Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 35
MINNINGAR
það beðinn. Margir Vestfirðingar
voru á æskuárum hans þjóðþekktir
menn í stjórnmálum. Gunnar kynnt-
ist þar mönnum sem voru í innsta
hring. Hann sá snemma að menn
skiptust í tvo hópa. Annars vegar
voru þeir sem höfðu hátt og töluðu
mikið. Í hinum hópnum voru menn
sem létu minna fyrir sér fara. Þeir
kusu heldur að láta verkin tala og
koma hlutunum í framkvæmd. Gunn-
ar valdi síðari hópinn.
Gunnar Friðriksson var farsæll
maður í einkalífi sínu. Hann og Unnur
eignuðust þrjú börn, Friðrik fram-
kvæmdastjóra og kjörræðismann
Póllands, Rúnar kvikmyndagerðar-
mann og dagskrárstjóra í Sjónvarp-
inu, Guðrúnu húsfreyju í Reykjavík,
en áður átti hann Sæmund, sem var
deildarstjóri hjá Hofi.
Ég vil að lokum þakka þessu góða
fólki fyrir ógleymanlegar stundir sem
ég hef átt með því bæði innanlands og
utan. Ég færi öllum aðstandendum
Gunnars Friðrikssonar mínar dýpstu
samúðarkveðjur og þakka hlýhug og
vináttu á liðnum árum.
Gunnar Dal.
Gunnar frændi, móðurbróðir minn,
er látinn 91 árs. Hann var fram á síð-
ustu stund brennandi af áhuga við að
skrá lýsingar frá liðinni tíð þar sem
fram koma greinargóðar frásagnir af
lifnaðarháttum síðustu aldar. Frá-
sagnirnar eru oft persónuleg reynsla
hans sjálfs og því afar raunverulegar
fyrir nánasta ættfólk hans, en þegar
hann var spurður hvort hann ætlaði
ekki að gefa þessar endurminningar
út, sagðist hann bara vera að gera
þetta til þess að afkomendur vissu
meira um fortíðina, því að á henni er
farsælt að byggja framtíðina. Jafn-
framt rekur hann ættir langt aftur í
tímann, svo að við sem eftir stöndum
getum haft yfirsýn yfir ættmenni
okkar út fyrir innsta hring. Það var
gaman að ræða við Gunnar um þessi
skrif hans og þá kom fram að hann
gat sagt frá mönnum og málefnum án
þess að þurfa tíma til að hugsa sig um,
mannanöfn voru alltaf á takteinum þó
að um væri að ræða ættartölur aftur í
tímann. Hann sagðist halda starfsemi
heilans í sem bestu formi með þessum
fræðandi skrifum sínum og hugleið-
ingum.
Á meðan foreldrar mínir bjuggu á
Látrum og síðar í nágrenni Ísafjarðar
var það ævinlega tilhlökkunarefni
þegar von var á Gunnari og Unni í
heimsókn og ekki spillti það ánægj-
unni þegar synir þeirra, Friðrik og
Rúnar, voru fæddir og komu með
þeim. Einnig minnist ég þess alltaf
þegar elsti sonur Gunnars, Sæmund-
ur, kom að Látrum, en hann er á svip-
uðu reki og ég sjálf svo að við gátum
leikið okkur saman þann stutta tíma
sem heimsóknin varði. En vænst þótti
mér um þegar Unnur og Gunnar
ákváðu að senda Gunnu dóttur sína 6
ára gamla í bekk til mín þegar ég var
kennari í Skóla Ísaks Jónssonar.
Ógleymanleg eru mér jól í Tungu í
Skutulsfirði þegar ég fékk gítar í jóla-
gjöf frá Gunnari og Unni og ævinlega
var það gaman að taka upp jólapakk-
ana frá þeim.
Það er líka ákveðinn ljómi yfir
heimsóknum til Reykjavíkur þegar
við eldri systurnar fengum að fara
með mömmu og gistum þá alltaf hjá
Gunnari og Unni sem jafnframt
sýndu okkur eitt og annað í Reykja-
vík.
Gunnar var ákaflega bónlipur mað-
ur og því var gott að leita til hans með
eitt og annað því að ef hann mögulega
gat greiddi hann úr því sem um var að
ræða.
Þegar foreldrar mínir fluttu til
Reykjavíkur fengum við að búa í
kjallaranum í húsi Gunnars á Greni-
mel á meðan pabbi og mamma
byggðu sér íbúð í Kópavogi. Það varð
því mikill samgangur systkinanna
mömmu og Gunnars á því tímabili, en
það var kært á milli þeirra og Gunnar
vitnaði stundum til þess að mamma
hefði saumað á sig fermingarföt og
sent sér að Látrum þegar hún var við
nám í Kvennaskólanum í Reykjavík,
og hann var viss um að hafa verið í
langfallegustu fötunum meðal ferm-
ingarbræðranna. En svo var það líka
oft að þegar Unnur og Gunnar voru
að koma frá útlöndum og mamma
hafði gætt barna þeirra á meðan, kom
fallegur kjóll upp úr farangri þeirra
handa mömmu.
Gunnar var mikill athafnamaður en
jafnframt gætinn og tilbúinn til að
gefa þeim sem yngri voru þau ráð að
ætla sér ekki meiri framkvæmdir en
hægt væri að hafa stjórn á með per-
sónulegri yfirsýn. Eftir að Unnur
veiktist og þurfti að vera á sjúkrahúsi
kom best í ljós hve kært var á milli
hjónanna og dvaldi þá Gunnar
löngum stundum við sjúkrabeð konu
sinnar, en jafnframt gaf hann vinum
sínum tíma til samvista og ræktaði þá
vináttu til hinstu stundar.
Vertu sæll, Gunnar frændi, Guð
veri með þér.
Matthildur Guðný
Guðmundsdóttir.
Við andlát Gunnars Friðrikssonar
koma ótal minningar fram í hugann
eftir áratuga vináttu og samstarf á
sviði félagsmála og viðskipta. Fyrstu
kynni okkar urðu í sambandi við störf
að málefnum Slysavarnafélags Ís-
lands. Þar áttum við samleið hart nær
30 ár.
Gunnar var alla ævi Aðalvíkingur í
sínu innsta eðli. Honum var heima-
byggðin að Látrum í Aðalvík mjög
kær og taldi að þau áhrif sem hann
varð fyrir í æsku og á unglingsárum
hafi verið afgerandi fyrir lífið. Hann
sótti æskustöðvarnar heim að sumri
til meðan heilsan leyfði. Honum var
ekki gefið að feta í fótspor feðranna
og afla fanga með því að sækja á sjó-
inn. Hann átti kost á því að afla sér
menntunar í Gagnfræðaskólanum á
Ísafirði. Sú menntun dugði honum út
lífið.
Heimabyggðin heillaði hann, þar
hugðist hann láta verkin tala. Látum
Gunnar segja frá í bók sinni ,,Mannlíf
í Aðalvík“: ,,Seinni hluta sumars 1932
[þá var hann 19 ára] fékk ég lán hjá
Útvegsbankanum á Ísafirði og byggði
síðan fiskmóttöku á Látrum. Síðan
gat ég með aðstoð Hesteyrarbænda
byggt aðra fiskmóttöku þar. Í apríl
1933 þ.e. rétt fyrir páska keypti ég
svo m/b Ófeig af Einari Guðfinnssyni í
Bolungarvík. Það sama ár keypti ég
einnig m/b Elí af Útvegsbankanum á
Ísafirði. Árið 1934 pantaði ég svo nýj-
an 10 rúmlesta bát með 15 ha Union-
vél frá Noregi og kom hann til Ísa-
fjarðar með e/s Nóvu í nóvember það
ár.“ Þar með taldi Gunnar sig hafa
lagt grunninn að væntanlegu fyrir-
tæki sem yrði upplyfting fyrir at-
vinnulífið í heimabyggðinni. Hug-
mynd Gunnars var að gera bátana út
frá Látrum yfir sumartímann og
verka fiskinn þar en færa þá síðan til
Hesteyrar að lokinni sumarvertíð og
gera þá út þaðan yfir vetrarmán-
uðina. Þar var hafnaraðstaða betri en
á Látrum þar sem Aðalvíkin er opin
fyrir hafáttum.
Gunnar hófst þegar handa með út-
gerð og fiskkaup af nágrönnum sínum
sumarið 1933. Þegar hann stóð í þess-
um stórræðum var heimskreppan
svokallaða yfirstandandi og fiskverð á
erlendum markaði í lágmarki. Hann
varð fyrir því óhappi að einn báturinn,
Ófeigur, slitnaði upp á legunni á Látr-
um og rak á land og varð ónýtur. Bát-
urinn var tryggður hjá Vélbáta-
ábyrgðarfélagi Ísfirðinga en Gunnar
fékk aldrei greitt nema helming
tryggingarfjárins. Þeir sögðu honum
að hann gæti hirt vélina í fjörunni en
hún reyndist að sjálfsögðu ónýt.
Ýmislegt annað fór ekki að óskum í
rekstrinum og var svo komið vorið
1935 að fullhuginn ungi varð að gefast
upp með áform sín um þróun atvinnu-
lífs í heimabyggðinni. Hann stóð þá
uppi með skuldir og brostnar vonir.
Honum stóð til boða að fara í skulda-
skil sem þá var ekki óalgengt ef at-
vinnurekstur komst í þrot en þá leið
vildi hann ekki fara því þá hefðu vinir
hans sem lánuðu honum peninga tap-
að þeim. Það var eitt sinn er við í góðu
tómi ræddum þennan tíma í lífshlaupi
hans að hann sagði að sér hefði fund-
ist það sárast ef hann lenti í vanskil-
um við vini sína á Hesteyri. Sú varð
þó ekki raunin því síðar varð hann svo
fjáður að hann gat greitt þeim að
fullu.
Ég held að það hljóti að hafa verið
einsdæmi á þeim tíma að 18 ára ung-
lingur gengi inn í lánastofnun og fengi
þar fyrirgreiðslu slíka sem Gunnari
var veitt í Útvegsbankanum á Ísa-
firði. Hann var ekki spurður um aldur
og þá var kennitalan ekki komin í um-
ferð.
Gunnari var ekki öllum lokið þó að
illa færi í Aðalvík. Hann skellti sér í
síldina til Siglufjarðar og síðan til
Djúpuvíkur þar sem hann hitti vænt-
anlega eiginkonu. Þá brosti lífið við
honum en framtíðin var óráðin.
Eftir að Gunnar hafði sest að í
Reykjavík og komið sér þar fyrir
gekk hann í Slysavarnadeildina Ing-
ólf og var kjörinn þar í stjórn. Hann
var kjörinn í aðalstjórn SVFÍ árið
1959 og síðan forseti þess 1960 og
gegndi hann því starfi í 22 ár. Þegar
Gunnar tók við störfum forseta stóð
að baki honum mikið lið vaskra slysa-
varnafélaga. Slysavarnadeildirnar
voru þá orðnar 200 og félagatalan var
30.421 (saga SVFÍ 2001).
Það var lengi búið að vera áhuga-
mál Gunnars og annarra hollvina
SVFÍ að koma upp húsi fyrir starf-
semi félagsins í höfuðstöðvunum í
Reykjavík. Nokkur barátta hafði
staðið við borgarstjórn Reykjavíkur
um byggingarlóð fyrir húsið sem end-
aði með því að því var ákveðinn staður
á Grandagarði. Teikningar voru lagð-
ar fyrir landsþing 1958 og var Gunnar
kjörinn formaður byggingarnefndar.
Húsið var tekið í notkun 1960 og hélt
félagið þar tíunda landsþing sitt. Það
var samdóma álit kunnugra að ötul
forysta Gunnars hefði ráðið miklu um
hve bygging hússins tók skamman
tíma.
Gunnar varð strax stórhuga og öt-
ull foringi. Ég minnist þess er við vor-
um saman á aðalfundum félagsins er
haldnir voru vítt um landið hve hann
naut mikillar virðingar sem leiðtogi
og hve honum virtist auðvelt að flytja
kjarnyrtar ræður sem hvöttu fé-
lagana til átaka félaginu til eflingar.
Þegar félagið fór að nálgast fimm-
tugsaldurinn voru 133 björgunar-
sveitir starfandi á landinu. Gunnar
taldi það miklu varða að starfsemi fé-
lagsins væri ekki eingöngu bundin við
björgun manna úr sjávarháska held-
ur bæri því að bregðast almennt við
slysavörnum bæði á landi og sjó. Fé-
lagið gerðist aðili að samtökunum
,,Varúð á vegum“ og lagði ýmislegt til
bættrar umferðarmenningar.
Gunnar átti hugmyndina að til-
kynningaskyldu skipa. Þessi hug-
mynd varð að veruleika og var til-
kynningaskyldan lengi starfrækt í
húsakynnum félagsins á Granda-
garði. Þess er vert að geta að ekki er
vitað til þess að slíkt kerfi hafi verið
tekið upp í öðrum löndum. En það
varð til þess að auka öryggi þeirra er
sjóinn sóttu.
Allt frá stofnun SVFÍ höfðu hinir
mætustu menn verið valdir þar til for-
ystu og lögðu þeir félaginu til allt hvað
þeir gátu. Gunnar Friðriksson skipaði
það virðingarsæti lengst allra svo sem
áður er getið.
Eftir áfallið í Aðalvík lánaðist
Gunnari allt sem hann tókst á hendur.
Þegar hann var fluttur til Reykjavík-
ur hóf hann umboðsverslun sem vatt
upp á sig. Hann stofnaði fyrirtækið
Vélasöluna með öðrum en varð síðar
einn eigandi þess fyrirtækis. Vélasal-
an varð fljótt landsfræg fyrir umsvif
varðandi innflutning á vélum og um-
boðsaðild að skipabyggingum erlend-
is. Við áttum þar saman viðskipti um
tíma sem skilja eftir góðar minningar.
Það var núna rétt fyrir jólin að við
Gunnar töluðum saman sem oftar, þá
sagði hann mér að nú væri hann bú-
inn að selja Vélasöluna og gera upp öll
sín mál. Hann væri því tilbúinn til að
fara í hinstu ferðina. Hann þurfti ekki
lengi að bíða þess upphafs. Góða ferð
kæri vinur. Aðstandendum sendi ég
einlægar samúðarkveðjur.
Guðmundur Guðmundsson.
Hjartans þakkir sendum við þeim sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts
og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, tengdadóttur, systur og
ömmu,
RAGNHILDAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Skipastíg 11,
Grindavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahjúkrunar
Suðurnesja.
Sævar Þórarinsson,
Gunnlaugur Sævarsson, Auður Arna Guðfinnsdóttir,
Albert Sævarsson, Eydna Fossadal,
Steinþóra Sævarsdóttir, Árni Þór Sævarsson,
Þórarinn Ólafsson, Guðveig S. Siguðardóttir,
Málfríður Guðjónsdóttir,
Vilborg Guðjónsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug, styrk og
vináttu við andlát og útfarir elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
SIGURVINS SVEINSSONAR,
sem lést mánudaginn 27. desember sl,. og elskulegrar eiginkonu minnar,
móður, dóttur, systur, mágkonu og frænku,
KRISTRÚNAR SIGURVINSDÓTTUR,
sem lést sunnudaginn 9. janúar sl.
Jóhanna Karlsdóttir,
Leo George,
Christopher George,
Kristín Sigurvinsdóttir, Hreinn Steinþórsson,
Hafsteinn Sigurvinsson, Anna G. Árnadóttir,
Jóhanna Svanlaug Sigurvinsdóttir, Þorvaldur Kjartansson,
Sigurvin Ægir Sigurvinsson, Bergþóra V. Sigurjónsdóttir,
Ólöf Sigurvinsdóttir, Halldór R. Þorkelsson,
Dröfn Sigurvinsdóttir,
Karitas Sigurvinsdóttir, Tryggvi B. Tryggvason,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Minningar-
greinar
Kæri Pétur nú ert
þú farinn, allt of
snemma.
Það er undarleg tilfinning að sjá
þig ekki framar, eins og þú varst
nú skemmtilegur maður. Það er
leitun að öðru eins ljúfmenni og
þú varst, þú varst alltaf tilbúinn
að rétta hjálparhönd þó að þú
hefðir öðrum hnöppum að hneppa,
og ert búinn að aðstoða foreldra
mína mikið í gegnum tíðina.
Ég man þegar ég var lítill og að
þú komst í heimsókn í Birkihlíð-
ina, að þá fannst mér alltaf svo
gaman að fara fram í forstofu og
máta skóna þína, þeir voru eins og
skíði á fótunum mínum, já þú
varst stór maður Pétur, og enn
stærri í augum lítils drengs.
Síðan loksins þegar þið hjónin
eruð kominn á þann aldur að fara
PÉTUR
VALDIMARSSON
✝ Stefán PéturValdimarsson
frá Varmadal í
Vestmannaeyjum
fæddist 20. júní
1942. Hann lést á
krabbameinsdeild
LSH 19. desember
síðastliðinn og var
jarðsunginn frá
Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 29.
desember.
að geta tekið því ró-
lega þá breytist sjó-
lagið skyndilega og
veikindi herja á,
fyrst Önnu og svo
öllum að óvörum þig
líka. Þú, sem stóðst
eins og klettur við
hlið Önnu, þurftir nú
einnig að berjast við
sjúkdóm. Þetta var
stutt stríð og end-
irinn óskiljanlegur,
19. desember og
Pétur allur.
Þó ég hafi verið
hjá þér eftir að þú
lagðir af stað í síðustu siglinguna,
og ég hafi séð þessa ró og þennan
frið sem nú var yfir þessum stóra
manni, þá er enn jafn erfitt að
skilja hvað Guði lá á að kalla þig
upp til sín. Það hljóta að vera
brýn verkefni sem hann ætlar þér
þar.
Það er huggun í harmi að þú
sést enn í börnunum þínum, þau
bera öll keim af þér, hvert í sínu
lagi fjallmyndarleg og sterk.
Kæra Anna frænka, það var
tekið vel á móti Pétri, við vitum
það, og þar bíður hann þín og kall-
ar þig til sín, þegar allt verður
orðið tilbúið þar fyrir þig.
Blessuð sé minning þín, Pétur.
Þorgeir og fjölskylda.