Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Heilsukoddar
Heilsunnar vegna
Opi› í dag laugardag
frá kl. 11-16
DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið í sam-
starfi við Biskupsstofu og útfararstofur
vinnur nú að gerð siðareglna fyrir útfar-
arstofur. Forvinnu við reglugerðina er lok-
ið og verður á næstunni skipuð nefnd sem
ganga mun frá reglunum.
Í gildi eru nú þegar ýmis lög og reglur
sem ná til útfara og útfararþjónustu og í
reglugerð um útfararþjónustu er m.a.
kveðið á um að útfararstofnanir skuli í
störfum sínum hafa til hliðsjónar siðareglur
sem gilda fyrir útfararstofnanir í Evrópu.
„Í ljós hefur komið að það þurfa að vera
nánari reglur um útfarir og allt sem að
þeim lýtur,“ segir Kristján Valur Ingólfs-
son, hjá Biskupsstofu, um tilefni gerðar
siðareglna. Hann bendir á að engin lands-
samtök útfararstofa séu til hér á landi eins
og tíðkast á öllum Norðurlöndunum og víð-
ar, en slík samtök setja sér m.a. innri siða-
reglur. Úr því sé brýnt að bæta og taka
þurfi til umfjöllunar samhliða gerð siða-
reglna.
Þá bendir hann á að engar reglur séu um
það í íslenskum lögum hvernig flytja skuli
lík og ösku milli landa. Þetta þurfi tvímæla-
laust að taka til skoðunar./8
Lög og reglur
um útfararstofur
Verið að
semja
siðareglur
FYRSTA alþjóðlega sundmótið í hinni nýju
og glæsilegu keppnislaug í Laugardalnum í
Reykjavík hófst í gær.
Það er Reykjavík International sem Sund-
félagið Ægir sér um og stendur yfir alla
helgina. Hér stinga fyrstu keppendurnir sér
með tilþrifum í 400 metra skriðsundi
kvenna, fyrstu grein mótsins. Teresa Als-
hammar frá Svíþjóð, heimsmethafi í 50 og
100 metra skriðsundi í 25 metra laug, er
meðal þeirra erlendu keppenda sem mættir
eru til leiks.
Morgunblaðið/Þorkell
Stinga sér til sunds í nýju lauginni
BAUGUR Group hefur tvöfaldað hlut
sinn í Flugleiðum. Greint var frá því í til-
kynningu til Kauphallar Íslands í gær að
Baugur hefði keypt 77 milljónir hluta í
Flugleiðum og aukið hlut sinn úr 3,03%
af heildarhlutafé félagsins í 6,07%.
Ekki var greint frá gengi hlutabréf-
anna í þessum við-
skiptum. Lokaverð
þeirra í gær var
13,45, hækkaði um
1,1% í viðskiptum
dagsins, og því má
ætla að kaupverð
þess hlutar sem
Baugur keypti hafi
verið um einn millj-
arður króna.
Baugur hefur áð-
ur átt stóran hlut í
Flugleiðum. Í maí á
síðasta ári seldu Baugur og Eignar-
haldsfélagið Fengur öll hlutabréf sín í
Flugleiðum, alls tæplega 27% hlutafjár-
ins. Hlutur Baugs var þá 21%. Skarp-
héðinn Berg Steinarsson, framkvæmda-
stjóri innlendra fjárfestinga hjá Baugi,
sagði af því tilefni, að salan væri í sam-
ræmi við þá stefnu félagsins að draga úr
fjárfestingum hér á landi en auka þær
erlendis.
Aðspurður segir Skarphéðinn Berg að
fjárfesting Baugs í Flugleiðum, sem
greint var frá í gær, feli ekki í sér
stefnubreytingu hjá Baugi, heldur líti
fyrirtækið á Flugleiðir sem góðan fjár-
festingarkost. Að hans sögn liggur ekki
fyrir á þessu stigi hvort hlutur Baugs í
Flugleiðum verði aukinn.
Sjóvá-Almennar seldu
Í gær var greint frá því að Sjóvá-
Almennar tryggingar hefðu selt 115
milljónir hluta í Flugleiðum og minnkað
þannig eignarhlut sinn í félaginu úr
9,02% í 4,49%. Miðað við lokaverðið í
gær má ætla að söluverðið hafi verið um
1,5 milljarðar króna.
Baugur
tvöfaldar
hlut sinn í
Flugleiðum
var á þessum slóðum. Ekki var tal-
ið að um bráða hættu væri að ræða
enda rak skipið í átt frá landi.
ÓSKAÐ var eftir aðstoð Land-
helgisgæslunnar vegna Dettifoss
Eimskipafélagsins í gærkvöld, en
skipið rak þá stjórnlaust um átta
sjómílur austur af Eystrahorni.
Varðskipið Týr var komið að
skipinu um kl. 22 og var ráðgert
að kanna hvort stýrisblað væri
dottið af því eða hvort eitthvað
annað ylli því að það lét ekki að
stjórn.
Að sögn Hörpu Þorláksdóttur,
kynningarstjóra hjá Eimskip, var
unnið að því seint í gærkvöldi að
koma skipinu í tog og áformað að
draga það til hafnar á Eskifirði,
um 50 sjómílna leið.
Tókst að koma taug um borð í
skipið en hún slitnaði kl. 23:37.
Var ætlunin að koma taug í skipið
á nýjan leik. Var alls óvíst um það
hvernig til tækist, því haugasjór
Dettifoss var á leið frá Reykja-
vík til Eskifjarðar en skipið er not-
að til gámaflutninga milli landa.
Dettifoss er stærsta skipið í flota
Eimskips ásamt Goðafossi, 14.664
brúttótonn að stærð.
Dettifoss stjórnlaus undan landi
Morgunblaðið/Golli
LANDSBANKI Íslands skilaði
12,7 milljarða króna hagnaði á
árinu 2004 og er það um þremur
milljörðum meiri hagnaður en
markaðsaðilar reiknuðu með. Er
þetta rösklega fjórföldun hagn-
aðar í samaburði við árið 2003.
Hagnaður af Íslandsbanka nær
tvöfaldaðist á sama tímabili og
var 11,4 milljarðar en það er
einnig umfram meðalspá á mark-
aði.
Samanlagður hagnaður við-
skiptabankanna þriggja nam því
39,9 milljörðum króna á árinu
2004.
Mikill útlánavöxtur einkennir
uppgjör Landsbankans og Ís-
landsbanka sem skilar sér m.a. í
aukningu á hreinum vaxtatekjum
frá árinu áður. Einnig setur stór-
aukinn gengishagnaður, sem fyrst
og fremst er myndaður af hluta-
bréfaeign í öðrum félögum, mark
sitt á afkomu félaganna.
Rekstrartekjur Landsbankans
jukust í heild um 77% og námu
tæplega 34 milljörðum króna. Hjá
Íslandsbanka námu rekstrartekj-
urnar alls röskum 38 milljörðum
króna og jukust um 87%. Mest
var aukningin, í krónum talin, á
gengishagnaði og vaxtatekjum
hjá báðum bönkunum. Vegna
hinnar góðu afkomu var arðsemi
eigin fjár mikil hjá bönkunum
tveimur, eða 50% hjá Landsbank-
anum og 40% hjá Íslandsbanka.
Vöxtur í útlánum Landsbank-
ans nam 68% á árinu eða 223
milljörðum króna og vöxtur út-
lána Íslandsbanka nam 49% eða
155 milljörðum á árinu.
KB banki birti afkomu sína fyrr
í vikunni og er samanlagður
hagnaður viðskiptabankanna
þriggja nærri 40 milljarðar króna.
Það er 145% meiri hagnaður en
var af bönkunum samanlagt í
fyrra. Sé Straumi Fjárfestingar-
banka einnig bætt við nemur
samanlagður hagnaður bankanna
46,3 milljörðum króna.
Hagnaður Landsbanka 12,7
milljarðar – Íslandsbanka 11,4
Samanlagður hagnaður viðskipta-
bankanna þriggja 40 milljarðar
&+
%::1%::2
E
G
E C
" !
"
/!
65%:
%357
5&15
47144
44:?
11:?
37?
425?
Hagnaður/13
♦♦♦