Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 21 MENNING S Í M E N N T U N Listir og menning 2005 Innri tun fer f ram á Grensásvegi 16A, í s íma 580 1800 e›a á heimasí›unni www.mimir . is - Vesturfararnir - Madrid í máli og myndum - Marokkó, saga og menning - Sakamálasögur - Leiklistarnám - Menning Araba - Söngnámskei› - Teikning - Myndlist - Vatnslitamálun - Olíumálun - Akr‡lmálun - Leirlist - Glermótun - Myndlist fyrir börn - Leiklist fyrir börn 6-12 ára E in n t v e ir o g þ r ír 4 .1 21Eitthvað við allra hæfi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá aðstand- endum sýningarinnar Ég er ekki hommi! í Loftkastalanum: „Við sem stöndum að sýningunni Ég er ekki hommi! í Loftkastalanum viljum leiðrétta þá kolröngu staðhæf- ingu Maríu Kristjánsdóttur, gagn- rýnanda Morgunblaðsins, að við séum að „plata fólk til að hlæja að tíu ára gömlu barni sem leikur annað tíu ára gamalt barn sem fannst bara allt í lagi að láta beita sig kynferðislegu of- beldi!“ eins og birtist orðrétt í Morg- unblaðinu hinn 24. janúar síðastliðinn. Fyrst og fremst viljum við lýsa yfir undrun okkar á þeim vinnubrögðum sem gagnrýnandi Morgunblaðsins viðhefur. Sú staðhæfing að leikarinn ungi sé tíu ára gamalt barn er alger- lega röng; leikarinn sem um ræðir er í raun fjórtán ára gamall unglingur. Þessu hefði verið hægt að fletta upp í þjóðskrá eða hreinlega spyrja að- standendur sýningarinnar að áður en gagnrýnin var birt. Við hefðum aldrei látið tíu ára gamalt barn fara með þetta hlutverk. Við hefðum ekki einu sinni látið tólf ára gamalt barn fara með þetta hlutverk. Hinsvegar fannst okkur táningur í gagnfræðaskóla bet- ur í stakk búinn hvað varðar aldur og þroska fyrir hlutverk af þessu tagi. Við vitum ekki hvaðan gagnrýnand- inn fékk upplýsingar um aldur leik- arans sem um ræðir, því þær eru blátt áfram rangar. Auk heldur segir í gagnrýninni að barninu í sýningunni „finnist allt í lagi að láta beita sig kynferðislegu of- beldi“. Þetta er að okkar mati gróf mistúlkun. Drengurinn Tommi, sem leikarinn ungi túlkar í verkinu, veit hreinlega ekki betur. Líkt og svo mörg börn í raunveruleikanum, hefur Tommi ekki hlotið fræðslu um hvað það er að vera kynferðislega misnot- aður og gerir sér þar af leiðandi ekki grein fyrir því að það er rangt. Eins og Tommi segir sjálfur í leikritinu, þá telur hann að misindismaðurinn „hafi kennt sér fullt af sniðugum hlutum“. Harmleikurinn liggur í fáfræði barns- ins, bæði í verkinu sem og í mörgum raunverulegum tilfellum um barna- misnotkun. Við, aðstandendur sýningarinnar, vorum í framhaldi af villunni sem gagnrýnandi Morgunblaðsins fór með, spurð af blaðamönnum hvort við hefðum útskýrt fyrir leikaranum unga um hvað þátttaka hans í sýning- unni snerist. Svarið er: Að sjálfsögðu. Með því að ræða við börn á opinskáan hátt um kynferðislega misnotkun gerum við barnaníðingum erfiðara fyrir að blekkja börn og misnota. Að okkar mati hefðu öll börn gott af fræðslu um þessi málefni, því það eykur þeirra eigið öryggi. Síðast en ekki síst kom leikarinn ungi okkur á óvart með eigin vitneskju um kyn- ferðislega misnotkun, og má þar nefna hneykslismál innan kaþólsku kirkjunnar í Ameríku. Þessar upplýs- ingar hafði hann sjálfur viðað að sér í fjölmiðlum á borð við Morgunblaðið. Við lítum á það alvarlegum augum að vera ásökuð um að nota barn í sýn- ingunni sem ekki hefur aldur eða þroska til að skilja um hvað ræðir. Strangt tólf ára aldurstakmark er á sýninguna, og hefur leikarinn ungi náð þeim aldri og gott betur. Þessu hefði auðveldlega mátt komast að áð- ur en málið var haft í flimtingum á síð- um Morgunblaðsins. Í framhaldi hvetjum við fólk til að koma á sýninguna, og fullvissum alla um að það var hvorki takmark höf- undarins né nokkurs aðstandanda að gera lítið úr þeim málefnum sem þar eru sett á svið, hvorki hvað varðar kynferðislegt ofbeldi né málefni minnihlutahópa. Virðingarfyllst, fyrir hönd aðstand- enda sýningarinnar Ég er ekki hommi! í Loftkastalanum, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir þýðandi verks- ins.“ Úr sýningunni Ég er ekki hommi! í Loftkastalanum. Yfirlýsing frá aðstandendum sýningarinnar Ég er ekki hommi! Ég helgaði mig alfarið þessuverki frá ársbyrjun 2002,allt annað varð að víkja og það er ekki allt búið enn,“ sagði listamaðurinn Rúrí í samtali við Morgunblaðið fyrir tæpu ári – en verkið sem hún vísar til heitir Arc- hive – Endangered Waters og var framlag Íslands á Feneyjatvíær- ingnum sumarið 2003. Næstkom- andi laugardag verður opnuð í Listasafni Íslands sýning á verk- inu, en það hefur farið víða um heim og vakið verðskuldaða at- hygli og umfjöllun. Gabríela Friðriksdóttir verður eins og kunnugt er fulltrúi Íslands á tvíæringnum í sumar, og þótt ekki sé enn tímabært að segja frá hvað hún ætlar að sýna er vinna við þátttökuna þegar komin á full- an skrið enda ekki nema fjórir mánuðir til stefnu.    Að þessu sinni verða tveir sýn-ingarstjórar yfir Fen- eyjatvíæringnum, en ekki einn eins og undanfarin skipti. Árið 2003 var Francesco Bonami sýning- arstjóri og þar á undan var Harald Szee- mann sýning- arstjóri tvisvar í röð, 1999 og 2001. Í raun er ekki svo langt síðan Ítal- ir gáfu erlendum sýningarstjórum tækifæri til að reyna sig í Fen- eyjum, það gerðist í fyrsta sinn ár- ið 1995, er Frakkinn Jean Clair var við stjórnvölinn. Í ár eru það þær María de Corral og Rosa Martínez sem verða fyrstar kvenna til að stýra þessari miklu myndlist- arhátíð, en þær hafa báðar getið sér gott orð fyrir sýningarstjórn og myndlistarskrif í heimalandi sínu Spáni og á alþjóðavettvangi – og eiga það reyndar sameiginlegt að hafa stýrt spænska skálanum í Feneyjum; de Corral 1988 og Martínez árið 2003. María de Corr- al var forstöðumaður þjóðlista- safnsins Reina Sofia í Madrid á ár- unum ’91–’94, en frá árinu 2002 vann hún sem forstöðumaður yfir samtímalistasafninu í Santender. Rosa Martínez var annar sýning- arstjóra Manifesta 1 í Rotterdam árið 1996, og stýrði jafnframt al- þjóðlega tvíæringnum í Istanbúl árið 1999.    Fyrirkomulag Feneyjatvíær-ingsins er í stöðugri þróun til þess að tryggt sé að sýningin mæti þörfum og kröfum samtímans hverju sinni. Í samræmi við það hefur nú sú breyting verið gerð að þegar er búið að velja sýning- arstjóra fyrir árið 2007, Banda- ríkjamanninn Robert Storr, og mun hann starfa samhliða þeim de Corral og Martínez að alhliða stefnumótun sem ætlað er að skila sér á milli ára. Storr hefur verið forstöðumaður þeirrar deildar MoMA í New York sem sér um málverk og skúlptúra, og hefur unnið sem sýningarstjóri að mörg- um vel þekktum sýningum svo sem á verkum Roberts Rymans og Bruce Naumans. Hann hefur líka unnið með Tate-safninu í Bretlandi og Pompidou-safninu í París. Storr mun í samræmi við þetta nýja fyr- irkomulag á Feneyjatvíæringnum bera ábyrgð á stjórn og skipulagn- ingu myndlistarþings á haustmán- uðum þessa árs, þar sem mark- miðið er að greina ástand samtímalistar; lögmál hennar, tungutak, ný og gömul viðmið. Töluverðar vonir eru bundnar við þingið í kjölfar tvíæringsins, enda má líta á það sem tilraun til að nýta alla þá gagnrýni og umræðu sem kemur fram í kjölfar opnunar- innar í byrjun júní til þess að draga ályktanir og þróa hug- myndafræði áfram meðan á sýn- ingunni stendur. En fram að þessu hefur fjaðrafokið sem myndast í kringum opnunina yfirleitt lognast út af á nokkrum vikum án þess að tækifæri gæfist til að nýta um- ræðuna frekar annars staðar en heima í þátttökulöndunum sjálfum. Gert er ráð fyrir að þingið verði stökkpallur fyrir Storr inn í sýn- inguna 2007 og að í því muni einn- ig felast umtalsverður ávinningur fyrir alþjóðlega myndlistarheim- inn.    María de Corral og Rosa Mart-ínez hafa með sér þá verka- skiptingu við yfirstjórn Fen- eyjatvíæringsins að de Corral er ábyrg fyrir yfirlitssýningu í ítalska skálanum á Giardinisvæðinu þar sem þjóðarskálarnir eru, en Mart- ínez sér um Arsenalesvæðið, sýn- ingarrými sem er mjög stórt og frekar hrátt á svæði sem fyrr á tímum hýsti skipasmíðaiðnað Fen- eyja. Fyrir þessar sýningar hafa þær mótað þema sem byggist á tveimur pólum, þar sem annars vegar er horft til tengslanna á milli samtímans og þess mikilvæg- asta úr fortíðinni (í ítalska skál- anum) og hins vegar á milli sam- tímans og helstu nýbreytni sem marka má í augnablikinu (á Arsen- ale). Þema de Corral fyrir yfirlits- sýninguna er The experience of Art eða Reynslan af list en Mart- inez hefur valið sýningunni á Ars- enale þemað Always a little bit further sem útleggja mætti Alltaf aðeins lengra. Það vísar vænt- anlega ekki einungis til markmiða myndlistarinnar í heiminum, held- ur einnig til þess að Feneyjatvíær- ingurinn vilji halda sínum sessi sem framvörður í slíkum sýningum í heiminum – er dró að sér 260.000 gesti árið 2003. Feneyjatvíæringur í uppsiglingu ’Fyrirkomulag Feneyjatvíæringsins er í stöðugri þróun til þess að tryggt sé að sýningin mæti þörfum og kröfum samtímans hverju sinni. ‘ AF LISTUM Fríða Björk Ingvarsdóttir fbi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Rúrí við verk sitt „Archive – Endangered Waters“ þegar það var í vinnslu. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.