Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Keflavík | Safnaðarstarf er öflugt í Keflavík. Safnaðarheimið Kirkju- lundur er miðstöð þess og tilkoma heimilisins skapaði forsendur fyrir öflugu félagslífi, að sögn Önnu Jónsdóttur, formanns sókn- arnefndar. Níutíu ára vígsluafmælis Kefla- víkurkirkju er minnst um þessar mundir. Afmælisdagurinn er 14. febrúar en vígsluafmælisins verður minnst við guðsþjónustu í kirkj- unni á morgun, sunnudag, og í kaffiboði sem verður í safn- aðarheimilinu á eftir. Safnaðarheimilið er miðstöðin „Það hefur breytt miklu að fá safnaðarheimilið,“ segir Anna Jónsdóttir, formaður sóknar- nefndar, þegar hún er spurð um safnaðarstarfið. Það sé heimili fé- lagslífs á vegum safnaðarins og þar séu auk þess haldnir tónleikar, fundir og ráðstefnur á vegum ann- arra félaga, sem og veislur og ýms- ar samkomur. Anna byrjar á því að nefna Kór Keflavíkurkirkju og Barnakór Keflavíkurkirkju þegar hún fer yf- ir helstu þætti safnaðarstarfsins. Segir að kórinn, sem starfar undir stjórn Hákonar Leifssonar, sé góð- ur. Þá lofi Barnakórinn góðu en hann var stofnaður á síðasta ári og starfar undir stjórn Hákonar og Bylgju Dísar Gunnarsdóttur. Hún nefnir öflugan sunnudagaskóla þar sem hátt í fjögur hundruð börn taki þátt. Loks segir hún að á veg- um safnaðarins séu haldin nám- skeið og fundir og að kapellan í Kirkjulundi sé mikið notuð fyrir smærri athafnir. Þótt starfið sé öflugt segir Anna að kirkjusókn mætti vera meiri þar eins og ann- ars staðar. „Ég tel að fólk mætti leita meira til kirkj- unnar, það er þörf á því í þessu samfélagi sem við búum við.“ Útbreiðslunefnd starfar á veg- um sóknarnefndar og hefur hún unnið að því að auka messusókn. Anna segir að það hafi gefið góða raun. Hún segir að starf barna- kórsins fjölgi kirkjugestum. For- eldrar komi með börnum sínum til að fylgjast með þeim syngja við messu og komi gjarnan aftur. Út- breiðslunefndin hefur boðið fé- lögum og samtökum að vera með sinn dag í kirkjunni. Félagsmenn taki þátt í messunni og haldi kannski fund á eftir. „Þetta hefur mælst vel fyrir og gefið góða raun,“ segir Anna. Prestar í Keflavíkursókn eru Ólafur Oddur Jónsson sókn- arprestur og séra Sigfús Baldvin Ingvason. Tengist uppeldinu Anna hefur lengi tekið þátt í starfi Keflavíkursóknar, var fyrst í kórnum, síðan í safnaðarstjórn og nú formaður í tvö ár. „Þetta tengist uppeldinu. Faðir minn og afi voru báðir í kirkjustarfi. Afi var lengi hringjari í Kálfa- tjarnarkirkju og pabbi for- maður sóknarnefndar. Báð- ir sungu í kórnum og pabbi einnig í kirkjukór í Reykja- vík þegar við bjuggum þar.“ Hún segir að það sé töluvert starf að vera formaður sókn- arnefndar í stórri sókn eins og Keflavíkursókn. Það fari þó alltaf eftir því hvað sá sem tekur embættið að sér vill leggja mikið á sig. Sjálf segist hún hafa mikla ánægju af þessu starfi og reyna að leggja sig fram. „Ég tel að við mættum rækta trúna betur, það er þörf á því í samfélagi okkar. Það gerir öllum gott. Ég vildi óska að fólk leitaði meira til kirkjunnar,“ segir Anna. Hún bætir því við að börn hefðu gott af því að kynnast trúnni betur á yngstu stigum grunnskóla, þó ekki væri annað en að þau lærðu boðorðin tíu strax á þeim aldri. Hún hefur stungið upp á því að tekin verði upp samvinna við Reykjanesbæ um fræðslu fyrir börnin í Frístundaskólanum og segir að Árni Sigfússon bæj- arstjóri hafi tekið því vel. Það kosti hins vegar töluvert og fjárhags- legur grundvöllur verði að vera tryggður áður en út í slíkt yrði far- ið. Keflavíkursókn minnist 90 ára vígsluafmælis Keflavíkurkirkju Fólk mætti leita meira til kirkjunnar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Níræð Keflavíkurkirkja var vígð fyrir 90 árum. Formaður Anna Jónsdóttir hefur lengi starfað fyrir Keflavíkursókn. TENGLAR .......................................... www.keflavikurkirkja.is SUÐURNES Reykjanesbær | Starfsfólk og viðskiptamenn opinberra stofnana í Reykjanesbæ eiga þess nú kost að lesa ljóð í afgreiðslum stofnananna. Á vegum þróunarverkefnisins Lestrarmenn- ingar í Reykjanesbæ hefur ljóðum verið komið fyrir víða í opinberum stofnunum í bænum. Lestrarmenning í Reykjanesbæ er þriggja ára þróunarverkefni sem ætlað er að efla lestrarfærni og málskilning barna. Markmiðið er, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, að fá allt samfélagið til að taka höndum saman um að efla mál- og lesþroska barna, allt frá fæðingu til fullorðinsára. Unnið er að verkefninu í skólum en einnig víða um samfélagið. Veturinn 2003 til 2004 fór til dæmis fram lestraráskorun fyrirtækja og fyrirlestrar voru haldnir í kvenna- og karla- klúbbum bæjarins. Samfélagsverkefni þessa vetrar sem kallast „Ljóð um allan bæ“ hófst í haust. Á vegum verkefnisstjórnarinnar hefur fjöldi ljóða legið frammi í vetur í hinum ýmsu fyrir- tækjum og stofnunum bæjarins. Fyrst var ljóð- unum komið fyrir hér og þar í matvöruversl- unum, síðan í verslunum við Hafnargötuna og nú í febrúar liggja þau frammi í opinberum stofnunum. Með þessu verkefni vill verkefnisstjórn minna á nauðsyn lestrar og ekki síður þá ánægju sem lesturinn veitir. Ljóð í opinber- um stofnunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.