Morgunblaðið - 29.01.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.01.2005, Qupperneq 29
eftir Böðvar Guðmundsson Leikgerð: Bjarni Jónsson í samvinnu við Þórhildi Þorleifsdóttur, Vytautas Narbutas og leikhópinn. „Sýningin er veisla fyrir augað og gædd glæsilegum skyndiáhlaupum í lýsandi mannlegum örlögum sem opna stór svið tilfinninga: ótta, vonar, ósigurs og vinninga, hláturs og harma. Þetta er glæsilega hugsuð og velbyggð leiksýning sem er öllum þeim til sóma sem að henni standa.“ PBB DV Viðskiptavinir KB banka fá 20% afslátt af miðaverði á Híbýli vindanna í febrúar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 29 UMRÆÐAN 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 E N N E M M / S ÍA / N M 14 6 6 4 - í gó›um málum Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekning- arlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleið- ingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á hel- vítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Um- hverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðarmenn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar RÉTT FYRIR jól afgeiddi Alþingi breytingar á skattalögum en í þeim felast stærstu breytingar á skattkerfinu frá því að staðgreiðslan var tekin upp árið 1988. Breyting- arnar felast í hækkun barnabóta, lækkun tekju- skatts, hækkun skattleys- ismarka, afnám eign- arskatts og sérstaks tekjuskatts, auk lækk- unar endurgreiðsluhlut- falls námslána. Þetta eru góðar breytingar og get- um við stolt staðið að þeim. Í þessum breyt- ingum endurspeglast áherslur ríkisstjórnarinnar sem koma fram í stjórnarsáttmála. En ekki er öllu lokið og vinnan heldur áfram við að þróa næstu skref og ég tel mikilvægt að þau séu stigin um leið og svigrúm gefst til. Við verðum þó hafa hugfast að fyrirhugaðar breytingar mega ekki skerða okkar velferðar- og menntakerfi. Endurskoðun virðisaukaskattkerfisins Í stjórnarsáttmála er einnig kveðið á um að endurskoða eigi virð- isaukaskattkerfið með það í huga að bæta kjör almennings. Við munum vonandi fljótlega heyra af þeirri vinnu því ekki er ólíklegt að unnt verði að fara út í aðgerðir varðandi virðisaukann. Nú er það svo að ýmsar áherslur eru uppi um í hvaða greinum virðisaukans eigi að lækka skattinn. Innan Framsóknarflokksins hefur í gegnum tíðina verið rætt um að lækka matarskattinn og einnig skatt á barnafatnaði. Árið 1993 var mat- arskatturinn lækkaður úr 24,5 í 14 prósent og nú er spurning hvort eigi að fara með hann enn neðar. Lækkun matarskatts næst Í mínum huga ættu næstu skref í skattabreytingum að vera að lækka virðisaukaskatt á matvælum. Við höf- um nú uppfyllt öll okkar forgangsatriði og eigum því að líta fram á veginn. Það er augljóst þegar litið er á útreikninga að lækkun matarskatts mun ekki skila fjöl- skyldunum í landinu jafnmiklu og þær skattabreytingar sem nú þegar hafa verið samþykktar en engu að síður, líkt og ég hef sagt ítrekað í um- ræðunni, væri lækkun virðisaukaskatts á matvælum ágætis viðbót við áðurnefndar breytingar. Munurinn er einnig sá að ákvörðun Alþingis frá því í desember miðar að því að koma ávinningnum beint til fólksins, án milliliða. Ef við förum út í að lækka virðisaukaskatt á mat- vælum mun sú lækkun fara í gegnum sjóði smávöruverslunar áður en hún skilar sér til neytenda og því brýnt að fylgjast með því að lækkunin skili sér óskert til neytenda. Eflum landbúnaðinn og ferðaþjónustuna Fyrir utan þær krónur sem matar- karfan myndi lækka um við þessa breytingu er enginn vafi á því að landbúnaðurinn myndi eflast mjög. Landbúnaðurinn er ein af und- irstöðuatvinnugreinum landsins og við verðum að viðhalda öflugum land- búnaði. Einnig hafa aðilar í ferða- þjónustu þrýst mjög á lækkun mat- arskattarins og mikilvægt að geta laðað að ferðamenn með öllum til- tækum ráðum, ekki síst með því að lækka verð á tilbúnum mat. Þetta er ágætis mál til að halda áfram á þeirri góðu braut sem ríkisstjórnin hefur markað í skattalækkunum. Næstu skref í skattamálum Dagný Jónsdóttir fjallar um skattamál ’Við höfum nú uppfylltöll okkar forgangsatriði og eigum því að líta fram á veginn.‘ Dagný Jónsdóttir Höfundur er alþingismaður. ENN EINU sinni koma íslenskir matreiðslumenn á óvart í frægustu mat- reiðslukeppni heims, Bocuse d’Or í Lyon í Frakklandi. Enn einu sinni sanna þeir getu sína á alþjóðavettvangi sem einir efnilegustu og bestu mat- reiðslumeistarar í heimi. Í keppninni, sem haldin var 26. janúar sl., lenti fulltrúi Ís- lands, Rúnar Óm- arsson, í fimmta sæti. Aðstoðarmenn hans voru Ólafur Haukur Magnússon og Viktor Örn Andrésson. Þetta er vissulega glæsilegur árangur en þetta er í fjórða sinn sem fulltrú- ar Íslands taka þátt í þessari keppni. Það er í raun ákveðin við- urkenning að fá að keppa í Bocuse d’Or- keppninni en þar keppa 24 matreiðslumeistarar frá jafnmörgum þjóðum. Að þessu sinni vann franskur matreiðslumeistari en Norðurlandaþjóðirnar röðuðust í fjögur næstu sæti. Það sem var einnig eftirtektarvert við þessa keppni var að íslenskur skötuselur var hluti af forrétti keppninnar. Þetta undirstrikar hve gott hráefni við eigum hér á landi og Bocuse d’Or-matreiðslukeppnin er einmitt vettvangur til landkynningar fyrir okkur. Annars vegar með því að undirstrika að við erum góðir matvælaframleiðendur í hreinu landi og hins vegar eigum við mat- reiðslumeistara á heimsmælikvarða. Vert að hrósa fulltrúum sjáv- arútvegsins fyrir að nýta sér þetta tækifæri. Árið 2001 stóð okkur til boða að vera með íslenskt lambakjöt í þessari keppni. Því miður nýttu fulltrúar landbúnaðarins sér ekki þennan möguleika, þó að heild- arkostnaður næmi ekki nema um sjö milljónum króna, en inni í þeirri tölu voru 800 lambaskrokkar. Ef við setj- um þessar tölur í samhengi við kostnað í auglýsingum er þetta ótrú- lega lág tala. Kostaði ekki 3,3 millj- ónir að auglýsa Ísland í New York Times á dögunum? Ég var einn þeirra sem gerðu ítrekaðar tilraunir til þess að vekja athygli á þessu stór- kostlega tækifæri en menn sögðu að við gætum bara tekið þátt í þessu næst. En það er ekkert næst í svona málum, því ekki er vitað hvenær lambakjöt verður næst notað í keppninni. Í ár var danskt kálfakjöt notað í aðalrétt, árið 2003 var það nautakjöt o.s.frv. Við megum aldrei láta svona tækifæri framhjá okkur fara aftur. Ég vil nota tækifærið til þess að óska íslensk- um matreiðslumeist- urum til hamingju með þennan glæsilega ár- angur. Einnig ber að hrósa fulltrúum sjáv- arútvegsins fyrir að nýta sér þetta tæki- færi. Frændþjóðir okk- ar á Norðurlöndum kunna að nýta sér sína matreiðslumenn til kynningar á sínum matvælum. Mjög lík- legt er að boðið verði upp á þann matseðil sem var í Bocuse d’Or- keppninni á þeim 24 veitingastöðum vítt og breitt um heiminn þar sem keppendurnir vinna. Við lifum í al- þjóðlegu umhverfi og eigum að nýta okkur kosti þess og sérstöðu Íslands. Íslenskt hráefni í frægustu matreiðslukeppni heims Ísólfur Gylfi Pálmason fjallar um matreiðslukeppnina Bocuse d’Or ’Við lifum í alþjóðlegu umhverfi og eigum að nýta okkur kosti þess og sérstöðu Íslands.‘ Ísólfur Gylfi Pálmason Höfundur er sveitarstjóri Hrunamannahrepps og varaformaður ferðamálaráðs. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.