Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU á morgun Tímaritið á sunnudögum Hafa Íslendingar ekki tíma til að taka þátt í fjölmenningarsamfélaginu og til að gera það að raunveruleika? TIL greina kemur að selja fiskrétta- verksmiðju SÍF í Boulogne Sur-Mer í Frakklandi en þó hafa enn ekki far- ið fram neinar viðræður í þá veru, að sögn stjórnarformanns SÍF. Á vefmiðlinum IntraFish er í gær greint frá því að dótturfélag SÍF, SIF France, hafi nú um nokkurra mánaða skeið reynt að selja verksmiðju sína í Boulogne Sur-Mer en ekki haft árangur sem erfiði. Ólafur Ólafsson, stjórnarformað- ur SÍF, segir að félagið sé að endur- skoða sinn rekstur í Frakklandi og þá komi meðal annars til greina að selja verksmiðjuna í Boulogne Sur- Mer, enda passi hún ekki nægilega vel inn í þá viðskiptaflóru sem félag- ið ætli að stunda. Hann segir þó engar söluviðræður hafnar og engin vinna í þá átt verið sett af stað. Verksmiðjan í Boulogne Sur-Mer framleiðir um 30 þúsund tonn á ári og segir í frétt IntraFish að hún sé afar vel staðsett gagnvart mörkuð- um í Evrópu. Margir keppinauta SÍF renni þannig hýru auga til hennar en umframgeta í hvítfiskframleiðslu og erfitt ástand á franska vinnumark- aðnum fæli þá frá, auk þess sem sagt er að SÍF fari fram á of hátt verð fyrir verksmiðjuna. Eru nefndir nokkrir hugsanlegir kaup- endur til sögunnar, m.a. Royal Greenland, Unilever, Pickenpack og Frosta. Forstjóri Young’s Bluecrest Seafood, Mike Parker, segir í frétt IntraFish að félagið hafi ekki átt í viðræðum um kaup á verksmiðj- unni. Verksmiðja SÍF í Boul- ogne Sur-Mer til söluKLETTUR, félag smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi, mótmæl- ir harðlega þeirri undanþágu frá banni við dragnótaveiðum á Eyja- firði sem dragnótabátnum Sól- borgu EA í eigu Brims hf., hefur verið veitt. Klettur hefur sent Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráherra áskorun um að fella þessa undan- þágu nú þegar úr gildi. Í yfirlýsingu frá Kletti segir að félagið hafi á undanförnum árum margoft ályktað um dragnótaveið- ar og hafi þær allar verið á þá leið að færa veiðarnar utar í firðinum, jafnþví sem félagið hafi mótmælt harðlega öllum undanþágum frá gildandi reglum. Segir að drag- nótaveiðar á svæðum sem friðuð hafi verið til margra ára fyrir tog- veiðarfærum séu ekkert annað en skemmdarstarfsemi og megi það með ólíkindum teljast ef að stærstu útgerðarfyrirtæki landsins telji sig ekki geta komist af nema með því að fremja skemmdarverk á frið- uðum svæðum. Jafnframt segir að fiskgengd í Eyjafirði hafi verið í örum vexti á undanförnum árum og útgerðarmenn smábáta með kyrrstæðum veiðarfærum nýtt sér hana. „Það er því með mikilli skelf- ingu sem þessir sömu útgerðar- menn horfa upp á stórvirkt veiði- skip skarkandi með togveiðarfæri á veiðislóð sem jafnvel hefur verið friðuð í áratugi, eða aldrei verið leyfð dragnótaveiði á.“ Tilraunaveiðar Brim sendi í gær frá sér tilkynn- ingu þar sem fram kemur að Brim fiskeldi hefur fengið leyfi sjávarút- vegsráðuneytisins tímabundið til að stunda tilraunaveiðar innan línu í Eyjafirði og inn að Hjalteyri. Til- gangur þeirra er að afla þorsks í tilraunaeldi á vegum Brims fisk- eldis. Veiðarnar verða stundaðar innan svokallaðrar línu til 21. feb. n.k. en eftir það utan við línu Segir að tilraunaveiðar sem þessar séu mikilvægur þáttur í rannsókna- og þróunarstarfi á sviði þorskeldisrannsókna. Veiðar sem þessar séu stundaðar í nokkrum mæli umhverfis landið og yfirleitt grunnt inni á fjörðum. Veiðar með togveiðarfærum í rannsóknaskyni hafi þannig verið stundaðar um árabil í innanverðum Eyjafirði. „Það er stefna Brims að stuðla að ábyrgri nýtingu náttúruauðlinda, meðal annars með því að þróa fisk- eldi sem raunhæfan valkost til við- bótar við veiðar á nytjastofnun sjávar. Miklir þjóðhagslegir og staðbundnir hagsmunir liggja í því að gera fiskeldi að hagkvæmum valkosti í íslenskum sjávarútvegi svo ekki sé minnst á þann mark- aðslega styrk sem í fiskeldi getur falist. Það er því mikilvægt að það þróunarstarf eins og nú fer fram í Eyjafirði á vegum Brims fiskeldis fái að mæta skilningi smábáta- sjómanna í firðinum,“ segir í til- kynningu Brims. Mótmæla dragnótaveiðum „Á SAMA hátt og hægri menn markaðsvæddu Ísland er stærsta mál jafnaðarmanna nú á dögum að taka markvisst og af sama krafti til við að lýðræðisvæða Ís- land. Markaðsvæð- ingunni er lokið. Nú tekur lýðræðisvæð- ingin við,“ segir Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi R-list- ans, í nýrri ritgerð sem hann kynnti í Iðnó í gær. Stefán Jón segir að ritgerðin eigi að gagnast fyrst og fremst til að róta í huga þeirra sem vilji byggja nú- tímalegt, frjálslynt og framsækið samfélag á Íslandi í anda jafn- aðarstefnu og félagshyggju. Hann sé að kallast á við samherja sína og áhugafólk um pólitík. Það sem hafi drifið hann áfram sé nauð- syn þess að halda umræðunni um sköpunina í stjórnmálunum áfram eftir að draumurinn um stóran jafn- aðarmannaflokk varð að veruleika. Einnig sé hann með þessu að leggja fram sínar hugmyndir eftir að hafa verið framarlega í pólitísku starfi í nokkur ár. Í ritgerðinni segir Stefán að rétt- ur borgaranna til að hafna gjörðum ríkisstjórnar eða Alþingis með því að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu sé svo eðlilegur að jafnaðarmenn setji hann á oddinn. „En eigum við ekki að ganga enn lengra og krefjast þess að skipulögð samtök borgara geti samið frumvarp til laga og safnað fyrir því svo miklum stuðningi að hægt sé að krefjast atkvæðagreiðslu um það án atbeina Alþingis?“ Stefán Jón nefnir sem dæmi að Alþingi hafi mistekist æ ofan í æ að tryggja atkvæði um sameign auðlinda þjóðarinnar í stjórnarskrá. Það sama eigi við um lag- færingar á kjör- dæmaskipan. Réttur til þjóðaratkvæða- greiðslu eigi að fela í sér tækifæri til að taka frumkvæði um mál og knýja í gegn með fjöldahreyfingu og samþykki þjóðarinnar. Hann segir umræðu um málskotsrétt for- seta Íslands hafa leitt í ljós hversu takmark- aður hann er. „ Mál- skotsrétturinn er lifandi veruleiki, og hann á að formfesta og skilgreina og hann á að vera í höndum borgara sem bindast um það samtökum að hafna vilja Alþingis, ekki bara hjá einum manni á Bessastöðum.“ Brýn mál í lýðræðisvæðingunni eru að mati Stefáns Jóns: Að gera landið að einu kjördæmi, ráðherrar sitji ekki á Alþingi og dómsvaldið verði í raun sjálfstætt og dómarar ekki skipaðir með geðþótta eins ráð- herra. Umbuna á fólki Skylda okkar er að hafa í heiðri gildi velferðar, en ríkisvaldið er ekki eina og ekki alltaf besta leiðin til þess, segir Stefán Jón. Ýtrustu kröf- um um samábyrgð eigi að mæta með spurningu um sjálfsábyrgð. Mönn- um sé of tamt að horfa til samfélags- umræðna út frá kröfugerðapólitík- inni. Knýja eigi einstaklinga og hópa til að líta í eigin barm fyrst og krefjast svo. Þessu eigi að ná með siðvæð- ingu og fræðslu og skattlagningu; umbun fyrir jákvæða breytni sem felst í forvörn við vanda. „Í stað þess að banna eða boða má umbuna ríkulega, hvetja og styðja jákvæða hegðun, en refsa með skött- um og gjöldum fyrir sóun og slæma hegðun. Þeir sem taka upplýsta áhættu greiða, þeir sem nýta auð- lindir borga, þeir sem leggja lið spara.“ Stefán Jón útfærir þetta fyrir heilbrigðiskerfið og segir að það mætti umbuna þeim sem gæta heilsu sinnar í stað þess að refsa fyr- ir áhættuhegðun eins og í einka- reknu tryggingakerfi. Röksemd hans er þessi: „Fólk sem vísvitandi fer illa með heilsu sína og neitar ráð- um um annað tekur óhóflega stóran hluta takmarkaðra gæða til sín á kostnað þeirra sem axla ábyrgð.“ Gæti skipt um skoðun Fjölmargar aðrar hugmyndir er að finna í ritgerð Stefáns Jóns. Í anda samræðustjórnmálanna er hann tilbúinn að ræða þessar hug- myndir og er hægt að nálgast rit- gerðina á heimasíðu hans, www.stef- anjon.co.is. Gefur hann fólki kost á að koma með athugasemdir og áskil- ur hann sér rétt til að skipta um skoðun. Verði útkoman góð geti farið svo að hann gefi ritgerðina út á bók. Stefán Jón Hafstein fjallar um jafnaðarstefnu 21. aldarinnar Lýðræðisvæðingin tekur við Morgunblaðið/Jim Smart Fjölmenni var í Iðnó í gær þegar Stefán Jón Hafstein kynnti hina nýju ritgerð sína um lýðræðisvæðingu á Íslandi. Stefán Jón Hafstein  Meira á mbl.is/itarefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.