Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 33 KIRKJUSTARF argildi Biblíunnar. Organisti Antonia Hev- esi. Kór kirkjunnar leiðir söng. Sunnu- dagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheimilinu og Hvaleyrarskóla. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur: Sr. Yrsa Þórðardóttir. Kór Víði- staðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar www.vidistadakirkja. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Nanna Kristín Jó- hannsdóttir syngur en Nanna Kristín vakti nýlega athygli með söng sínum í Idol keppninni. Æðruleysismessa kl. 20. AA maður flytur vitnisburð og reynslusporin 12 lesin. Hljómsveit Fríkirkjunnar leiðir söng. Kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjón- ustu. ÁSTJARNARSÓKN: samkomusal Hauka að Ásvöllum: Kirkjuskóli á sunnudögum kl. 11–12. Kaffi, djús, kex og leikir eftir helgihaldið. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Stóru- Vogaskóla á laugardögum kl. 11.15. Fjöl- skylduguðsþjónusta með léttum söng og helgisiðum í Kálfatjarnarkirkju sunnudag- inn 30. janúar kl. 17. Þema guðsþjónust- unnar er mannréttindi og kristin trú. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kór Vídalínskirkju syngja og leiða almennan safnaðarsöng. Sunnu- dagaskólinn á sama tíma í safnaðarheim- ilinu, yngri og eldri deild. Nýtt og skemmtilegt efni, frábæru leiðtogarnir og skemmtilegu börnin og foreldrar þeirra. Barn borið til skírnar. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Við athöfnina þjónar sr. Hans Markús Hafsteinsson, ásamt leik- mönnum. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu á eftir í boði sókn- arnefndar, í umsjá Kvenfélags Garðabæjar. Prestarnir. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn í Álftanesskóla kl. 11. Sama skemmtilega efnið og sömu skemmtilegu leiðbeinendurnir. Ekki má heldur gleyma öllum skemmtilegu börn- unum og foreldrum þeirra. Mætum vel. Prestarnir. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Samverustundir í trú og gleði í um- sjón samstarfshóps um barnastarfið í kirkjunni. Guðsþjónusta kl. 20. Létt kirkjuleg sveifla með kór og hljómsveit kirkjunnar. Notaleg helgistund með létt- um trúarlegum söngvum (gospel) og nýj- um tóni. Sr.Yrsa Þórðardóttir þjónar. Fermingarbörn og foreldrar sérstaklega hvött til að mæta. TTT-starf verður nú á þriðjudögum kl. 18-19. Bjóðum öll 10-12 ára (TTT) börn velkomin. Foreldramorgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Ferming- arfræðsla á miðvikudögum kl. 14.40-16. Spilavist eldri borgara á fimmtudögum kl. 14-17. Sóknarnefnd og sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Baldur Kristjánsson YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudaginn 30. janúar kl. 14. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Natalíu Chow Hewlett organista. Meðhjálpari Ást- ríður Helga Sigurðardóttir. Aðalsafn- aðarfundur Ytri-Njarðvíkursóknar verður haldinn í safnaðarsal kirkjunnar að lok- inni guðsþjónustu 6. febrúar kl. 14. Sunnudagaskóli sunnudaginn 30. janúar kl. 11 í umsjá Margrétar H. Halldórs- dóttur og Gunnars Þórs Haukssonar. For- eldrar eru hvattir til að mæta með börn- unum. NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík): Sunnudagaskóli í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 30. janúar kl. 11. í umsjá Margrétar H. Halldórsdóttur og Gunnars Þórs Haukssonar. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Ekið frá Safn- aðarheimilinu kl. 10.45 og komið við í strætóskýlinu Akurbraut á leið í Ytri- Njarðvíkurkirkju. KEFLAVÍKURKIRKJA: Biblíudagurinn. Sunnudagaskóli kl. 11. Elín Njálsdóttir, umsjónarmaður. Eiríkur Valberg, Arnhildur H. Arnbjörnsdóttir, Sigríður Helga Karls- dóttir, Sara Valbergsdóttir og Ólafur Freyr Hervinsson. Engin messa verður þennan dag vegna ferðar starfsfólks og sókn- arnefndar í Skálholt. Minnum á myndlist- arsýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur, Mátturinn og dýrðin, í Kirkjulundi og Lista- safni Reykjanesbæjar kl. 13-17.30 til 6. mars. Sjá: keflavikurkirkja.is HVALSNESKIRKJA: Laugardagurinn 29. janúar, Safnaðarheimilið í Sandgerði: Kirkjuskólinn kl. 11. Sunnudagur, Bibl- íudagurinn: Safnaðarheimilið í Sandgerði. Guðsþjónusta kl. 11. Kór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. NTT -Níu til tólf ára starf er ísafn- aðarheimilinu í Sandgerði áþriðjudögum kl.17. Foreldrastundir eru á þriðjudögum kl. 13 í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Miðvikudagurinn 26. janúar: Helgistund í Miðhúsum kl. 11. Safnaðarheimilið Sæ- borg: Alfa-námskeið kl 19. á mið- vikudögum. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Laugardagurinn 29. janúar, Safnaðarheimilið Sæborg: Kirkju- skólinn kl. 13. Sunnudagur, Biblíudag- urinn. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Útskála- kirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. Garðvangur: Helgistund kl. 15.30. NTT -Níu til tólf ára starf er í safnaðarheimilinu á fimmtudögum kl. 17. Miðvikudagurinn 2. febrúar: Helgistund í samkomuhúsinu í Garði kl. 12.30. Safn- aðarheimilið Sæborg: Alfa-námskeið kl. 19 á miðvikudögum. Sóknarprestur. BORGARNESKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.15. Messa kl 14. Stefán Einar Stefánsson, guðfræðinemi, flytur hugleiðingu.Sókn- arprestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Fjölskyldumessa sunnudag kl. 11 í öllum regnbogans lit- um. Sr. Magnús Erlingsson. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20.30. Biblíudagurinn. Prestur sr. Svavar A. Jónsson. Stúlknakór Akureyrarkirkju flytur Taize-söngva. Stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson. Tekið við samskotum til Biblíu- félagsins. GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjón- ar. Barnakór kirkjunnar leiðir söng. Stjórn- andi Ásta Magnúsdóttir. Organisti Hjörtur Steinbergsson. Kvöldguðsþjónusta með léttri tónlist kl. 20.30 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Krossbandið sér um tónlistina. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Hjálp- ræðissamkoma sunnudag kl. 11. Ræðu- maður Erlingur Níelsson. Sunnudagaskóli kl. 11. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir messu. 31. jan. (mánud.) Kyrrð- arstund kl. 18. Sóknarprestur. SKEIÐFLATARKIRKJA í Mýrdal: Guðs- þjónusta kl. 14. Kristín Björnsdóttir leikur á orgel og stjórnar kór kirkjunnar. Fjöl- mennið til kirkju. Sóknarprestur. KIRKJUSKÓLINN Í MÝRDAL: Munið sam- veru kirkjuskólans, í Víkurskóla frá kl. 11.15 til 12.00. Nýjar bækur og myndir. Rebbi refur og fleiri heimsækja brúðuleik- húsið. Biblíusögur, söngur og litastund. Sóknarprestur og starfsfólk kirkjuskól- ans. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður kl. 11.00. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Sunnu- dagaskóli kl. 11.15. Léttur hádegisverður á eftir í safnaðarheimilinu. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10, kaffisopi á eftir. Foreldramorgnar mið- vikudag kl. 11. Sólrún Auðbertsdóttir, sjúkraliði og nuddari, kemur og kynnir ungbarnanudd. Kirkjuskóli í Fé- lagsmiðstöðinni miðvikudaga kl. 13.30. Sr. Gunnar Björnsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. HVERAGERÐISKIRKJA: Biblíudagurinn: Sunnudagaskóli kl. 11. Foreldramorgnar á þriðjudagsmorgnum kl. 10–11.30 í Safnaðarheimili Hveragerðiskirkju. Jón Ragnarsson. HRÍSEYJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.00. HOLTSPRESTAKALL, EYVIND- ARHÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn með foreldrum sér- staklega boðin. Sóknarprestur. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fyrstu messunnar á þessu ári í Breiðholts- kirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 30. janúar, kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu sjö árin. Fram- kvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guð- fræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbæn- arþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbún- ingi og framkvæmd Tómasarmess- unnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar. Ensk messa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 30. janúar nk. kl. 14.00 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti Hörður Áskelsson. Guðrún Finn- bjarnardóttir mun leiða almennan safnaðarsöng. Messukaffi að athöfn lokinni. Fjórða árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgríms- kirkju síðasta sunnudag hvers mán- aðar. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja). Sunday 30th of January at 2 pm. The Fourth Sunday of Epiphany. Holy Communion. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Organist: Hörður Ás- kelsson. Leading singer:Guðrún Finnbjarnardóttir. Refreshments after the Service. Biblíusýning í Hafnarfjarðarkirkju á biblíudag NÆSTKOMANDI sunnudagur er biblíudagur Þjóðkirkjunnar. Af því tilefni fjallar sr. Þórhallur Heim- isson um Biblíuna við guðsþjónustu dagsins í Hafnarfjarðarkirkju sem hefst kl. 11.00. Eftir guðsþjón- ustuna mun hann sýna Biblíusafn sitt í safnaðarheimili kirkjunnar. Í Biblíusafninu er m.a. að finna grænlenska, rússneska, kínverska og latneska Biblíu svo eitthvað sé nefnt. Gefst kirkjugestum kostur á að bera saman ólíkar útgáfur hinn- ar helgu bókar á mörgum tungu- málum, en engin bók hefur verið þýdd á fleiri tungumál en einmitt Biblían, eins og alkunna er. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til guðsþjónustu í Kolaportinu næsta sunnudag 30. janúar kl. 14.00. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni flytur hugleiðingu og þjónar ásamt prestunum Jónu Hrönn Bolladóttur og Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörðina. Hægt er að leggja inn fyrirbæn- arefni til þeirra sem þjóna í guðs- þjónustunni áður en stundin hefst. Í lok stundarinnar verður blessun með olíu. Guðsþjónustan fer fram í kaffistofunni hennar Jónu í Kola- portinu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi. All- ir velkomnir. Miðborgarstarf þjóðirkjunnar. Æðruleysismessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði SÍÐASTLIÐIÐ haust var bryddað upp á þeirri nýbreytni að halda æðruleysismessur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Haldnar voru mán- aðarlega slíkar messur fram að áramótum og hefjast þær nú aftur. Á sunnudaginn kemur, 30. janúar, verður haldin æðruleysismessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 20 og er það sem fyrr hópur áhugafólks um æðruleysismessur sem stendur á bak við þetta helgihald ásamt prestum Fríkirkjunnar. Þetta áhugafólk hefur kynnst reynslu- sporunum 12 sem liggja til grund- vallar í öllu starfi AA samtakanna svo og samtaka aðstandenda alkó- hólista í Al-Anon og öðrum sam- tökum sem vinna á sama grunni. Í messunni á sunnudaginn kemur mun AA maður greina frá reynslu sinni og reynslusporin 12 verða les- in og kynnt. Tónlistin verður af léttara taginu í samræmi við þá gleði sem auðkennir góðan bata og annast „Fríkirkjubandið“ hana undir stjórn Arnar Arnarsonar. Að lokinni messu munu þau sem standa á bak við þetta framtak bjóða upp á kaffisopa í safnaðarheimili Frí- kirkjunnar. Litamessa í Laugarneskirkju Á MORGUN, sunnudag 30. janúar, býður söfnuður Laugarneskirkju til Litamessu, þar sem allt tal og söng- ur verður á forsendum barnanna. Sunnudagaskólakennararnir Hild- ur Eir Bolladóttir, Heimir Haralds- son og Þorvaldur Þorvaldsson stýra samverunni ásamt Sigurbirni Þor- kelssyni framkvæmdastjóra. Trúð- urinn lítur inn, brúður spjalla um lífsgátuna, bænir eru beðnar og sunnudagaskólalögin eru sungin af gleði. Guðsþjónusta með prédikun verður kl. 13.00 í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu að Hátúni 12, og er allt fólk velkomið að taka þátt. Guðrún K. Þórsdóttir djákni prédikar og þjóna ásamt hópi sjálf- boðaliða. Organisti Aðalheiður Þor- steinsdóttir. Þorrahátíð aldraðra í Grensáskirkju NÆSTKOMANDI miðvikudag, 2. febrúar, verður árlegur þorrafagn- aður í starfi aldraðra í Grens- áskirkju. Samverustundin hefst með helgistund kl. 12.10 en að henni lokinni verður sest að borð- um og snæddur þorramatur. Þátt- taka kostar kr. 2000 og fólk er beð- ið um að skrá sig í síma 580 0800 í síðasta lagi fyrir há- degi á þriðjudag, 1. febrúar. Biblíudagurinn í Neskirkju HVAÐA gleraugu notar þú til að lesa Biblíuna? Hver er þinn skiln- ingur á hlutverki hennar? Í messu í Neskirkju, sunnudaginn 30. janúar, verður fjallað um biblíunotkun og biblíuskilning. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Ósk- arsdóttur. Organisti Steingrímur Þórhallsson og Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Börnin byrja í mess- unni, en fara síðan í safnaðarheim- ilið. Kaffihúsið verður opið Alfanámskeið í Vídalínskirkju ALFA er tíu vikna námskeið, einu sinni í viku, þar sem fjallað er um grundvallaratriði kristinnar trúar. Auk þess fara þátttakendur í eina sólarhringsferð út úr bænum. Fjallað er um mikilvægustu spurningar lífsins. Hvorki eru gerð- ar kröfur um trúarafstöðu, né um heimalærdóm eða aðrar kröfur gerðar til þátttakenda. Á námskeið- inu gefst fólki tækifæri til að spyrja spurninga og taka þátt í skapandi umræðu um lífið og tilveruna. Alfa er öllum opið og er fyrir þá sem vilja leita svara við spurn- ingum um tilgang lífsins og vilja kynna sér grundvallaratriði krist- innar trúar og þá sem langar til að velta fyrir sér hvaða gildi móta í raun líf okkar og samfélag. Alfa er fyrir þá sem trúa, sem efast og síð- an ekki síst fyrir þá sem ekki trúa, eða eru leitandi á trúarsviðinu. Alfanámskeiðið stendur yfir í 10 vikur, á þriðjudagskvöldum frá kl. 19.00 til kl. 22.00. Hvert kvöld hefst með léttum málsverði. Síðan er umræðuefnið útskýrt og rætt í umræðuhópum. Fyrsta samveran mun verða þriðjudaginn 1. febrúar, kl. 19.00. Innritun stendur yfir á skrifstofu Vídalínskirkju, sími 565-6380. Eða í gsm Hans Markúsar 897- 6545 eða netfang: hansmark- @centrum.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugarneskirkja MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 Útsölulok Síðasti dagur útsölunnar, allt að 50% aflsáttur. MESSUR Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.