg fækkun á milli ára
var því 5,3% 2003–2004 en ein-
ungis 4,0% 2004–2005.
Kúabændum
fækkar hægar
en áður