Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 37 FRÉTTIR R A Ð A U G L Ý S I N G A R Uppboð Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjarna- braut 2, Borgarnesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Ártröð 6 ( 210-4483) í landi Svarfhóls í Svínadal, Hvalfjarðarstrandar- hreppi, þingl. eig. Einar Sigurðsson, gerðarbeiðandi Ingvar Helgason hf., fimmtudaginn 27. janúar 2005 kl. 10:00. Berugata 26, Borgarnesi, þingl. eig. Sverrir ehf., gerðarbeiðandi Söfn- unarsjóður lífeyrisréttinda, fimmtudaginn 27. janúar 2005 kl. 10:00. Frístundahús, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum að Birkirjóðri 4, Húsa- felli, Borgarfjarðarsveit, þingl. eig. Heiðrún Valborg Sigfúsdóttir, gerðarbeiðandi Niðurskógur ehf., fimmtudaginn 27. janúar 2005 kl. 10:00. Hátröð 9, Hvalfjarðarstrandahreppi, þingl. eig. Karl Jónsson, gerðar- beiðandi Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 27. janúar 2005 kl. 10:00. Hl. Borgarbrautar 29, vestari endi, Borgarnesi, þingl. eig. Soffía Ingveldur Eiríksdóttir, gerðarbeiðandi Kaupþing hf., fimmtudaginn 27. janúar 2005 kl. 10:00. Höfn 2, Leirár- og Melahreppi, þingl. eig. Ásta Ey Arnardóttir, gerð- arbeiðandi Sigurður Jónsson, fimmtudaginn 27. janúar 2005 kl. 10:00. Kringlumelur, Skilmannahreppi, þingl. eig. Margrét Ingimundardóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður sjómanna, fimmtudaginn 27. janúar 2005 kl. 10:00. Móholt í Akralandi, Borgarbyggð, þingl. eig. Gunnar Þór Ólafsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 27. janúar 2005 kl. 10:00. Þórunnargata 9, Borgarnesi, þingl. eig. Sigurður Einar Stefánsson og Ágústa Hrönn Óskarsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Borgarnesi, fimmtudaginn 27. janúar 2005 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 24. janúar 2005. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Félagslíf  Hamar 6005012519 III Hf.  FJÖLNIR 6005012519 I H.v.  EDDA 6005012519 III I.O.O.F. Rb. 1  1531258- 9.O* A T V I N N U A U G L Ý S I N G A R Morgunblaðið óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti. Í mötuneytinu er framreiddur aðkeyptur matur, en starfsmenn sjá jafnframt um að útbúa kaffimeðlæti. Starfið felst auk þess í frágangi og þrifum í eldhúsi, þjónustu vegna funda o.þ.h. Um er að ræða vinnu á vöktum frá kl. 9.00-20.30 virka daga. Við leitum að starfsmanni sem hefur reynslu af ofangreindu, er snyrtilegur, þjónustulipur og samstarfsfús. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Bjarnadóttir í síma 893 8633. Umsóknarfrestur er til 10. október nk. Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is: http://www.mbl.is/morgunblaðið/ : Sækja um starf hjá Morgunblaðinu. Mötuneyti. Einnig liggja umsóknareyðublöð frammi í afgreiðslu Morgunblaðsins. Og þangað skal skila umsóknum merktum mötuneyti Morgunblaðsins STARFSMAÐUR Í MÖTUNEYTI Sölustjóri á nýju sölu- og markaðssviði Árvakurs hf., útgáfufélags orgunblaðsins, óskast til starfa. Við leitum að einstaklingi sem hef r reynslu, hæfni og enntun til að sinna daglegri stjórn n söludeildar, hefur talsverða reynslu af sölumálum og getur veitt viðskiptavinum okkar ráðgjöf varðandi sölumál, auk þess að sjá um gerð tilboða og sölusamninga. Viðkomandi þarf að ve a m naðarfullur, sýna frumkvæði, vera sveigjanlegur, skipulagður og hafa hæfileika í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Kr. Sigurðardóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs, í síma 669 1173. Umsóknarfrestur er til 29. janúar nk. ÖLU TJÓRI AUGLÝSINGA Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, http://mbl.is/, neðst á forsíðu, sækja um starf, velja markaðsstörf. Einnig má skila umsóknum í afgreiðslu Morgun- blaðsins, Kringlunni 1. Þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð. Rótgróið og öflugt þjónustufyrirtæki tengt bílaumboðunum Rótgróið og öflugt þjónustufyrirtæki í bílageir- anum óskar eftir að bæta við sig 4-5 starfs- mönnum til framtíðarvinnu við þrif, akstur og standsetningu nýrra og notaðra bifreiða. Reglusemi, stundvísi og vandvirkni eru skilyrði. Æskilegt er að umsækjendur séu framtakssam- ir og geti unnið jafnt sjálfstætt sem og undir leiðsögn annarra. Jafnframt er þess óskað að umsækjendur séu eldri en 23 ára og geti byrjað sem fyrst. Reynsla ekki skilyrði. Upplýsingar í síma 662 1002 (Brynjar) eða umsókn send á kopsson@isl.is ásamt upp- lýsingum um fyrri atvinnurekendur. Meðmæli æskileg, ekki skilyrði. EYVERJAR, Félag ungra sjálf- stæðismanna í Vestmannaeyjum, hafa sent frá sér ályktun þar sem skorað er á sjávarútvegsráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins „að opna augun fyrir því bága ástandi sem nú ríkir í atvinnumálum í Vest- mannaeyjum. Öruggar heimildir herma að um 8-10 fjölskyldur flytjist frá Eyjum í janúarmánuði af þessum ástæðum og ekki er ólíklegt að fleiri fylgi í kjölfarið ef ekkert verður að gert.“ Eyverjar segja að í tíð núverandi sjávarútvegsráðherra hafi sífellt verið vegið að hagsmunum Eyja- manna. Ekki aðeins hafi verið lagðar meiri álögur á sjávarútveg en aðrar atvinnugreinar með upptöku auð- lindagjalds heldur hafi sjávarútvegs- ráðherra ekki séð ástæðu til þess að sníða af þá galla sem séu á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Ekkert hafi verið gert til þess að auka veiði- skyldu skipa sem hafi án efa fært mörg störf frá Eyjum. Ekki hafi ver- ið komið til móts við þær efasemd- arraddir sem víða heyrist varðandi kvótasetningu á skötusel, löngu og keilu. „Jafnframt hefur ráðherra séð ástæðu til þess að flytja störf á veg- um hans embættis frá Eyjum og til Reykjavíkur. Þannig hefur þjónusta, líkt og sú sem Rannsóknarmiðstöð fiskiðnaðarins veitir sjávarútvegs- fyrirtækjum í Eyjum, minnkað um- talsvert og er það algjörlega óvið- unandi. Það er skýlaus krafa Eyverja að sjávarútvegsráðherra (atvinnumála- ráðherra Vestmannaeyja) og þing- menn Sjálfstæðisflokksins svari því neyðarkalli sem nú berst frá Eyjum. Ástandið sem hér nú ríkir er það al- varlegt að ekki verður við það unað.“ Brugðist verði við stöð- unni í Eyjum ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs hefur samþykkt eftirfarandi ályktun: „Þingflokkurinn lýsir fullum stuðningi við aukin fjárframlög í þágu enn betri heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. til byggingar nýs Landspít- ala, og vekur athygli á því að fjöl- margar deildir sjúkrahúsa, bæði á höfuðborgarsvæðinu og lands- byggðinni, standa nú auðar vegna fjárskorts. Þá harmar þingflokkurinn hins vegar þá hugmynd utanríkisráð- herra að bjóða landsmönnum upp á nýjan Landspítala í skiptum fyrir stuðning við jafn umdeilda aðgerð og einkavæðingu Landssímans, sem meira en 60% þjóðarinnar hafa lýst sig andvíg í skoðanakönnunum. Þar að auki telur þingflokkurinn óskyn- samlegt að binda uppbyggingu heil- brigðisþjónustunnar við jafn óskylt mál enda sé framtíð Landssímans enn óútkljáð mál milli stjórnar- flokkanna og jafnvel innan þing- flokkanna beggja. Þingflokkur VG bendir á að Landssíminn hefur á undanförnum árum skilað 2–3 milljörðum í rík- issjóð og skilaði nærri 2,5 millj- örðum á fyrstu níu mánuðum ársins 2004. Ef stjórnvöld vilja sækja fjár- muni til byggingar nýs hátækni- sjúkrahúss til Landssímans er ljóst að rekstrarhagnaður fyrirtækisins á næstu 10–12 árum getur hæglega staðið undir slíkri framkvæmd.“ Vilja fjár- magna spítala á annan hátt Nöfn misrituðust Í frétt um nýtt tónlistarhús í blaðinu á laugardaginn misritaðist nafn Orra Haukssonar verkfræð- ings. Þá misritaðist nafn Kristínar Helgu Gunnarsdóttur rithöfundar í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.