Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ SÝNINGIN Áhrifavaldar, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi, er fyrsta yf- irlitssýningin á verkum breska ljósmyndarans Brian Griffin. Griffin, sem fæddur er árið 1948, hefur á liðnum áratugum myndað fyrir tímarit, auglýsingastofur og fyrirtæki, auk þess að vinna að persónulegum verkefnum. Ferill Griffins er hér ekki skoðaður í tímaröð, heldur litið til þeirra áhrifa, einstakra listamanna eða liststefna, sem mótað hafa þá sýn sem birtist í verkunum. Fyrsta stóra verkefni Griffins eftir að hann lauk ljósmyndanámi var að mynda fólk í viðskiptaheim- inum. Hann hafði nýlokið við Rétt- arhöldin eftir Kafka og upptendr- aður af þeirri reynslu gerði hann skrifstofuna að „kafkaískri“ leik- mynd. Þannig hefur hann unnið síðan. Uppljómaður af expressjón- ismanum ákvað hann að portrett sín segðu eitthvað um „mínar innri tilfinningar þegar ég stæði frammi fyrir viðfangi mínu“. Með- al greinilegra áhrifavalda eru til dæmis Jacques Tati og þýski mál- arinn Casper David Friedrich. Út- skýringar á þessum misgreinilegu áhrifavöldum greiða leið skoðenda að verkunum. Annars má leiða að því líkum að bakgrunnur Griffins í miðhéruðum Englands, í málmiðnaði og kolum, hafi mótað myndsýn hans öðru fremur. Myndir Griffins eru afar formfastar og kaldhamraðar, og meginþorrinn svarthvítur – en hann hefur mun betri tök á svart- hvítri reglufestu en litmyndum. Hann er ennfremur afar breskur ljósmyndari, arftaki stílbrigða sem Bill Brandt (1904–1983) mótaði og miðlaði til samlanda sem fetuðu í fótspor hans. Myndheimur Brandts var svarthvítur og kontr- astmikill, byggðist á hreinum og klárum formum. Þannig má einnig greina samhljóm við myndheima yngri breskra ljósmyndara á sýn- ingunni, við tískumyndir David Baileys og portrett Jane Bown, svo eitthvað sé nefnt. Griffin er mikill formalisti og notfærir sér það óspart með ag- aðri leikstjórn. Hann er ekki að fanga form úr óreiðu umhverf- isins, eins og algengt er með ljós- myndara sem mynda á svipaðan hátt og hann, heldur byggir hann upp senur kringum fyrirsæturnar. Fyrirsæta og ljósmyndari bregða iðulega á leik. Bestu portrettin eru oft þau einföldustu, þar sem lítið er um leikmuni. George Benn er svipmikill, þar sem pípustertur kemur nánast í stað nefsins, Sir George Martin vefur sig inní kart- on og það er frumlegt portrettið af Jonnie Tupie, með fótlegginn nánast fyrir andlitinu. Þá þekkja tónlistarunnendur Brian May, þótt myndað sé aftan á hárlubbann í einfaldri mynd. Leikstjórnin verð- ur einum of mikil í öðrum port- rettum, eins og í mynd af leik- aranum Michael Gambon á hvolfi uppí sófa og í myndinni af Donald Sutherland, þar sem stóll er á hvolfi yfir höfði hans. Og Marg- aret Thatcher er fryst með bygg- ingarhjálm á höfðinu inná skrif- stofu; hvers vegna spyr maður og fátt verður um svör. En þetta eru formhreinar myndir og tökin á lýsingunni eru alltaf sterk, jafnvel í verkum með erfiða blandaða ljós- gjafa. Gaman hefði verið að sjá meira af myndum sem kalla mætti „snapshot“; ljósmynd tekin árið 1974 af annatíma á London-brúnni er áhrifamikil. Þarna er athygl- isverð sería næturmynda, af ljós- geislum í nóttinni, og hæfileiki Griffins til að finna hluti í um- hverfinu birtist vel í einni bestu mynd sýningarinnar, af einskonar beinagrind í húsarúst í Sheffield. Þá er Íslandstenging í lítilli, við- kvæmnislegri og kontrastmikilli mynd af Seljalandsfossi. Persónulegar myndraðir Griff- ins eru athyglisverðar. Big Tie, 13 mynda sería í anda Duane Mich- aels þar sem bestu hæfileikar Griffins í lýsingu, byggingu og dramatík njóta sín vel, og myndir af Broadgate framkvæmdunum í City í London, þar sem Griffin sjálfur tekur að sér hlutverk fjall- göngumannsins í málverkum Caspars Davids og stendur einn andspænis hinum ofurfagra heimi; hér nýreistum byggingum og á himni skín bjart ljósið – flugeldur lýsir upp byggingasvæðið. Margar mynda Griffins hafa birst á plötuumslögum og eru vel kunnar. Þarna eru hvítu skórnir hans Joe Jackson og litmyndin „Brotinn rammi“ sem birtist á plötu Depeche Mode árið 1982 en það hefur oft verið valið með bestu plötuumslögum síðustu ára- tuga. Það er mikið líf í upphenging- unni. Myndirnar eru misstórar, sumar í römmum, aðrar í kartoni og sumum fylgja kontaktprent af filmunum í heild sem áhugavert getur verið að skoða. Baugur Group gaf Listasafni Reykjavíkur sýninguna eins og hún lagði sig og var það afar rausnarlegur gjörningur. Vonandi verður framhald á því samstarfi safns og fyrirtækis, því eitt og sér gæti ævistarf Brian Griffins orðið einangrað í geymslum Hafn- arhússins þar sem lítið er um ljós- myndir. En ef framhald verður á, væri gaman að sjá heildarverk ís- lenskra ljósmyndara, og fleiri er- lendra, byggja upp öflugt safn samtímaljósmynda innan vébanda Listasafns Reykjavíkur. Kaldhamraður myndheimur MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Brian Griffin Til 27. febrúar. Morgunblaðið/Jim Smart Brian Griffin við portrett af eiginkonu sinni, Brynju Sverrisdóttur, og sjálfsmynd á sýningunni í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Einar Falur Ingólfsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Stóra svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20 - UPPSELT Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20 - UPPSELT Fö 4/3 kl 20 - UPPSELT, Lau 5/3 kl 20, Su 13/3 kl 20, Fi 17/3 kl 20, Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 20/2 kl 14, Su 27/2 kl 14 Su 6/3 kl 14 - AUKASÝNING SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau SÝNINGAR HALDA ÁFRAM EFTIR PÁSKA AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Í kvöld kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 6/3 kl 20 Ath: Miðaverð kr 1.500 AUSA - Einstök leikhúsperla BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Su 20/2 kl 20 - UPPSELT Fi 24/2 kl 20 - UPPSELT, Fö 25/2 kl 20 Fi 3/3 kl 20, Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20 Fi 10/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Lau 12/3 kl 20 Allra allra síðustu sýningar AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Forsýning má 21/2 kl 20 - 1.000 Forsýning þri 22/2 kl 20 - 1.000 Aðalæfing mi 23/2 kl 20 - 1.000 Frumsýning fi 24/2 kl 20 - UPPSELT Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Fö 25/2 kl 20, Mi 2/3 kl 20SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Su 20/2 kl 20. Su 27/2 kl 20, HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Forsala aðgöngumiða hafin SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Í kvöld kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 27/2 kl 20, Su 6/3 kl 20, Su 13/3 kl 20 VESTURFARARNIR - NÁMSKEIÐ Í samstarfi við Mími-símenntun Mi 23/2 - Böðvar Guðmundsson Innifalið: Boð á Híbýli vindanna 15:15 TÓNLEIKAR - HILDIGUNNUR HALLDÓRSDÓTTIR SÓLÓ - KYNSLÓÐABIL FIÐLUNNAR Í dag kl 15:15 LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Frumsýning fö 4/3 kl 20 Su 6/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Su 12/3 kl 20 Fö 18/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20 Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar í kvöld geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is “HREINLEGA BRILLJANT” • Föstudag 4/3 kl 23 XFM SÝNING Takmarkaður sýningafjöldi Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 EB DV Frumsýning 19.feb uppselt Mið. 23.2 nokkur sæti laus Fös 25.2 Lau 26.2 Sun 27.2 Upplýsingar og miðapantanir í síma 555 2222 www.hhh.is Brotið sýnir eftir þórdísi Elvu ÞorvaldsdótturBachmann Það sem getur komið fyrir ástina SIGRÍÐUR Í VIGUR sýnir listaverk úr mannshári í Boganum ROSEMARIE TROCKEL Ljósmyndir · Skúlptúrar · Teikningar Myndbönd BARNAÓPERAN UNDIR DREKAVÆNG Leikskóla- og grunnskólakennarar, munið að bóka tímanlega! 4. sýn. 20. feb. kl. 19 – Uppselt • 5. sýn. 25. feb. kl. 20 – Uppselt 6. sýn. 27. febrúar kl. 19 – Uppselt • 7. sýn. 4. mars kl. 20 – Örfá sæti laus 8. sýn. 6. mars kl. 19 – Örfá sæti • 9. sýn.12. mars kl. 19 - Uppselt. – Síðasta sýning AUKASÝNING: Mið. 2. mars kl. 20 AUKASÝNING: Fim. 10. mars kl. 20 í boði Vinafélags Íslensku óperunnar Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst Tosca – Vetrarkvöld með Puccini og Verdi, í Laugarborg mið. 23. feb. kl. 20.30 Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór og Kurt Kopecky, píanó flytja aríur og dúetta úr Toscu og öðrum óperum eftir Puccini og Verdi. Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Snjór í Hlíðarfjalli Óliver! Eftir Lionel Bart Lau. 19.2 kl 20 Örfá sæti Sun. 20.2 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Fös. 25.2 kl 20 Örfá sæti Lau. 26.2 kl 20 UPPSELT Fös. 04.3 kl 20 Örfá sæti Lau. 05.3 kl 20 Örfá sæti Sun. 06.3 kl 20 Örfá sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.