Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 43
DAGBÓK
* Koffín
Eykur orku og fitubrennslu.
* Hýdroxísítrussýra
Minnkar framleiðslu fitu.
* Sítrusárantíum
Breytir fitu í orku.
* Króm pikkólínat
Jafnar blóðsykur og minnkar nart.
* Eplapektín
Minnkar lyst.
* L-Carnitine
Gengur á fituforða.
BYLTING Í FITUBRENNSLU!
- ÖFLUGAR BRENNSLUTÖFLUR
Perfect bu
rner töflu
r 90 stk.
Hagkvæm
ustu kaup
in!
Söluaðilar:
Hagkaupsverslanir, Heilsuhúsið, Hreysti,
Lyfjuverslanir og helstu líkamsræktarstöðvar.
Perfect burner er því lausnin á því að tapa
þyngd á árangursríkan, skynsaman og
endingagóðan hátt.
SAMTÖK upplýsingatæknifyr-
irtækja, í samvinnu við iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytið, efna til ráð-
stefnu á Nordica hóteli í dag frá
klukkan 9.00 til 12.30. Á ráðstefn-
unni verður dregin upp mynd af
stöðu, tækifærum og framtíðarsýn
upplýsingatækniiðnaðarins.
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra setur ráðstefnuna. Wilfried
Grommen, framkvæmdastjóri
stefnumótunar hjá Microsoft í Evr-
ópu og einn æðsti yfirmaður fyr-
irtækisins í álfunni, fjallar um mögu-
leika Íslands, sóknarfæri og
samanburð við önnur lönd. Frans
Clemmesen, sviðsstjóri í ráðuneyti
vísinda og tækni í Danmörku, fjallar
um markvissa uppbyggingu og
stefnu Dana í upplýsingatækniiðn-
aði. Uppbygging á þessu sviði hefur
orðið til þess að iðnaðurinn er orðinn
aðalútflutningur Danmerkur.
Þá ræðir Ingvar Kristinsson, for-
maður Samtaka upplýsingatækni-
fyrirtækja, um stöðu upplýs-
ingatækniiðnaðar hér á landi. Einnig
hyggst hann fjalla um hvort upplýs-
ingatæknin sé stóra ónýtta tækifær-
ið til öflugrar útrásar sem getur
myndað þriðju stoðina í gjaldeyr-
istekjum og
verðmæta-
sköpun þjóð-
arinnar. Á
ráðstefnunni
verða settar
fram tillögur
um hlutverk
upplýs-
ingatækni-
iðnaðarins í
framtíð-
arverðmætasköpun og gjaldeyr-
istekjum.
Pallborðsumræður fara fram að
loknum flutningi erinda. Þátttak-
endur verða: Ásdís Halla Bragadótt-
ir, bæjarstjóri í Garðabæ, Ásgeir
Friðgeirsson varaþingmaður, Bjarni
Benediktsson þingmaður, Friðrik
Sigurðsson, forstjóri TölvuMynda
hf., Gunnlaugur Sigmundsson, for-
stjóri Kögunar, og Ingólfur Bender,
forstöðumaður greiningardeildar Ís-
landsbanka. Í pallborðsumræðum
verður leitað eftir viðhorfum þátt-
takenda til uppbyggingar atvinnulífs
í framtíðinni.
Ráðstefnustjóri verður Sigmund-
ur Ernir Rúnarsson fréttaritstjóri
hjá Fréttablaðinu.
Aukið mikilvægi
Ingvar Kristinsson, formaður
Samtaka upplýsingatæknifyr-
irtækja, segir mikilvægi upplýs-
ingatækni í afkomu og útflutningi
nágrannalanda Íslands hafa aukist
hratt á liðnum árum og greinin sé
orðin ein meginstoð í efnahags-
umhverfi margra landa. „Samtök
upplýsingatæknifyrirtækja telja
mikilvægt að útflutningstekjur
vegna upplýsingatækni tífaldist hér
á landi fram til ársins 2010 svo að
greinin geti orðið raunveruleg stoð í
afkomu landsins í framtíðinni. Út-
flutningstekjur upplýsingatækniiðn-
aðar eru um fjórir milljarðar nú en
markmiðið er að útflutningurinn
nemi 40–50 milljörðum króna árið
2010. Upplýsingatækni er meðal
annars mikilvæg útflutningsgrein
annarra Norðurlanda og stendur
undir stórum hluta verðmætasköp-
unar og nýrra starfa hjá háskóla-
menntuðu fólki. Þekkingariðnaður,
þar á meðal upplýsingatækni, er því
orðinn ein af helstu stoðum atvinnu-
lífs nágrannalanda okkar og því mik-
ilvægt að vera ekki eftirbátar
þeirra,“ segir Ingvar.
Ráðstefna | Tækifæri og framtíðarsýn upplýsingatækniiðnaðarins
Ingvar Kristinsson
Ein meginstoð í efnahags-
umhverfi margra landa
Moldríkir spítalar
AÐ UNDANFÖRNU hafa verið all-
miklar umræður um byggingu nýs
spítala Háskólasjúkrahúss og er það
löngu tímabært enda alveg með ólík-
indum hvað Landspítalinn hefur get-
að veitt frábæra þjónustu miðað við
þrengsli og sífelldar breytingar sem
eru rándýrar. En það er ekki nóg að
byggja stórt og mikið, ekki má
gleyma hinu frábæra starfsliði spít-
alans. Það þarf að búa því gott rými
og starfsaðstöðu sem á að vera
fyrsta flokks.
Aldrei er of oft getið þess sem vel
er gert, þar sem ég í tvígang hef
þurft að reyna þjónustu Landspít-
alans. Fyrra skiptið var fyrir sex ár-
um þegar eitt barnabarnið fæddist
og var vart hugað líf. Strákurinn var
skorinn upp skömmu eftir fæðingu,
en allt fór á besta veg og er hann
hraustur og duglegur strákur í dag.
Þökk sé frábæru starfsliði Barna-
spítalans sem var alveg einstakt og
elskulegt.
Seinni kynni mín af veru á spít-
alanum voru þegar ég þurfti í aðgerð
hjá Guðjóni Birgissyni og starfsliði
hans. Reynsla mín af því ferli var sú
sama og fyrr var getið, ekkert nema
elskulegheit og umhyggja. Eftir að-
gerð lá ég á deild 13G og er skemmst
frá því að segja að allt starfsfólk
deildarinnar var með eindæmum
elskulegt og hvetjandi og ávallt með
bros á vör, þrátt fyrir að vinnuað-
stæður séu ekki sem bestar.
Því segi ég að Landspítalinn er
moldríkur að eiga svona starfsfólk
og í guðs bænum, stjórnendur og
stjórnmálamenn, gleymið ekki
mannauðnum sem við eigum í starfs-
fólkinu. Um leið og þið byggið stórt,
styrkið þá stoðir og starfsaðstöðu
ykkar frábæra starfsfólks.
Kær kveðja til starfsfólks deildar
13G og heimahjúkrunar.
Sævar,010647-2749.
Auglýsing frá póstinum
Í sjónvarpinu birtist iðulega auglýs-
ing frá póstinum sem endar á því að
þar sést stór pakki og í auglýsing-
unni stendur: „Allur pakkinn.“ Hvað
eiga þeir við með þessari auglýs-
ingu? Eru þeir að meina að póst-
urinn komi öllum pökkum til skila?
Og eru þeir að segja að það geri hin-
ir ekki?
Torfi Ólafsson.
Lyklakippa fannst
við Rauðavatn
BÍLLYKLAR og húslyklar á kippu
fundust við Rauðavatn sl. laugardag.
Upplýsingar í síma 661 1429.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O
8. c3 d5 9. exd5 Rxd5 10. Rxe5 Rxe5
11. Hxe5 c6 12. g3 Bd6 13. He1 Dd7
14. d3 Dh3 15. He4 Rf6 16. Hh4 Df5
17. Rd2 He8 18. Re4 Rxe4 19. Hxe4
Hxe4 20. dxe4 Dxe4 21. Bc2 De7 22.
Bg5 f6 23. Be3 Be6 24. Df3 Dd7 25.
Hd1 Hd8 26. Be4 Bxa2 27. Bb6 Bb3
28. Hd4 c5 29. Bxc5 De6
Staðan kom upp í A-flokki Corus
skákhátíðarinnar sem fram fer þessa
dagana í Wijk aan Zee í Hollandi.
Judit Polgar (2728) hafði hvítt gegn
Peter Svidler (2735). 30. c4! og
svartur gafst upp enda verður hann
manni undir eftir 30...Bxc4 31. Hxc4.
Þetta mót er það fyrsta sem Polgar
tekur þátt í síðan í nóvember 2003
þegar hún tefldi á móti í Benidorm.
Ástæða þessa er sú að hún vildi geta
sinnt barninu sínu sem fæddist árið
2004.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Í UPPHAFI tónleika
Kammermúsíkklúbbs-
ins í Bústaðakirkju á
sunnudagskvöldið var
tilkynnt að eitt af atrið-
um efnisskrárinnar,
Veiðikvartett Mozarts,
sem er í B-dúr K 458,
félli niður. Í staðinn
yrði flutt elegía eftir
Rossini, Crisantemi
strengjakvartett í ein-
um þætti. Því næst
gekk tónlistarfólkið inn
í salinn og voru það
fiðluleikararnir Greta
Guðnadóttir og Zbign-
iew Dubik, Jónína Auð-
ur Hilmarsdóttir víólu-
leikari og Hrafnkell
Orri Egilsson sellóleik-
ari. Síðar bættist Þór-
unn Ósk Marinósdóttir
víóluleikari í hópinn.
Bæði verkin fyrir hlé,
fyrrnefndur strengja-
kvartett Rossinis og
sjaldheyrður (hér á
landi) strengjakvintett
Beethovens, í C-dúr op.
29, ollu nokkrum von-
brigðum; samhljóm-
urinn í Rossini var ekki
alltaf tær og fyrsta fiðl-
an í Beethoven (Gréta)
var heldur mjóróma og stundum
ónákvæm. Rétta stemmningin ríkti
þó í Rossini, sem var þrunginn
trega, en dramatísku andstæðurnar
voru ekki nægilega skýrt settar
fram í verki Beethovens. Hægi þátt-
urinn var reyndar sérlega fallega
mótaður með áhrifamiklum þögnum
en hinir kaflarnir voru á tíðum mátt-
lausir, jafnvel fálmkenndir þegar
verst lét.
Strengjakvartett í G-dúr op. 111
eftir Brahms, sem var lokaatriði tón-
leikanna, var á ýmsan hátt betri.
Fimmmenningarnir fóru reyndar of-
fari í fyrsta þættinum,
sem var spilaður með
þvílíkum látum að það
var eins og að hlýða á
fimm einleikara í
keppni um það hver
gæti haft hæst. Vissu-
lega er þetta glaðleg,
jafnvel galgopaleg tón-
list, en yfirvegun þarf
samt að vera til staðar
til að viðkvæmur sam-
hljómurinn bjagist
ekki. Til allrar ham-
ingju voru hinir kafl-
arnir áhrifameiri, sér-
staklega hægi
þátturinn sem var
fluttur af stakri inn-
lifun og tæknilegum
yfirburðum; einnig
fjörlegur lokaþátt-
urinn, en þar var upp-
byggingin sannfær-
andi og allskonar
blæbrigði auðheyrð.
Almennt talað voru
þetta misjafnir tón-
leikar. Þeir voru þó
alls ekki alltaf leið-
inlegir; meiriparturinn
af Brahms var nokkuð
góður og rétta and-
rúmsloftið a.m.k. var
til staðar í Rossini.
Þegar það var uppi á
teningnum gerðu tæknilegar mis-
fellur, bæði hjá einstaka hljóðfæra-
leikurum og í samspilinu í heild,
minna til en ella.
Oftast rétta
stemmningin
TÓNLIST
Bústaðakirkja
Tónlist eftir Rossini, Beethoven og
Brahms. Flytjendur voru Greta Guðna-
dóttir, Zbigniew Dubik, Jónína Auður
Hilmarsdóttir, Hrafnkell Orri Egilsson og
Þórunn Ósk Marinósdóttir. Sunnudagur
23. janúar.
Kammermúsíkklúbburinn
Jónas Sen
Johannes Brahms
Ludwig van Beethoven
MENNING
KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir í kvöld kl. 20 myndina
Andrei Rublyov frá árinu 1969 eftir rússneska kvikmynda-
gerðarmanninn Andrei Tarkofsky.
Myndin er þriðja og síðasta kvikmyndin sem rithöfundurinn
Thor Vilhjálmsson valdi að þessu sinni á dagskrá Kvikmynda-
safnsins, sem uppáhaldskvikmyndir sínar. Myndin Andrei
Rublyov sýnir hinn fræga íkonmálara Rússa, Rublyov, glíma
við list sína í stríðshrjáðu Rússlandi 15. aldar en á þessum tíma
var landið vígvöllur endalausra átaka á milli arftaka krún-
unnar auk þess að vera þjakað af innrásum tatara.
Myndin er á rússnesku með enskum texta og verður end-
ursýnd laugardaginn 29. janúar kl. 16.
Sýningar verða í sýningarsal Kvikmyndasafnsins í Bæj-
arbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði.
Miðasala verður opnuð hálftíma fyrir sýningu og miðaverð
er 500 kr.
Andrei Rublyov hjá
Kvikmyndasafninu
Thor Vilhjálmsson er aðdáandi Rublyovs.