Morgunblaðið - 29.01.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 29.01.2005, Síða 41
Lummurnar eða til að gista eina nótt í kofanum. Og hvað þú nenntir að burðast með okkur og varst þolin- móður, sérstaklega með alla hár- greiðsluleikina, þar sem við fengum að gera í þig hverja greiðsluna á fæt- ur annarri og svo kallaðir þú okkur bara hjartasólirnar þínar og brostir við okkur. Að ógleymdu innra her- berginu í kofanum þar sem við gát- um gleymt okkur í fleiri klukkutíma við að byggja hús úr dýnunum eða bara að hoppa og ærslast. Eftir að við uxum úr grasi er sömu sögu að segja, þú varst alltaf til stað- ar fyrir okkur og virtist stoltur yfir ákvörðunum okkar í lífinu, fyrir utan það að Binna flutti til BAndaríkj- anna, en þú varst alltaf hrifnastur af Íslandi og vildir hafa okkur hér. Þú hafðir ansi sterkar skoðanir á mál- um og við höfðum nú lúmskt gaman af því að rökræða við þig ýmis mál- efni en alltaf í góðu og hægt að brosa að því í lokin. Börnin okkar fengu að kynnast sveitinni, kofanum og auðvitað afa Bjössa eins og þau kölluðu þig. Það á eftir að vera mjög skrítið að sjá þig ekki standa fyrir framan kofann og bíða okkar þegar við rennum í hlað. Þú stóðst með okkur sama hvað á bjátaði í lífi okkar og reyndir að auð- velda okkur leiðina í gegnum það og fyrir það þökkum við þér og fyrir það að vera Bjössi frændi. Þínar hjartasólir, María og Birna Þórisdætur. Elsku Bjössi, þetta verður víst hinsta kveðjan til þín. Ég kynntist þér fyrir mörgum ár- um þegar ég kom inn í fjölskylduna þína og þótt ég sé löngu farin úr henni, þá héldum við alltaf sam- bandi. Þú varst gull af manni, Bjössi minn, alltaf svo hress og jákvæður. Það var svo gott að tala við þig, þú kallaðir mig alltaf svo fallegum nöfn- um að mér leið vel í langan tíma á eftir. Ég er svo þakklát að ég kom til þín í sumar með dóttur mína á Snæ- fellsnes og fékk að hitta þig þar í síð- asta skiptið, á staðnum sem þú elsk- aðir að vera á. Ég bjóst nú ekki við að það yrði í síðasta skiptið sem ég hitti þig, því þú varst svo hress. En vegir Guðs eru órannsakanlegir. Það er yndislegt að þú fékkst að eyða síðasta sumrinu þínu í sveit- inni. Ég hringdi í þig á aðfangadag og þú varst ekki mikið að kvarta þó þú værir veikur, þú vildir nú ekki láta fólk hafa áhyggjur af þér, þann- ig varstu. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert nú. Ég mun sakna þín, því þú fylltir í skarðið fyrir afa sem mig langaði að eiga en man lítið eft- ir. Ég er ríkari að hafa þekkt þig, kæri Bjössi. Megi Guð blessa þig og hvíl í friði. Mig langar að lokum að kveðja þig með sálminum Kallið er komið. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín vinkona í Vestmannaeyjum Halla Einarsdóttir. Elsku Bjössi afi, nú ertu farinn frá okkur og kominn á betri stað. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í huga okkar þegar við setjumst hérna niður saman, því alltaf var jafn gaman að koma til þín í sveitina. Áður en Þórislundur var byggður komum við öll fjölskyldan oft til þín í litla kofann og létum fara vel um okkur, þótt þröngt væri. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur og kallaðir okkur stelpurnar „elsku hjartasólirnar mínar“. Við gerðum heilu spilaborgirnar á teppinu hjá þér og bjuggum til heilan renni- brautagarð í kofanum úr dýnunum þínum sem við fífluðumst í tímunum saman. Þegar við vorum svona litlar höfðum við ekkert vit á peningunum sem þú leyfðir okkur að velja úr veskinu þínu áður en við fórum heim og því völdum við alltaf rauða seðill- inn því hann var svo fallegur. Þetta fannst þér fyndið og um leið spenn- andi hvort við værum að fá eitthvert peningavit. Við munum líka hvað við vorum ánægðar með að þú skyldir hafa Týru fyrir okkur í tvö skipti þegar við vorum í útlöndum því henni leið vel hjá þér, en þú sagðir að hún vildi ekki þennan þurrmat og hún var því í veislufæði í þessar vik- ur hjá þér. Elsku afi takk fyrir allar góðu stundirnar. Jóna María, Eva Björg og Sigríður Þórey. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 41 MINNINGAR Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Börnum, tengdabörnum, barna- börnum og barnabarnabarni send- um við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín elsku frænka. Guðrún Birna, Elín Laufey og fjölskyldur. Eitt það erfiðasta sem kemur fyrir okkur í lifenda lífi er að kveðja sína bestu vini og ættingja hér á jörð. En nú er svo komið að ég þarf að kveðja mína kæru vinkonu, Elínu Lofts- dóttur, með þessum fátæklegu lín- um. Það er ekki hægt að skrifa niður allt sem mann langar um þá djúpu vináttu sem skapast milli vina, en eitt er víst að margt væri hægt að segja. Þau eru um það bil 63 árin okkar Ellu, sem við fengum að vera nálægt hvor annarri og fylgjast að. Kynni okkar Ellu hófust er við unnum sam- an í versluninni Bjarma við Mið- stræti. Það voru góðir tímar, nóg að starfa og gleðin í hávegi höfð. Það var einstaklega gott að vinna með Ellu. Hún var skipulögð og dugleg og það smitaði út frá henni að allt varð að vera hreint og fínt og öllu vel fyrir komið. Við urðum strax mjög samrýndar og þannig var að við fengum hálfa klukkustund í kaffi. Þá reyndum við að fara saman og fórum þá ýmist að Skuld til mömmu minn- ar, eða að Ingólfshvoli þar sem Ella bjó hjá foreldrum sínum. Svo kom að því að við fórum saman á húsmæðra- skóla á Ísafirði þar sem við deildum saman herbergi og kynntumst enn nánar fyrir bragðið. Þetta var ein- staklega skemmtilegur tími þar sem við stunduðum nám ásamt 17 öðrum stúlkum víðs vegar af landinu. Oft vorum við kallaðar systurnar frá Eyjum og vorum við hreyknar af. Ella var mjög vönduð manneskja og löðuðust allir að henni. Hún vildi öllum gott gera. Ella og Gísli Eng- ilbertsson gengu í hjónaband árið 1947. Voru þau hjónin mjög samrýnd og samtaka í öllu sem þau gerðu. Gísli lést í mars árið 2002 svo nú eru þau saman á ný. Það eru forréttindi að hafa átt aðra eins vini og þau hjónin Ellu og Gísla og áttum við Jó- hannes margar góðar stundir með þeim í gegnum árin. Með tár í augum kveð ég kæra vinkonu. Guð geymi hana og afkom- endur hennar. Við Jóhannes ásamt börnum okk- ar sendum börnum Ellu, barnabörn- um og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Guðfinna Stefánsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Góð kona er gengin. Elín Lofts- dóttir lést á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 22. janúar sl. Ella Lofts, eins og hún var oftast kölluð, var glæsileg og vel klædd kona, sem bjó yfir mikilli reisn. Hún var mikil húsmóðir, gest- risin og góð heim að sækja. Heimili þeirra hjóna Ellu og Gísla var glæsi- legt og báru þau mikla umhyggju fyrir fjölskyldu og vinum. Ég kynntist Ellu fyrst í gegnum Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló í Vestmannaeyjum. Ella var þar góð- ur félagi og fylgdist hún með þjóð- og heimsmálum og hafði sínar skoð- anir á flestum málefnum. Alltaf mætti Ella á alla fundi sem hún var boðuð á og alltaf spurði hún hvort hún ætti ekki að koma með meðlæti með sér á fundinn. Aftur lágu leiðir okkar Ellu saman í Oddfellowreglunni. Hún starfaði í áratugi með stúkunni Vilborgu í Vestmannaeyjum og var þar virkur félagi. Vilborgarsystur kveðja Ellu Lofts með söknuði og virðingu. Fyrir nokkrum árum bilaði heils- an hjá Ellu. Eftir að Gísli eiginmað- ur Ellu lést gat hún ekki verið ein og flutti þá á Hraunbúðir, þar sem hún naut umhyggju fagfólks vegna veik- inda sinna. Alltaf var jafn gaman að heimsækja Ellu hvar sem hún var. Konfektskálin var aldrei langt und- an og hún sá til þess að gestir færu aldrei frá henni án þess að fá góð- gæti. Nú þegar komið er að kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessari ynd- islegu konu og starfa með henni. Ég kveð Ellu Lofts með söknuði og sendi börnum hennar og fjölskyldu, Guðnýju systur hennar og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Guðbjörg Matthíasdóttir. Elín Loftsdóttir frá Vestmanna- eyjum er látin. Fráfall Elínar Lofts- dóttur kallar fram í hugann hlýjar minningar frá mörgum samveru- stundum allt frá árinu 1966. Þá flutti ég til Vestmannaeyja og nærri sam- stundis tókst með okkur Engilberti syni Elínar einlæg vinátta, sem hald- ist hefur alla tíð. Því fylgdi að við Engilbert urðum heimagangar á heimilum hvor annars og sú vinátta sem milli okkar tókst breiddi sig einnig til foreldra okkar. Ég naut því þess að kynnast náið þeim hjónum Elínu og Gísla Engilbertssyni, sem féll frá fyrir fáum árum. Ég hef alltaf litið á það sem gæfu að hafa ungur flutt til Vestmanna- eyja. Þótt náttúrufegurð og kröftugt athafnalíf hafi haft sitt að segja var það fyrst og fremst allt það góða fólk, sem ég kynntist, sem skipti máli. Það var gæfa að fá að kynnast Elínu og Gísla og þótt langt sé síðan ég flutti frá Vestmannaeyjum og heimsóknir þangað orðnar strjálar hélst vinátta við Elínu og Gísla óbreytt. Heimsókn til þeirra var fastur liður á dagskrá þegar til Eyja var komið og þráfaldlega naut ég gistivináttu þeirra og gestrisni og skipti engu máli hvort Engilbert var með í för eða ekki. Til Elínar var alltaf gott að koma. Hún hélt glæsilegt heimili og óund- irbúið gat hún alltaf töfrað fram veislur, sem helst minntu á ferming- arveislur. Milli þeirra hjóna ríkti jafnræði og gagnkvæm vinátta og virðing, sem ekki fór fram hjá nein- um. Sjálf var Elín hógvær og hlé- dræg en í samræðum gekk enginn þess dulin að hún hafði sterkar skoð- anir á mönnum og málefnum og lét þær ákveðið í ljós. Með sínu rólega fasi setti Elín sterkan lit á samfélag- ið. Við fráfall Elínar vil ég votta fjöl- skyldu hennar og vinafólki mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég minnist Elínar með vinsemd og virð- ingu. Pétur Bjarnason. Elskulegur eiginmaður minn og bróðir okkar, GYLFI ÁRNASON, Snægili 30, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laug- ardaginn 22. janúar. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 31. janúar kl. 14.00 Marilou Durana Dequino, Ólafur Árnason, Eygló Árnadóttir. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður, okkar tengdaföður, afa og lang- afa, HALLDÓRS KRISTINS BJARNASONAR, dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði. Björn Halldórsson, Guðmunda Ólöf Halldórsdóttir, Jón Jóhannsson, Þorbjörg Halldórsdóttir, Önundur Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES ODDSSON glerskurðarmeistari, Vesturgötu 57A, andaðist miðvikudaginn 26. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 3. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á MS-félagið, sími 568 8620. Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Sigurður Páll Ásólfsson, Gunnlaug Jóhannesdóttir, Þórður Guðmundsson, Gunnar Jóhannesson, Laufey Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför föður okkar, ROY Ó. BREIÐFJÖRÐ, sem lést miðvikudaginn 19. janúar, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hulda M. Breiðfjörð, Heiðar P. Breiðfjörð, Pálmar Breiðfjörð. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu og langömmu, ERLU FINNSDÓTTUR frá Siglufirði. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki 5. hæðar á Skjóli fyrir frábæra umönnun og hlýhug í hennar garð. Haukur Ö. Magnússon, Jóhanna Hauksdóttir, Bára Hauksdóttir, Bylgja Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HENNÝ DAGNÝ SIGURJÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Laugarnesvegi 42, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudags- kvöldið 26. janúar. Páll Heimir Einarsson, Arnfríður Einarsdóttir, Brynjar Níelsson, Einar Brynjarsson, Helgi Brynjarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.