Morgunblaðið - 29.01.2005, Page 1

Morgunblaðið - 29.01.2005, Page 1
Konur í korseletttoppum og sjóð- heitum satínkjólum | Daglegt líf Lesbók | Íslensk myndlist 1930–1945  Hugmyndir um íslenskan her í 400 ár Börn | Hvað þýða nöfnin?  Keðjusagan Íþróttir | Þórður og Tryggvi til Stoke  Haukastúlkur unnu í körfu, en töpuðu í handbolta Hafmeyjukjólar og glansandi efni Lesbók, Börn og Íþróttir í dag ÞAÐ hljóp heldur betur á snærið hjá Björgvin Birgissyni og áhöfn hans á Hákoni EA 148 nú í vik- unni. Þeir fengu ríflega 720 tonn af góðri síld um miðja vikuna, þar af 300 tonn í einu tíu mínútna hali. Afurðaverðmæti þess afla er hvorki meira né minna en 12,7 milljónir króna, eða ríflega milljón á mínútu. Björgvin segir að þeir hafi verið á leið út frá Norðfirði á loðnumiðin þegar þeir sáu þessar fínu lóðningar. „Við drifum síldarpokann undir trollið og hentum því út. Það tók tíu mínútur að ná 300 tonnum svo það er óhætt að segja að það hafi verið góð veiði. Það er ekki oft sem það gerist. Síðan tók- um við þrjú höl, 160 tonn í tveimur og 100 í einu. Við fengum þetta í Norðfjarðardýpi og á Gerp- isgrunni, en liggjum núna inni á Norðfjarðarflóa og erum að frysta. Síldin geymd í sjókælitönkum Við erum með um 50% nýtingu í flökuninni og fáum 85 krónur á kílóið af flökum, svo þetta stóra hal skilar afurðum upp á 12,7 milljónir króna. Við verðum að frysta fram á mánudag, en þá verðum við komnir með fullfermi, því við erum með 320 tonn af frystri loðnu um borð. Við geymum síldina í sjókælitönkum fyrir flökun og erum því með úrvals hráefni og algjörlega átu- lausa síld. Með þessari síldveiði nú verðum við bún- ir með síldarkvótann og förum aftur á loðnuveið- ar,“ segir Björgvin. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Yfir milljón á mínútu hjá Hákoni EA Óvænt síldveiði ÖRYGGI var í gær hert veru- lega í Írak í aðdraganda þing- kosninganna sem fara þar fram á morgun, sunnudag, en m.a. ríkir nú útgöngubann á kvöldin, hömlur hafa verið settar á bíla- umferð, landamærum Íraks lokað og flugumferð til Bagdad stöðvuð. Skæruliðar í landinu hafa hvatt Íraka til að hunsa kosningarnar og í gær stóðu þeir fyrir nokkrum árásum með þeim afleiðingum að a.m.k. fimm bandarískir hermenn og tólf íraskir borgarar biðu bana. Kosningarnar fóru í reynd af stað í gær en þá gátu Írakar sem búsettir eru fjarri heima- högunum, en hafa engu að síður kosningarétt, byrjað að kjósa. Sumir óttast ofsóknir Fyrstir til að kjósa voru Írak- ar sem búsettir eru í Ástralíu en alls hafa rúmlega 280.000 manns í fjórtán ríkjum skráð sig til þátttöku. Þetta er minna en reiknað hafði verið með en margir hafa kosið að taka ekki þátt af ótta við ofsóknir síðar gegn þeim sjálfum eða ættingj- um þeirra í Írak. Mikið ofbeldi undanfarna daga og vikur varpar skugga á kosningarnar í Írak. Tilkynnti bráðabirgðastjórn landsins í gær að hún hefði handtekið tvo nána samstarfsmenn Jórdan- ans Abu Musab al-Zarqawi en samtök hans hafa lýst á hendur sér mörgum af verstu ódæðis- verkunum í Írak undanfarna mánuði. Sögðust talsmenn stjórnarinnar vongóðir um að þeir myndu hafa hendur í hári al-Zarqawis sjálfs innan tíðar. Reuters Íraskur maður, sem búsettur er í Íran, greiðir atkvæði í írösku þingkosningunum í Teheran í gær. Öryggi hert vegna kosninga í Írak Bagdad, London. AFP.  Bandamenn/16 ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, fór í gær fram á að múslimaklerkar í Dan- mörku létu það vera að skipta sér af stjórnmálum landsins, en hópur klerka er sagður vera að undirbúa herferð gegn ríkisstjórninni og vilja þeir hvetja kjós- endur til að kjósa stjórnarand- stöðuflokkana í þingkosningum sem fara fram 8. febrúar. Múslimaklerk- ar í Danmörku hafa lengi verið ósáttir við inn- flytjendastefnu stjórnarinnar og stuðningur hennar við innrásina í Írak hefur einnig verið umdeildur. Fogh sagði hins vegar í gær að múslimaklerkar ættu ekki að skipta sér af dönskum stjórnmálum, hver sem afstaða þeirra til þjóðmála væri. Sagði hann að prestar dönsku þjóð- kirkjunnar notuðu ekki kirkjur til að hvetja kirkjugesti til að kjósa ákveðna flokka. „Í Danmörku er stjórnmálum og trúmálum haldið að- skildum,“ sagði Fogh. Þessu mótmælti raunar Kamal Qureshi, þingmaður Sósíalíska þjóð- arflokksins, SF. Benti hann á að tveir þingmenn Danska þjóðar- flokksins, sem styður stjórnina, væru jafnframt prestar og að þeir hefðu talað fyrir stefnumálum sínum bæði úr ræðupúlti danska þingsins og kirkjunnar. Íslam er annar stærsti trúflokkur í Danmörku en um 170 þúsund manns, eða um 3% þjóðarinnar, eru skráð í íslamska söfnuði. Fogh setur ofan í við múslima- klerka Segir afskipti klerka af stjórnmálum óeðlileg Anders Fogh Rasmussen Kaupmannahöfn. AFP. LEIKKONAN Sharon Stone stal senunni á Heimsviðskiptaráð- stefnunni í Davos í Sviss í gær en henni tókst þá að safna einni millj- ón Bandaríkjadala, 62 milljónum ísl. kr., til handa bágstöddum börnum í Afríku á aðeins fimm mínútum. Stone var stödd á fundi um fá- tækt í heiminum sem ýmis fyr- irmenni sóttu. Hagfræðingurinn Jeffrey Sachs hafði nýlokið máli sínu, þar sem kom fram að 150 þúsund börn í Afríku létust í mán- uði hverjum vegna þess að þau hefðu ekki rúmnet til að verjast moskítóflugum, sem dreifa mal- aríu. Stone stóð þá upp og bað um orðið. Hvatti hún aðra viðstadda til að taka þátt í því með sér að hjálpa Benjamin Mkapa Tansan- íuforseta, sem var meðal þátttak- enda í pallborðsumræðum, að draga úr barnadauða í Afríku. Hét hún sjálf tíu þúsund dollurum. Aðrir í salnum létu ekki sitt eftir liggja eins og kom í ljós er fund- arstjórinn, Bill Frist, greindi frá afrakstri þessarar óundirbúnu fjáröflunar skömmu síðar. Reuters Stone stal senunni í Davos Safnaði milljón dollurum á fimm mínútum handa börnum í Afríku FORMAÐUR rússneskrar nefnd- ar, sem rannsakar gíslatökuna í barnaskóla í Beslan í september, hefur skýrt frá því að háttsettir menn í rússneska hernum hafi hjálpað gíslatökumönnunum. Tveir samverkamannanna hafi þegar verið handteknir og þriggja til viðbótar sé leitað. Þeirra á með- al séu háttsettir herforingjar. „Án samverkamanna hefði ver- ið ógerningur að fremja svo um- fangsmikið hryðjuverk,“ sagði formaður nefndarinnar, Alexand- er Torshín. Gíslatökunni lauk með skotbardaga og sprengingum sem kostuðu 330 manns lífið, þar af var tæpur helmingur börn. Shamil Basajef, tétsneskur hryðjuverka- foringi, hefur lýst gíslatökunni á hendur sér. Íbúar Beslan, sem er í Norður- Ossetíu, eru mjög óánægðir með rannsóknina og gruna nefndina um að leyna upplýsingum um hvernig hryðjuverkamennirnir gátu laumað miklu magni af sprengjum og byssum í skólann. Rússneskir fjölmiðlar hafa sagt að hryðjuverkamennirnir kunni að hafa mútað herforingjum til að geta flutt vopnin. Herforingjar hjálpuðu gíslatöku- mönnum í Beslan Moskvu. AP. STOFNAÐ 1913 27. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.