Morgunblaðið - 25.01.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
MJÓAFJARÐARHREPPUR
hefur í Lögbirtingablaðinu
auglýst tillögu að deiliskipu-
lagi sem gerir ráð fyrir átta
nýjum íbúðarhúsalóðum við
Þinghólsveg og
einni frí-
stundalóð við
Brekku.
Þess má
geta að í firð-
inum er ársbú-
seta í tíu hús-
um en íbúar í
hreppnum eru
38 talsins.
Fjölgaði þeim
um einn á síðasta ári þegar
barn kom í heiminn.
Sigfús Vilhjálmsson, oddviti
Mjóafjarðarhrepps, segir að
það sé ekki svo gott að kaup-
endur séu komnir að öllum
þessum lóðum. Hreppurinn sé
einungis að uppfylla lög með
því að hafa nægt framboð af
lóðum.
Ekki sé búið að úthluta
neinni lóð en hins vegar sé
ekkert húsnæði á lausu. Und-
anfarin þrjú ár hafa jafnmörg
hús verið reist í hreppnum en
auk tíu húsa með ársbúsetu
hefur verið búseta á sumrin í
sex húsum.
„Þurfum að fá göt í gegn-
um þessi fjárans fjöll“
„Það er ágætt að hafa aug-
lýst þessar lóðir. Ef einhver
sækir um þá höfum við eitt-
hvað upp á að bjóða.
Við vitum aldrei hvað getur
gerst,“ segir Sigfús, sem telur
brýnasta málið á miðsvæði
Austurlands að bæta sam-
göngur milli fjarðanna. „Við
þurfum að fá göt í gegnum
þessi fjárans fjöll.
Þá myndu samskipti fólks
og mannlíf gjörbreytast,“
segir Sigfús, sem er stjórn-
armaður í nýstofnuðum sam-
tökum, Samgöngum, sem
berjast fyrir jarðgangagerð á
Miðausturlandi.
Fyrir Mjóafjarðarhreppi
liggur að sameinast Fjarða-
byggð. Kosningar um það
fara fram í vor, að tillögu
sameiningarnefndar félags-
málaráðuneytisins. „Hvort
sem okkur líkar betur eða
verr, þá verðum við samein-
uð,“ segir Sigfús Vilhjálmsson
oddviti.
Níu lóðir
auglýstar
í Mjóafirði
Hreppurinn
einungis að
uppfylla lög
Sigfús
Vilhjálmsson
LEIÐANGUR var gerður út frá Siglufirði og
Ólafsfirði á sunnudag til að sækja útigangsfé í
Héðinsfirði.
Fyrst var talið að 22 kindur væru þar á hag-
leysu í firðinum en í ferðinni fundust þrjár til við-
bótar. Tíu kindur reyndust koma frá sama bænum
í Ólafsfirði en hinar voru af fjórum bæjum í Fljót-
um.
Farið var með sauðféð sjóleiðina heim. Hér hafa
Hafliði Jónsson, Jóhannes Ríkharðsson og Þor-
steinn Þorsteinsson náð taki á nokkrum kindum í
Héðinsfirði./19
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
25 kindur sóttar í Héðinsfjörð
HITAMÆLINGAR norður af Ís-
landi gefa til kynna að búast megi
við mildu veðurfari hér á landi
næstu árin, að mati Páls Bergþórs-
sonar veðurfræðings og fyrrverandi
veðurstofustjóra. Páll segir að hita-
stigið á Svalbarða hafi undanfarin ár
verið heldur hærra en tíðkaðist í hlý-
indaskeiðinu frá 1930 til 1960. Síð-
astliðið ár reyndist hið næsthlýjasta
sem komið hefur á Jan Mayen í 80
ár. Kemur þetta heim og saman við
mælingar verkfræðistofnunar
bandaríska sjóhersins sem fylgist
m.a. með yfirborðshita sjávar um
allan heim. Á heimasíðu stofnunar-
innar má sjá nýlega mynd sem sýnir
m.a. óvenju hlýjan yfirborðssjó í haf-
inu sunnan Svalbarða. Páll segir að í
ljósi þessa þyki honum upplýsing-
arnar sem fást með hitamælingum
gervihnatta ekki ótrúlegar.
Vindar miðla hita úr sjónum
Páll segir að hlýindin í norðurhaf-
inu stafi m.a. af því að óvenjumikil
sunnanátt austur undan Íslandi hafi
borið hlýjan sjó norður í höf. Hlýind-
in í hafinu norðan Íslands koma
væntanlega til með að hafa áhrif á
loftslag á norðurhveli nokkuð lengi,
að mati Páls. „Mér sýnist að það geti
orðið eftirverkanir á norðurhveli
jarðar næstu 5–7 árin. Fyrst og
fremst af því að sjórinn heldur svo
vel hita sínum. Vindar eiga eftir að
blása um þetta svæði ár eftir ár og
bera þennan hita um allt norður-
hvelið, smátt og smátt. Þess vegna
er mögulegt að spá útfrá þessu.“
Páll bendir á að koltvísýringur í
andrúmsloftinu sé nú meiri en hann
hefur nokkru sinni mælst og fari
vaxandi. Þykir honum ískyggilegt
hvað frávik fyrir tilverkan mannsins
eru langt gengin, að því er virðist.
Það stefni allt í sömu áttina og virð-
ist ósköp hlýlegt fyrir Íslendinga.
„Að vísu er að líkindum núna hlý-
indaskeið hérna norðurfrá. Hitastig-
ið gengur upp og niður þar, óháð
gróðurhúsaáhrifum. Við erum á
toppnum svo þetta leggst saman
núna. Öfugt við það sem var á haf-
ísárunum þegar kuldinn norðurfrá
vann á móti gróðurhúsahlýnuninni.“
Páll segir að búast megi við því að
hitastigið á norðurslóðum geti farið
eitthvað niður á við, en það virðist
ekki ætla að gerast næstu árin.
Hann telur að álykta megi að næstu
ár verði að jafnaði hlý, svipað og á
góðviðrisskeiðinu 1930–1960. Vissu-
lega hafi komið nokkur köld ár á því
tímabili og önnur hlýrri inn á milli.
„Við höfum nú fengið tvö mjög hlý
ár, þau síðustu. Við getum ekki alveg
búist við því saman áfram. En það
verður líklega áfram milt loftslag.
Hve lengi er ekki auðvelt að segja.“
Hlýindi norðan Íslands gefa
fyrirheit um milt loftslag
V77D
;0
& <
$%007WW111;5
"@WRV8,GHW
":99;'9<;98
&
9##&9;&
X YH X X X Z YH Z Z Z ZYHZ
#
$
B
2
$ %
Ætla má að næstu ár verði að jafnaði
svipuð og á hlýskeiðinu 1930–1960
TÖLUVERÐ umskipti hafa orðið
í veðurfarinu að undanförnu. Eft-
ir langan kuldakafla eru hlýindi
um mestallt land.
Hitinn fór hæst í 12 gráður á
Sauðanesvita og á Dalvík í gær.
Jafnvel á hálendinu var frostlaust
um miðjan dag í gær.
Að sögn veðurfræðings á vakt
á Veðurstofunni má fastlega gera
ráð fyrir að snjó leysi verulega á
láglendi miðað við þær hitatölur
sem eru í kortunum næstu daga.
Veðurstofan spáir suðvestan 8–
13 metrum á sekúndu á morgun.
Það verður skýjað og súld eða
dálítil rigning með köflum á Suð-
vestur- og Vesturlandi. Hiti á
bilinu 1 til 8 stig.
Að sögn veðurfræðings má bú-
ast við mildu og hlýju veðri
næstu daga með hægri suðvestan-
eða vestanátt. Súld eða rigning
verður vestan til á landinu en
bjart með köflum austanlands og
þurrt.
Áframhaldandi
hlýindi næstu daga
VINDHVIÐA feykti strætisvagni af
hálum vegi og inn í garð í Kjarrholti
á Ísafirði um fimmleytið í gærdag.
Að sögn lögreglunnar á Ísafirði urðu
engin meiðsl á fólki. Ekki urðu held-
ur miklar skemmdir vegna þessa
slyss, hvorki á strætisvagninum né á
lóðinni. Að sögn lögreglunnar var
fljúgandi hálka í hverfum bæjarins í
gær.
Strætisvagn
endaði för
í garði