Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 20
Pálma Sigmarssyni finnstfátt betra á köldum dimm-um vetrarkvöldum en aðdreypa á góðu rauðvíni. Og það eru hæg heimatökin ef sá gállinn er á honum, því hann er með forláta víngeymslu í kjallaranum heima hjá sér þar sem eitt þúsund rauðvíns- flöskur hvíla á hliðinni í þar til gerð- um hillum við kjöraðstæður sem eru 16 gráðu hiti og rakastigið um 65 gráður. Frönsk vín eru í meirihluta í geymslunni góðu, af þeirri einföldu ástæðu að Pálma þykja þau best. „Frönsku vínin hafa svolítið sér- stakan karakter og eru ekki mjög sæt, en þau eru vissulega mjög mismunandi eftir héruðum og aldri. Ég held sérstaklega upp á vín frá St. Julien í Bordeaux og þangað hef ég gert mér ferð tvisvar sinnum.“ Hann hefur borið sig eftir toppárgöngum frá Bordeaux og í safninu má finna hina eftirsóttu árganga 1982, 1990 og 2000, sem nú eru illfá- anlegir og hafa vaxið heldur betur í verði. Gömul vín og gæðavín Það kennir ýmissa grasa þegar flöskurnar eru dregnar fram ein af ann- arri. Þarna eru ekki að- eins vín frá Frakklandi heldur líka frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Ítalíu og Spáni, svo eitthvað sé nefnt og allt eru það gæðavín. Elsta flaskan í safninu geymir þrítugt vín frá 1974, en elstu gæðavínin sem Pálmi lumar á, eru meðal annarra Bord- eauxvínin Leoville Las Cases og Haut Brion frá 1982. Dýrasta vínflaskan í safninu kostaði um hundr- að þúsund fyrir þremur árum þegar hann fékk hana í fertugsafmælisgjöf. Þetta er Chateau Petrus frá Pomerol árgerð 1990. En er einhver von til að hann tími að opna flöskuna og drekka svo dýr- ar veigar? „Já, það kemur að því einn daginn, þegar rétta tilefnið gefst. Ég sé engan tilgang í því að geyma vín bara til að geyma þau, ég vil drekka þau og bjóða öðrum með mér. En aft- ur á móti er ráðlegt að geyma vín í tvö ár frá því það er sett á flösku og þar til það er drukkið.“ Einu sinni flöskuslys Stór hluti af ánægjunni við vínsöfnun segir Pálmi einmitt vera að njóta með öðrum. „Við komum oft saman nokkr- ir félagar sem eigum þetta sam- eiginlega áhugamál og þá skipt- umst við á, smökkum saman og deilum með okkur dýrgripunum okkar, því það er ekkert gaman að drekka gott vín einsamall.“ Pálmi býður að sjálfsögðu upp á vín úr kjallaranum þegar hann heldur matarboð og eins tekur hann stundum með sér flösku þegar hann er boðinn í önnur hús. Aðspurður segir Pálmi að aldrei hafi flaska úr safninu runnið úr höndum hans eða gesta hans og brotnað á gólfinu eða far- ið forgörðum af öðrum sökum. En þó varð einu sinni flöskuslys. „Barnapían mín var við sósugerð hér í eldhúsinu og opnaði þá rauðvíns- Vestmannaeyjum og segir að á sínu æskuheimili hafi lítið verið spáð í það hvers eðlis vín væri. „Þar var aðeins spurt hvort vínið væri rautt eða hvítt. Áhugi minn á vínum vaknaði löngu seinna, eða fyrir fimmtán árum, þeg- ar ég fór að kynna mér þetta. Ég fór að lesa bækur um vín og gerðist áskrifandi að víntímaritum. Ég byrj- aði á því að kaupa vín í smáum stíl, eina og eina flösku gegnum vínheild- sala í Bretlandi, en þar finnast flestir sérfræðingar í vínum, fyrir utan Bandaríkin. Ég fór til Bretlands og skoðaði úrvalið hjá nokkrum heild- sölum og eftir að hafa prófað mig áfram hjá um tug vínsala þá komst ég að því að maður að nafni Ben Collins hentaði mér vel, hann var með hag- stætt verð og góða ráðgjöf. Ben Coll- ins er framkvæmdastjóri hjá vín- heildsölunni BIBENDUM sem ég skipti mest við, en þetta fyrirtæki býður viðskiptavinum sínum nokkr- um sinnum á ári út til vínkynninga og ég reyni að fara tvisvar eða þrisvar á hverju ári, því það er vissulega gaman að fá að smakka vín sem maður hefur ekki ráð á að kaupa.“ Pálmi segist þá vera að tala um hundrað punkta vín en þann gæðastimpil fá aðeins tvö eða þrjú vín á hverju ári og kostar flaskan þá nokkur hundruð þúsund. Hver og einn meti vín út frá sér „En það er misskilningur að fólk þurfi að vera einhverjir sérfræðingar til að kunna að meta vín. Hver og einn hefur rétt á að segja hvað hon- um finnst um vín, hvort sem það er dýrt eða ódýrt. Og það er ekkert rétt eða rangt í þessum málum. Fólk á að meta vín út frá sjálfu sér en ekki því hvað aðrir segja. Ég er enginn vín- sérfræðingur, heldur er þetta fyrst og fremst áhugamál og mér finnst gaman að grafa upp góð vín og ég er að þessu til að njóta þess að drekka vínin. Auk þess er rauðvín svo hollt fyrir hjartað,“ segir Pálmi og bætir við að eitt af því sem geri vínsöfnun svo skemmtilega sé að seint sé hægt að verða fullnuma í fræðunum. Í vínsafni Pálma eru ekki aðeins þær þúsund flöskur sem hann á heima hjá sér, því hann lumar á öðr- um 300 flöskum í sérstakri geymslu úti í Bretlandi hjá vínheildsalanum góða. 20 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF MEÐ því að stækka við sig og flytja úr íbúð í einbýlishús er mun líklegra að kynjahlutverkin séu í leiðinni steypt í mót þannig að karlinn sér um viðhald og utanhúsvinnu en konan sér um að hanna heimilið og vinna húsverk. Hin sænska Annika Almqvist stundar rannsóknir á húsnæðismálum og við hana er rætt í Göte- borgs Posten. Almqvist segir að flestar fjölskyldur kaupi sér hús þegar börnin eru lítil eða á skólaaldri, þ.e. þegar mest er að gera hjá fjölskyldunni. Til viðbótar daglegu vinnu- og uppeldisálagi komi þá viðhald húsnæðis og garðvinna. Þetta auki líkurnar á stöðluðum kynhlutverkum innan fjölskyldunnar. Til þess að dæmið gangi upp er algengt að sænskar konur vinni hluta úr degi og því kem- ur barnauppeldið og húsverkin frekar í þeirra hlut en karlanna sem takast á herðar fyrir- vinnuhlutverkið. Að mati Almqvist er enn fremur algengt að karlarnir líti á viðhald húss- ins og bílsins sem afslöppun eftir erfiðan vinnu- dag. Almqvist segir að pör og hjón líti þó þannig á málið að um sameiginlegt verkefni sé að ræða, verkefni til að auka lífsgæði allrar fjölskyld- unnar. 82% fjölskyldna skólabarna búa í eigin ein- býlis- eða raðhúsi í Svíþjóð og er það mikil aukning frá miðri síðustu öld þegar flestar fjöl- skyldur í borgum bjuggu í fjölbýlishúsum og flestar konur voru heimavinnandi. Eigið hús hefur smám saman orðið tákn barnafjölskyldunnar og margir vilja að draum- urinn um eigið hús verði að veruleika, þótt þeir hafi jafnvel ekki ráð á því, en hús inni í borg- unum verða æ dýrari. Almqvist spyr hví konur og karlar vilji ekki einfalt líf í íbúð þar sem vinnuálagið er minna og frekar hægt að deila því? Fyrst og fremst er eigið hús „ástarverkefni“, þ.e. fólk er að byggja sér varnargarð á tímum mikillar skilnaðartíðni. Og börnunum á að líða vel og þau eiga að hljóta áhyggjulausa æsku. Plássið skiptir einnig miklu, að mati Almq- vist. Eigið hús gefur líka möguleikann á að ráða sjálfur hvernig bústaður manns lítur út. „Það er ekki skrýtið að hvert innanhússhönn- unartímaritið á fætur öðru líti dagsins ljós,“ segir í GP. Almqvist hvetur til sveigjanlegri og fleiri húsnæðismöguleika og að fleiri geri sér íbúð í fjölbýlishúsi að góðu. Kynjahlutverkin steypt í mót með fasteignakaupum  FJÖLSKYLDAN Eldhússtörfin falla gjarnan í hlut konunnar þegar kynjahlutverkin hafa verið steypt í fast mót. SAMKEPPNISSTOFNUN hefur und- anfarin ár kannað verðmerkingar í mat- vöruverslunum og birt niðurstöðurnar, en tilgangur kannananna hefur verið að at- huga verðmerkingar í hillu og eins hvort samræmi væri milli verðmerkingar í hillu og verðs í afgreiðslukassa. Á síðasta ári kannaði stofnunin verð- merkingar á samtals 15.450 vörum í 77 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæð- inu og leiddu niðurstöður í ljós að í 2,1% tilvika var vara á hærra verði í af- greiðslukassa en í hillu, í 1,8% tilvika var varan óverðmerkt í hillu og í 1,6% tilvika var varan á lægra verði í kassa en í hillu. Ósamræmi í verðmerkingum eða óverð- merkt var því í 5,5% tilvika. Niðurstöður þessara kannana eru held- ur lakari en árið 2003. @A#BK  # * #   #       -*K0) "&: *-.K%"& *-+K)  "&: 7 8 '  9  !      "9  Verðmerkingar yfirleitt í lagi  NEYTENDUR Vín skal til vinar drekka Fólk safnar ólíklegustu hlutum. Sumir safna haus- um, aðrir englum eða hári. Kristín Heiða Krist- insdóttir strauk eðalflöskum þegar hún heimsótti mann sem safnar rauðvíni. Trékassarnir sem flöskurnar koma í minna á einhvern hátt á gamla tíma. Pálma finnst þessi flaska vera ein sú feg- ursta í safninu. Chat- eau Latour árgangur 2000 frá Bordeaux, en sá árgangur reyndist eðalgóður og því var lagt mikið í að gera flöskuna fallega. Morgunblaðið/Jim Smart Pálmi umkringdur vínflöskum í víngeymslunni góðu. khk@mbl.is flösku sem var við hendina og notaði í sósuna, en þetta var eðalvín og flask- an kostaði fjörutíu þúsund. Ég kunni ekki við að skamma hana en ég bað hana vinsamlegast um að spyrja mig næst hvaða flösku hún ætti að nota í sósuna.“ Pálmi er fæddur og uppalinn í  SAFNARAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.