Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæstvirtur ráðherrann getur hætt að reikna, eyja „trölli“ er kominn með göngin, án þess að blása úr nös. Alþingi Íslendingakom saman aðnýju í gær, eftir sex vikna jólahlé. Stjórnar- andstæðingar búast marg- ir hverjir við fjörugu og átakamiklu vorþingi en stjórnarliðar hallast frem- ur að því að þingið verði ró- legt og tíðindalítið. Flestir eru þó sammála um að for- mannskjörið í Samfylking- unni eigi eftir að setja svip á þinghaldið, með einum eða öðrum hætti. „Ég á von á því að þetta verði tiltölulega rólegt þing,“ segir Halldór Blön- dal, forseti Alþingis. Sam- flokksmaður hans Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í sama streng. „Ég á ekki von á tíðinda- miklu þingi.“ Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknar- flokksins, talar á sömu nótum og telur líklegt að þingstörfin verði að mestu í „hefðbundnum farvegi,“ eins og hann orðar það. Annað hljóð kemur í strokkinn þegar rætt er við þingflokksfor- menn stjórnarandstöðunnar. „Margt bendir til þess að þetta verði átakaþing,“ segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Magnús Þór Hafsteins- son, þingflokksformaður Frjáls- lynda flokksins, telur að þingið geti orðið erfitt fyrir ríkisstjórnarflokk- ana og Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylking- arinnar, á von á fjörugu þingi. „En að sjálfsögðu mun það litast að ein- hverju leyti af formannskjöri hjá Samfylkingunni,“ segir hún. Aðrir þingflokksformenn, nema Ög- mundur Jónasson, taka undir þau orð, eins og síðar verður vikið að. Margrét telur að þingið geti einnig litast af varaformannskjöri í Framsóknarflokknum. Hjálmar Árnason telur þó ólíklegt að Guðni Ágústsson, varaformaður flokks- ins, fái mótframboð á komandi flokksþingi. Telur hann að á flokksþinginu verði sjálfkjörið í þrjú æðstu embætti flokksins, þ.e. í formannsembættið, í varafor- mannsembættið og í ritaraemb- ættið. Írak og Kárahnjúkar „Ég held að það verði ekki neitt eitt stórmál sem muni setja mark sitt á þingið,“ segir Einar K. Guð- finnsson, spurður um vorþingið. Hann telur þó líklegt að málefni viðskiptalífsins fái nokkra umræðu enda frumvörp um viðskiptaum- hverfið hér á landi væntanleg frá stjórnarflokkunum. Halldór Blön- dal er einnig á því að viðskiptalífið og ekki síst samkeppnismál muni setja sinn svip á þingið. „Ég hygg að samkeppnismál muni setja mjög mikinn svip á þetta þing,“ segir hann. „Það mun líka koma inn á uppbyggingu fyrirtækja, eins og t.d. hver staða lítilla hluthafa sé í þessum stóru fyrirtækjum sem eru á markaði.“ Einar, Halldór og Hjálmar Árnason telja einnig að orkumál muni setja mark sitt á þingið. Þá nefna þeir samgöngumál, mennta- mál og verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Þeir nefna ekki málefni Íraks, en það gera hins vegar þingflokksfor- menn stjórnarandstöðuflokkanna. „Menn munu halda áfram að ræða Íraksmálin og krefjast skýringa,“ segir Margrét Frímannsdóttir. Magnús Þór og Ögmundur Jónas- son eru á sama máli. Sá síðarnefndi segir m.a. að þess verði áfram kraf- ist að ríkisstjórnin aflétti þeirri leynd sem hvíli yfir fundargögnum um aðdraganda ákvörðunar um að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak. „Trúverðugleiki forsætisráð- herra og ríkisstjórnarinnar er í húfi.“ Magnús Þór telur að Íraks- málið geti orðið erfitt fyrir ríkis- stjórnarflokkana, þó sérstaklega fyrir Framsóknarflokkinn. „Þeir [framsóknarmenn] eru komnir í mikla vörn í því máli.“ Margrét, Ögmundur og Magnús nefna þó fleiri mál sem eigi eftir að setja svip sinn á vorþingið. Til að mynda kjaramál á Kárahnjúka- svæðinu, stóriðjustefnu ríkis- stjórnarflokkanna og skiptingu verkefna milli ríkis og sveitarfé- laga. Allt bendir til þess að Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir keppi um for- mannsstólinn í Samfylkingunni á landsfundi flokksins í maí. Ýmsir telja, eins og áður sagði, að for- mannsslagurinn eigi eftir að birt- ast, með einum eða öðrum hætti, í störfum Alþingis. Margrét Frímannsdóttir bendir á að töluverður tími og orka muni að sjálfsögðu fara í það innan Sam- fylkingarinnar, að undirbúa for- mannskjörið. Pólitískir andstæð- ingar formannsefnanna muni þó reyna að draga formannskjörið inn í umræður á Alþingi. „Ég reikna með því að það muni koma fram í umræðunum,“ segir hún. „Það yrði eitthvað nýtt ef það gerðist ekki.“ Ögmundur er eini þingflokksfor- maðurinn sem telur að formanns- kjörið muni ekki setja mark sitt á þingið í vetur. „Ég held að það verkefni verði afgreitt utan þing- salar,“ segir hann. „Ég ætla minnsta kosti að vona að okkur, bæði þingi og þjóð, verði hlíft við því.“ Fréttaskýring | Alþingi kom saman að nýju í gær eftir sex vikna jólahlé Átakaþing eða tíðindalítið? Sumir spá átakaþingi en aðrir telja að þingið verði tíðindalítið Formannsslagur í Samfylk- ingu setji svip á þingið  Fyrstu mál á dagskrá Alþingis í gær voru óundirbúnar fyr- irspurnir til ráðherra. Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, spurði forsætis- ráðherra, Halldór Ásgrímsson, m.a. um málefni Íraks. Formenn þingflokka stjórn- arandstöðunnar segja að málefni Íraks muni m.a. einkenna störf Alþingis í vetur en þingflokks- formenn stjórnarflokkanna nefna málefni viðskiptalífsins, orkumál og menntamál. arna@mbl.is FYRSTI fundur stjórnarskrár- nefndarinnar svokölluðu var hald- inn í gær en verkefni hennar er að huga að endurskoðun stjórn- arskrárinnar. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, er formaður nefndarinnar og sagði hann fyrsta fund hafa gengið vel, ákveðið að fara í ýmsa gagna- söfnun og hittast næst mánudaginn 14. febrúar. Tveir fundarmanna urðu að boða forföll. Jón Kristjánsson sagði ljóst að verkefnið væri viðamikið og með- fram störfum stjórnarskrárnefnd- arinnar, sem í eiga sæti fulltrúar allra flokka, starfaði nefnd sérfræð- inga sem höfð yrði samvinna við. Jón sagði að við gagnaöflun yrði m.a. hugað að stjórnarskrám ná- lægra ríkja, t.d. hefðu Finnar ný- verið endurskoðað stjórnarskrá sína og þar væri uppbygging stjórnkerfisins svipuð og hérlendis. Þá sagði hann að ætla mætti að umræða yrði opin í samfélaginu um þetta verkefni sem væri af hinu góða. Fundinn sat einnig Páll Þór- hallsson, sem verður starfsmaður nefndarinnar, en hann var nýlega ráðinn í starf lögfræðings hjá for- sætisráðuneytisins. Fyrsti fundur í stjórnarskrárnefnd var í gær Morgunblaðið/Jim Smart Stjórnarskrárnefndin að störfum. Frá vinstri: Þorsteinn Pálsson, Birgir Ármannsson, Jón Kristjánsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Guðjón Arnar Kristjánsson. Tveir voru fjarverandi. Unnið að gagnaöflun til næsta fundar ODDFELLOW-systur í Rebekku- stúkunni nr. 12 Barböru í Hafn- arfirði gáfu sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli 500.000 krónur með því skilyrði að embættið notaði fjármunina til að þjálfa hund til fíkniefnaleitar. Peningarnir verða notaðir við þjálfun á tollhundinum Ellu, sem er tík af labradorkyni. Kári Gunn- laugsson, aðaldeildarstjóri tollgæsl- unnar á Keflavíkurflugvelli, segir að heildarkostnaður við þjálfun á fíkniefnaleitarhundi og umsjónar- manni hans kosti nokkrar milljónir. „Þetta er virkilega gott framtak hjá Oddfellow systrum og við erum mjög ánægðir með þann hlýhug og samstöðu sem þær sýna okkur,“ segir Kári. Hann segir að hundarn- ir séu afar mikilvægir og hafi skilað góðum árangri. Gáfu peninga til þjálfunar fíkniefnahunds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.