Morgunblaðið - 28.01.2005, Síða 46

Morgunblaðið - 28.01.2005, Síða 46
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÉG ÆTLA AÐ LEGGJA MIG ÞÚ ERT SORGLEGUR! AUMINGJA FUGLINN ER AÐ ÁKVEÐA HVORT HANN ÆTLI SUÐUR... EÐA VERA HEIMA... FLJÚGA SUÐUR... EÐA VERA HEIMA... ÉG ÞARF HJÁLP MEÐ HEIMALÆRDÓMINN. HVAÐ ERU ALMENN BROT? ÞAÐ ER ÞEGAR ÞÚ BRÝTUR EITTHVAÐ Í ELDHÚSINU, EINS OG DISKA OG GLÖS KANNSKI AÐ ÉG FÁI PLÚS FYRIR FRUMLEGT SVAR... Risaeðlugrín © DARGAUD HJÁLP!! DÍNÓ DÍNÓ!! BÍDDU AÐEINS, ÉG KEM AFTUR! ! framhald ... FLJÓTT! FLJÓTT! Dagbók Í dag er föstudagur 28. janúar, 28. dagur ársins 2005 Eitt af því fáa, semgæti gert Víkverja að grútleiðinlegum gúddtemplara (svo vitnað sé í Kolbein kaftein) er hversu miklum erfiðleikum það er bundið að fá sér kollu af heilnæmum og bragðgóðum bjór án þess að þurfa um leið að sitja í baneitr- aðri stybbunni frá reykingamönnum með sjálfseyðingarhvöt á háu stigi. Víkverji og nokkrir vinir hans ákváðu að hittast í bænum eitt kvöldið í vikunni og fá sér bjórkollu. Þeir hafa góða reynslu af að hittast á Litla ljóta andarung- anum í Lækjargötu, þar sem alla jafna hefur verið hægt að sitja við reyklaus borð (reyndar í kulda og trekki) og tónlistin er ekki svo há að samræður séu tilgangslausar. Í þetta sinn brá svo við að reykt var á öllum staðnum og starfsfólkið svar- aði því til, þegar það var spurt, að það væri ekkert reyklaust svæði. Á Café Rosenberg í sömu götu var því svarað til að þar væri „eiginlega ekki“ reyklaust svæði – sem var líka nokkuð ljóst þegar loftinu á staðnum var andað að sér. Á þriðja staðnum, Hressingarskálanum, var hins vegar boðið upp á reyklaust svæði. Það var reyndar ekki reyklausara en svo, að viðra þurfti fötin þeg- ar heim var komið, en a.m.k. sat enginn á næsta borði og spjó reyk beint framan í Víkverja og vini hans. x x x Til fróðleiks skal hérvitnað í 9. grein tóbaksvarnarlaga, en þar kemur fram að tóbaksreykingar séu óheimilar á veitingastöðum. Þó megi „leyfa reykingar á veitinga- og skemmtistöðum á afmörkuðum svæðum, en tryggja skal fullnægj- andi loftræstingu“. Og jafnframt: „Meiri hluti veitingarýmis skal þó ávallt vera reyklaus og tryggja skal að aðgangur að því liggi ekki um reykingasvæði. … Þar sem reyk- ingar eru leyfðar samkvæmt grein þessari skal séð fyrir loftræstingu sem fullnægir kröfum heilbrigðiseft- irlits og þess gætt að reykingarnar mengi ekki andrúmsloftið þar sem þær eru ekki leyfðar.“ Á öllum umræddum stöðum voru þessi lagaákvæði þverbrotin. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Hlíðar | Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð halda í kvöld styrkt- artónleika á hátíðarsal MH þar sem fram koma sveitirnar Coral, Dáðadreng- ir, Ampop og Ensími ásamt snillingnum Ragga Bjarna. Allur aðgangseyrir rennur beint í styrktarsöfnunina Neyðarhjálp úr norðri, sem ætlað er að styðja við uppbyggingu og endurreisn á flóðasvæðunum við Indlandshaf. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 og kostar 1.000 krónur inn. Morgunblaðið/Þorkell MH leggur bágstöddum lið MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. (2. Tím. 3, 14.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.