Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þá geta nú blessuð hjónakornin látið sig hverfa í skíðatúr á heimalandinu þegar næstu stór- afmæli þjóðarinnar verða. Kjör og vinnuskil-yrði blaðburðar-fólks hafa verið í umræðunni undanfarin misseri, enda ýmsum þótt sem réttindi sumra hafi verið brotin í þeim efnum, einkum hafa foreldrar blaðburðarbarna látið í sér heyra, t.d. í blaðagreinum. Meðal annars hefur verið á það bent að blaðberar Fréttablaðsins og DV vinna enn án formlegs kjarasamnings. Morgunblaðið samdi ár- ið 2003 við Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur um kjör sinna blaðbera. Forsvarsmenn Pósthúss- ins ehf., sem annast dreifingu Fréttablaðsins og DV, hafa sagt að viðræður séu að hefjast við Póst- mannafélag Íslands og Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur um gerð kjarasamnings. Þegar rætt var við forsvarsmenn beggja félaga voru svörin þau að engar formlegar við- ræður hefðu enn farið fram milli aðila það sem af er þessu ári en fulltrúar VR og Pósthússins ætla að hittast í næstu viku. Verður gripið til dagsekta Í október sl. voru kjör blaðburð- arfólks rædd á Alþingi. Í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardótt- ur þingmanns um þessi mál kom fram að fyrir nokkrum misserum var atvinnurekendum, sem annast útgáfu og dreifingu dagblaða, sent bréf frá Vinnueftirlitinu þar sem vakin var athygli á þeirri skyldu þeirra að gera svonefnt áhættu- mat vegna starfa blaðburðarfólks með tilliti til heilsu og öryggis. Fyrirtæki hafi brugðist misjafn- lega við erindinu. Steinar Harðarson, umdæmis- stjóri Vinnueftirlitsins á höfuð- borgarsvæðinu, segir að enn séu fyrirtæki sem ekki hafi skilað áhættumati, þ.m.t. Pósthúsið, en lokafrestur til að skila því rennur út í lok mánaðarins. Eftir það verði gripið til dagsekta. Í áhættumatinu er litið til lík- amlegs álags við útburð og hvort fylgt sé eftir ákvæðum um vinnu- tíma. Þá er í tilvikum, þar sem börn 13–17 ára eiga í hlut, miðað við að þau geti án vandræða dreift blöðum og tekið sé tillit til að- stæðna, s.s. hvort fólk er á leið heim af skemmtistöðum í tiltekn- um hverfum þegar útburður stendur yfir, o.s.frv. Að sögn Arnar Þórissonar, áskriftarstjóra Morgunblaðsins, skilaði Morgunblaðið áhættumati í desember 2003. Sjálfsagðar leikreglur Elías Magnús Guðmundsson, forstöðumaður kjarasviðs VR, segir fulltrúa félagsins og Póst- hússins hafa hist tvisvar á síðasta ári í þeim tilgangi að koma á kjara- samningi en viðræður hafi engu skilað. Pósthúsið hafi t.a.m. ekki fallist á að gera samning við VR, sams konar þeim sem Árvakur gerði árið 2003 vegna Morgun- blaðsins. Elías segir að þegar slík- ur samningur liggi fyrir sé mest um vert að orlofsréttur, veikinda- réttur, uppsagnarfrestur, o.þ.h. er mun sterkari en ef réttarstaða við- komandi byggist eingöngu á lög- um, auk þess sem engin lágmarks- laun gildi um þá sem ekki eru í stéttarfélagi. Samningur VR og Árvakurs frá 2003 nær til um 600 blaðbera. Örn Þórisson segir að flest þau réttindi sem samningurinn feli í sér hafi raunar gilt áður, en verið staðfest með samningnum. Í fyrra var svo gengið frá nýjum samningi milli Árvakurs og VR. Örn segir að kostir samningsins séu ótvíræðir, engin óvissa ríki um réttarstöðu blaðbera sem starfa fyrir Morgun- blaðið, kjarasamningar um kaup og kjör launþega séu sjálfsagðar leikreglur á vinnumarkaði. Vilja gera samning Einar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Pósthússins, segir það eindreginn vilja fyrirtækisins að koma á kjarasamningi milli þess og stéttarfélaga. Á annað þúsund blaðberar, eða póstberar, eins og þeir nefnast hjá fyrirtæk- inu, sjá um að dreifa Fréttablaðinu og DV. „Í okkar huga eru hlutirnir í sjálfu sér í lagi eins og þeir eru, við störfum í meginatriðum eftir samningum Verzlunarmanna- félagsins þótt við séum ekki með formlegan samning. Í mínum huga er það hins vegar ekki spurning hvort heldur hvenær við gerum samning. Ég er sammála þeirri meginlínu að auðvitað eiga þessir starfsmenn að hafa kjarasamning eins og allir aðrir,“ segir Einar. Engin tímamörk liggi þó fyrir í þeim efnum. Nú hafið þið ekki viljað skrifa undir samning eins og Árvakur gerði við VR á sínum tíma. Tengist það eitthvað því að þið eruð að gera annað og fleira en að dreifa dagblöðum? „Ekki endilega. Þetta er meira spurning um formið,“ segir Einar, en vill ekki ræða það nánar. „Við erum með samning um dreifingu við fyrirtækið 365 prentmiðla. Við tókum við boltanum eins og hann var og erum að vinna úr því. Við stefnum að því að verða sérhæft dreifingarfyrirtæki og þar af leið- andi skiptir það okkur miklu máli að hafa alla þessa hluti í lagi.“ Fréttaskýring | Kjör og vinnuskilyrði blaðburðarfólks Yfir 1.000 án samnings Frestur til að skila Vinnueftirlitinu áhættumati fyrir blaðbera að renna út Fjöldi ungs fólks starfar við blaðaútburð. Gagnrýnir blaðamenn fyrir áhugaleysi  Faðir blaðburðardrengs, Gunnlaugur Júlíusson, sem gagnrýnt hefur blaðburðarmál Fréttablaðsins og DV, gagnrýndi nýlega í bréfi til Morgunblaðsins þátt blaðamanna í umfjöllun um kjör blaðburðafólks, sem hann sagði að virtust ekki hafa tekið eftir umræðunni. Í greininni seg- ir að vinnuveitandinn (Frbl. og DV) ákveði kjör og vinnuálag blaðburðarfólks einhliða, auk þess sem öryggismálum hafi ekki verið veitt nauðsynleg athygli. kristjan@mbl.is H V ÍT A H Ú S I‹ / S ÍA Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál: 1. Aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild stjórnar félagsins til að kaupa hluti í félaginu skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar skulu vera komin skriflega í hendur stjórnar eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningar félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu liggja frammi á skrifstofu Burðaráss, Sigtúni 42, viku fyrir aðalfund. Ennfremur verður hægt að nálgast þær á vefsíðu félagsins, www.burdaras.is. Fundargögn verða afhent hluthöfum eða umboðs- mönnum þeirra á fundarstað frá kl. 13.00. AÐALFUNDUR BURÐARÁSS HF. Burðarás • Sigtúni 42 • 105 Reykjavík • Sími 578 7800 • www.burdaras.is VERÐUR HALDINN Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK FÖSTUDAGINN 4. MARS 2005 OG HEFST HANN KL. 14.00. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.