Morgunblaðið - 29.01.2005, Page 16

Morgunblaðið - 29.01.2005, Page 16
16 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT VITAÐ er um minnst 1.000 börn sem misstu báða foreldra sína í hamför- unum við Indlandshaf 26. desember. Margfalt fleiri misstu annað for- eldrið, meðal þeirra er Kumar. Hann stendur berfættur í aurnum við bráðabirgðahæli fyrir munaðarleys- ingja í héraðinu Tamil Nadu í sunn- anverðu Indlandi. Húsnæðið er í eigu kirkju í grenndinni. Kumar er senni- lega fimm eða sex ára, ekki er til neitt fæðingarvottorð. Slíkur munaður er óþekktur í þorpum bláfátækra fiski- manna á ströndinni. Móðir Kumars fórst í flóðbylgjunni en faðirinn komst af. Hann fór með Kumar á hælið en hefur ekki sést síð- an. Það er margt sem Kumar veit ekki, til dæmis hvað hann sé búinn að vera þarna lengi og hvert faðirinn hafi farið. „Hann kemur ekki að heimsækja mig,“ segir Kumar lágt. „Hann lofaði að koma og ná í mig.“ Ef til vill kemur faðirinn ekki. Um sex þúsund manns fórust í Tamil Nadu og fjöldi barna, hve mörg er ekki vitað með vissu, hafa verið skilin eftir á munaðarleysingjahælum. Feð- urnir hafa oft gefist upp, þeir eru búnir að missa eiginkonuna, bátinn sinn og geta ekki lengur séð sjálfum sér farborða. Einnig hafa frændur og frænkur komið með litla, munaðarlausa ætt- ingja sína, þau segjast vera of fátæk til að geta mettað enn eitt barnið. „Fjölskyldurnar þurfa sumar að sjá fyrir átta börnum. Það væri of mikið fyrir þær að taka við þessum börnum líka,“ segir P. Rajeswari, einn af gæslumönnunum á hælinu. Einkum er erfitt að vera munaðarlaus stelpa. Þær koma síður að gagni en strák- arnir og auk þess verður að sjá þeim fyrir myndarlegum heimanmundi þegar þær komast á giftingaraldur. Og hjónaband er nánast það eina sem framtíðin getur boðið þeim. Alls eru nú 99 börn í þrengslunum á hælinu, þau minnstu eru ungbörn en þau elstu 13 ára. Nær helmingur þeirra hefur misst báða foreldra. Minnstu börnin una sér betur en hin, þau litlu hamast fyrir utan húsið, þau æpa og pota hvert í annað, hlæja og elta hvert annað. En þau elstu gera sér grein fyrir því sem gerðist og hvernig aðstæður eru. Sum eru enn eins og lömuð. Uppi á svefnloftinu hefur níu ára stelpa, Naveena, dregið sig í hlé og grætur hljóðlega.Við tröppurnar liggur 13 ára gömul stelpa, hún hefur hringað sig í kuðung og segir ekki orð, er al- gerlega sinnulaus. Ríkið reynir að freista Ef enginn gerir tilkall til barnanna verður þeim fengin vist til frambúðar á hæli sem ríkið rekur og þau skilin að eftir aldri og kynferði. Ríkið reyn- ir að freista fólks til að taka börnin að sér með því að úthluta hverju barni 100.000 rúpíum sem svarar til um 80 þúsund króna. Peningana má inn- heimta þegar barnið verður 18 ára. Fyrir fátæka sjómenn er þetta mikið fé og getur dugað til að ættingjarnir slíti ekki tengsl við barnið. En jafnvel þótt ekki ríði neinar hamfarir yfir er nokkuð um að ein- stæðir foreldrar láti börnin sín í hendur ættingjum eða ríkinu. Þeir vita að þar verður þeim a.m.k. séð fyrir nauðþurftum. Þá eru þau heldur ekki líkleg til að verða fórnarlömb mannræningja sem vitað er að hafa notað tækifærið sums staðar á flóða- svæðunum, jafnvel í samvinnu við spillta lögreglumenn. Börnum er stundum rænt til að ættleiða þau en önnur seld í kynlífsþrælkun. „Hann lofaði að koma og ná í mig“ AP Naveena, sem er níu ára, er meðal barnanna 99 á munaðarleysingjahælinu í Tamil Nadu-héraði á flóðasvæðinu í suð-austanverðu Indlandi. Mörg börn við Indlandshaf eru munaðarlaus eftir hamfarirnar Nagappatinam, Washington. AP, AFP. ’Fjölskyldurnar þurfasumar að sjá fyrir átta börnum. Það væri of mikið fyrir þær að taka við þessum börnum líka.‘ NÆSTI forsætisráðherra Íraks mun eflaust koma úr röðum sjíta og fyrrverandi útlaga. Að öðru leyti er margt ólíkt með helstu forsætisráð- herraefnunum – Iyad Allawi, sem gegnir nú embættinu til bráða- birgða, og keppinautum hans. Allawi fékk það orð á sig að vera undirlægja Bandaríkjastjórnar en honum hefur að nokkru leyti tekist að hrista það af sér. Líklegt þykir þó að næsti forsætisráðherra komi úr röðum frambjóðenda Sameining- arbandalags Íraks. Hefur það oft verið nefnt „listi Sistanis“ vegna þess að það hefur fengið blessun Al- is al-Sistanis erkiklerks, æðsta trúarleiðtoga sjíta. „Sterkur leiðtogi“ Eftir að Bandaríkjastjórn fól All- awi að fara fyrir írösku bráðabirgða- stjórninni hefur hann getið sér orð fyrir að vera harður í horn að taka í baráttunni við hryðjuverkamenn. „Ég er súnníti en ætla að kjósa Allawi,“ sagði Hussein, 36 ára kenn- ari í Bagdad. „Við þurfum á manni eins og Allawi að halda til að hafa taumhald á öllum samfélagshópun- um í Írak, einhverjum sterkum leið- toga eins og Saddam.“ Þegar Allawi studdi sókn banda- rískra hersveita gegn uppreisnar- mönnum í borginni Fallujah úthróp- uðu margir súnní-arabar hann sem föðurlandssvikara. Í augum annarra ýtti þetta á hinn bóginn undir það orðspor að Allawi væri leiðtogi sem hefði bein í nefinu og gæti komið á friði í landinu. Allawi er 59 ára, fyrrverandi læknir og sérfræðingur í taugasjúk- dómum. Hann var í Baath-flokknum frá 1961 til 1971 þegar hann flúði til Líbanons og þaðan til Bretlands. Í útlegðinni skipulagði hann m.a. mis- heppnaða valdaránstilraun í Írak ár- ið 1996. Nýleg viðhorfskönnun bendir til þess að 61% Íraka telji að Allawi hafi staðið sig vel sem forsætisráð- herra. Ef marka má könnunina leggja Írakar mikið upp úr því að forsætisráðherraefnin sýni að þau séu „sterkir leiðtogar“ og telja það mikilvægara en hugmyndafræði þeirra. Samskipti Allawis og Bandaríkja- stjórnar hafa verið snurðulaus og hermt er að henni sé í mun að hann haldi embættinu. Varaforseti og fjármálaráð- herra helstu keppinautarnir Í þetta skipti er það þó ekki Bandaríkjastjórn sem velur for- sætisráðherra eins og þegar bráða- birgðastjórnin var mynduð í fyrra. Það verður hlutverk forseta og tveggja varaforseta sem þingið á að kjósa. Þingið þarf síðan að sam- þykkja þann sem þeir tilnefna í embætti forsætisráðherra með minnst tveimur þriðju atkvæða. Talið er að nokkrir frambjóðend- ur „lista Sistanis“ eigi mesta mögu- leika á að hreppa embættið, auk All- awis. Búist er við að listinn fái tæpan helming atkvæðanna og þar með þingsætanna. Vestrænir stjórnarerindrekar segja að Ibrahim Jaafari, varafor- seti bráðabirgðastjórnarinnar, og Adel Abdel Mahdi séu oftast nefndir sem forsætisráðherraefni framboðs- listans. Vinsæll varaforseti Jaafari er 54 ára trúrækinn sjíti og talsmaður Dawa-flokksins, elsta flokks sjíta í Írak. Hann var á meðal fyrstu útlagaleiðtoganna sem sneru aftur til Íraks eftir innrásina 2003 og varð fyrsti formaður íraska fram- kvæmdaráðsins sem Bandaríkja- stjórn skipaði og lagði síðar niður þegar íraska bráðabirgðastjórnin tók við völdunum. Skoðanakönnun sem gerð var í fyrra bendir til þess að Jaafari njóti mikillar lýðhylli og sé þriðji áhrifamesti maðurinn í Írak á eftir Sistani erkiklerki og Moqtada al-Sadr, róttækum sjía- klerki. Ljær máls á sambandsríki Abdel Mahdi er 62 ára hagfræð- ingur sem flúði frá Írak eftir að hafa verið dæmdur til dauða fyrir andóf gegn Saddam Hussein. Hann var um tíma maóisti en er nú helsti bar- áttumaður frjáls markaðsbúskapar í Írak. Mahdi vill nú efla einkaframtakið, draga úr umsvifum ríkisins og losa landið við arfleifð Baath-flokksins sem allra fyrst í eitt skipti fyrir öll. Allawi vill hins vegar fara hægar í sakirnar í þessum efnum og er til að mynda hlynntur því að fyrrverandi félagar í Baath-flokknum verði inn- limaðir í öryggissveitir landsins. Mahdi vill enn fremur draga úr pólitísku miðstýringunni í Írak og hefur léð máls á því að stofnað verði sambandsríki þar sem héruð sjíta í Suður-Írak fái svipuð sjálfstjórnar- réttindi og Kúrdar í norðanverðu landinu. „Þetta hefur gengið vel nyrðra og hvers vegna ætti það ekki að ganga vel syðra? Ef þetta er það sem fólkið vill munum við hvetja til þess.“ Margir bandarískir embættis- menn telja Mahdi hófsaman í trú- arefnum en aðrir gruna hann um að leika tveim skjöldum. Þeir benda á að hann er ekki aðeins frambjóðandi lista, sem nýtur stuðnings Sistanis og fleiri klerka, heldur er hann einn- ig í Æðsta ráði íslömsku bylting- arinnar í Írak. Þeir segja að sá flokkur sé svo kreddufastur í trú- málum að hann rúmi ekki hófsama sjíta eða súnníta. Chalabi spáð mikilvægu embætti Fleiri frambjóðendur á „lista Sist- anis“ hafa verið nefndir sem for- sætisráðherraefni, þeirra á meðal Ahmed Chalabi. Hann var áður eft- irlæti Bandaríkjastjórnar og hefur sótt í sig veðrið að undanförnu eftir að hafa verið bendlaður við ýmis hneykslismál. Búist er við að hann fái mikilvægt ráðherraembætti í næstu stjórn. Þá hafa nokkrir veðjað á Hussein al-Shahrastani, kjarnorkuvísinda- mann sem sat í Abu Ghraib-fangels- inu illmræmda í tíu ár fyrir að neita að taka þátt í kjarnorkuáætlun Saddams Husseins. Efstur á „lista Sistanis“ er klerk- urinn Abdel Aziz Hakim. Ólíklegt þykir að hann verði næsti forsætis- ráðherra þar sem skoðanakannanir benda til þess að margir Írakar séu andvígir því að klerkur fari fyrir stjórninni. Öll forsætisráðherraefnin hafa sagt að ekki komi til greina að koma á klerkaveldi í Írak þótt nokkrir frambjóðendur listans hafi verið sakaðir um að vera of tengdir klerkastjórninni í Íran. Bandamenn Sistan- is vilja fella Allawi Reuters ÍRÖSK kona greiðir atkvæði í sendiráði Íraks í Kaíró. Atkvæðagreiðsla ut- an kjörfundar í írösku kosningunum hófst í gær og henni lýkur í dag. Tæp- ur fjórðungur Íraka, sem búa erlendis, skráði sig til að geta kosið. Írak- arnir geta greitt atkvæði í sendiráðum og ræðismannsskrifstofum Íraks í fjórtán löndum. Margir þeirra þurfa að ferðast langa leið til að kjósa.      & '         $% &  (& ' )* % "      +  "  ,, & !    7  %"'.P )) Q %7 ) -  ,.-) !%"' )/ 1%%"' )-- 64'"7 ) )"'  ./- "'5 7 " )- -:%"' -/)- 3: %"' ) M". - &" ,)/ -7F4 )/) %"' / <2%"'             Fréttaskýring | Talið er að baráttan um embætti forsætisráðherra Íraks eftir kosningarnar á morg- un muni einkum standa milli Iyads Allawis, for- sætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, og nokk- urra bandamanna Alis al-Sistanis erkiklerks. Bagdad. AFP. ’Við þurfum á mannieins og Allawi að halda til að hafa taumhald á öllum samfélagshóp- unum í Írak, einhverj- um sterkum leiðtoga eins og Saddam.‘ Atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar hafin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.