Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 17
Hafnarfjörður | Hvatningar- verðlaun ferðaþjónustunnar verða veitt í tíunda sinn í ár og hefur menningar- og ferða- málanefnd bæjarins óskað eftir tilnefningum frá ferðaþjón- ustuaðilum og öðrum áhuga- sömum um ferðaþjónustu. Með verðlaununum er hugmyndin að hvetja ferðaþjónustufyrir- tæki til dáða og vekja athygli á ferðaþjónustu í Hafnarfirði. Verðlaunin hafa áður hlotið; Fjörukráin, Súfistinn, Íshestar, Hraunbúar, Hafnarfjarðarleik- húsið, Húni II, Byggðasafnið, Golfklúbburinn Keilir og Jóla- þorpið. Tilnefningum er hægt að skila á skrifstofu menningar- og ferðamála, Vesturgötu 8, eða á netfangið menning- @hafnarfjordur.is, eigi síðar en 7. febrúar nk. Þá auglýsir nefndin sömu- leiðis eftir umsóknum um styrki til endurgerða á gömlum húsum sem hafa sérstakt varð- veislugildi. Hægt er að fá nánari upplýs- ingar og umsóknareyðublöð á vef Hafnarfjarðar: www.hafn- arfjordur.is. Hvatning- arverð- laun veitt í 10. sinn MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 17 MINNSTAÐUR                Hættur á hafsbotni: ATBUR‹IRNIR VI‹ INDLANDSHAF 26.12. 2004 16:00 Páll Einarsson: Jar›skjálftinn mikli - e›li og orsakir 16:20 Bryndís Brandsdóttir: Tsunami fló›bylgjan - orsakir, e›li, aflei›ingar 16:40 Steinunn Jakobsdóttir: Vi›varanir vi› tsunami fló›bylgjum og náttúruvá KAFFIHLÉ Hættur á hafsbotni: NOR‹UR-ATLANTSHAFI‹ 17:15 Páll Einarsson: Yfirlit – jar›skjálftar/skri›uföll 17:30 Freysteinn Sigmundsson: Eldfjallahrun í Atlantshafi 17:45 Ármann Höskuldsson: Tsunami fló›bylgjur í kjölfar Kötluhlaupa UMRÆ‹UR Málflingi› er öllum opi› og er a›gangur ókeypis. Málfling í Öskju 26. janúar kl. 16-18 HÆTTUR Á HAFSBOTNI Háskóli Íslands efnir til málflings um jar›fræ›ilegan ramma náttúruhamfaranna í Asíu 26. desember sí›astli›inn og hættu á tsunami fló›bylgjum vi› Ísland. Mánu›ur er li›inn sí›an atbur›irnar vi› Indlandshaf áttu sér sta›. Starfsmenn Jar›vísindastofnunar Háskólans og Ve›urstofu Íslands munu fjalla um e›li og orsakir atbur›anna sem flá ur›u, vi›varanir vi› náttúruvá, og hættu á slíkum atbur›um vi› Ísland. Fundarstjóri er Ágúst Gunnar Gylfason, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Dagskrá: Reykjavík | Samið hefur verið um byggingu þriðja og síðasta áfanga Björgunarmiðstöðvarinnar Skóg- arhlíð í Reykjavík og mun Landhelg- isgæslan og Bílamiðstöð ríkislög- reglustjóra flytja í nýja húsnæðið. Bætt verður við 1.626 fermetrum og er byggingarkostnaður áætlaður 258 milljónir króna. Framkvæmdir hefj- ast í janúar og á að vera lokið 31. ágúst næstkomandi. SHS fasteignir ehf., dótturfélag Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sömdu við Keflavíkurverktaka hf. um bygginguna. Byggð verður 540 fer- metra skrifstofubygging ofan á suð- urálmu og mun Landhelgisgæslan flytja höfuðstöðvar sínar af Seljavegi í nýja húsnæðið að framkvæmdum loknum. Landhelgisgæslan mun einnig taka á leigu núverandi skrif- stofuhúsnæði Tetra Ísland og 112 en Tetra Ísland flytur starfsemi sína annað en 112 fær aðstöðu fyrir skrif- stofur sínar annars staðar í bygging- unni. Ennfremur verður byggt 226 fermetra stigahús milli suðurálmu og núverandi skrifstofuálmu. Þá gerir samningurinn ráð fyrir að byggt verði 860 fermetra bíla- og tækjahús á baklóðinni austan við Björgunarmiðstöðina og mun Bíla- miðstöð ríkislögreglustjóra flytja starfsemi sína í húsið. Í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð eru nú þegar Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins, 112, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Fjarskiptamiðstöð rík- islögreglustjóra og Almannavarna- deild ríkislögreglustjóra. Þegar Landhelgisgæslan bætist í hópinn verða allir helstu viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu með starfsemi í Skógarhlíð. Jón Viðar Matthíasson, settur slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins, segir lykilatriði að þessir aðilar séu allir undir einu þaki þar sem þeir þurfi oft að vinna náið saman. „Ég held að sambúðin muni bera þann ávöxt að samvinnan og samnýtingin verði miklu, miklu betri í framtíðinni,“ segir hann. Gæslan og Bílamið- stöðin undir eitt þak Skógarhlíð Fulltrúar SHS, Keflavíkurverktaka og SHS fasteigna við húsið sem byggja á ofan á fyrir höfuðstöðvar Gæslunnar. Frá vinstri: Jón Viðar Matthíasson, Einar Waldorff, Björn Gíslason og Halldór Halldórsson. Reykjavík | Brauðstofa Áslaugar hætti starfsemi um áramót og víst að mörgum þykir sjónarsviptir af. Brauðstofuna stofnaði Áslaug Sæ- mundsdóttir fyrir rúmum 18 árum en hún hafði áður starfað hjá Brauðbæ í 11 ár. Að sögn Áslaugar er aldurinn að færast yfir auk þess sem dóttir hennar, sem starfaði með henni í seinni ár, er að hefja nám í háskóla. „Ég er orðin svo fullorðin að ég hef ekki lengur heilsu í þetta, það er allt of mikið að gera,“ segir Áslaug. Þá sé erfitt að fá almennilegt starfsfólk til starfans. Brauðstofa Áslaugar var alla tíð fjölskyldufyr- irtæki og aðstoðuðu dætur hennar við framleiðsluna. Á gamlársdag var fyrirtækinu lokað fyrir fullt og allt og húsnæðið í Búðagerði hefur verið selt, þrátt fyrir að vonarneisti kunni að glæð- ast í brjóstum einhverra þegar þeir heyra skilaboð á símsvara Brauð- stofunnar: „Vinsamlegast athugið. Brauðstofa Áslaugar hefur hætt starfsemi tímabundið. Við viljum þakka viðskiptin á liðnum árum. Eigendur.“ Brauðstofa Áslaugar hættir starfsemi Fjölskyldu- fyrirtæki alla tíð Garðabær | Peningar sem söfnuðust á góðgerðarsamkomu í Flataskóla á fimmtudag í síðustu viku voru af- hentir fulltrúum Rauða krossins í gær en alls söfnuðust 711 þúsund krónur. Samkoman var haldin til styrktar fórnarlömbum hamfaranna við Indlandshaf. Samkvæmt upplýsingum frá Garðabæ var mikið fjölmenni þar saman komið, eða um 900 manns. Nemendur komu fram og skemmtu með söng, dansi, hljóðfæraleik og leiknum atriðum. Einnig voru seldar veitingar sem nemendur og starfs- menn höfðu hrist fram úr erminni. Í lok samkomunnar var dregið í happ- drætti en foreldrar nemenda gáfu vinninga. Þess má geta að nemendur Flataskóla eru 416, á aldrinum 6–12 ára, og söfnuðust því um 1.700 krón- ur á hvern nemanda. Ágóði af góðgerðarsamkomu í Flataskóla Gáfu 711 þúsund til RKÍ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.