Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 29 MINNINGAR Ég var svo heppin að upplifa eitt merkilegasta ævintýrið með hon- um. Þá var afi 83 ára en ég nýorðin fjórtán og við á leið til Noregs ásamt fleira fólki. Tilefnið var að afi hafði nokkru áður fengið fregnir af því að hann ætti bróður í Noregi og nú ætlaði afi að heimsækja hann. Það var ógleymanlegt þegar bræð- urnir hittust loks og féllust í faðma. Það var eitt af þessum andartökum sem maður vill gjarnan frysta og taka með sér inn í eilífðina. Hinum megin sitja þeir nú eflaust saman bræðurnir og hafa tekið þráðinn upp að nýju. Afi hélt í sitt síðasta ferðalag sama kvöld og strandamenn á höf- uðborgarsvæðinu héldu sitt árlega þorrablót. Hann hefur örugglega hugsað með sér að gott væri að komast úr rúminu og kíkja á blótið í leiðinni. Ég gleymi því aldrei þegar ég og vinkona mín skutluðum afa á eitt slíkt þegar hann var að nálgast nírætt. Við vinkonurnar vorum á þeim aldri þegar rúnturinn er vin- sæll og fannst því upplagt að bjóða afa bílfar aftur heim að þorra- blótinu loknu. Það fannst honum hins vegar mjög fyndið, sló á lærið á sér og sagði „Sigga mín, þegar ég fer heim þá verður þú löngu sofn- uð“. Ekki vildum við samþykkja það skvísurnar að afi færi seinna í háttinn en við en hann gaf sig ekki og var enn hlæjandi þegar hann skellti bílhurðinni á eftir sér. Það voru forréttindi fyrir mig að alast upp í kringum afa. Það er ekki sjálfgefið þegar sjötíu ár skilja á milli. Þakklæti er því ofarlega í huga mér þegar ég kveð hann í dag. Þakklæti fyrir hans langa líf og ár- in sem við áttum saman og skiptu öllu máli fyrir afastelpuna. Þegar ég útskýrði fyrir 3 ára syni mínum að langafi hans væri nú á himnum varð hann hugsi en sagði svo „Er gaman hjá guði?“ Við vor- um sammála um að fyrst langafi væri kominn þangað hlyti að vera gaman þar. Sigríður María Tómasdóttir. Hlýlegur, góður, sterkur, spaug- samur, ósérhlífinn, fróður, minnug- ur og lífsglaður, þetta eru orðin sem koma upp í hugann er ég hugsa um hvernig maður Einar Hansen var. Það var fyrir 30 árum að Elsa, þá skólasystir mín, kynnti mig fyrir foreldrum sínum Einari og Mundu. Elsa hafði boðið mér norður til Hólmavíkur og lofað góðri helgi. Móttökurnar sem ég fékk frá þeim yndislegu hjónum eru ógleyman- legar. Fyrir utan að stjana við gest- inn alla helgina þá var það innileik- inn og góðmennskan sem snart mig mest. Eftir að þau mætu hjón fluttu suður urðu samverustundir fleiri og kynni nánari. Einar var handverksmaður góð- ur, skar og brenndi út í tré. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og gátum við oft karpað lengi sam- an, sérstaklega um handboltann. Í veiði, hvort sem það var í sjó eða ám, var hann snillingur og sýndi algera yfirburði yfir aðra. Fiskarnir drógust að honum en létu aðra að mestu vera. Þeir eru ófáir laxarnir sem ég hef fengið í gegn- um tíðina. Einar vann lengi ásamt konu sinni við fjölskylduheimilið í Reyni- lundi 4 í Garðabæ, þar vann hann sem besti fagmaður með þroska- heft börn og var unun á að horfa hvað honum fór það vel úr hendi. Minning um góðan mann mun lifa í hjörtum okkar. Ég hef gengið um sólheita sanda. Og brimgnýr ókunnra hafa blandast þyti míns blóðs. Ég hef látið úr höfn allra landa og runnið í farveg hvers flóðs. Og á botni hins óræða djúps hef ég vitund og vilja minn grafið, og ég veit ekki lengur, hvort hafið er ég eða ég hafið. (Steinn Steinarr.) Með þökk í huga kveð ég þig, kæri vinur. Helga. ✝ Vilborg S. Ein-arsdóttir, Monna, fæddist á Þórarinsstaðaeyrum við Seyðisfjörð 21. nóvember 1921. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 18. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Einar Sigfinnur Guðjónsson og Anna Bekk Guðmunds- dóttir. Systkini Vil- borgar eru Einar Einarsson rafvirkja- meistari, Jórunn Einarsdóttir hús- móðir og Hreggviður Þorgeirsson rafmagnstæknifræðingur. Vilborg giftist í maí 1941 Einari Runólfssyni, f. á Seyðisfirði 25. Smáradóttir og Hreinn Ómar Smárason. Þau eiga sjö barnabörn og eitt barnabarnabarn. 3) Hlöð- ver, f. 11. nóvember 1945, d. 25. desember 1986, maki Kristín Kár- dóttir, f. 1. maí 1949. Börn þeirra eru Sigurður Helgi og Hlín. Þau eiga þrjú barnabörn. 4) Friðbjörg, f. 14. júní 1956, maki Magnús Geir Einarsson, f. 30.september 1956, búsett í Svíþjóð. Börn þeirra eru Margrét Lilja, Einar Víðir og Hlynur. Vilborg og Einar bjuggu í Vest- mannaeyjum til ársins 1964 en fluttu þá í Kópavog og hafa búið þar síðan. Vilborg saumaði allt frá skírnarkjólum til brúðarkjóla fyr- ir fjölda fólks. Einnig starfaði hún í Oddfellowreglunni til 40 ára, fyrst í Rebekkustúkunni Vilborgu í Vestmannaeyjum og síðar var hún ein af stofnendum Rebekk- ustúkunnar Þorgerðar í Reykja- vík. Vilborg verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. desember 1918. For- eldrar hans voru Run- ólfur Sigfússon og Friðrikka Ingibjörg Einarsdóttir. Vilborg og Einar eignuðust fimm börn en misstu sitt fyrsta barn, hin eru; 1) Atli, f. 21. jan- úar 1943, maki Rut Óskarsdóttir, f. 22. september 1946, bú- sett í Vestmannaeyj- um. Börn þeirra eru Einar Vilberg, d. 1990 og Ósk Rebekka. Þau eiga eitt barnabarn. 2) Eygló, f. 28. febrúar 1944, maki Hreinn Smári Guðsteinsson, f. 12. desember 1939, búsett í Vest- mannaeyjum. Börn þeirra eru Anna Vígsteinsdóttir, Kolbrún Ýr Elsku amma, í dag kveðjum við þig í síðasta sinn og nú ertu farin á þann stað sem þú varstu búin að bíða eftir að komast á og hann pabbi minn hefur örugglega tekið vel á móti þér. Það er alltaf sárt að þurfa kveðja þá sem manni þykir vænst um en þar sem ég er svo viss um að þér líður betur að vera komin til hans pabba míns þá líður mér líka vel í hjarta mínu. Það voru margar minningarnar sem rifjuðust upp þessar síðustu mínútur á spítalanum þegar ég sat hjá þér. Allar góðu stundirnar á Digró og allt sem við brölluðum. Það sem fyrst kemur samt upp í huga minn eru hlaupteningar sem við leystum upp í heitu vatni og settum í form eða gamlar jógúrt- dósir og borðuðum með bestu lyst, en þeir voru bara góðir á Digró og ekkert þýddi að reyna að gera svona sjálfur heima því það bara heppnaðist ekki. Og svo er það besta skúffukaka í heimi, en hún var auðvitað sérstök fyrir þær sakir að vera með miklu og mjög góðu sér- stöku kremi og var alltaf til í fryst- inum hjá þér og maður fékk sér hana með kaldri mjólk þegar hún hafði staðið aðeins á borðinu og þiðnað. Hún Bogga mín átti líka nóg af sérsaumuðum dúkkufötum frá þér og þar sem hún hafði ferðast með mér um heimsins höf með pabba mínum þurftir þú líka stundum að bæta hana og laga. Já amma, það var ýmislegt brallað á Digró og oft- ast gerðum við eitthvað sem maður fékk ekki að gera annarsstaðar og aðrar ömmur og afar gerðu ekki. Í sumar gladdi það mig mjög mikið að þú skyldir koma á ættarmótið og hitta allt okkar fólk en suma hafði ég aldrei séð á ævinni og það var þá sem þér fannst ég eitthvað öðruvísi, en þegar ég sagði þér svo núna um jólin að það væri von á nýju barni næsta sumar, sagðist þú hafa séð það á mér á ættarmótinu þótt litli bumbubúinn væri ekki floginn inn í magann minn þá, já þú sást ým- islegt þótt sjónin væri kannski ekki öll til staðar enda mjög forvitin og misstir ekki af neinu. Þótt stundirnar síðustu ár hafi ekki verið eins margar og áður eru mér þetta mjög dýrmætar stundir sem við áttum saman og ég hugsa til þeirra með söknuði en jafnframt vil ég þakka þér fyrir þær og ýmislegt sem þú hefur kennt mér um lífið og tilveruna eins og að tala ekki illa um annað fólk. Nú koma tímar þar sem ég get sagt við Kristínu Sól mína að langamma sé farin til að eiga heima á himnum eins og hann afi Hlöðver og mun ég reyna að kenna henni og litla bumbubúanum mínum það sem þú kenndir mér um lífið. Elsku amma, takk fyrir allt! Elsku afi, Atli, Systa, Friðbjörg og allir hinir, við höfum mátt þola ýmislegt í þess- ari veröld en við erum örugglega sammála um það að amma sé komin þangað sem hennar er þörf og syrgjum hana því með söknuði en hjálpumst að við að minnast hennar áfram. Þín Hlín. Elsku amma á Digró, takk fyrir að vera amma mín, langamma barnanna minna og frábær vinkona konunnar minnar. Það hefur alltaf verið gott að sækja þig heim, mikið bakkelsi og alltaf nóg. Þrátt fyrir veikindi þín tókst þér alltaf að láta okkur líða eins og ekkert amaði að, það mátti aldrei eyða tíma í að spá í það hvort þú værir slöpp og meira að segja þegar sjónin þín var farin náðir þú að segja við mig: „Sigurður Helgi, ertu að bæta á þig elskan?“ Þú hefur náð að dansa í gegnum mótvinda lífsins á brosinu einu sam- an. Þegar við hjónin eignuðumst Hlöðver leyndi sér ekki gleðin í þínu hjarta. Hlöðver sonur okkar var svo heppinn að fá að kynnast þér og afa og aðstoð ykkar með hann ómet- anleg. Eitt af því sem er manni minnisstætt er að þú stóðst alltaf föst á þínum skoðunum og varst ekkert að reyna að fela þær. Konan mín átti margar stundir yfir kaffibolla með þér, þar sem spjallað var um allt milli himins og jarðar. Stuðningurinn sem þið afi veittuð Þorbjörgu á sínum erfiðu stundum er ómetanlegur og hún er ykkur ævinlega þakklát. Amma mín, þú ert ein glæsileg- asta kona sem ég hef kynnst, vildir alltaf vera fín og vel til höfð og fé- lagslynd kona. Þú varst í Oddfellow- reglunni í 40 ár og ég ætla að vona að ég verði þér til sóma innan regl- unnar okkar. Takk fyrir allar góðu stundirnar, þær eru í dag það verðmætasta sem við Þorbjörg, Hlöðver og Matthild- ur eigum til minningar þig. Sigurður Helgi. Amma var hvíldinni fegin. Ásjóna hennar yngdist um 20 ár þegar allar þrautir voru að baki. Það var ekki hennar stíll að liggja veik og geta litla björg sér veitt. Kjarnorkukona, kraftmikil, félagslynd og skemmti- legust allra. Vísur kunni hún í tugatali og átti það til að hringja í mann ef ein skemmtileg kom upp í hugann. Sím- talið var stutt og hnitmiðað. Fer- skeytlan lesin og svo bara bless. Ekkert óþarfa blaður. Loksins er amma komin til drengjanna sem á undan eru farnir. Ég efast ekki um að þeir hafi tekið fagnandi á móti móður og ömmu. Ég á eftir að sakna þín amma mín. Hver tekur að sér að skamma okkur afa þegar við gleymum okkur í rökræðum? Kannski finn ég bara klór í bakið ef ég geri ekki rétt? Þú hótaðir að koma og klóra í bakið á mér ef ég væri að gera einhverja vitleysu. Síðastliðin fimmtán ár höfum við verið í nær daglegum samskiptum, svo það verður erfitt að átta sig á brottför þinni en ég veit að nú líður þér svo miklu betur. Takk fyrir að vera amma mín. Ég elska þig. Kolbrún Ýr Smáradóttir. En alltaf það vekur hið innsta og hlýja er alfaðir tekur og gefur hið nýja. Faðir í hendur þér felum vér andann, fullvís er lending á strönd fyrir handan. (Ágúst Sigurðsson.) Mágkona mín Vilborg Sigríður Einarsdóttir hefur nú lokið lífs- göngu sinni. Hún bjó alla ævi við mikið heilsuleysi af völdum lungna- sjúkdóms, sem hún fékk barn að aldri. Vilborg var þrotin að líkams- kröftum, en hélt andlegri reisn til hinstu stundar, hún fjölyrti ekki um veikindi sín og bar þau af æðruleysi. Oft lagðist hún inn á Vífilsstaðaspít- ala. Hjúkrunarfólk sem ég þekkti og starfaði þar sagði mér að um leið og hún náði andanum aftur nokkurn veginn eðlilega var hún hrókur alls fagnaðar og gerði að gamni sínu við starfsfólkið. Á æskuárum Vilborgar var ekki algengt að spurt væri hvað viltu verða þegar þú verður stór. Algeng- ast var að stúlkur leituðu að vinnu um leið og aldur leyfði og ekki væri verra að eignast góðan mann. Vilborg fór til Vestmannaeyja kornung og giftist fljótlega frænda sínum Einari Runólfssyni skip- stjóra. Þetta var gæfuspor beggja. Þau studdu hvort annað í erfiðleik- um lífsins. Son sinn Hlöðver misstu þau af slysförum er „Suðurlandið“ fórst um jólin árið 1986. Barnabarn sitt Einar Vilberg, son Atla og Rut- ar, misstu þau nokkrum árum seinna, einnig í hörmulegu slysi. Við vitum að svona atburðir skilja eftir sig djúp spor, en í sorginni koma svo allar góðar minningar um þá látnu. Það er ekki í anda Vilborgar að rifja upp raunir lífs hennar. Ég veit að eiginmaður hennar hefur al- laf stutt hana af frábærum dugnaði og hugulsemi. Einnig fjölskyldan öll. Við sem erum komin á efri ár hugsum gjarnan til fyrri ára og rifj- um upp gamla tíma. Eru mér þá minnisstæð árin eftir stríð þegar ekkert fékkst af vefnaðarvöru, átti ég þá góða mágkonu í Eyjum sem var saumakona af guðs náð, ég veit ekki til að hún hafi farið að læra að sauma. Hún hefur bara átt góð skæri og málband og svo varð hún fatahönnuður. Saumaði fyrir háa sem lága glæsilegan fatnað. Ég fékk senda fallega kjóla frá Vilborgu. Þvílík gleði og þökk. Saumaskapur var ævistarf mágkonu minnar og ég sá hvað hún hafði mikla gleði af þessu starfi. Hún ljómaði þegar flík- in var tilbúin og ánægðir viðskipta- vinir fóru glaðir heim. Saumaskap- inn, bóklestur og margt annað sem fylgir sjónleysi varð Vilborg að leggja á hilluna vegna þess. Hún var mikið sjónskert hin síðari ár. Við Einar söknum Vilborgar og erum varla búin að átta okkur á að hún sé ekki lengur meðal okkar. Við höfðum oft samband og ætíð á létt- um nótum. Vilborg var stálminnug og hafði gaman af að rifja upp gamla tíma frá Seyðisfirði og þá töl- uðu systkinin saman, ég hlustaði. Minninguna um góða systur og mágkonu geymum við og þökkum henni samfylgdina. Öllum aðstand- endum sendum við Einar innilegar samúðarkveðjur. Ólöf Stefánsdóttir. Þegar frænka kvaddi okkur með sínu hlýja faðmlagi á Þorláksmessu- kvöld, óraði okkur ekki fyrir að kall- ið væri svona skammt undan. Minningarnar hrannast upp allt aftur til barnæsku heima á Fífilgöt- unni í Vestmannaeyjum. Frænka var alltaf svo hress, kát og glöð og smitaði út frá sér. Æskuárin heima á Fífilgötunni eru ákveðinn kjarni í lífi mínu, kjöl- festa, samofin órjúfanlegum bönd- um tengdum frænda og frænku og því umhverfi sem þau skópu. Frænka og frændi tóku mér sem einum af fjölskyldunni og á ég ein- staklega ljúfar og góðar minningar frá þessum tíma. Sér í lagi eru mér gamlárskvöldin minnisstæð. Brennusöfnun allt haustið og síðan flutningur á góss- inu upp í rætur Helgafells með frænda í fararbroddi sem ábyrgð- armann og frænku heima í eldhúsi við undirbúning. Um kvöldið var svo skotið upp stórum skipaflugeld- um. Þetta var hreint ævintýri sem líður mér aldrei úr minni. Allt frá þeim tíma hef ég verið mikill gaml- árskvöldsaðdáandi og áhugamaður um flugelda og púður. Síðar meir eftir að þau fluttu á „Digró“ og ég komst á unglingsárin dvaldi ég iðulega í þeirra húsum við frábært atlæti og góðvild bæði í keppnisferðum og einnig í svoköll- uðum „menningarferðum“ í borgina þar sem unglingurinn var að þreifa fyrir sér. Þá er það mér mjög minnisstætt hvernig þau opnuðu heimili sitt upp á gátt fyrir sínum 23. janúar 1973. Þessi tími var einstakur og hlýtur að hafa reynt mjög á en frændi og frænka léku sín hlutverk af stakri snilld og tilfinningu. Einnig eru aðfangadagskvöldin á „Digró“ ljúf í minningunni og munu alltaf verða. Áfram gæti ég lengi talið. Dætrum okkar hafa þau frændi og frænka verið einstaklega góð og sakna þær nú frænku sinnar. Jóla- dagur undanfarinna ára verður að dýrmætum minningum í hugum þeirra. Fyrir allar góðu stundirnar og minningarnar viljum við þakka. Elsku frænka, takk fyrir allt. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Einari frænda og fjölskyldu send- um við innilegar samúðarkveðjur. Friðrik, Kristín, Oddný og María. VILBORG S. EINARSDÓTTIR Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JENS KARVEL HJARTARSON frá Kýrunnarstöðum, Engihjalla 11, verður jarðsunginn frá Hvammskirkju í Dölum laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Blindrafélagið. Rúta fer frá Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, kl. 10.00. Upplýsingar í síma 868 0690. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.