Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AÐ minnsta kosti tuttugu og átta manns biðu bana í hrinu sprengju- tilræða í Bagdad í gær en árásirnar virðast hafa beinst gegn íröskum sjía-múslímum. Tugir manna til við- bótar særðust en um er að ræða einn blóðugasta daginn í Írak síðan kosningar voru haldnar í landinu 30. janúar sl. Talið er öruggt að í öllum til- fellum hafi verið um sjálfsmorðs- árásir að ræða. Fyrsta sprengjan sprakk í Dora-hverfinu í suðurhluta Bagdad, nálægt al-Khadimain- moskunni, og dóu að minnsta kosti fimmtán í henni. Næsta sprengja sprakk fyrir utan Al Bayaa-mosk- una í sjítahverfi í vesturhluta Bagdad. Þar dóu a.m.k. tíu. Þriðja sprengjan sprakk í Ash Shulah- hverfinu í norðvesturhluta borgar- innar, þar sem sjítar höfðu safnast saman í tilefni Ashoura-hátíðarinn- ar, einnar mestu trúarhátíðar sjíta. Og fjórða sprengjan sprakk síðan nálægt lögreglustöð annars staðar í Bagdad. Skæruliðar í Írak gerðu einnig árásir á sjíta á sama tíma í fyrra og þá beið 181 bana í tveimur sprengjutilræðum í Bagdad annars vegar og í Karbala hins vegar. Mik- ill viðbúnaður var í tengslum við Ashoura-hátíðina að þessu sinni, enda óttuðust menn að skæruliðar myndu reyna að endurtaka leikinn frá í fyrra. Var landamærum Íraks m.a. lokað af þessu tilefni. Mannrán og morð Að minnsta kosti tólf Írakar og einn bandarískur hermaður biðu bana í árásum skæruliða annars staðar í landinu frá því á fimmtu- dagskvöld, að sögn embættismanna. Þá er tveggja indónesískra frétta- manna saknað og er óttast að þeir hafi lent í höndum mannræningja. Á fimmtudagskvöld höfðu arabískar sjónvarpsstöðvar ennfremur sýnt myndband þar sem sjá mátti Minas Ibrahim al-Yussufi, kristinn Íraka sem hefur sænskt ríkisfang, biðja Karl Gústaf Svíakonung og Jóhann- es Pál páfa um að beita sér fyrir því að honum verði sleppt úr haldi. Al- Yussufi var rænt fyrir þremur vik- um og hafa mannræningjarnir hótað að afhöfða hann ef lausnargjald er ekki greitt. Skæruliðar í Írak með hrinu hryðjuverka gegn sjítum Að minnsta kosti 28 biðu bana í sprengjutilræðum í Bagdad í gær Bagdad. AP. PORTÚGALSKI Sósíalistaflokkurinn fer með sigur af hólmi í þingkosningunum á morgun, sunnudag, ef marka má skoðanakannanir. Samkvæmt fimm af sex könnunum sem birtust í gær nær flokkurinn meirihluta á þingi í fyrsta skipti frá því að lýðræði var endurreist í landinu árið 1974. Á fimmtudag birti vikuritið Visao könnun sem leiddi í ljós að sósíalistar hafa aukið for- skot sitt á helsta stjórnarflokkinn, Sósíal- demókrataflokkinn, sem þykir hægrisinnaður þrátt fyrir nafnið. Samkvæmt könnun þessari mælist fylgi við Sósíalistaflokkinn 39%. Sósíal- demókrataflokkurinn fær 28% atkvæða sam- kvæmt Visao og myndi sú niðurstaða teljast nánast niðurlæging fyrir flokkinn. Sósíal- demókratar eru í stjórn með hinum hægri- sinnaða Þjóðarflokki. Fylgi við þann flokk mælist nú 7% og hefur aukist lítillega frá í jan- úarmánuði en flokkurinn hlaut 8,75% atkvæða í síðustu þingkosningum. Fylgi nokkurra smá- flokka sem eru til vinstri við sósíalista hefur einnig aukist, ef marka má skoðanakannanir. Níu prósent þátttakenda kváðust enn ekki hafa gert upp hug sinn í könnun Visao. Ljóst er að Sósíalistaflokkurinn þarf að fá mikinn meirihluta þessara kjósenda á sitt band eigi draumurinn um hreinan meirihluta á þingi að rætast. Kannanir sem birtust í gær gáfu til kynna að sú gæti jafnvel orðið raunin. Fylgi við sósíal- ista í þessum könnunum mælist mun meira en í könnun Visao eða á bilinu 45 til 46%. Fylgi sósíaldemókrata mældist á bilinu 27 til 31%. Á þingi Portúgal sitja 230 fulltrúar og hafa sósíalistar aldrei haft þar meirihluta. Þeir eiga nú 95 menn á þingi en sósíaldemókratar 102. Forsetinn snerist gegn ríkisstjórninni Núverandi stjórn Sósíaldemókrataflokksins og Þjóðarflokksins tók við eftir kosningarnar árið 2002. Þá unnu sósíaldemókratar stór- sigur, fengu 40,12% atkvæða og felldu stjórn sósíalista, sem verið hafði við völd í tæp sjö ár. Almennt hafði verið búist við því að kosningar færu ekki fram fyrr en árið 2006. Jorge Sampaio, forseti Portúgals og sósíalisti, lýsti hins vegar yfir því í desembermánuði að hann bæri ekki traust til ríkisstjórnarinnar en fyrir henni fer Pedro Santana Lopes, forsætisráð- herra og leiðtogi sósíaldemókrata. Forsetinn ákvað því að rjúfa þing og boða til kosninga. Fylgisaukning sósíalista er einkum rakin til þriggja þátta. Fyrir flokknum fer nú Jose Socrates, fyrrum aðstoðarumhverfisráðherra, sem þykir búa yfir umtalsverðum persónutöfr- um. Hagvöxtur hefur verið heldur lítill að und- anförnu og atvinnuleysi fer vaxandi. Í janúar- mánuði mældist það 7,1% og hafði ekki verið meira frá árinu 1998. Sósíalistar í mikilli sókn í Portúgal Reuters Jose Socrates, leiðtogi sósíalista, á kosningafundi. Hann er 47 ára og verkfræðingur að mennt. Hann var fyrst kjörinn á þing 1987 og hefur verið atkvæðamikill á vettvangi umhverfismála. Sósíalistaflokkurinn kann að ná meirihluta á þingi í kosningunum á morgun GERRY Adams, leiðtogi Sinn Féin, hafnaði í gær al- farið ásökunum um að flokk- ur hans hefði verið viðriðinn peninga- þvætti það er írska lögregl- an telur sig hafa komið upp um með handtöku á sjö manns í Cork og í Dublin í fyrradag. Peninga- þvættið er talið tengjast bankaráni sem framið var á N-Írlandi fyrir jól og Írski lýðveldisherinn (IRA) hefur verið sakaður um að hafa staðið fyrir. Lögreglan upplýsti í gær að sex af þeim sjö, sem hand- teknir voru í fyrradag, væru grunaðir um aðild að IRA. Sjá sjöundi er sagður liðs- maður klofningshóps úr IRA. Fram hefur komið að einn hinna handteknu var í fram- boði fyrir Sinn Féin fyrir þingkosningarnar á Írlandi 2002. Eitt það mesta í breskri sögu Umrætt bankarán er eitt hið stærsta í breskri sögu en ránsfengurinn var um 26,5 milljónir punda, eða um 3,1 milljarður ísl. kr. Hefur IRA verið sakað um að standa fyrir ráninu, sem fyrr segir, og leiðtogar Sinn Féin um að hafa haft vitneskju um það. Lýsti dómsmálaráðherra Írlands, Michael McDowell, IRA sem „risastórri glæpa- maskínu“ í samtali við írska ríkisútvarpið RTÉ í gær og hann fullyrti að samtök lýð- veldissinna skiptust alls ekk- ert í tvo arma, IRA réði nefnilega gerðum pólitísks arms samtakanna, þ.e. Sinn Féin. Gerry Adams ítrekaði aft- ur á móti í gær að hann teldi ekki að IRA hefði haft neitt með bankaránið í Belfast að gera. Adams hafnar aðild Sinn Féin Gerry Adams Reuters Myndirnar frá Abu Ghraib í Írak vöktu óhugnað er þær voru birtar. BANDARÍSKIR hermenn í Afgan- istan misþyrmdu föngum sínum rétt eins og kollegar þeirra gerðu í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. Þetta má lesa út úr gögnum frá Banda- ríkjaher sem Mannréttindasamtök Bandaríkjanna (ACLU) hafa fengið afhent og gert opinber þó að ekki sé ljóst hvort brotin voru jafn um- fangsmikil. Fram kemur hins veg- ar í gögnunum að í fyrravor eyddu hermenn ljósmyndum sem sýndu brot þeirra eftir að misþyrming- arnar í Abu Ghraib urðu opinber- ar. Um er að ræða um þúsund síðna skýrslu sem Bandaríkjaher gerði vegna rannsóknar á pyntinga- málum í Írak og Afganistan og ACLU hafa síðan fengið afhenta eftir langa baráttu og málarekstur fyrir dómstólum. Fram kom í frétt The Guardian að gögnin bentu til þess að pyntingar hefðu verið stundaðar í Bagram, nálægt Kabúl, og einnig í minna fangelsi sem Bandaríkjaher rekur í nágrenni borgarinnar Kandahar í suður- hluta Afganistans. „Gögnin sýna að ljósmyndir sem teknar voru í Suður-Afganistan og sýndu bandaríska hermenn úr 22. fótgönguliðssveitinni stilla sér upp fyrir myndavélina í sviðsetningum á aftökum á föngum, sem bundið er fyrir augun á og bundnir eru niður, voru viljandi eyðilagðar eftir Abu Ghraib-hneykslið. Átti með því að fyrirbyggja aðra eins uppákomu,“ sagði í frétt The Guardian. Sem kunnugt er vakti það sterk viðbrögð í fyrra þegar fram í sviðs- ljósið komu myndir sem sýndu fangaverði í Abu Ghraib-fangelsinu í útjaðri Bagdad niðurlægja íraska fanga sína með ýmsum hætti. Í gögnunum sem ACLU hefur nú komist yfir er að auki að finna um- fjöllun um mál Íraka, sem haldið var í fangelsi í borginni Tikrit, en hann mun hafa fullyrt að hann hafi verið yfirheyrður af þremur Bandaríkjamönnum, þeir hafi mis- þyrmt honum þannig að handlegg- urinn fór úr lið, hlaupi óhlaðinnar byssu hafi verið stungið upp í munn hans og hleypt af, þá hafi þeir þrengt að öndunarfærum hans með reipi og loks barið hann með hornaboltakylfu. Sagði í frétt The Guardian að læknisskoðun hefði staðfest fram- burð Írakans en rannsókn hefði engu að síður verið hætt í október á síðasta ári. Priki stungið upp í endaþarm The Guardian segir að tveir fyrr- verandi fangar í Afganistan hafi gefið eiðsvarna yfirlýsingu um þá meðferð sem þeir máttu sæta þar og í herbúðum Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu. Annar þeirra, Palestínumaðurinn Abdulkadr Youssouf Mustafa, er sagður hafa tjáð mannréttindalögmanninum Clive Stafford-Smith að bandarísk- ir hermenn í Bagram hafi bundið fyrir augu hans, keflað hann og bundið og síðan stungið priki upp í endaþarm hans. Munu þessir at- burðir hafa átt sér stað 2002. Jórdaninn Wesam Abdulrahman Ahmed Al Deemawi er hins vegar sagður hafa upplýst að á meðan fjörutíu daga vist hans í Bagram stóð hafi honum verið ógnað með hundum, hann neyddur til að ber- hátta og ljósmyndaður í niðurlægj- andi stellingum. Sagðir hafa eytt ljósmyndunum New York, London. AP, AFP. Bandarískir hermenn misþyrmdu einnig föngum sínum í Afganistan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.