Morgunblaðið - 28.01.2005, Síða 30

Morgunblaðið - 28.01.2005, Síða 30
„ÉG HELD við drekkum H.C. Andersen í okkur með móðurmjólkinni,“ sagði Einar Már Guðmundsson rithöfundur er hann hafði tekið við útnefningu sem H.C. And- ersen-sendiherra. „Danskar konur eru með mjólk í öðru brjóstinu og ævintýri H.C. Andersens í hinu en íslenskar konur eru með mjólk í öðru brjóstinu en Íslendingasögurnar í hinu. En ég held að þetta blandist mjög vel saman og útkoman er andagift tímans.“ Sagði Einar Már að ævintýri H.C. And- ersens hefðu alltaf verið með sér. Las hann kafla úr tveimur bóka sinna þar sem hann vitnar í ævintýrin. „Maður vísar alltaf ósjálfrátt til hans verka áður en maður veit af.“ Annars vegar las Einar kafla úr bók sinni Vængjaslætti í þakrennum þar sem hann vitnar í ævintýrið um litlu stúlkuna með elds úr nýjus sem sögu færunum fyrr en é Þá fór milli tve Einar dúfur er kannski Óli: N þær þá a Einar vængi en Óli: N heila me „Ég he haft heil að hafa u staddra Vængjaður heili 30 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GAGNLEG GAGNRÝNI Rektorar og skólameistarar nokk-urra framhaldsskóla settu íMorgunblaðinu á miðvikudag fram talsvert veigamikla gagnrýni á áform um styttingu framhaldsskólans um eitt ár. Draga má helztu gagnrýnisat- riðin saman: Í fyrsta lagi að tækifærin til styttingar náms til stúdentsprófs séu fremur í grunnskólanum, þar sem liggur í augum uppi að nýta má tímann miklu betur en nú er. Núverandi tillögur, sem unnið er út frá í menntamálaráðuneytinu, gera ráð fyrir að framhaldsskólinn styttist um ár, en hluti af námsefni hans færist niður í grunnskólann. Í öðru lagi að hætta sé á að færsla námsefnis úr framhaldsskóla til grunn- skóla takist ekki sem skyldi, vegna þess að grunnskólakennarar hafi ekki í sama mæli sérmenntun í kennslugrein sinni og framhaldsskólakennarar, t.d. BA- eða BS-próf auk kennsluréttinda. Í þriðja lagi að hætt sé við að dregið verði úr valfrelsi og fjölbreytni innan framhaldsskólakerfisins. Í fjórða lagi að stúdentsprófið muni „þrengjast“ og ekki búa nemendur eins vel undir háskólanám og nú er. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra svarar þessari gagnrýni í Morgunblaðinu í gær og fagn- ar henni reyndar, þar sem hún sýni fram á metnað skólastjórnendanna, sem um ræðir. Jafnframt virðist augljóst að ráð- herra sé reiðubúinn að hlusta á þessa gagnrýni og taka mark á henni við fram- kvæmd breytinganna. Yfirlýsing ráðherra, um að ekki verði dregið úr sérhæfingu framhaldsskól- anna, er mikilsverð og verður ekki sízt eftir henni tekið í hinum hefðbundnu bekkjakerfisskólum, sem áratugum sam- an hafa þurft að verjast sífelldri viðleitni til að steypa alla skóla í sama mót áfanga- kerfis. Það er laukrétt hjá menntamálaráð- herra að það væri ábyrgðarlaust að skoða ekki möguleikann á styttingu náms til stúdentsprófs, í því ljósi að grunnskólinn hefur undanfarinn áratug lengzt um sem nemur tveimur skólaárum. Eftir stendur að tækifærin til að stytta námið og nýta tímann betur virðast þeim mun augljós- ari í grunnskólanum en framhaldsskól- anum. Ráðherra færir fram rök gegn því að stytta grunnskólann; sjónarmið dreif- býlisfólks sem ekki vilji missa börn sín að heiman í framhaldsskóla ári fyrr, að ung- lingar þurfi ekki að velja sér sérsvið fyrr en sextán ára og að ekki sé rétt að stytta veru barna í öruggu umhverfi grunnskól- ans. Þetta eru allt gild rök, en þau þarf að vega á móti þeim ávinningi, sem betri nýting tímans í grunnskólanum getur skilað. Svo mikið er a.m.k. víst að verði nið- urstaðan sú að stytta framhaldsskólann og færa hluta af námsefni hans til grunn- skólans, þarf að styrkja sérþekkingu kennara á grunnskólastigi. Menntamála- ráðherra greinir frá því í blaðinu í gær að hún hafi leitað samstarfs við Kennara- sambandið, Kennaraháskólann og sveit- arfélög í þessu skyni. Leggja verður áherzlu á að umbætur í þessu efni verði komnar til framkvæmda áður en stytt- ingin gengur í gildi. Það er betra að fresta breytingunni en að kennarar, sem eiga að kenna nýtt námsefni í grunnskól- um, hafi ekki forsendur til þess. Aðalatriðið við styttingu náms til stúd- entsprófs er að einblínt sé á að bæta þá menntun, sem íslenzk ungmenni hljóta. Styttingin má ekki verða til þess að dreg- ið verði úr kröfum – fremur er ástæða til að auka þær – eða að nemendur komi verr undirbúnir í háskóla en áður. Það er mikilvægt að taka mark á gagnrýni þeirri, sem sett hefur verið fram, því að það er rétt, sem Már Vilhjálmsson, rekt- or Menntaskólans við Sund, segir: „Það er hægt að gera þetta vel en það er líka hægt að klúðra þessu algjörlega.“ FRAMKOMA VIÐ ALDRAÐA Drög að álitsgerð landlæknis, vegnaandláts manns á Hrafnistu, er sagt var frá í Morgunblaðinu í fyrradag, leiða í ljós að maðurinn fékk ekki þá meðferð sem eðlilegt er eftir að hafa fallið í gólfið. Jafnvel þótt landlæknir taki undir það álit heilaskurðlæknis að „varla hefði neinu breytt fyrir horfur sjúklings“ þótt hann hefði komið fyrr á bráðadeild, er um mjög alvarlegan misbrest í umönnun mannsins að ræða sem hlýtur að vekja fólk til umhugsunar um vinnuferli stofn- ana sem sjá um aldrað fólk. Ekki síst þar sem fleiri en einn starfsmaður koma við sögu í þessu einstaka tilfelli og misbrest- irnir í ferlinu öllu lúta að mörgum þátt- um. Eins og bent er á í niðurstöðum land- læknis gefur málið tilefni til að farið verði vandlega yfir vinnuferli og verklag á Hrafnistu, og í raun ætti að krefjast þess að aðrar stofnanir er annast aldraða geri hið sama til að fyrirbyggja að nokk- uð þessu líkt geti endurtekið sig. Málefni aldraðra hafa verið til um- ræðu síðastliðin misseri, m.a. í kjölfar út- gáfu bókarinnar „Sjálfræði og aldraðir“, eftir þau Ástríði Stefánsdóttur, lækni og dósent við Kennaraháskóla Íslands, og Vilhjálm Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, og úttektar Berg- ljótar Baldursdóttur á Morgunvakt RÚV fyrir áramót, sem vakti verðskuldaða at- hygli. Í viðtali við Morgunblaðið í júní á síðasta ári sögðu þau Ástríður og Vil- hjálmur að flestum fyndist okkur sjálf- sagt að ráða því hvernig heimili okkar líti út, hverju við klæðumst og hvenær við förum í bað. Rannsókn þeirra benti hins vegar til þess að aldraðir íbúar vistheim- ila ráði oft litlu um þessa hversdagslegu hluti sem eru þó svo veigamikill þáttur í sjálfsmynd okkar allra, þar sem skipulag vistheimila er „starfsfólksmiðað, fremur en sniðið að vilja íbúanna“, eins og Ást- ríður orðaði það. Að sjálfsögðu eiga aldraðir ekki að njóta minna sjálfræðis en aðrir þjóð- félagsþegnar þótt þeir búi á vistheimili. Þar, rétt eins og á öllum heimilum fólks, er frumskilyrði að fólk fái að móta um- hverfi sitt og lífsmáta í samræmi við sinn eigin vilja og jafnframt að réttur til eðli- legs einkalífs sé skilyrðislaust virtur. Það má ekki gerast að umönnun um aldraða verði stofnanavædd með þeim hætti, að ekki sé hlustað á óskir og þarfir einstaklingsins, komið fram við hann af virðingu og brugðizt við áföllum eða slys- um af árvekni. Þeir sem nú eru aldraðir bjuggu í hag- inn fyrir yngri kynslóðir íslensks sam- félags – samfélagið sem heild á þeim mikið upp að unna. Þeir eiga einfaldlega ekki skilið stofnanaviðmót og skeyting- arleysi. Við verðum öll gömul og eigum að leggja okkur fram um að komið sé fram við aldraða eins og við vildum sjálf láta koma fram við okkur í ellinni. „Þeg- ar hulu tímans er svipt burtu erum við öll á sama báti,“ eins og Vilhjálmur Árnason benti á í áðurnefndu samtali við Morg- unblaðið. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandiforseti, og Einar Már Guðmunds-son rithöfundur voru útnefnd H.C.Andersen-sendiherrar við hátíð- lega athöfn í gær. Það var Benedikta Dana- prinsessa sem staðfesti útnefndinguna fyrir hönd Dana og H.C. Andersen-stofnunar- innar, sem berst gegn ólæsi í heiminum, en prinsessan hefur starfað mikið í þágu stofn- unarinnar. Í ár eru 200 ár liðin frá því að H.C. And- ersen fæddist. Af því tilefni verða mikil há- tíðahöld í Danmörku og reyndar um heim allan, þar á meðal á Íslandi. Sendiherrarnir Vigdís og Einar Már munu m.a. fá það hlut- verk að vera viðstödd uppákomur í tengslum við stórafmælið hér á landi. Benedikta prinsessa er hér aðeins í stuttri heimsókn, en þetta er í annað sinn sem hún heimsækir Ísland. Margbrotin afmælisdagskrá Christian Have, talsmaður H.C. Andersen- stofnunarinnar, sagði við athöfnina í gær að Danir litu á H.C. Andersen sem alþjóðlegan rithöfund, enda hefðu ævintýri hans verið þýdd á fjölmörg tungumál. Því hefði ekkert annað komið til greina en að bjóða öllum heiminum að taka þátt í afmælisveislunni, eins og hann orðaði það. Hann sagði að há- tíðahöldin, sem hefjast formlega á fæðing- ardegi H.C. Andersens, 2. apríl næstkom- andi, yrðu haldin í þrjátíu löndum, í öllum byggilegum heimsálfum. Yfir 3.000 við- burðir eru á þessari alþjóðlegu dagskrá. Á Íslandi verður nóg um að vera að sögn Haves. Dans, leiklist, söngur, upplestur og teiknikeppni er meðal þess sem er á dag- skránni. Nefna má sérstaklega ballettsýn- ingu í Þjóðleikhúsinu þar sem konunglegi danski ballettinn stígur á svið. Einnig verð- ur settur upp söngleikur eftir ævintýrinu um Litlu stúlkuna með eldspýturnar. Einn af stærstu atburðum afmælisdagskrárinnar er þó eflaust endurútgáfa allra ævintýra H.C. Andersens í þýðingu Þórarins Eldjárns. Há- tíðinni lýkur 6. desember. Have nefndi að hátíðarhöldin gæfu fólki tækifæri til að end- urnýja kynni sín af ævintýrum H.C. And- ersens, sem höfðuðu jafnt til barna sem full- orðinna, eins og allir sem þau þekkja vissu. Hann sagðist því afar þakklátur Vigdísi og Einari Má fyrir að fallast á að verða sendi- herrar í nafni danska rithöfundarins. Útnefningarnar byggjast m.a. á þátttöku Vigdísar og Einars Más í verkefninu H.C. Andersen 2005 á Íslandi auk tengsla þeirra við Danmörku, en bæði hafa þau búið þar. Vigdís verður gerð að sérstökum heið- urssendiherra, þar sem hún er fyrrverandi þjóðarleiðtogi. Meðal þeirra sem hafa hlotið útnefningu sem H.C. Andersen-sendiherrar eru stjórnmálamenn, listamenn, blaðamenn og íþróttamenn um heim allan. Áhrifa H.C. Andersens gætir um allan heim Lasse Reimann, sendiherra Dana á Íslandi, sagði að hér á landi hefði hann kynnst „al- vöru“ áhuga á H.C. Andersen. Áhrifa hans gætti um allan heim. „Hugsanlega hefur hann verið Einari Má innblástur í hans miklu skáldsögum,“ sagði Reimann eftir að hafa vitn H.C. An Einari M sendiher Bened Tveir íslenskir sendiherrar útnefndir í tilefni þess að Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Vigdís Finnbog Benediktu Danaprinsessu. Í ár eru 200 ár liðin frá fæðin Öllum heiminum b Benedikta Danaprinsessa af-henti í gær gögn því tilstaðfestingar að Ísland er nú að bætast í hóp þeirra landa sem eiga félaga í Olave Baden- Powell Society, OB-PS. Það er Dorrit Moussaieff forsetafrú sem er fyrst Íslendinga til að gerast aðili að samtökunum en þau hafa það að markmiði að styðja við starfsemi Alþjóðasamtaka kven- skáta. OB-PS eru alþjóðleg sam- tök en Benedikta prinsessa hefur unnið mikið starf í þeirra þágu. „Þeir sem ganga í samtökin greiða talsverða peningaupphæð sem síðan er notuð til að styðja við starf kvenskáta, sérstaklega í þróunarlöndunum og nú upp á síð- kastið í Austur-Evrópulöndum til að byggja upp starf þeirrar lýð- ræðislegu og uppbyggilegu hreyf- ingu sem skátahreyfingin er,“ seg- ir Anna G. Sverrisdóttir, talsmaður OB-PS. Þá hefur Bandalag íslenskra skáta ásamt fleiri samtökum og einstaklingum, lagt fram aðildar- gjald að OB-PS til heiðurs minn- ingar Hrefnu Tynes sem var ötull skátaforingi á Íslandi um árabil. Hrefna var skátaforingi á Siglu- firði og síðar í Reykjavík. Á stríðsárunum var hún búsett í Noregi. „Hún vann mjög mikið að æskulýðs- og mannúðarmálum alla sína tíð,“ segir Anna. Þá samdi hún mikið af söngvum, bæði fyrir skáta og barnastarf kirkjunnar. Hrefna var á sínum tíma skáta- höfðingi kvenskáta, en í dag er hreyfingin byggð upp þannig að konur jafnt sem karlar geta gegnt embætti skátahöfðingja allra skáta. „Jafnræðið er sem betur fer komið á hér á Ísland heiminum næst það því ekki ennþá,“ segir Ann Stutt við kvenskáta um allan heim Frá vinstri: Jane Hvidt, stjó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.