Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR METHÆKKUN Methækkanir urðu á íbúðaverði í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu á síð- asta ári. Vísitala fasteignaverðs, sem Fasteignamat ríkisins reiknar út, hækkaði um 35% frá desember 2003 til sama mánaðar 2004. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án hús- næðis um 2,6%. Mikilvæg handtaka Íraska bráðabirgðastjórnin segir að einn helsti sprengjugerðarmaður uppreisnarsamtaka Jórdanans Abu Musabs al-Zarqawis hafi verið hand- tekinn. Maðurinn er sagður hafa ját- að að hafa búið til 75% allra bíl- sprengna sem sprungið hafa í Bagdad frá því í mars 2003. Kosið er í Írak á sunnudag og segjast forystu- menn í kosningabandalagi helstu flokka sjíta ekki hafa uppi áform um að koma á klerkastjórn í landinu. Ísland í fimmta sæti Ísland er í fimmta sæti á lista yfir hvernig ríki heims standa sig varð- andi sjálfbæra þróun. Á listanum eru 146 ríki. Árið 2002 var Ísland í átt- unda sæti á þessum lista. Jústsjenko hitti Pútín Viktor Jústsjenko, nýr forseti Úkraínu, hefur skipað Júlíu Tímosj- enko sem næsta forsætisráðherra landsins. Jústsjenko heimsótti Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær og er þetta fyrsta för hans út fyrir landsteinana síðan hann sór emb- ættiseið sem forseti Úkraínu. Átti Jústsjenko fund með Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Hlýindi framundan Mælingar á hitafari norður af landinu gefa til kynna að búast megi við mildu veðurfari á Íslandi næstu árin. Þetta er mat Páls Bergþórs- sonar veðurfræðings, sem telur að næstu ár verði að jafnaði svipuð og á hlýindaskeiðinu 1930–1960. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 28 Viðskipti 12/13 Skák 38 Erlent 14/15 Minningar 28/35 Höfuðborgin 17 Bréf 24 Akureyri 18 Dagbók 40/42 Austurland 18 Kvikmyndir 44 Landið 19 Fólk 46/49 Daglegt líf 20 Bíó 46/49 Listir 21 Ljósvakar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #                $         %&' ( )***                                       GÓÐHJÖRTUÐ kona hefur gerst matmóðir villtra fugla í trjáreit í nágrenni höfuðborgarinnar. Henni er annt um matargesti sína og biðst undan því að vera nafn- greind og eins því að nánar sé greint frá staðnum þar sem hún fóðrar fuglana. Þar dvelja nefni- lega tvær tyrkjadúfur og er von- ast til að þær taki sér fasta bú- setu, fái þær að vera í friði. Fuglavinurinn fer daglega með nesti handa fuglunum og fóðrar tyrkjadúfurnar, hrafna, þresti, starra og snjótittlinga, sem eru í föstu fæði, eins og konan orðar það. Stundum koma gestir af öðr- um tegundum í matinn. Hrafnarn- ir fá kjötleifar úr verslun einni og spörfuglarnir og dúfurnar fá kornmeti af ýmsu tagi. Heilsuðu með háværu kvaki Um leið og matmóðirin mætti á svæðið heilsuðu dúfurnar með há- væru og sérkennilegu kvaki sem minnti á gauka. Sé konan ein á ferð koma dúfurnar samstundis til hennar, en þær eru seinni til séu fleiri með í för. Það leið þó ekki á löngu uns móbrún dúfa með svart- an hálskraga sveif að og settist á matborðið. Krummi lét heldur ekki bíða eftir sér og gerði akfeit- um kjötafskurði góð skil. Eftir að hafa gætt sér á nokkrum bitum tók hann afganginn í gogginn, tók tilhlaup og hóf sig á loft. Einhvers staðar á hann forðabúr til mögru áranna. Óboðinn köttur gerði vart við sig í fuglaparadísinni og var hann snarlega rekinn á brott. Konan segist lengi hafa fóðrað fugla, en frá því að tyrkjadúf- urnar komu á svæðið hefur hún reynt að fara á hverjum degi með fóður handa þeim eftir að jarð- bönn urðu. Einn dag í vetur var ekki viðlit að fara því veðrið var svo vont. Þegar hún kom daginn eftir þóttu henni dúfurnar ótta- lega ræfilslegar, hvort sem veðr- inu eða fóðurskortinum var um að kenna. Fyrri dúfunnar varð vart á þess- um stað í maí í fyrra og sú síðari kom nokkru síðar. Talið er að um sé að ræða par. Matmóðirin er raunar sannfærð um að svo sé. Hún segir karlinn nokkru stærri og augljóslega mun frekari. Fugla- áhugamenn vonuðu að dúfurnar reyndu varp í fyrrasumar, en dúf- urnar brugðust þeim vonum. Nú er vonast til að þær reyni varp í vor, lifi þær veturinn af. Tyrkjadúfur eru ættaðar úr suð- austanverðri Evrópu og Litlu-Asíu en verpa einnig á stórum svæðum allt austur á Indlandsskaga og Kína, að því er fram kemur í bók- inni Íslenskir fuglar eftir Ævar Petersen. Fyrir 1930 voru tyrkja- dúfur nær eingöngu bundnar við Balkanskaga en fóru þá að breið- ast út til norðvesturs. Nú eru þær algengar um nær alla Evrópu og komnar til Norður-Ameríku. Fyrst mun hafa orðið vart við tyrkjadúf- ur hér á landi 1964 og munu tvö pör hafa orpið hér á landi 1971 og eitt varp hafa verið hér árið eftir, að því er Ævar skrifar. Síðan er ekki vitað til að tyrkjadúfur hafi reynt varp hér. Þær hafa þó flækst hingað oft og sést að með- altali annað hvert ár. Sagt er að tyrkjadúfur séu fremur hændar að mannabústöðum og þrífist best í trjálundum og görðum. Nú mun tíminn einn leiða í ljós hvort þessir landnemar, sem konan fóðrar svo dyggilega, muni ílendast og koma upp fjölskyldu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Matmóðir fuglanna færir þeim kornmeti og kjöt á hverjum degi. Önnur tyrkjadúfan hvílir lúin bein eftir að hafa fengið kornmeti hjá matmóður sinni. Traustur vinur tyrkjadúfna FRAMKVÆMDASTJÓRN Sam- fylkingarinnar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að landsfundur flokksins fari fram í Reykjavík dag- ana 22. til 24. maí í vor. Lög flokksins gera ráð fyrir að halda megi landsfund að hausti og vori og upphaflega var reiknað með að fundurinn yrði í haust. Hefur framkvæmdastjórn nú tekið af skar- ið og ákveðið dagsetningu fundarins. Á landsfundinum verða tilkynnt úrslit um formannskjör í Samfylk- ingunni en 30 dögum fyrir fund hefst allsherjaratkvæðagreiðsla meðal flokksmanna, sem að sögn Karls Th. Birgissonar, fram- kvæmdastjóra flokksins, eru nú á bilinu 14–15 þúsund. Fer atkvæða- greiðslan líklegast fram með póst- kosningu sem mun hefjast í kringum 20. apríl nk. Segir Karl nokkra fjölg- un hafa orðið á félagsmönnum síð- ustu vikurnar og augljóst að kosn- ingarnar séu farnar að vekja áhuga margra. Sem kunnugt er hafa bæði núver- andi formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, og varafor- maður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, lýst yfir framboði til formanns. Eiga þau bæði sæti í 12 manna fram- kvæmdastjórn flokksins og sátu fundinn í gær. Að sögn Karls voru önnur mál ekki á dagskrá fundarins en fjár- hagsáætlun og starfsáætlun, auk þess að ákveða dagsetningu lands- fundar. Ummæli félagsmanna og ályktanir um helgina vegna for- mannsslagsins hefðu ekki komið til tals. Samfylkingin með landsfund í maí Kosning um formann hefst 30 dögum fyrir landsfundinn ENGIN atvinnuleyfi voru gefin út í gær hjá Vinnumálastofnun til handa Impregilo. Ómar R. Valdi- marsson, talsmaður Impregilo, segir allt vera enn óbreytt og fyr- irtækinu sé hætt að lítast á blik- una. „Það á eftir að reynast Imp- regilo erfitt að vinna upp þær tafir sem hafa orðið á framkvæmdun- um sökum þessara tafa á af- greiðslu vinnuleyfanna,“ segir Ómar en á hóteli í Peking bíða enn þeir 27 Kínverjar sem lagðir voru af stað frá heimkynnum sínum í síðustu viku áleiðis til Íslands. Aðrir kínverskir starfsmenn sem áttu að koma, 17 að tölu, voru ekki lagðir af stað þegar uppgötvaðist að atvinnuleyfin væru ekki í höfn. Haft var eftir Gissuri Péturs- syni, forstjóra Vinnumálastofnun- ar, í blaðinu í gær að byrjað yrði að gefa leyfin út þann daginn eða í dag, þriðjudag. Ekki náðist í Giss- ur í gærkvöldi. Atvinnuleyfi ókomin BÍLAR, sérblað Morgunblaðsins, sem hefur um langt skeið komið út á miðvikudögum flyst yfir á föstudaga frá og með 28. janúar næstkomandi. Dyggir lesendur Bíla hafa margir sýnt því áhuga að sérblaðið kæmi út um helgar en fram til þessa hafa einkum tæknilegar ástæður komið í veg fyrir að af því gæti orðið. Með nýrri og fullkominni prentsmiðju Morgunblaðsins hafa forsendur breyst og verður nú orðið við óskum lesenda blaðsins. Eins og áður verð- ur boðið upp á ítarlega og fjölbreytta umfjöllun um bíla og bílatengt efni í blaðinu. Bílablaðið kemur fram- vegis út á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.