Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 27 á þann hluta hennar sem fram fer í höfuðstöðvum SÞ í New York. Þar ræða fastafulltrúar við eins marga fastafulltrúa annarra ríkja og kostur hefur verið til að afla stuðnings við framboð Íslands og einnig hefur verið lögð áhersla á að háttsettir embættismenn og stjórnmálamenn eigi fundi með fulltrúum annarra ríkja þegar þeir eru á ferð í öðrum erindum. Varað er við því í áðurnefndri greinargerð utanrík- isráðuneytisins að gæta beri að því að framboð Ís- lands og undirbúningur þess setji ekki aðra starfsemi utanríkisþjónustunnar úr skorðum. Þar kemur einnig fram að gera verði ráð fyrir að átta diplómatískir fulltrúar verði komnir til starfa í ís- lensku fastanefndinni á árinu 2006, þegar kosninga- baráttan kemst í fullan gang. Ekki liggja enn fyrir upplýsingar um hversu marga fulltrúa Ísland þyrfti að hafa að staðaldri í höf- uðstöðvum SÞ vegna setunnar í Öryggisráðinu. Til samanburðar má geta þess að skv. yfirliti samtak- anna Global Policy Forum er fjöldi sérhæfðra fulltrúa í fastanefndum ríkja í Öryggisráðinu í dag alls 128 á vegum Bandaríkjastjórnar, 38 frá Bretlandi, 34 Bras- ilíu, 17 frá Angóla, 63 Þýskalandi og 21 á vegum Spánverja svo dæmi séu nefnd. Aukin framlög til þróunarmála Meðal þess sem talið er miklu skipta við framboð til Öryggisráðsins er að framboðsríki hafi staðið myndarlega að framlögum til þróunarsamvinnu. Hafa önnur ríki oft á tíðum vakið athygli á þessum þætti við framboð til Öryggisráðsins. Í áðurnefndri rann- sókn Þrastar F. Gylfasonar varaði hann við því að lág framlög Íslendinga til þróunarmála á umliðnum árum gætu skaðað framboð Íslands. Töluverð umskipti hafa þó orðið upp á síðkastið. Íslendingar hafa aukið op- inber framlög til þróunarmála og framlög á verðlagi hvers árs hafa nær þrefaldast á fimm árum eða úr 583 milljónum árið 1999 í 1.644 milljónir í fyrra. Við- mið alþjóðasamfélagsins, sem samþykkt var af alls- herjarþingi SÞ árið 1970, gerir ráð fyrir að ríkar þjóðir leggi 0,7% af vergri landsframleiðslu til þróun- armála. Framlag Íslands hefur hækkað úr 0,09% árið 1999 í 0,19% árið 2004 og skv. fjárlögum fer þetta hlutfall upp í 0,21% á þessu ári. Meðal þess sem talið er styrkja stöðu Íslands við að afla stuðnings við framboðið til Öryggisráðsins er að fulltrúi Íslands gegnir um þessar mundir stöðu að- alfulltrúa kjördæmis Norðurlanda og Eystrasalts- ríkja í stjórn Alþjóðabankans. Er þar um mikilsverða áhrifastöðu að ræða, sem Ísland hefur með höndum til haustsins 2006. Loks má geta þess að Ísland hefur tekið sæti í ECOSOC, efnahags- og félagsmálanefnd SÞ. Í grein- argerð utanríkisráðuneytisins segir að aðild að þess- ari nefnd sé mikilvæg í kosningabaráttunni til Örygg- isráðsins. „Ljóst er að hægt er að nota atkvæði í efnahags- og félagsmálanefnd sem skiptimynt í kosn- ingum til Öryggisráðsins og myndi þátttaka í ECOSOC því auðvelda framboðið,“ segir þar. Sótt var á fjárlögum 2005 um 18 milljóna kr. fjár- veitingu til að fjölga um einn fulltrúa hjá fastanefnd Íslands í New York. Fastanefndin var styrkt um einn starfsmann í maí 2001 og um annan haustið 2002. Að mati ráðuneytisins hefur verið talið nauðsynlegt að huga að frekari eflingu fastanefndarinnar vegna fyr- irhugaðs framboðs Íslands til Öryggisráðsins. Ísland í forsæti Öryggisráðsins Öryggisráð SÞ er án efa valdamesta stofnun al- þjóðasamfélagsins, ólympíuliðið í alþjóðastjórnmálum eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lýst því. Fimm ríki hafa þar fast sæti, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Allsherj- arþingið kýs hina fulltrúana tíu til tveggja ára í senn. Öryggisráðið má kalla saman hvenær sem er. Aðild- arríki skiptast á um að skipa forsæti ráðsins einn mánuð í senn. Nái Ísland kjöri mun það því a.m.k. einu sinni á kjörtímabilinu hafa forsæti ráðsins með höndum. Fulltrúar frá öllum ríkjum sem eiga sæti í ráðinu þurfa að vera til staðar í höfuðstöðvum SÞ all- an sólarhringinn, allt árið um kring, ef mál sem koma til kasta ráðsins koma upp með litlum fyrirvara. Fastanefndir, einkum fastafulltrúar framboðsríkja í New York, eru taldar gegna lykilhlutverki í kosninga- baráttunni og hefur utanríkisráðuneytið lagt áherslu nni sé að nauðsyn- isráðinu. stuðning ofnskrár nu til að stingu á fram að fleg eða . […] Al- m stuðn- ðaskipta- 008. 191 etu í Ör- íkin sem OG) eru í úr hópi í senn. ert skipti fjögurra um sein- mboð. Er tyðja við ndahóps- u en allt Mónakó átt sæti í en eina kemur í órnmála- rið 2003 Þar segir sta ríkið fa þá til ggja upp en kosn- framboð s fylgis,“ áðuneyt- framboði ríki sem band við. itt farið ur ekki í rið kom- að und- ns var í band við 000 hafði ki. m undan vegna framboðs Íslands til Öryggisráðs SÞ fasemdir eru leika Íslands Reuters sland að taka að sér forsæti í ráðinu í einn eða tvo mánuði á kjörtímabilinu, sem er tvö ár. omfr@mbl.is Stjórnmálasamband undirritað. Sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Edwald W. Limon und- irrita yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands Íslands og Súrínams. Að baki þeim standa Bjarni Sigtryggsson sendiráðunautur og Naline Sewpers- adsingh, fulltrúi í utanríkisráðuneyti Súrínams. ’Ísland er í hópi fárra ríkja innanVesturlandahópsins sem aldrei hef- ur átt aðild að Öryggisráðinu en allt eru þetta smáríki á borð við Liecht- enstein, Mónakó og San Marínó.‘ ÁKVÖRÐUN, sem tekin var af þá- verandi forsætis- og utanríkisráð- herrum hinn 18. mars 2003, að höfðu samráði við ríkisstjórnina, um að styðja tafarlausa afvopnun Íraks, var í fullu samræmi við ís- lensk lög og stjórnskipun, að mati Eiríks Tómassonar, deildarforseta og prófessors í réttarfari og stjórn- skipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra fól Eiríki að taka saman lögfræðiálit um lögmæti þeirrar ákvörðunar þáverandi forsætisráð- herra og utanríkisráðherra frá 18. mars 2003 að styðja áform Banda- ríkjanna, Bretlands og annarra ríkja um tafarlausa af- vopnun Íraks. Skilaði Eiríkur áliti sínu 23. janúar síðastliðinn. Hann byggði álitið m.a. á upplýsingum sem forsætisráðuneyt- ið lét honum í té. Eiríkur bendir m.a. á að samkvæmt ís- lenskri stjórnskipun séu ráðherrar æðstu handhafar fram- kvæmdarvaldsins, hver á sínu sviði. Rík- isstjórnin starfi því ekki sem fjölskipað stjórnvald þótt ráð- herrar kynni samráð- herrum sínum mikil- væg mál og ræði fyrirhugaðar ákvarðanir á ríkisstjórnarfundum. „Í samræmi við þessa meginreglu tekur utanríkisráðherra endanlegar ákvarðanir í þeim málum, sem und- ir hann heyra og mikilvægar geta talist, og ber einn ábyrgð á þeim,“ skrifar Eiríkur. Hann segir þetta þó ekki algilt. Í undantekningartil- vikum hafi ráðherra ekki heimild til að taka slíkar ákvarðanir, nema samþykki Alþingis komi til. Það er ef um er að ræða samninga við önn- ur ríki sem hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, samanber 21. grein stjórn- arskrárinnar. Þar segir að forseti Íslands geri samninga við erlend ríki, en í raun fer utanríkisráðherra með það vald því samkvæmt 13. og 19. greinum stjórnarskrárinnar fara ráðherrar með það framkvæmdar- vald, sem forseta er fengið í stjórn- arskránni. Ráðherrar bera enda ábyrgð á þeim stjórnarathöfnum öllum samkvæmt 14. grein stjórn- arskrárinnar. Séu ákvarðanir þess eðlis að þær varði póli- tíska stefnumótun ríkis- stjórnar og kunni að varða mál, sem heyra undir fleiri ráðherra, sé eðlilegt að forsætisráð- herra taki slíkar ákvarð- anir, að höfðu samráði við hlutaðeigandi ráð- herra og eftir atvikum ríkisstjórn- ina í heild. Þá skrifar Eiríkur: „Þegar ákvarðanir í utanríkismál- um hafa ekki í sér fólgnar afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða þær horfa ekki til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, sbr. 21. gr. stjórnarskrárinnar, tekur utanrík- isráðherra þær ákvarðanir, eftir at- vikum að höfðu samráði við for- sætisráðherra og ríkisstjórn. Þetta á m.a. við ákvarðanir um það hvort beita skuli þjóðréttarlegum þving- unaraðgerðum, eins og fram kemur í fyrrgreindu riti Ólafs Jóhannes- sonar, bls. 379.“ [Stjórnskipun Ís- lands, útg. 1960.] Eiríkur bendir á að fyrrnefnd ákvörðun þáverandi forsætis- og ut- anríkisráðherra 18. mars 2003, að höfðu samráði við ríkisstjórnina, um að styðja tafarlausa afvopnun Íraks hafi verið þríþætt. Í fyrsta lagi að ljá leiðtogum Bandaríkj- anna, Bretlands og annarra ríkja pólitískan stuðning til aðgerða til að ná fyrrgreindu markmiði. Í öðru lagi að veita aðgang að íslenskri lofthelgi og heimild til að nota Keflavíkurflugvöll ef nauðsyn krefði vegna aðgerða í Írak. Í þriðja lagi að veita mannúðaraðstoð og taka síðan þátt í uppbyggingarstarfi í Írak þegar aðgerðunum lyki. Þá segir í álitinu: „Samkvæmt því, sem að framan greinir, var það í fullu samræmi við íslensk lög og stjórnskipun að for- sætisráðherra og utanríkisráðherra tækju umrædda ákvörðun í samein- ingu. Ákvörðunin var ekki þess eðlis að sam- þykki Alþingis þyrfti til að koma, þar sem ekki var um að ræða ákvörðun, sem fól í sér frekari kvaðir á ís- lensku landi og loft- helgi en leiðir af varn- arsamningnum milli Íslands og Bandaríkj- anna, sbr. lög nr. 110/ 1951.“ Þá víkur Eiríkur að hlutverki utanríkis- málanefndar Alþingis og rekur lög sem gilt hafa um hlutverk nefndarinnar og hvernig þau hafa þróast. Í 24. grein laga 55/1991 um þingsköp Alþingis segir: „Utanrík- ismálanefnd skal vera ríkisstjórn- inni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum.“ Eiríkur segir að ekki verði ráðið af lögskýringargögnum hvaða mál teljist „meiri háttar utanríkismál“ í skilningi fyrrgreindrar lagagreinar. „Hlýtur það að ráðast af mati hverju sinni, enda verður ekki í fljótu bragði séð að neinar fastmót- aðar venjur hafi skapast í því efni. Hvað sem því líður er víst að um- rætt ákvæði í þingsköpum, eins og það er úr garði gert, hróflar ekki við þeirri skipan, sem ráð er fyrir gert í stjórnarskránni og lýst er hér að framan, að utanríkisráðherra og eftir atvikum aðrir ráðherrar fari með óskorað vald til að taka stjórn- valdsákvarðanir, hver á sínu sviði, nema því valdi séu sett skýr tak- mörk í stjórnarskránni eða settum lögum,“ skrifar Eiríkur. Þá víkur Eiríkur að umræðum um málið í utanríkis- málanefnd fyrri hluta ársins 2003 en afstaða Íslands til hernaðarað- gerða gegn Írak hafði komið þar til umræðu áður en fyrrnefnd ákvörðun var tekin 18. mars 2003. M.a. var Ei- ríki tjáð að þáverandi utanríkisráð- herra hefði mætt á fund nefnd- arinnar til að upplýsa hana um stöðu málsins 19. febrúar 2003. „Þar með má segja að þeirri skyldu, sem fyrir er mælt í 24. gr. laga nr. 55/1991, hafi verið fullnægt af hálfu ríkisstjórnarinnar, enda er þar vísað til „meiri háttar mála“, en ekki „meiri háttar ákvarðana“ í ein- stökum málum. Ekki hefur verið venja að túlka ákvæðið svo rúmt að skylt sé að bera slíkar ákvarðanir fyrir fram undir utanríkismála- nefnd, t.d. hefur komið fram op- inberlega að ýmsar ákvarðanir þess efnis, að Ísland lýsi yfir stuðningi við hernaðaraðgerðir gegn ein- stökum ríkjum, hafi ekki verið bornar áður undir nefndina,“ segir í niðurlagi lögfræðiálits Eiríks Tóm- assonar. Lögfræðiálit Eiríks Tómassonar prófessors Stuðningur við afvopnun Íraks var í samræmi við íslensk lög Eiríkur Tómasson prófessor. Ákvörðunin var ekki þess eðlis að samþykki Alþingis þyrfti til að koma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.