Morgunblaðið - 29.01.2005, Side 6

Morgunblaðið - 29.01.2005, Side 6
6 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞETTA var afar lærdómsríkt. Ég held að við höfum fengið mjög góða innsýn inn í það hvernig starfið er á bensínstöðvunum,“ sagði Hjörleifur Jakobsson, for- stjóri Olíufélagsins, í samtali við Morgunblaðið, en hann brá sér í gær, ásamt miklum meirihluta starfsmanna á aðalskrifstofu Olíu- félagsins, í starfskynningu út á þjónustustöðvar félagsins á höf- uðborgarsvæðinu. Að sögn Hjörleifs voru það Esso-skólinn og markaðsdeild neytendasviðs sem stóðu fyrir uppákomunni. „Við reynum með reglubundum hætti að veita starfsfólki innsýn í hvað aðrir innan fyrirtækisins eru að gera og nú var komið að okkur að kynnast störfunum úti á þjón- ustustöðvum félagsins þar sem ná- lægðin við viðskiptavininn er hvað mest,“ segir Hjörleifur og tekur fram að einnig sé uppátækið liður í því að efla samstöðu meðal starfsmanna. Aðspurður segist Hjörleifur hafa byrjað daginn á því að af- greiða pylsur, því næst verið á kassa og loks tekið vaktina úti þar sem hann var m.a. að dæla bens- íni, setja á bíla rúðupiss og þvo bílrúður, en þetta var að sögn Hjörleifs fyrsta aðkoma hans að fyrrgreindum störfum. „Maður hefur horft á þessi störf sem kúnni þannig að maður vissi hvað þau fælu í sér, en það er svo ann- að að vera hinum megin við borðið og vinna þau.“ Spurður hvort við- skiptavinum hafi komið á óvart að sjá forstjóra fyrirtækisins vinna fyrrnefnd störf jánkar Hjörleifur því. „En raunar sýndist okkur að kúnnarnir hefðu virkilega gaman að þessu. Og þeir sýndu okkur „lærlingunum“ mikla þolinmæði þegar eitthvað bjátaði á.“ Spurður hvort eitthvað hafi komið sér á óvart segir Hjörleifur það helst vera það hvað álagstopparnir eru kröftugir en starfið skemmtilegt og þar beri hæst samskipti við ánægða viðskiptavini. Starfsmenn aðalskrifstofu Olíufélagsins fóru í starfskynningu í gær Okkur „lærling- unum“ sýnd mikil þolinmæði Hjörleifur Jakobsson forstjóri tók vaktina úti þar sem hann dældi bensíni, setti rúðupiss á bíla og þvoði bílrúður. UNDIRRITAÐUR var nýr kjara- samningur stéttarfélaga við Alcan á Íslandi vegna starfsmanna við álver- ið í Straumsvík um miðnætti í fyrra- kvöld. Samningarnir voru gerðir á milli Samtaka atvinnulífsins vegna Alcan og Félags iðn- og tæknigreina, Verkalýðsfélagsins Hlífar, Félags járniðnaðarmanna, Rafiðnaðarsam- bands Íslands vegna Félags ís- lenskra rafvirkja og Félags raf- eindavirkja, Verslunarmannafélags Hafnarfjarðar og Félag matreiðslu- manna. Gildir samningurinn til 30. nóv- ember árið 2008. Nær hann til um fjögur hundruð manns, sem er um 80% af föstu starfsfólki Alcan. Svipaðar launahækkanir og í samningi bankamanna Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambands Íslands, er ánægður með nýgerðan samning. Viðræður um endurnýjun kjara- samnings við Alcan hafa staðið yfir síðan í nóvember. Hinn nýi kjara- samningur er töluvert flókinn skv. upplýsingum RSÍ, einkum vegna flókinna bónuskerfa. Var mikil vinna lögð í að enduskoða bónuskerfin og nokkur önnur atriði samningsins. Skv. upplýsingum Guðmundar eru launahækkanir á samningstím- anum svipaðar og í öðrum samn- ingum sem gerðir hafa verið. Þar sem um fastlaunasamninga er að ræða og því ekki gert ráð fyrir launaskriði eru hækkanir á samn- ingstímabilinu heldur meiri en grunnlaunahækkanir í almennu kjarasamningunum. Að sögn Guðmundar eru launa- hækkanir svipaðar og í nýgerðum samningi bankamanna sem sömdu um tæplega 19% hækkun grunn- launa fyrr í þessum mánuði. Samið var um samskonar breyt- ingar á lífeyrisgreiðslum og á al- mennum markaði. Ákveðinn hluti fastra bónusgreiðslna er fluttur inn í launakerfin. Samningurinn verður kynntur á næstu dögum og á atkvæðagreiðslu um samninginn að vera lokið fyrir 10. febrúar. Ryðji brautina fyrir gerð annarra samninga Guðmundur gerir sér vonir um að samningurinn við Alcan verði til þess að greiða brautina fyrir öðrum stóriðju- og virkjanasamningum sem ólokið er, jafnvel strax í næstu viku. Viðræður RSÍ við Norðurál eru komnar á fullt skrið eftir nokkurt hlé yfir hátíðarnar og er ekki talin ástæða til annars en að ætla að samningar náist fljótlega. Þá standa yfir viðræður við orkufyrirtækin Landsvirkjun, Landsnet, RARIK og Norðurorku og við Landsnet, sem hóf störf um áramótin, um endur- nýjun kjarasamninga. Hnökrar á viðræðum við Járnblendiverksmiðjuna Viðræður við Járnblendiverk- smiðjuna ganga hins vegar brösug- lega og eru hnökrar á þeim viðræð- um að sögn Guðmundar. Búið er að halda 12 samningafundi en lítill gangur hefur verið í viðræðunum vegna hörku fyrirtækisins í afstöðu til gildissviðs samningsins, að sögn hans. Snýst hún um að fyrirtækið vill geta úthýst öllum störfum á svæðinu utan vinnu við bræðsluofn sem það telur vera kjarnastarfsemi allt annað sé utanaðkomandi þjón- usta. Stéttarfélögin vilja að samn- ingurinn nái til allra starfa við dag- legan rekstur og viðhald á svæðinu eins og ætíð hefur verið til þessa og þannig sé það í öllum öðrum samn- ingum. Stéttarfélög og Alcan hafa náð samningum NOKKUR helstu atriði sem samið var um í kjarasamningi nokkurra verkalýðsfélaga og Alcan á Íslandi eru: 50 þúsund króna eingreiðsla verður greidd 24. febrúar. Upphafs- og áfangahækkanir frá 1. janúar sl. eru 3,25% og 2,25%. Laun hækka 1. janúar 2006 um 3%. 1. janúar 2007 um 2,5% og 1. jan- úar 2008 um 2,25%. Samið var um hækkun á nám- skeiðsálagi, gæða- og nýting- arbónus og á öryggis- og um- gengnisbónus. Þá var samið um nýjan bónus, svonefndan ristíðnibónus, sem getur verið allt að 1%. Ristíðnibónus vísar til þeirrar vinnu sem fram fer í kerskálum þegar starfsmenn reyna að halda niðri risi í kerjum að sögn Kolbeins Gunnarssonar formanns verkalýðs- félagsins Hlífar. Ris þetta er loft- púði sem myndast á milli álsins og raflausnarinnar og er ávallt leitast við að eyða til því til að ná fram betri straumnýtingu. Þá var samið var um aukinn rétt á svonefndum flýttum starfslokum, meðal annars við 65 ára aldur, og um aukinn rétt vegna veikinda er- lendis. Þá var samið um hækkun ið- gjalds til lífeyrissjóðs og um gjöld til starfsmenntunarsjóða, að því er fram kemur á heimasíðu verka- lýðsfélagsins Hlífar. Samið um ristíðnibónus Morgunblaðið/Þorkell MAÐUR um tvítugt var úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 18. febrúar í gærkvöld vegna ítrekaðra bíl- þjófnaða á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Hann hefur þegar vís- að lögreglunni á þrjá stolna bíla en er grunaður um frekari brot. Rann- sóknardeild lögreglunnar er með málið til meðferðar og hefur bíl- unum verið komið til eigenda sinna. Þeir voru óskemmdir að sögn lög- reglu. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður. Grunaður um ítrekaða bílþjófnaði RAFIÐNAÐARMENN sem starfa hjá Símanum felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu sem lauk á fimmtudaginn. Á kjörskrá voru 250. Alls kusu 133 og sagði 61 já eða 45,8% en nei sagði 71 eða 53,4% Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands Ís- lands, segir að vitað sé hvaða at- riði hafi valdið því að samningurinn var felldur og á hann von á að teknar verði upp viðræður mjög fljótlega. Felldu samning við Símann „ÉG ER furðu lostinn yfir yfirlýs- ingum Alþýðusambandsins og finnst kveðjur úr þeim ranni kaldar í garð op- inberra starfs- manna,“ sagði Ögmundur Jón- asson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, um ályktun mið- stjórnar ASÍ í lífeyrismálum. Ögmundur sagði að ASÍ setti saman í eina spyrðu eftirlaunalög þeirra Davíðs Oddssonar og Hall- dórs Ásgrímssonar annars vegar og lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hins vegar, réttindi sem BSRB og önnur samtök á þessum vettvangi hefðu barist fyr- ir um áratugaskeið. Þetta væru réttindi sem samið hefði verið um í kjarasamningum og tækju til tug- þúsunda einstaklinga. Ögmundur sagðist ekki skilja yf- irlýsingu Alþýðusambandsins öðru vísi en þannig að nú þyrfti, um leið og gerðar yrðu breytingar á ráð- herra- og þingmannafrumvarpinu, að samræma lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna því sem gerðist almennt á markaði. „Þetta er ekkert annað en krafa um að réttindin verði rýrð og kem- ur heim og saman við yfirlýsingar aðila á vinnumarkaði um að opin- berir starfsmenn séu oftryggðir og baktryggðir og slíkt sé af hinu illa og verði að afnema. Mér finnst ekki undarlegt að heyra slíkt frá samtökum atvinnurekenda, en er vægast sagt mjög undrandi á þess- um málflutningi innan úr ranni verkalýðshreyfingarinnar og mót- mæli þessum málflutningi hástöf- um, enda er það svo að það er mjög að þykkna í mönnum út af þessu máli,“ sagði Ögmundur enn- fremur. Segir ASÍ senda kaldar kveðjur til opinberra starfsmanna Ögmundur Jónasson STÚLKAN sem lögreglan í Hafn- arfirði hafði leitað að eftir að henn- ar var saknað frá því á sunnudags- kvöld kom í leitirnar á fimmtudagskvöld um kl. 19 heil á húfi. Ekki var rétt með farið í Morgunblaðinu að lögreglan hafi lýst eftir henni, heldur var hennar leitað. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Stúlkan fundin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.