Morgunblaðið - 29.01.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 29.01.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 31 Ríkisstjórn George W. BushBandaríkjaforseta ákvað ívikunni að hætta við aðáfrýja til hæstaréttar í Washington úrskurði áfrýj- unardómstóls í borginni Philadelphiu í fyrra um að endurskoða bæri til- lögur um að slaka til varðandi reglur um eignarhald og markaðshlutdeild fjölmiðlafyr- irtækja. Fjölmiðl- unarráð alríkisins, FCC, samþykkti naumlega árið 2003 að aflétta ýmsum hömlum sem gilt höfðu í áratugi og eiga að hindra einsleitni í fjölmiðlun. Í frétt dagblaðsins The New York Times á fimmtudag segir að umskiptin í af- stöðu stjórnvalda setji spurn- ingamerki við kaup tveggja fjölmiðla- risa, The Tribune Group og Media General, á dagblöðum og sjónvarps- stöðvum. Stórfyrirtækin sömdu um kaupin í þeirri trú að gerðar yrðu tilslakanir á reglunum. En að sögn blaðsins verð- ur hlutdeild þeirra á umræddum markaðssvæðum hærri en gildandi reglur leyfa. Ef þau ætli að halda öll- um nýju fjölmiðlunum innan sinna vé- banda verði fyrirtækin að fara fram á undanþágu frá reglum. Hæstiréttur setti á sínum tíma frest til næstkomandi mánudags fyrir þá sem vilja áfrýja. Michael K. Pow- ell, formaður FCC og sonur Colins Powells, fyrrverandi utanrík- isráðherra, beitti sér ákaft fyrir því að regluverkið yrði einfaldað og slak- að á hömlum. Flest stóru sjónvarps- fyrirtækin og önnur stór fjölmiðlafyr- irtæki, þar á meðal News Corporation, Tribune, The Gannett Company og The New York Times Company, voru hlynnt því að slakað yrði á reglunum en þau höfðu einkum hug á því að auka umsvifin á sjón- varpsmarkaðnum. Bandaríkjaþing samþykkti í fyrra lög um að sama fyr- irtækið megi eiga sjónvarpsstöðvar sem nái til allt að 39% landsmanna. Þingmenn úr báðum flokkum andvígir tilslökun Hámarkið var áður 35% en Powell vildi hækka það í 45%. Hann vildi einnig að fyrirtæki með rekstur í einni af stærstu borgunum mætti eiga allt að þrem sjónvarpsstöðvum, átta útvarpsstöðvar og eina kap- alsjónvarpsstöð auk dagblaðs. Gild- andi reglur banna fyrirtækinu að eiga bæði bæði dagblað og ljósvakastöð í sömu borginni, samkvæmt þeim er einnig bannað að fyrirtæki eigi tvær sjónvarpsstöðvar á sama markaðs- svæðinu. Stórar fjölmiðlasamsteypur vestra vilja að fjölgað verði markaðssvæðum þar sem leyft sé að eiga bæði dagblöð og ljósvakamiðla, þ. e. útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Sum þeirra, eink- um Tribune, þrýstu fast á dóms- málaráðuneytið síðustu dagana áður en niðurstaðan fékkst á miðvikudag, að sögn lögfræðinga sem komu að málinu og vildu þau að úrskurðinum í Philadelphiu yrði áfrýjað. Sum stór- fyrirtækjanna segjast ætla að áfrýja upp á eigin spýtur en ólíklegt er að þau hafi erindi sem erfiði ef þau njóta ekki fulltingis dómsmálaráðuneyt- isins. Andstöðu við tilslakanir hefur ver- ið haldið uppi af breiðfylkingu marg- víslegra afla, hópum þingmanna úr röðum jafnt repúblikana sem demó- krata, einnig stéttarfélögum, neyt- endasamtökum, trúarsamtökum, fé- lögum listamanna og mannréttindahópum. Óttast sumir þessara aðila, ekki síst trúarhópar, að frekari samþjöppun myndi auka framleiðslu á ósiðlegri framleiðslu. Gagnrýnendur aukins markaðs- frelsis og minna regluverks segja að þegar sé orðin of mikil samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, uppsprettur frétta og upplýsinga fyrir lesendur og áhorfendur séu í reynd orðnar fá- breyttari en áður. Einnig muni frek- ari samþjöppun valda því að sköp- unargáfa verði heft og gæðum í staðbundnum fréttaflutningi muni hnigna. Fjölmiðlarisarnir og Powell segja hins vegar að vöxtur nýrra fjölmiðla, ekki síst Netsins, hafi gefið neyt- endum kost á fleiri frétta- og upplýs- ingalindum en þeir hafi nokkurn tíma fyrr getað nálgast. Þessir nýju miðl- ar séu í harðri samkeppni við bæði sjónvarp og blöð. Powell bendir einn- ig á að gervihnattasjónvarp og kap- alsjónvarp hafi fært neytendum fjöl- marga valkosti og fullyrðir að aukin samþjöppun í eignarhaldi myndi ekki skaða samkeppni. „Geðþótti og óvarkárni“ Í úrskurðinum í Philadelphiu var fjallað um mál gegn FCC sem kennt var við Prometheus Radio Project en að málshöfðuninni stóðu samtök nokkurra lítilla úvarpsstöðva. Segir dómstóllinn að FCC hafi alls ekki sett fram nægilega góð rök til að réttlæta nýju reglurnar og beitt bæði „geðþótta og óvarkárni“ þegar ráðið reyndi að slaka á gömlu reglunum. Búist er við því að rétturinn í Phila- delphiu muni, ef hæstiréttur hnekkir þá ekki úrskurði hans, þrátt fyrir allt, vísa tillögum Powells aftur til fjöl- miðlunarráðsins til frekari umfjöll- unar. Þykja þessi málalok mikið áfall fyrir Powell sem gerði á sínum tíma umræddar tilslakanir á reglum um eignarhald á fjölmiðlum að einu helsta markmiði sínu. Hann skýrði nýlega frá því að hann myndi hætta í mars en sagði niðurstöðuna í Phila- delphiu valda því að reglur um fjöl- miðlun væru nú orðnar óskýrar og ruglingslegar. Sjálfur hefur hann sagt það hafa verið pólitísk mistök af sinni hálfu að mæla ekki með breyt- ingum í áföngum, breyta ekki fjöl- miðlaumhverfinu smátt og smátt. Þá hefðu pólitísku átökin ekki orðið jafn- afdrifarík. En í grein The New York Times segir að hver sem eftirmaður hans verði sé ólíklegt að hann muni beita sér fyrir jafnumfangsmiklum og rót- tækum tilslökunum á reglunum um fjölmiðlun og fyrirrennarinn vegna þess pólitíska umróts sem tillögur Powells hafi valdið. Þingmenn og sumir embættismenn segja að ef til vill muni ráðið þó slaka nokkuð á sumum reglunum. Embættismenn segja að ein af ástæðum þess að dómsmálaráðu- neytið og FCC ákváðu að fara ekki með málið áfram fyrir hæstarétt hafi verið ótti við að hæstiréttur gæti tek- ið upp á því að endurskoða túlkanir á stjórnarskrárákvæðum sem snerta tjáningarfrelsið og gæti niðurstaðan orðið til að torvelda aðgerðir fjölmiðl- unarráðsins gegn ósiðlegu efni í út- varpi og sjónvarpi. Ráðið sektaði fyr- ir slík brot í fyrra oftar en nokkru sinni fyrr og fjárhæðirnar voru einn- ig þær hæstu sem um getur. Þrýsti- hópar, sumir þeirra íhaldssamir, hafa beitt sér fyrir því að gengið verði enn harðar fram í þessum efnum. Segir ráðið ekki hafa gætt almannahagsmuna Demókratarnir tveir í fjölmiðl- unarráðinu, Jonathan S. Adelstein og Michael J. Copps, voru báðir á móti tillögum Powells en atkvæði féllu þrjú gegn tveimur þegar greidd voru atkvæði í fyrra. Þeir fögnuðu mjög ákvörðun stjórnvalda um að áfrýja ekki til hæstaréttar og sögðu hana mikinn ósigur fyrir Powell. „Með þessu er viðurkennt að ráðið hafi ekki rökstutt nógu vel [nýju] regl- urnar og viðurkennt er að það hafi ekki gætt almannahagsmuna,“ sagði Adelstein. „Þetta er söguleg ákvörð- un fyrir hreyfinguna sem berst fyrir lýðræðislegri fjölmiðlun.“ Copps varaði hins vegar við því að slagurinn væri ekki búinn og sagði að næsti formaður ráðsins ætti að gæta varkárni og gera ekki sömu mistök og Powell. „Þetta eru góðar fréttir en við verðum að halda vöku okkar og koma í veg fyrir að einhver reyni að lauma samþjöppun smám saman í gegn með hjálp ráðsins,“ sagði Mich- ael J. Copps. Hætt við tilslakanir á fjölmiðlareglum Stjórn Bush hyggst ekki reyna að fá hæstarétt til að hnekkja dómi áfrýj- unarréttar sem vísaði frá tillögum hennar um að fjölmiðlarisar mættu eiga bæði blöð og sjónvarpsstöð á sama markaðssvæði. Morgunblaðið/Ásdís Ein af röksemdum þeirra sem vilja slaka á reglum um eignarhald fjölmiðla í Bandaríkjunum er að Netið sé nýr og öflugur keppinautur hefðbundinna sjónvarpsstöðva. Michael K. Powell ’Gagnrýnendur aukinsmarkaðsfrelsis og minna regluverks segja að þegar sé orðin of mikil samþjöppun á fjöl- miðlamarkaði, upp- sprettur frétta og upp- lýsinga fyrir lesendur og áhorfendur séu í reynd orðnar fábreytt- ari en áður. ‘ ns yrðu s á hlut jálfir að sem göngu á ans sem yrir fyr- net yrði yrirtæk- n héldi r nefni- g fremst stu sem eins og utnings, rekstri ar sem irtækis- ðal ann- er mjög stýrt af og verð- g að það á þeirri gt er að ndingu,“ manum að upp- öð, sem na band- landinu nað í því iptafyr- gang að rirtækið hefur að sínu eigin kerfi rétt eins og lög kveða um.“ Brynjólfur bætti við varðandi grunnnetið að tiltekinn opinber aðili hefði ákveðið að fara út fyrir hefð- bundið verksvið sitt og lagt út í samkeppni í rekstri fjarskiptanets á höfuðborgarsvæðinu. Þarna væri hann að vísa til Orkuveitu Reykja- víkur. „Samkeppni er af hinu góða, en grunnur hennar hlýtur að vera sá að jafnræði sé með aðilum. Svo er ekki að okkar mati hvað varðar fjar- skiptarekstur Orkuveitu Reykja- víkur. Mikið tap hefur verið á fjar- skiptarekstri þeirra á undanförnum árum, eins og alþjóð veit, og að okk- ar mati hefur hann verið niður- greiddur af tekjum af einkaleyfis- skyldri starfsemi, þ.e.a.s. af heitu og köldu vatni og rafmagni,“ sagði Brynjólfur. Hann benti á að Orkuveita Reykjavíkur þyrfti ekki að veita dreifðum byggðum þjónustu eins og Símanum bæri að gera og lyti al- mennt engum kvöðum eins og Sím- inn gerði. „Það er hagur allra fyrirtækja á fjarskiptamarkaði að stjórnvöld standi vörð um gagnsæja og heið- arlega samkeppni og komi í veg fyr- ir að markaðsráðandi orkusölufyr- irtæki noti fjármagn sem myndast hefur vegna einkasölu á orku til að greiða niður fjárfestingar vegna fjarskiptakerfis,“ sagði Brynjólfur. Hann sagði að stjórnendur Sím- ans hefðu unnið markvisst að því síðustu misserin að auka virði fyr- irtækisins. Afkoma fyrirtækisins hefði verið umfram áætlanir á ný- liðnu ári og það með öðru hefði auk- ið verðmæti þess. Ímyndin jákvæð „Við höfum líka lagt mikla áherslu á að breyta og nútímavæða ásýnd fyrirtækisins og efla þjón- ustuna. Þetta endurspeglast í því að okkar mælingar sýna að ímynd fyr- irtækisins á samkeppnismarkaði er orðin mjög jákvæð og að traust við- skiptavinanna til þess hefur aukist. Þetta endurspeglast í viðhorfi al- mennings til fyrirtækisins og fram- tíðar þess. Þetta er mjög ánægju- legt og ég held að andinn í fyrirtækinu sé mjög góður. Við er- um tilbúin og tökum þeirri áskorun sem felst í heiðarlegri og opinni samkeppni við þá tvo aðila sem helst eru í samkeppni við okkar fjarskiptarekstur, þ.e.a.s. Og Voda- fone og Orkuveitu Reykjavíkur. Við ætlum okkur að taka þátt í öllu því nýjasta sem er að gerast á þessum markaði og erum á fleygiferð hvað varðar að innleiða nýja tækni og kynna nýja þjónustu fyrir við- skiptavinum okkar. Við munum efla fyrirtækið og styrkja þjónustuna til að mæta aukinni samkeppni með það að leiðarljósi að verða fyrsta val fólks þegar fjarskipti þess eru ann- ars vegar, enda getur fyrirtækið boðið alla fjarskiptaþjónustu á ein- um stað,“ sagði Brynjólfur Bjarna- son að lokum. tið verði ekki aðskilið við einkavæðingu Símans Morgunblaðið/Kristinn MEÐAL íslenzkra kvenna hef- ur upp komið sá misskilningur, að mál vort sé svo einsniðið að viðhorfi karla, jafnt í hversdags- legu tali sem í virðulegum text- um, að naumast verði við unað. Er svo kallað, að slíkt misrétti birtist í sjálfu málkerfinu, þar sem karlkyn ráði ríkjum hvar- vetna, enda sé öll málvenja und- irorpin þessu ofríki hins „sterk- ara“ kyns. Virðast konur þessar ætlast til „úrbóta“ sem vart yrði séð hvar staðar næmu. Augljóst er hvílík málspjöll þar yrðu fram- in. Sá misskilningur sem þarna er á ferð, er af því sprottinn, að teg- undarheitið maður er karlkyns. Þegar rætt er um þessa tegund án kyngreiningar, er því eðlilegt að fram komi karlkynið, og felst þar engin afstaða til kynferðis karla og kvenna. Ef sagt er: „Íslendingar eru allir þjóðhollir“, þá er ljóst að orðið allir á við bæði kyn, því um er að ræða tegundina maður án kyngreiningar. Fáir segðu: „Íslendingar eru öll þjóðholl“, enda væri íslenzkri tungu þar misboðið. Sama máli gegnir um önnur karlkyns tegundarheiti í ríki náttúrunnar. Sagt er: „Þröstur- inn er mófugl; rödd hans er fög- ur.“ Hins vegar: „Lóan er mó- fugl; rödd hennar er fögur.“ Að sjálfsögðu er átt við bæði kyn hvorrar tegundar; en tegundar- heitin, þröstur og lóa, eru karl- kyns annað en kvenkyns hitt; og þau ráða ferðinni. Vonandi endurskoða konur þessar málstað sinn, áður en fitjað yrði frekar upp á hættu- legri villu, sem sprottin væri af misskilningi. Helgi Hálfdanarson Karlkyn og kvenkyn efa með m ýmsir hönd á ttir sem kunnug. 9–23 og að sögn ar, fyr- málefnið Féð var inum í ei verið harm- Bern- að mikil 0 árum vík. Þá höndum hamfar- fnunina u rokk- unni til uðaust- u t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.