Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG UNDIRRITAÐUR hef ekki mál- fræðimenntun umfram almenning en dálæti á tungumálum og þó mest á „ástkæra ylhýra málinu“. Því rennur mér stundum til rifja meðferðin á því, bæði hjá almenningi, í sjónvarpi, út- varpi og blöðum. Dæmi um slíkt er að hið gamla, góða orð „ungbarn“ er smám saman orðið að „ungabarni“ og lítur því út fyrir að króinn sé afkvæmi einhvers „unga“. En af hverju er þá ekki sagt „ungamenni, ungafrú og ungalamb?“ Þá hefur eignarfalls-s-i í mörgum tilvikum verið sagt stríð á hendur, þ.e. í sumum orðum en ekki öllum. Á skólaárum mínum var okkur nem- endum kennt að við ættum að skrifa og segja „sjóðreikningur“ en ekki „sjóðsreikningur“ eins og ég hafði vanist. Ég spurði hvers vegna fella ætti eignarfalls-s-ið niður og kenn- arinn sagði að málfræðingarnir vildu hafa það svona. Aðra skýringu virtist hann ekki þekkja. Men uhyggen spre- der sig, segja Danir og nú má ekki lengur segja „erfisdrykkja“ heldur „erfidrykkja“. Af hverju þá ekki „mannbarn“ í staðinn fyrir „manns- barn“, „lausaleikbarn“ í staðinn fyrir „lausaleiksbarn“ og „hundhaus“ í stað- inn fyrir „hundshaus“? Mér virðist að í þessu efni séu velviljaðir menn að reyna að gera hið ómögulega, að þvinga málið í samhliða mál- fræðifjötra. Tungumál fer ekki í öllu eftir föstum, samskonar reglum og það gerir ekkert til ef klaufaskapur og vanþekking ráða ekki ferðinni. Málleysan „að versla eitthvað“ vinn- ur stöðugt á. Sögnin að „versla“ er ekki áhrifssögn og því er ekki hægt að nota hana í staðinn fyrir að „kaupa“. En það er eins og menn lepji þessa ambögu ljúflega hver eftir öðrum, fyr- ir áramótin hvatti einn auglýsandi menn á þennan hátt til þess að kaupa flugelda hjá sér: „Verslið flugeldana hjá okkur!“ og í frásögnum versl- unarmanna í sjónvarpi af viðskiptum hjá þeim sögðu þeir án þess að skammast sín að t.d. hefði nú verið verslað meira af fatnaði hjá þeim en fyrir jólin á síðastliðnu ári, í staðinn fyrir keypt. Enn eitt málblómið er að nota vit- lausa forsetningu eins og t.d. í setning- unni: „Hann hefur verið læknir á Ísa- firði til 20 ára“ í staðinn fyrir „í 20 ár!“ Moðhausar skilja ekki að forsetningin „til“ vísar fram á við í tímanum. Ef einhver hefur verið skipaður eða sett- ur til að gegna einhverju starfi fram- vegis, hefur hann verið ráðinn til þeirrar tímalengdar sem tiltekin er, en sé um það að ræða hversu lengi hann hafi þegar gegnt starfi, á að segja „í“. Ekki er öllum ljóst að orðfæð er eitt af því sem gerir stíl manna fábreyti- legan og þreytandi. Dæmi um það er að nú heyrist ekki lengur sagt í sjón- varpi að eitthvað hafi komið „á óvart“, nú er, held ég, undantekningarlaust sagt að þetta og hitt hafi komið mönn- um „í opna skjöldu“. Ekki svo að skilja að hið síðarnefnda sé rangt, heldur liggur manni við að spyrja hvort hið fyrrnefnda muni hafa dottið í glatkist- una eða hvort einhverjir gárungar hjá sjónvarpinu hafi veðjað um hvort þeir gætu lesið fréttir í heilt ár án þess að nota orðtækið „á óvart“. Ég hélt að ekki væri þörf á að benda mönnum á hversu álappaleg styttingin „Köben“ um Kaupmannahöfn er. Fyr- ir fáeinum árum sögðu þetta ekki aðr- ir en örfáir þekkingarleysingjar en nú bregður þessari ómynd jafnvel fyrir í auglýsingum. (Ekki svo að skilja að mál auglýsenda sé alltaf til fyr- irmyndar – síður en svo.) Og á þeim árum sem Íslendingar sóttu helst menntun til Kaupmannahafnar, styttu þeir heiti höfuðborgar Dana (og okk- ar) í „Höfn“ enda var það góð íslenska. Mundi þetta ekki lagast ef þeim mönnum væri þvegið um munninn upp úr sápuvatni sem láta þetta út úr sér? Til gamans má bæta við sögunni um konuna sem hafði verið í Danmörku og var heimkomin að skoða íbúð sem vinafólk hennar hafði keypt. Hún sagði: „Gasalega er þetta falleg og „intelligent“ íbúð!“ En til hvers er að skrifa svona pist- il? Líklega til einskis því að fákunn- andi menn um rétt mál munu manna síst eyða dýrmætum tíma sínum í að lesa áminningar um málvöndun. En mér er sama. Þótt aðeins einn af þús- undi bögubósa læsi þetta og leiðrétti eina villu í máli sínu samkvæmt því, hefði þessu rými í Morgunblaðinu ekki verið til einskis eytt. TORFI ÓLAFSSON, Melhaga 4, Reykjavík. Um ungabörn og aðrar ambögur Frá Torfa Ólafssyni: MÉR finnst með ólíkindum hvernig menn tala um hugmynd um jarðgöng til Vestmannaeyja eins og hún sé sjálfsögð lausn á framtíðartengingu Vestmannaeyja við landið. Eru allir búnir að gleyma eldgosinu í Eyjum, eða hvað? Ég man ekki betur en að það hafi borist fréttir af eldsumbrot- um á milli lands og Eyja á meðan á gosinu stóð. Var það bara blekking? Ég spyr. Gleymum ekki að við erum að tala um jarðgöng undir sjó á mjög virku jarðeldasvæði. Erum við virkilega viðbúin að ana út í framkvæmd sem er líkleg til að kosta hundruð mannslífa? Það má vel vera að okkur tækist að grafa göngin án stórvandræða vegna leka á berginu, en við erum hér á svæði sem er á hreyfingu. Ég held að það væri aðeins spurning um hvenær, en ekki hvort, hér yrði jarðskjálfti, sem opnaði rifu inn í göngin og fyllti þau af sjó. Allir vita að við erum hér að tala um jarðgöng á miklu dýpi, kannski um 100 m undir sjávarmáli, sem myndu strax fyllast af sjó, og þeir sem væru svo óheppnir að vera í göngunum á þeim tíma ættu enga möguleika á að bjarga sér. Hér er um að ræða stórslys. Fyrir alla muni finnum aðra leið til að bæta samband Vestmannaeyja við landið! Ekki göng í gegnum virkt jarðeldasvæði! Það er allt of hættulegt til þess að það sé þess virði að eyða peningum í að kanna það, hvað þá meira. Það hlýtur að vera hægt að finna aðra leið til að flytja fólk og létta bíla í land á þeirri tækniöld sem við lifum á. Hve mikið myndi t.d. kosta að fá stór- ar þyrlur, sem gætu flutt bæði fólk og fólksbíla til lands? Ég held að það hljóti að vera miklu ódýrara en göng- in, og hættuminna. Það er örugglega hægt að útbúa tæki til að flytja bílana á einfaldan hátt með þyrlu þennan spotta. Þyrlur eru oft notaðar til að flytja þunga hluti. Aðrir minni flutn- ingar gætu farið með þyrlunum, en almennir vöruflutningar verða áfram með skipum. Ég vona að menn fari að hugsa rökrétt, og að fundin verði góð lausn á þessu máli. En fyrir alla muni: Eng- in jarðgöng til eyja. Þau eru alltof hættuleg. ÍSLEIFUR JÓNSSON, verkfræðingur, Hlíðargerði 14, 108 Reykjavík. Jarðgöng til Eyja: þvílík fjarstæða! Frá Ísleifi Jónssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NOKKUR umræða hefur orðið um þingmál mitt og fleiri þing- manna Samfylkingarinnar um að settar verði reglur um að auglýs- ingum um óhollustu verði ekki beint að börnum. Fimmta hvert barn á Íslandi er nú yfir kjörþyngd, en fyrir nokkrum ára- tugum var þetta hlut- fall eitt af hverjum 100 börnum. Þetta er mjög alvarleg þróun sem verður að bregð- ast við. Ráðherra taki í taumana Við leggjum til í þing- máli okkar að heilbrigðisráðherra kanni grundvöll fyrir setningu reglna um takmörkun auglýsinga á matvöru sem inniheldur mikla fitu, sykur eða salt, með það að markmiði að sporna við offitu, einkum meðal barna og ung- menna. Hann reyni að ná sam- stöðu með framleiðendum, inn- flytjendum og auglýsendum um að þessar vörur verði ekki auglýstar í sjónvarpi fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin. Með því móti ætti að mestu að vera tryggt að börn sjái þær ekki. Nauðsynlegt er að horf- ast í augu við að áhrifamáttur aug- lýsinga er mikill og þegar um börn er að ræða er hann verulegur. Með auglýsingum eru umræddar matvörur gerðar eftirsóknarverðar í augum barnanna og reynt að ýta þannig undir neyslu þeirra. Það er von og trú okkar að framleið- endur, innflytjendur og auglýs- endur taki ábyrgð á þessum mál- um, þannig að unnt verði að koma slíku auglýsingabanni á án beinnar lagasetningar. Samkvæmt fréttum nú um helgina hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekið í sama streng og gefið matvælafyr- irtækjum eins árs frest til að hætta að beina auglýsingum á óhollum matvælum að börnum, ella verði sett lög sem banni slíkt. Markos Kyprianou, sem fer með heil- brigðis- og neytenda- mál í framkvæmda- stjórn ESB, segir þetta nauðsynlegt til að stemma stigu við vaxandi offituvanda í Evrópu, sérstaklega meðal ungmenna. Þarna gengur ESB heldur lengra en við í að stemma stigu við þessum ört vaxandi vanda. Sjúkdómar og fylgikvillar offitu margir Offita er hratt vaxandi heilbrigð- isvandamál á Vesturlöndum og er Ísland engin undantekning þar á. Rannsóknir hafa sýnt að offita er í raun orðin faraldur í íslensku þjóðfélagi. Offita eykur stórlega líkur á ýmsum sjúkdómum, t.d. sykursýki 2 eða svokallaðri áunn- inni sykursýki, hjarta- og æða- sjúkdómum, ristilkrabbameini, kæfisvefni og stoðkerfissjúkdóm- um, auk þess sem fullyrða má að sálrænir fylgikvillar offitu séu verulegir. Þrátt fyrir þetta hefur lítið farið fyrir beinum aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við þróuninni. Í þessu sambandi er sérstaklega brýnt að stjórnvöld beini sjónum að aukinni offitu meðal barna og ungmenna, en rannsóknir hafa sýnt svo ekki verður um villst að offita hjá þeim eykst hröðum skrefum. Sú stað- reynd hlýtur að valda verulegum áhyggjum, enda eykur offita á unga aldri verulega líkur á offitu á fullorðinsárum. Ábyrgð foreldra og samfélagsins Ekki er gert lítið úr ábyrgð for- eldra í þessu efni. Þvert á móti er það skoðun okkar að þar sé ábyrgðin mest. Hins vegar kemur það ekki í veg fyrir að aðrir axli þá ábyrgð sem þeim ber í þessum málum. Að ota í sífellu óhollum mat að börnum og ungmennum án þess að hirða um afleiðingarnar er ábyrgðarleysi. Sú leið sem við leggjum til dugar ekki ein og sér heldur lítum við á hana sem lið í baráttunni. Fleira þarf að koma til, svo sem aukin hreyfing, hollara mataræði, fræðsla og breyttur lífs- stíll. Í ágúst á þessu ári birti land- læknisembættið klínískar leiðbein- ingar um offitu barna og unglinga, þar sem settar eru fram upplýs- ingar um greiningu, forvarnir og meðferð við offitu og var það bæði þarft og mikilvægt framtak. Nú er þörf á markvissum aðgerðum þar sem vegið er að rótum vandans og er tillaga þessi hugsuð sem liður í slíkum aðgerðum. Offitufarald- urinn krefst fjölþættra samfélags- legra lausna, sem þarf að grípa til fyrr en síðar. Berjumst gegn offitu barna – vaxandi heilbrigðisvanda Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar um heilbrigðismál ’Fimmta hvert barn áÍslandi er nú yfir kjör- þyngd, en fyrir nokkr- um áratugum var þetta hlutfall eitt af hverjum 100 börnum. Þetta er mjög alvarleg þróun sem verður að bregðast fljótt við.‘ Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er alþingismaður og situr í heilbrigðisnefnd Alþingis. „SUMT fólk gerir menn ham- ingjusama hvar sem það fer, annað þegar það fer.“ (Oscar Wilde.) Fyrir um ári (í jan- úarbyrjun 2004) var haldinn flokksstjórn- arfundur Samfylking- arinnar á Grand hóteli í Reykjavík. Þar flutti hinn kraftmikli fram- kvæmdastjóri ASÍ ræðu þar sem hann út- húðaði formanni Sam- fylkingarinnar fyrir aðkomu hans að eft- irlaunafrumvarpinu svonefnda í des. 2003. Ég bjóst við því að menn hefðu talað út um þau mál á flokksstjórnarfund- inum, m.a. sameinaðist fundurinn í ágætri ályktun, en í huga Gylfa virð- ist sem stund hefndarinnar sé nú runnin upp. Í ljósi yfirlýsinga Gylfa í fjölmiðlum um helgina finnst mér ástæða til að rifja upp nokkur atriði í stuttri ræðu sem ég flutti á þessum sama fundi. Trúverðugleiki Ef Samfylkingin ætlar sér að vera fjöldaflokkur og höfða til þess stóra hóps sem skilgreinir sig sem miðjuhóp þarf flokk- urinn að hafa skýra stefnu. Það felur líka í sér að við sem störfum fyrir flokkinn þurfum að hafa þann þroska til að bera að geta umbor- ið ólíkar skoðanir sam- flokksmanna okkar, því að í stórum flokki eru fráleitt allir með sömu skoðun í öllum málum. En það mikilvægasta er að flokkurinn njóti trúverðugleika kjósenda. Þetta hefur tekist bæri- lega í Samfylkingunni, flokkurinn nýtur trausts kjósenda og kjósendur vita vel fyrir hvaða stefnu flokkurinn vill berjast. Árangur okkar í sveit- arstjórnarkosningunum í maí 2002, m.a. glæstir sigrar í Hafnarfirði og í Árborg, í alþingiskosningunum 2003, þar sem Össur Skarphéð- insson og Margrét Frímannsdóttir urðu 1. þingmenn í kjördæmum sín- um, sýna að kjósendur bera traust til stefnu flokksins og frambjóðenda. Einnig sýna skoðanakannanir und- anfarinna mánaða slíkt hið sama. En við skulum vera minnug sögunnar, forverar Samfylkingarinnar hafa líka unnið glæsta sigra en stærsti óvinurinn var innan eigin raða! Sundurleysisfjandinn. Étum okkur ekki innan frá. Slíðrið sverðin! Fótgönguliðar Ingibjargar Sól- rúnar, m.a. þau Kristrún Heim- isdóttir og Gylfi Arnbjörnsson, hafa gengið mjög vasklega fram und- anfarna daga. Ég hirði ekki um að elta ólar við ummæli þeirra. Ég hvet þau til að slíðra sverð sín áður en þau valda sjálfum sér stórskaða eða það sem verra er, saklausum sam- flokksmönnum sínum. Uppgjör Öss- urar og Ingibjargar virðist vera óumflýjanlegt. Sýnum flokknum okkar þá virðingu að ræðast við á málefnalegan hátt en ekki með óvægnu skítkasti. Höfum þroska til þess að ræða saman af hreinskilni og án gífuryrða og upphrópana í fjöl- miðlum. Ég vil berjast fyrir því að grunnhugsjónir jafnaðarstefnunnar verði kjölfestan í íslensku samfélagi á nýrri öld. Ég vil berjast fyrir því að Samfylkingin verði öflugur og ein- beittur málsvari lýðræðis og rétt- lætis í íslensku samfélagi. Sumt fólk gerir menn hamingjusama … Kristinn M. Bárðarson fjallar um átök innan Samfylkingarinnar ’Sýnum flokknum okk-ar þá virðingu að ræðast við á málefnalegan hátt en ekki með óvægnu skítkasti. ‘ Kristinn M. Bárðarson Höfundur er formaður kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í suðurkjördæmi. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.