Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 gjörfilegt, 8 spræna, 9 náðhús, 10 veið- arfæri, 11 þrældómur, 13 eldstæði, 15 rengla, 18 nurla saman, 21 orsök, 22 borgi, 23 ávöxtur, 24 rétta. Lóðrétt | 2 bætir við, 3 gamalt, 4 ilma, 5 geml- ingur, 6 asi, 7 spaug, 12 greinir, 14 sefa, 15 un- aður, 16 skapilla, 17 spela- hurð, 18 vísa, 19 fáni, 20 heimskingi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 pósts, 4 skrök, 7 kenna, 8 lemur, 9 pál, 11 róar, 13 hrós, 14 ómega, 15 farm, 17 ljót, 20 agn, 22 tuggu, 23 ættin, 24 kunna, 25 tæmdi. Lóðrétt | 1 pukur, 2 sunna, 3 skap, 4 soll, 5 rumur, 6 korns, 10 ágeng, 12 Róm, 13 hal, 15 fátæk, 16 Regin, 18 játum, 19 tonni, 20 auga, 21 nægt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Einhver sem þú þekkir lætur eftir sér að skjóta fyrst og spyrja svo. (Það þarf ekki að nefna nein nöfn.) Viðkom- andi er í eldfimu ástandi. Ekki ögra eða láta egna þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Farðu varlega. Einhver á heimilinu er í bardagaham og rifrildisstuði. Ekki láta plata þig út í þrætur eða leggja þitt af mörkum til þess að magna ill- indi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ást og peningar eiga ekki saman í dag. Þú kemst að raun um það er þú ferð í verslunarleiðangur með betri helmingnum. Hávært rifrildi er í upp- siglingu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver er með stuttan kveikiþráð í dag. Gættu þess að láta ekki eitthvað vanhugsað út úr þér. Kannski áttu reiði annarra skilið, veltu því að minnsta kosti fyrir þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Farðu varlega í dag, tilfinningar fólks eru í uppnámi. Einhver er að flýta sér og tekur hvers kyns töfum afar illa fyrir vikið. Passaðu þig á óþolinmæð- inni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú átt gott með að láta þér lynda við aðra í dag, þökk sé jafnlyndi þínu og hæfileikum til þess að spjalla við allt og alla. Umræðurnar þurfa ekki alltaf að vera gáfulegar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gáðu að þér í dag, þú gætir lent í ill- vígu rifrildi við einhvern alveg óvart. Enginn vinnur því enginn er til í að gefa eftir. Það er bæði þreytandi og óuppbyggilegt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ekki reyna að koma böndum á hugar- starfsemina í dag. Leyfðu huganum að reika þangað sem hann leitar af sjálfs- dáðum og njóttu ferðalagsins. Vertu opinn og njóttu jákvæðra strauma úr umhverfinu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Brjóttu heilann um viðgerðir sem þú vilt inna af hendi á heimilinu. Það þarf ekki að gera allt strax, en best að búa til áætlun um hvað skal gert og hve- nær. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Er einhver að spúa eldi í dag? Ert það kannski þú? Reyndu að missa ekki stjórn á skapinu. Veltu því frekar fyrir þér hvað er að og hvað hægt er að gera í því. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki freistast til þess að festast í ein- hverju píslarvætti. Ef einhver á heim- ilinu er í þessum stellingum fer best á því að spyrja hvað sé að og hvetja við- komandi til þess að tjá sig. (Þó að þú viljir ekki heyra það.) Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að mæla þér mót við uppá- haldsvini þína og kunningja í dag, þó ekki væri nema í stutta stund. Þú nýt- ur samverunnar, þó ekki væri nema til þess að slúðra. Stjörnuspá Frances Drake Fiskar Afmælisbarn dagsins: Þú fékkst mikla hæfileika í vöggugjöf, bæði mikla færni og gríðarlegan lík- amlegan styrk. Þú átt stundum í mikilli innri baráttu og þér hættir til þess að sökkva þér of djúpt í eigin vandamál. Kraftur þinn er mikill og því séstu ekki alltaf fyrir, beittu lagni líka. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Tónlist Café Rosenberg | Sváfnir Sigurðarson trúbador leikur um helgina. Gaukur á Stöng | Jet Black Joe með Gunn- ar Bjarna í fararbroddi með tónleika á Gauknum í kvöld. Húsið opnað kl 23 og 1.200 kr. inn. Norræna húsið | Tónlistarskólinn í Reykja- vík heldur kammertónleika kl. 14. Kamm- ertónlist og sönglög eftir íslensk tónskáld, m.a. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jón Leifs, Karl O. Runólfsson, Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Jórunni Viðar og fleiri. Salurinn | Skemmtikvöld að skagfirskum sið í boði Vesturfarasetursins kl. 20. Fram koma Karlakórinn Heimir, Álftagerðisbræður, Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Anna Sigríður Helga- dóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir auk kanadíska tenórsins Peters Johns Buchans. Stúdentakjallarinn | Reggaehljómsveitin Hjálmar heldur tónleika í Stúdentakjall- aranum. Tónleikarnir hefjast um kl. 22. Skemmtanir Cafe Amsterdam | BUFF spilar í kvöld. Cafe Catalina | Hermann Ingi jr. spilar í kvöld. Café Victor | DJ Metro spilar Dans og R’n’B. Classic Rock | Hljómsveitin Sex volt leikur í kvöld. Gaukur á Stöng | Jet Black Joe í kvöld. DJ Maggi á efri hæð. Klúbburinn við Gullinbrú | Hið árlega Stelpukvöld Klúbbsins hefst kl.21. Strákar velkomnir kl. 23. Dansleikur með Hljómsveit Eyjólfs Kristjánssonar, Íslands eina von. Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og hljómsveit mæta og skemmta gestum um helgina. Skemmtunin hefst kl. 23. Krúsin, Ísafirði | Rúnar Þór og hljómsveit skemmta á Krúsinni í kvöld. NASA | Spaðaball í kvöld kl. 22. Vélsmiðjan, Akureyri | Rokksveit Rúnars Júlíussonar heldur uppi dúndrandi stuði um helgina. Myndlist Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí Gyllinhæð | Þórunn Eymundardóttir og Júlíus Eymundsson – „snert hörpu mín himinborna dís“ í Gallerí Gyllinhæð, á efri hæð Kling&Bang. Opnar í dag kl. 17. Gallerí i8 | Finnur Arnar sýnir ýmis mynd- verk. Gallerí Sævars Karls | Ættarmót fyrir hálfri öld. Sigurður Örlygsson sýnir olíumálverk – 100 andlit úr fjölskyldu sinni. Gallerí Tukt | Erna Þorbjörg Einarsdóttir, ung listakona, opnar einkasýningu á verkum sínum í Galleríi Tukt á milli kl. 16 og 18 á Vetrarhátíð. Verkin eru gerð með blandaðri tækni. Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós- myndir, skúlptúra, teikningar og myndbönd. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir listaverk úr mannshári í Boganum. Hafnarborg | Bjarni Sigurbjörnsson og Har- aldur Karlsson – Skíramyrkur. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er myndhöggvari febr- úarmánaðar í Hafnarborg. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk í forkirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Steinlaug Sigurjóns- dóttir sýnir olíu og vatnslitamyndir í Menn- ingarsal. Hvalstöðin, Ægisgarði | Dagný Guðmunds- dóttir – Karlmenn til prýði. Kaffi Sólon | Óli G. Jóhannsson sýnir óhlut- læg verk. Kling og Bang gallerí | Magnús Árnason – Sjúkleiki Benedikts. Klink og Bank | Water and light, gjörningur fjölda listamanna í Klink og Bank frá kl. 19 til miðnættis. Listaháskóli Íslands | Ásdís Sif Gunn- arsdóttir – „Netscape Oracles“ – Remedy for Starsickness. Pétur Már Gunnarsson – Hvað er í gangi? Listasafn Einars Jónssonar | Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14–17. Högg- myndagarður við Freyjugötu alltaf opinn. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930 1945 og Rúrí – Archive – endangered wa- ters. Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunn- laugsdóttir – Mátturinn og dýrðin, að eilífu. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórður Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Aðföng, gjafir og önnur verk eftir Sigurjón. Nýlistasafnið | Jean B. Koeman – Socles de Monde. Samsýningin Tvívíddvídd. Grams – Sýning á vídeóverkum úr eigu safnsins. Safn | Stephan Stephensen – AirCondition. Jóhann Jóhannsson – Innsetning tengd tón- verkinu Virðulegu forsetar. Á hæðunum þremur eru að auki ýmis verk úr safneign- inni, þ. á m. ný verk eftir Roni Horn, Pipilotti Rist og Karin Sander. Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir - Hugar- heimur Ástu Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er myndlistarmaður mánaðarins í samstarfi Þjóðmenningarhússins og Skólavefsins. Sýning á verkum Braga í veitingastofu og kjallara. Listasýning Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Dans Auðbrekka 25, Kópavogi | Harmonikufélag Reykjavíkur heldur dansleik í Auðbrekku 25, Kópavogi, í kvöld kl. 22 til kl. 2. Fjórar sveitir leika fyrir dansi. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Tónlistararfur Íslend- inga, Handritin, Þjóðminjasafnið – Svona var það, Heimastjórnin 1904. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er skáld mánaðarins. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð- minjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Ómur, Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmyndasýningarnar Hér stóð bær og Átján vóru synir mínir í álf- heimum … Opið frá kl. 11–17. Mannfagnaður Eyrarland | Þorrablót verður haldið á Eyr- arlandi á þorraþræl í kvöld. Magnús Kjart- ansson leikur fyrir dansi. Nánari uppl. veita: Grétar 863 7343, Gunnar 586 2185 eða Tómas 487 1266. Aldurstakmark er 16 ár. Íþróttahús, Þykkvabæ | Þorrablót verður í íþróttahúsinu í Þykkvabæ laugardaginn 26. febrúar. Miðaverð 4.000 kr. Pantanir og nánari upplýsingar veita: Sigga s. 487 5630, Særún s. 487 5640, Dóra s. 487 5619 og Eygló s. 487 5617. Panta þarf fyrir 19. febrúar. Laugaland í Holtum | Þorrablót Holta- manna verður haldið að Laugalandi í kvöld og verður húsið opnað kl. 20.30. Banda- menn ásamt Pétri tónabónara spila. Miða- sala kl. 15–18, laugardaginn 12. feb. og sunnudaginn 13. feb. í afgreiðslu sundlaugar Laugalands. Seyðfirðingafélagið | Sólarkaffi Seyðfirð- inga verður haldið í Gjábakka, sal eldri borg- ara að Fannborg 8 í Kópavogi, á morgun kl. 15. Mætum öll og fögnum sólinni. Stjórnin. Fundir Kattavinafélag Íslands | Aðalfundur Katta- vinafélags Íslands verður haldinn fimmtu- daginn 24. febrúar kl. 18, í húsi félagsins við Stangarhyl 2 í Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Krabbameinsfélagið | Samhjálp kvenna er með „Opið hús“ í Skógarhlíð 8, 4. hæð, 22. febrúar kl. 20. Óskar Þór Jóhannsson krabbameinslæknir flytur erindi um erfða- ráðgjöf vegna krabbameins. Umræður og fyrirspurnir. Kaffiveitingar. Allir velkomnir og takið með gesti. Norræna húsið | Aðalfundur Félagsins Ís- land-Palestína verður haldinn í Norræna húsinu á morgun kl. 16. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa segir Eiríkur Jónsson, formað- ur Kennarasambands Íslands, í máli og myndum frá nýlegri ferð sinni til hertekinnar Palestínu. Allir velkomnir. OA-samtökin | Árlegur kynningarfundur OA-samtakanna verður sunnudaginn 20. febrúar kl. 14–16, í Héðinshúsinu (Alanó) Seljavegi 2, Reykjavík. Fjórir félagar segja frá reynslu sinni af OA-samtökunum. Allir sem hafa áhuga á að kynna sér starf sam- takanna eru velkomnir. www.oa.is. Umyggja, félag til stuðnings langveikum börnum | Aðalfundur Umhyggju verður haldinn mánudaginn 21. febrúar nk. kl. 20 í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, á 4. hæð. Að loknum aðalfundarstörfum verður erindi um fjölskylduráðgjöf. Fyrirlestrar Sögufélag | Nafnfræðingafélagið heldur fyr- irlestur um gælunöfn kl. 13.30. Kendra J. Willson fjallar um megindrætti í frásögnum Íslendinga af nafnstyttingum og öðrum óop- inberum mannanöfnum. Rannsóknin bygg- ist á svörum við aukaspurningu í spurn- ingalista Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins. Ókeypis og öllum opinn. Námskeið Hótel Edinborg | Námskeið um andleg mál- efni með Maríu Sigurðardóttur og Guðrúnu Hjörleifsdóttur miðlum verður haldið að Lambafelli, Hótel Edinborg, A-Eyjafjöllum, 19. febrúar. Þátttaka tilkynnist í síma 565 0712 og 862 6961. Hrossaræktarbúið Króki | Reiðnámskeið Geysis, kennarar verða Hallgrímur Birkisson og Ísleifur Jónasson. Verð 5.000 kr. Upplýs- ingar og skráning hjá Sonju, s. 898 1597, og Hallgrími, s. 864 2118. Fyrirhugað er að halda reiðnámskeið fyrir konur og almennt ef næg þátttaka fæst. Kennarar Hallgrímur og Ísleifur. DAGNÝ Guðmundsdóttir myndlistarkona opnar í dag kl. 15 sýninguna „Karlmenn til prýði“ í Hvalstöðinni við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Þar sýnir Dagný skúlp- túr, myndbandsbrot og innsetningu þar sem hún notar karlmannslíkamann til að prýða umhverfið. Sýningin er staðsett of- an í lest á loðnuskipi sem hefur verið breytt í fræðslusetur fyrir Hvalstöðina. „Það er til mikið af fallegum karl- mönnum sem væri gaman að fá að horfa á,“ segir Dagný. „Fallegir karlmannslík- amar eru augnayndi og allt of lítið um að hægt sé að prýða umhverfi með þeim, horfa á þá og dást að þeim. Það hefur lítið verið unnið með karlmannslíkamann í myndlist undanfarin ár og úti á lífinu eru karlmenn yfirleitt mjög vel inn pakkaðir.“ Í tilefni sýningarinnar verður dagskrá um karlmannslíkamann hjá Hvalstöðinni á morgun, sunnudag, kl. 15. Þar munu Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristín Arngríms- dóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Gunnar Her- sveinn Sigursteinsson, Vilborg Davíðsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Þórdís Björnsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir lesa eigin ljóð og texta. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og allir velkomnir á meðan bátsrúm leyfir. Upplýsingar gefur Dagný í síma: 551 4189 og 847 0946 Fagrir karlmenn prýða lest loðnuskips Sýning Dagnýjar verður opin fimmtudaga til sunnudaga frá 13– 17 til 6. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.