Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kær vinur og sam- herji er látinn. Mig langar að minnast í fáum orðum jafnaðar- mannsins Jóhannesar Kr. Guðmundssonar. Ég kynntist Jóhannesi og hans góðu eiginkonu Guðlaugu um 1964 og hefur sú vin- átta haldist alla tíð. Jói, eins og við kölluðum hann í okkar hópi, var einn af traustustu mönnum Alþýðuflokksins og jafn- aðarstefnunnar. Maður sem barðist alla tíð fyrir réttlætinu. Hann var einn af þeim sem fékk Vilmund Gylfason til að fara fram í pólitík og voru þá haldnir vikulega fundir á Hótel Esju sem Jóhannes stjórnaði. Hann var hugmyndaríkur og fylginn sér og kom fram með mörg af helstu baráttumálum flokksins í kosningum. Jóhannes var valinn til margra trúnaðarstarfa fyrir Al- þýðuflokkinn, m.a. var hann fram- kvæmdastjóri Alþýðublaðsins um árabil og mikilvirkur í öllum kosn- ingum bæði til borgarmála og Al- þingis. Hann var um tíma form. skemmtinefndar Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Sem dæmi um dugnað hans eftir kosningarnar 7́4 fór hann með 800 manns í sumarferð til Vestmannaeyja og varð Herjólfur, sem þá var nýr, að fara tvær ferðir með hópinn. Ári seinna fór hann með 18 rútur í sumarferð flokksins inn í Þórs- mörk. Þetta segir svo eitthvað sé nefnt hve öflugur Jóhannes var í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann fór einnig til útlanda með hópa á vegum flokksins og fékk þá ýmsa þekkta þjóðarleiðtoga til að taka á móti ferðafólkinu. Jóhannes var mikill félagsmála- maður og kom víða við, hann stofn- aði m.a. jafnaðarmannafélag sem kallað er Súpufélagið sem var mjög virkt og tók á þeim málum sem efst voru á baugi hverju sinni og stjórn- aði þeim fundum af einurð. Eitt af seinni verkum hans var að stofna Astma og ofnæmisfélagið og var hann fyrsti formaður þess. JÓHANNES KR. GUÐMUNDSSON ✝ Jóhannes Kr.Guðmundsson fæddist á Raufar- höfn hinn 13. októ- ber 1934. Hann lést á Landspítalanum í Landakoti hinn 3. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 15. febrúar. Starfsemi félagsins er mjög öflug í dag. Ég hef aðeins stiklað á ör- fáu en hægt væri að bæta mörgu við. Ef til er eðalkrati þá var Jó- hannes það í orði og verki. Hann var alltaf létt- ur í lund og frábær fé- lagi. Ég og fjölskylda mín þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þessum einstaka manni og biðjum góð- an guð að styrkja eig- inkonu hans og börn á þessum erf- iðu tímum. Guðmundur Haraldsson og fjölskylda. Þegar undirritaðir tóku þátt í stofnun Helgarpóstsins snemma árs 1979 voru leiddar saman tvær fylk- ingar sem ekki var fyrirfram tryggt að næðu samstöðu um vinnubrögð og markmið. Annars vegar var sveit ungra blaðamanna sem stefndi að útgáfu óháðs vikublaðs með and- kerfislega afstöðu, án pólitískrar hagsmunagæslu og rannsóknar- blaðamennsku að leiðarljósi. Hins vegar voru aðstandendur Alþýðu- blaðsins, pólitísks málgagns Al- þýðuflokksins. Og það merkilega gerðist, að milli þessara gjörólíku hópa náðist einstakt samstarf, sem aldrei bar skugga á. Þar komu ekki síst til heilindi þeirra heiðursmanna sem kratarnir lögðu í púkkið. Betri útgefendur og bakhjarlar eru vand- fundnir fyrir óstýriláta, ögrandi blaðamennsku. Það kom að mestu í hlut Jóhann- esar Guðmundssonar að halda utan um daglegan rekstur Helgarpósts- ins. Þótt blaðið fengi strax hljóm- grunn hjá lesendum var sá rekstur oft erfiður og rambaði á köflum á barmi greiðsluþrots. Við slíkar að- stæður, eins og raunar allar að- stæður, voru þolgæði, bjartsýni og jafnaðargeð Jóa ómetanleg. Hann gat ekki alltaf borgað út á réttum tíma en hann borgaði alltaf út. Það var hreinskilni hans um fjárhags- stöðuna, sem starfsfólkið kunni að meta. Og við sáum í augum hans hversu leitt honum þótti að spyrja: „Er þér sama þótt þú fáir borgað eftir helgina?“ Jói var fram- kvæmdastjóri sem varð vinur starfsmanna sinna. Hann hafði hlýja og glaðværa nærveru sem átti stóran þátt í því jákvæða, skemmti- lega andrúmslofti sem einkenndi vinnustað þar sem erfitt starf var einatt unnið við erfiðar aðstæður. Ekki er nokkur vafi á því að hann mátti þola töluvert áreiti og óánægju ýmissa hagsmunaaðila sem blaðið komst ekki hjá því að storka, en hann lét okkur aldrei finna fyrir því. Hann treysti sínu fólki og við lærðum að treysta hon- um. Í hógværð sinni er þessi lág- vaxni, granni, dökkleiti og kviki maður með eftirminnilegustu fé- lögum sem við höfum kynnst á blaðamannsferlinum. Jói, sem gjarnan var með sígarettuna í munnvikinu, átti, trúlega af þeim sökum, við heilsubrest að stríða seinni ár, en húmorinn yfirgaf hann ekki. „Hvernig hefurðu það, Jói minn?“ var hann eitt sinn spurður þar sem hann kastaði mæðinni með nokkrum harmkvælum. „Mjög gott,“ svaraði Jói brosandi, „ef ég þyrfti ekki að anda!“ Nú dregur Jóhannes Guðmunds- son ekki andann lengur. Blessuð sé minning hans. Við sendum aðstand- endum hans innilegar samúðar- kveðjur. Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Jóhannes Guðmundsson var ósvikinn félagshyggju– og jafnaðar- maður í bestu merkingu þeirra orða. Allt frá árinu 1977 til síðustu sjúkrahússlegunnar hafði hann um- sjón með og stjórnaði líflegri þjóð- málaumræðu, sem fram fór á há- degisfundum, er haldnir voru vítt um bæ, lengst af í Rúgbrauðsgerð- inni. Fundir þessir voru í upphafi á vegum málfundafélagsins Guma, sem starfaði innan Alþýðuflokksins. Síðustu 15 árin hafa þeir verið á vegum Rósarinnar, Landsfélags Jafnaðarmanna. Þann tíma var Guðmundur Haraldsson, vinur hans og félagi honum til hjálpar við fundahöldin. Fundir þessir voru kallaðir súpufundir og fundafólkið Súpufélagið. Frá hausti til vors voru fundir að jafnaði einu sinni í mánuði og mæting oftast 25 til 35 manns, stundum þó minna og stundum meira. Jóhannes sat æv- inlega fyrir borðsenda og stjórnaði fundum. Oftast var Guðlaug eig- inkona hans honum við hlið og sá um að fundargestir skráðu sig og greiddu veitingarnar. Jóhannes var rómaður fyrir hvað honum var lagið að laða fólk til þátttöku í umræðum og hvað hann var snar að stöðva frávik frá dagskrá og langlokur í efnistökum og skipti þá engu hvort um var að ræða ráðherra eða fasta- gest. Ef hann greip inn í til að aga fundargest þá gerði hann það oftast með svo hárfínni kímni að allir höfðu gaman af. Súpufundirnir voru á laugardög- um frá kl. tólf til hálf tvö. Þeir voru með þeim hætti að frummælandi með þekkingu á umræðuefninu ræddi það í tuttugu mínútur eða svo, og síðan voru almennar um- ræður. Jóhannes kom á þeim aga að enginn talaði meir en eina til tvær mínútur í senn. Þannig tömd- ust menn og konur til að ræða aðal- atriði mála og fundargestir gátu oftast allir komið skoðunum sínum á framfæri. Jóhannes lagði sig fram og reyndi alla tíð að fá sem flestar konur til þátttöku í súpufundum bæði sem frummælendur og gesti. Þegar best lét voru súpufundirnir eftirsóttir af stjórnmálamönnum til að kynna hugmyndir og leita álits á þeim. Oft báðu stjórnmálamenn Jó- hannes að halda fund svo þeir gætu heyrt álit hreinskilinna samherja á verkum sínum því knappt funda- form súpufundanna leiddi af sér að fólk hélt sig við kjarna máls og sagði meiningu sína umbúðalaust. Súpufundirnir voru því þroskandi og oftast gagnlegir og aldrei leið- inlegir. Nú er Jóhannes vinur okkar fall- inn frá. Eftir situr í Súpunni hníp- inn hópur í vanda, en þó með þann ásetning í huga að merkið standi þó maðurinn falli. Við „Súpufélagarnir“ minnumst Jóhannesar með virðingu og þökk- um dýrmæta samfylgdina með hon- um og vottum eiginkonu hans og af- komendum einlæga og innlega samúð okkar. Félagar í Súpufélaginu. Með þessum fáu línum vil ég minnast góðs félaga nokkrum orð- um, þegar hann er nú horfinn yfir móðuna miklu. Hann barðist við sjúkdóm, sem háði honum seinustu árin. Það gerði hann á sama hátt og annað, sem hann barðist við á lífsleiðinni, en það var af ótrúlegum hetjuskap með bjartsýnina að vopni. Félagsmál og félagslegt réttlæti var honum ofarlega í huga alla ævi. Hann lét ekki sitt eftir liggja, þegar taka þurfti á og berjast varð fyrir því, sem honum þótti einhverju máli skipta. Hann var úrræðagóður félagi og ódeigur svo af bar. Oft var ég hræddur um að hann ofgerði sér því hugurinn var mikill. Leiðir okkar Jóhannesar lágu fyrst saman í starfi fyrir Alþýðu- flokkinn. Hann var framkvæmdastjóri Al- þýðublaðsins og hann var einnig síðar formaður í félagi okkar í Reykjavík. Hann var driffjöður í starfi að fjölbreyttum áhugamálum, sem við, margir félagarnir hans, áttum saman. Í málfundafélagi okk- ar var hann skörungur og er fram- ganga hans og réttsýni, sem hann sýndi við stjórn þess félags, rétti- lega rómuð. Jóhannes var lánsmaður á marg- an hátt. Hann sá á ævinni marga drauma sína rætast um betra og jafnvel réttlátara þjóðfélag. Hann átti góða fjölskyldu og maka sem stóð við hlið hans og deildi með honum þeirri réttlæt- iskennd, sem svo mjög einkenndi allt hans líf. Fyrir hönd félaga okkar í Al- þýðuflokksfélaginu í Reykjavík þakka ég Jóhannesi samveruna og stundirnar allar, sem við áttum saman. Fjölskyldu hans og ættingjum eru sendar innilegar samúðarkveðj- ur að þessum leiðarlokum. Pétur Jónsson. Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber. Guð í alheims geimi og guð í sjálfum þér. Jóhannes hjálpaði mér að öðlast nýjan og dýpri skilning á þessu heilræði, mér var það þó ekki ljóst fyrr en í eina skiptið sem ég minn- ist þess að við ræddum trúmál. Það gerðist fyrir nokkrum árum þegar ég hitti hann á sjúkrahúsi, hann var að jafna sig eftir mikla aðgerð á lungunum. Jóhannes sagði þá við mig: „Veistu að þegar maður sefur þá er guð að reyna að tala við mann.“ Jóhannes hafði þá í margar vikur legið fársjúkur, háð hetjulega baráttu við dauðann og þá haft sig- ur. Leiðir okkar Jóhannesar lágu fyrst saman á skrifstofu Alþýðu- flokksins. Ég hafði þá tekið að mér starf fræðslustjóra flokksins. Al- þýðublaðið bjó þá við krónískan rekstrarvanda sem allir vissu að vonlaust var að leysa. Lagt var að mér að veita blaðinu forystu og var Jóhannes einn þeirra. Sagði ég hon- um að það væri vonlaust verk, auk þess þekkti ég ekki innviði flokks- ins né heldur fólkið sem í honum væri. Að lokum sagðist ég vera tilbúinn í slaginn með því skilyrði að hann kæmi með mér, hann þekkti flokkinn. Hann lofaði mér því og stóð við sitt og vel það. Þeir sem boða jafnaðarstefnuna minnast Jóhannesar sem ötuls bar- áttumanns enda Jóhannes krati í besta skilningi þess orðs og hvikaði aldrei frá þeirri lífsskoðun sinni. Jóhannes lagði mikið á sig í próf- kjörum þeim sem ég tók þátt í og urðu til þess að mér hlotnaðist sú gæfa að vera borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins. Hann vann með mér á þeim vettvangi og sat meðal annars í ferðamálaráði borgarinnar. Veit ég að hann vann þar gott starf. Það var bæði gaman og gott að fá vera samferða Jóhannesi. Margs að minnast og þá sérstaklega þegar hugur hans tókst á flug, þá var ótrúlegt hvað honum gat dottið í hug og oft langt á undan samtíð- inni. Nú þegar andi Jóhannesar er með guði í alheimsgeimi þakka ég drenglyndið og samfylgdina og minnist góðs drengs. Bið guð að styrkja Guðlaugu og börnin öll. Bjarni Pétur Magnússon. Fallinn er frá Jóhannes Kr. Guð- mundsson, fyrsti formaður Samtaka lungnasjúklinga. Samtökin voru stofnuð árið 1997 og átti Jóhannes sinn stóra þátt í því – enda eldhugi og hugmyndaríkur maður með sterkar skoðanir. Hann vissi sem var, að úrbætur í þjóðfélaginu hafa ekki endilega komið af sjálfu sér. Samtaka- og baráttumáttur hefur reynst nauðsynlegur. Með sterkri sannfæringu, skýrum markmiðum og innsæi til þess að koma sjón- armiðum sínum á framfæri á rétt- um stöðum, verður miklu áorkað. Þetta eru þeir persónueiginleikar sem hvað dýrmætastir eru meðal fulltrúa hagsmunasamtaka. Þessa eiginleika hafði Jóhannes í ríkum mæli. Þessa eiginleika nýtti hann vel og sem einn af frumkvöðlum Samtaka lungnasjúklinga lagði hann grunn að blómlegu starfi sam- takanna þar sem fjölmargir hafa notið og munu njóta. Það lá því beint við að árið 2004 voru Jóhann- es og eftirlifandi eiginkona hans, Guðlaug Guðlaugsdóttir, gerð að heiðursfélögum Samtaka lungna- sjúklinga. Samtök lungnasjúklinga gerðust eitt af aðildarfélögum SÍBS, Sam- bands íslenskra berkla- og brjóst- holssjúklinga, árið 1998. Jóhannes var frá fyrstu tíð dugandi liðsmaður SÍBS, þar sem frjóar skoðanir hans og hugmyndir smituðu út frá sér. Hann var ófeiminn við að koma þeim á framfæri – gjarnan með festu en um leið með hlýju og góð- látlegri kímni. Þessir mannkostir Jóhannesar gerðu það að verkum að manni leið vel í návist hans. Jó- hannes var fulltrúi í kynningar- og markaðsnefnd SÍBS frá 1998 og fulltrúi í ritnefnd SÍBS-blaðsins frá árinu 2000. Það var gott að leita til Jóhannesar og naut hann þess að gefa ráð. Ég heyrði síðast í Jóhann- esi fyrir fáum vikum, eftir að hann hafði lesið yfir handrit að kynning- armynd um starfsemi SÍBS. Þrátt fyrir mikil og erfið veikindi lagði hann í þessu tilfelli, eins og svo oft áður, gott til mála. Ég vil fyrir hönd SÍBS þakka Jó- hannesi góða samfylgd og óeigin- gjarnt framlag til málefna SÍBS og votta Guðlaugu og öðrum ástvinum hans dýpstu samúð. Megi góður Guð blessa minningu Jóhannesar Kr. Guðmundssonar. F.h. SÍBS, Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, Helgi Hróðmarsson, framkv.stj. Í dag verður borinn til grafar okkar ágæti félagi, Jóhannes Kr. Guðmundsson, eftir langa og hetju- lega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Jóhannes var einn af frumkvöðl- um stofnunar Samtaka lungnasjúk- linga en stofnfundurinn var haldinn á Reykjalundi 20. maí, 1997. Um störf hans á þágu Samtaka lungna- sjúklinga og SÍBS væri hægt að skrifa margar síður, en ef til vill lýsir ekkert betur baráttuvilja og viljastyrk Jóhannesar við sjúkdóm sinn og brennandi áhuga og einurð fyrir stofnun Samtakanna en hvern- ig hann komst á stofnfundinn. Hann var á þessum tíma á Reykja- lundi í endurhæfingu á lungnadeild- inni. Hann var ákaflega mikið veik- ur og var verið að reyna að draga úr honum að fara niður í sam- komusal til að sitja fundinn, en það var nú aldeilis ekki inni í myndinni að sleppa stofnfundinum. Honum var ekið niður í salinn í hjólastól eftir að búið var að dæla í hann alls konar lyfjum – og hér gerði hann ekki endasleppt, heldur hélt sínu striki, sté í ræðustól og flutti, fullur bjartsýni og jákvæðni, ávarp, sem búið var að setja á dagskrá fund- arins. Jóhannes var kjörinn formað- ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.