Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Einar Magnús-son fiskmatsmað- ur fæddist í Bolung- arvík 21. apríl 1931. Hann lést á heimili sínu í Völusteins- stræti 15 í Bolungar- vík 13. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Lárusdóttir hús- freyja, f. 1895, d. 1953, og Magnús Einarsson verka- maður, f. 1884, d. 1951. Systkini Ein- ars eru Þorbjörg Jónína, f. 1913, d. 1970, Lárus Guðmundur, f. 1916, d. 1947, Margrét, f. 1918, d. 1997, Fjóla, f. 1921, d. 1970, Rannveig, f. 1923, Sóley, f. 1925, d. 2005, Ísleifur, f. 1927, d. 1996, Sigurborg Lilja, f. 1929, og Magnús Kristján, f. 1940. Eiginkona Einars er Elsa Ás- bergsdóttir húsmóðir, f. 15.1. 1932 á Ísafirði. Foreldrar hennar voru Elísabet Magnúsdóttir hús- freyja, f. 1907, d. 1985, og Ásberg Kristjánsson skipstjóri, f. 1906, d. 1982. Einar og Elsa eiga þrjú börn. Þau eru: 1) Elísabet, f. 27.8. 1955, fyrrverandi maki Sveinn Þórisson. Synir þeirra eru Þórir Rúnar og Kristján Númi. Fyrir átti hún soninn Einar Örn. 2) Margrét Þóra, f. 30.5. 1961, maki Hjalti Gústavsson, f. 30.6. 1960. Dætur þeirra tvær eru Elsa Rut og Helena Svava. 3) Ásberg, f. 11.8. 1967, maki Steinunn Ásg. Frí- mannsdóttir, f. 11.6. 1963. Börn Ásbergs af fyrri sambúð eru Hafdís Elsa og Helgi Sigurjón. Einar lauk hefðbundinni skóla- göngu í Bolungarvík og ólst upp í foreldrahúsum í stórum systkina- hópi. Hann byrjaði sextán ára að vinna hjá Einari Guðfinnssyni, fyrst sem verkamaður, síðan bíl- stjóri og síðustu árin sem fisk- matsmaður víða um Vestfirði. Ungur hóf hann sambúð með lífs- förunaut sínum til 50 ára, Elsu, en þau giftu sig á afmælisdegi Einars hinn 21. apríl árið 1955. Þau hófu búskap sinn í Bolung- arvík og áttu alla tíð heima þar, lengst af á Völusteinsstræti 15. Útför Einars fer fram frá Hóls- kirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn. Þegar Steina hringdi í mig út á sjó og sagði mér að þú hefðir veikst mikið heima og látist í kjölfarið var eins og lífið hefði stöðvast augnablik. Þú varst ekki bara pabbi minn heldur besti vinur sem ég hef átt. Þá fóru minn- ingarnar að streyma fram; þegar þú varst að herða fisk í sjoppunni niðri á Hafnargötu og ég var aðeins smápjakkur að reyna að rétta þér smá hjálparhönd og svo fórum við í harðfiskhjallinn og á leiðinni þangað vorum við eins og bestu feðgar en þegar þangað var komið varstu alltaf að segja mér til, sem fór mis- vel í mig vegna þess að ég þóttist kunna þetta allt jafnvel og þú, en aldrei skiptir þú skapi við mig. Þegar mér leið eitthvað illa hringdi ég til þín og þú gafst þér alltaf tíma til að hlusta á mig, og þegar ég var búinn að segja það sem mér lá á hjarta tókst þér alltaf að láta mér líða betur, gafst mér góð ráð, leiddir huga minn að einhverju öðru og einu sinni man ég að þú fórst að spyrja mig um sjóinn, hvernig hefði fiskast og ég sagði þér að það hefði nú verið gaman að fara með ýsuna, sem fiskast hefði hjá okkur um borð, fram í hjall og gladdi það þig mikið. Ég man líka þegar við systkinin vor- um yngri og fórum í útilegu við Djúpmannabúð og lögðum net í sjó- inn og hvað þú varst alltaf tilbúinn að gleðja okkur börnin þín. Eins var þegar við fórum bara tveir og feng- um að veiða hjá Rögnu á Laugabóli og hún tók okkur alltaf opnum örm- um og gaf okkur veiðileyfi. Þarna voum við bara tveir feðgarnir og þetta var okkar helgidómur. Ég minnist líka góðu stundanna þegar ég kom í heimsókn með börnin mín, hvað þú varst þeim góður og hvað þeim þótti vænt um þig. Það mátti oft ekki á milli sjá hver var afinn og hver var barnið, það var svo stutt í barnið í þér. Núna ert þú örugglega í góðum höndum hjá afa og ömmu. Ég er af- ar stoltur af því að vera sonur þinn og sakna þín afskaplega mikið. Ég hefði viljað hafa þig hjá mér svo miklu miklu lengur. Það er með miklum trega sem ég kveð þig, elsku pabbi minn. Minning þín er ljós í lífi mínu. Þinn sonur Ásberg. Elsku pabbi minn. Mikið er erfitt að þurfa að setjast niður og skrifa minningargrein um þig. Þú varst kletturinn í lífi mínu. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og drengina mína, þeir sakna þín mjög mikið. Alltaf hringdir þú til mín í hádeginu og sagðir mér að keyra varlega til Ísafjarðar þar sem ég stunda mína vinnu. Ég sakna þín sárt. Guð geymi þig. Þín dóttir Elísabet. Heiðursmaðurinn Einar Magnús- son bifreiðastjóri hefur kvatt þennan heim og kom það ekki á óvart þeim sem til þekktu eftir veik- indin sem hann hefur mátt þola. Þegar ég sá þig 12. nóv. sl. datt mér ekki í hug að þetta yrði okkar síð- asta kveðja. Ég kynntist Einari þegar við Margrét dóttir hans rugluðum sam- an reytum. Ég hafði komið vestur í heimsókn til systur minnar sem býr í Bolungarvík og tókust þá með okk- ur Margréti kynni. Ég var að vinna hjá flughernum á Keflavíkurflug- velli og kom ég vestur í sumarfríum til að vinna í saltfiski. Einar var m.a. eftirsóttur fisk- matsmaður og virtur, hann var sóttur til nærliggjandi sveitarfélaga til að meta. Hann var hár og röskur maður sem hlífði sér ekki við vinnu og það var fínt að vinna með Einari í saltfiskinum og talnaglöggur var hann með afbrigðum og átti hann til að koma með flókin dæmi til að leysa og eða gátur. Eitt sinn var verið að fletja þorsk í salt hjá Geir Guðmunds og ég var á lyftaranum að sturta þorskinum í síló en tók óvart kar með smáfiski í og lét ofan í við lítinn fögnuð viðstaddra og urðu smátafir vegna þessa. Mikið var hlegið eftir á að aðförum Suð- urnesjamannsins. Svona gat hamagangurinn oft á tíðum verið hjá E.G. Einar keyrði vörubíla og leigubíla og var oft og iðulega hringt í hann ef það vantaði leigubíl. Oft sagði hann sögur þegar hann var að berjast við vegi og veður á vörubílnum. Eitt sinn var hann hætt kominn þegar hann lenti út af efst í Óshlíðinni í hálku og rann bíllinn niður í fjöru og festist Einar þar í flakinu á meðan flæddi að. Menn komu að til að halda höfðinu upp úr sjónum og mátti ekki tæpara standa. Einar rak sjoppu um tíma innst á Hafnargötunni og hjallurinn ekki langt undan við Hólsána. Þar fékk hákarlinn að hanga. Seinna var hjallurinn í Tungudal. Einar og Jón- as Halldórsson voru með best verk- aða hákarlinn að sögn heimamanna. Við Margrét áttum síðar eftir að að selja Suðurnesjamönnum harðfisk og hákarl ásamt Rannveigu systur hans. Oft var ég með prufur af harð- fiski á vinnustað mínum í Járnum og skipum í Keflavík og kunnu menn vel að meta þessa sendingu að vest- an. Alltaf var gaman að koma á Völu- steinstræti 15 og fyrir mig Suður- nesjamanninn að koma úr flatneskj- unni í allt fjalllendið voru mikil viðbrigði. Ég held að kvöldin hafi verið besti tími Einars. Eftir langan vinnudag var gott að setjast út í kvöldsólina og fengum við oft kvöldkaffið út sem Elsa kona hans hafði útbúið og stundum var farið í Syðri-Dal að vatninu eða upp í hjall eftir kvöld- kaffið. Einar var mikill barnavinur og þegar dætur okkar Elsa Rut og Hel- ena Svava uxu úr grasi var oft mikið fjör í Völusteinsstrætinu. Hann fór oft með þær út á sandinn þegar við komum í heimsókn, ásamt Hafdísi Elsu og Helga Sigurjóni, Einari Erni, Kristjáni Núma og Þóri Rúnari. Elsa og Einar komu oft í sum- arbústað til okkar sem Starf- mannnafélag Sparisjóðsins í Kefla- vík átti við Langá á Mýrum í Borgafirði og í Grímsnesið. Eins í Húsafell. Árið 1987 fóru Einar, Elsa, Elsa Rut, Hjalti, Margrét og Einar Örn í ógleymanlegt ferðalag til Mið-Eng- lands. Við vorum þar í sumarhúsi í Skíriskógi. Þar var yfirbyggð hitabeltiskúlu- hús Center Parce með alls konar laugum og rennibrautum og í skóg- inum skoðuðum við eikina hans Hróa Hattar og Tóka munks sem er komin til ára sinna. Þarna hoppuðu íkornar um allt, froskar við lækinn, fuglar og dádýr og við skoðuðum frægt flugminjasafn í Newark. Við keyrðum til Mansfield, Derby og Newark. Hjón frá Derby með lítinn dreng komu í heimsókn til okkar en Einar og Elsa höfðu kynnst þeim á Spáni og var notað tækifærið til að heilsa upp á þau. Að leiðarlokum langar mig að þakka Einari tengdapabba sam- fylgdina, um leið og ég votta eig- inkonu hans Elsu, börnum og barnabörnum innilegustu samúð mína. Guð varðveiti ykkur öll. Ég sendi þér kæra kveðju, nú kominn er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita að því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Megir þú hvíla í friði, Einar. Hjalti Gústavsson. Elsku tengdapabbi minn. Nú er komið að leiðarlokum og tími til að kveðja þótt óljúft sé. Okkar kynni hófust fyrir rétt um tveimur og hálfu ári þegar ég kom inn í fjöl- skylduna þína og voru kynni okkar svo alltof alltof stutt. Þú tókst mér opnum örmum þeg- ar ég kom fyrst í heimsókn til þín og varst alltaf einstaklega hlýr og góð- ur við mig. Það var eins og ég væri komin heim eftir langa og erfiða ferð þegar ég kom í fyrsta skipti til ykkar Elsu á Völusteinsstrætið. Hafðu þökk fyrir yndisleg kynni, ég á eftir að sakna þess að heyra rólegu röddina þína og sjá þig brosa þínu strákslega brosi. Minningin um þig framkallar tár myndin á veggnum, opið sár sem ekki mun gróa, um ókomin ár. Á flóði og fjöru ég hugsa um þig. Ég kallaði í myrkrið, ó, bænheyrðu mig, í myrkrinu gráta, augun þín pírð aldrei til baka aftur þú snýrð aldrei til baka aftur þú snýrð. (Rafn Jónsson.) Elsku Elsa, Bettý, Magga, Ás- berg og aðrir aðstandendur. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Nú þarf Guð meira á honum Einari okkar að halda en við og hefur kallað hann til sín. Einar minn, takk fyrir samfylgdina og góður Guð geymi þig. Minning þín lifi. Þín tengdadóttir Steinunn. Hér ætla ég að fara með nokkur kveðjuorð til afa míns, Einsa Magg, sem gekk mér í raun í föður stað fyrir margt löngu. Fyrsta minning mín um hann afa var þegar við vor- um saman tveir inni í bílskúr og hann var að berja harðfisk og verka hákarl og ég horfði á hann með að- dáun. Hann sagði alltaf: „Einsi minn, koddog fáðer harfisk,“ og síð- an fylgdi á eftir einn sjúss af twentyone, það besta sem ég hef smakkað fyrr og síðar, þ.e.a.s. harð- fiskur og twentyone. Síðan gelluð- um við saman og ég seldi gellurnar í hús og fékk vænan skilding fyrir. Ætli ég hafi ekki gellað tvö kíló á meðan afi minn gellaði tíu kg. En svona var hann afi minn, duglegasti maður í heimi og var alltaf að bjóða mér og ömmu til útlanda. Við fórum til Portúgals, Mallorca, Kanarí og ég veit ekki hvað og hvað. Minnisstætt er þegar við fórum alltaf til berja á haustin og tíndum mikið af berjum saman, þá fórum við helst í Vatnsfjörðinn og vorum í bústað og skemmtum okkur frábær- lega. Síðan liðu árin hratt og heilsu afa hrakaði smám saman, þá er ég að tala um líkamlega heilsu, því hann var alltaf klár í kollinum fram til dauðadags og það er ekki öllum gef- ið. Ég gæti alveg skrifað 50.000 fal- leg orð í viðbót en ég ætla að hafa þau út af fyrir mig. Elsku afi, ég veit að þú ert á góð- um stað núna og ég hlakka til að sjá þig aftur. Ég hræðist ei dauðann því ég veit að ég mun sjá þig strax og hann ber á dyr hjá mér. Ég vil enda þetta á einni bæn sem við fórum alltaf saman með á kvöld- in þegar ég var yngri: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Þinn sonur Einar Örn. Elsku Einar afi er dáinn, þú sem varst alltaf svo góður við okkur, þú varst veikur og Guð vildi fá þig til sín sem fyrst. Þú varst alltaf tilbú- inn að leika við okkur þegar við komum í heimsókn til þín og ömmu. Gaman var á sandinum og ferðir til Ísafjarðar að hitta Örnu frænku. Nú kveðjum við þig, elsku afi, sem alltaf hefur skipað stóran sess í hjarta okkar. Elsku amma, við styrkjum þig í sorg þinni. Takk fyrir allar góðu stundirnar, elsku afi. Því eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn. Hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar, ég reyndar sé þig alls staðar, þá napurt er. Það næðir hér og nístir mig. (Vilhj. Vilhj.) Helena Svava Hjaltadóttir. Elsku afi. Okkur langar með örfá- um orðum að minnast þín. Þú varst alltaf svo góður við okkur, við gerð- um margt skemmtilegt saman og má þar nefna allar bílferðirnar okkar niður á sand að tína skeljar og steina, út á vita, rúntinn um Bolungarvík að kaupa ís og margt fleira. Okkur þótti leitt hvað við sáum þig sjaldan þar sem þú bjóst í Bolungarvík en við í Reykjavík. En alltaf þegar við hittumst var það jafn gaman því að, elsku afi, þú varst svo góður. Við vitum að núna taka góðir englar á móti þér og vonum að þér líði vel jafnvel þó að söknuðurinn sé mikill. Góði guð, viltu passa ömmu og pabba og okkur öll hin sem söknum afa svo mikið. Megi góður guð taka vel á móti þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elskum þig alltaf. Þín Hafdís Elsa og Helgi Sigurjón. Elsku afi minn. Mér þykir voða leitt að þú skulir hafa farið frá okkur svona snöggt. Það var alltaf svo gaman að koma vestur í heimsókn til þín og það var aldrei tími til að láta sér leiðast. og ekki má gleyma þegar ég kom til ykkar ömmu á sumrin og hjálpaði við að sólþurrka saltfiskinn á túninu hjá ykkur, síðan léstu mig fá nokkra poka með mér suður og fékk að selja. Síðan man ég eftir því þegar við Helena fórum með þér í kartöflu- garðinn og vorum að hjálpa til, þá sáum við kónguló með haus báðum megin og ég vissi ekki hvert við ætl- uðum. Og eins man ég þegar við fór- um inná sand að tína skeljar og fleyta kellingar, það voru dýrðar- stundir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku afi minn, ég kveð þig með þessum fátæklegu orðum og ylja mér áfram við minningarnar um tímann okkar saman. Þín dótturdóttir, Elsa Rut. Hér ætla ég að skrifa nokkur orð um afa minn, Einar Magnússon. Það fyrsta sem ég man eftir afa mínum þá vorum við uppi í sumarbústað í Vatnsfirði og hann var að kenna mér að spila rakka. Síðan voru farnar ferðir í sjoppuna í Múla þar sem afi seldi kallinum harðfisk og í staðinn fengum við Einar Örn að kaupa okk- ur dót og nammi. Síðan er það mér minnisstætt þegar ég og Einar fórum með afa upp í hjall að hengja upp harðfisk og fylgdist afi vel með þegar ég var að setja fiskinn á rárnar. Það mátti ekki vera einum fiski of lítið eða of mikið á þeim. Síðan þegar fiskurinn var tilbúinn þá var maður sendur út- um allan bæ að selja harðfisk og gellur og seldi maður mikið út af því að fólk vissi að þetta var frá Einsa Magg. En eitt veit ég að þín verður sárt saknað af okkur bræðrunum, en við vitum að þú ert kominn á góð- an stað og vakir yfir okkur. Þórir Rúnar og Kristján Númi. Kær bróðir er látinn. Þetta kom mjög snöggt, þó að við vissum að þú hefðir verið mikið veikur og gengið í gegnum miklar aðgerðir og búið að gera allt sem hægt var til að bæta heilsu þína, en það var bara svo margt sem amaði að og ekki varð við neitt ráðið. Það koma margar minningar fram í hugann, ég man þig sem lít- inn pjakk tínandi þara í fjörunni fyrir neðan húsið okkar og selja mönnum sem áttu kindur, og ekki var nú mikið fyrir fötuna, svona kannski tíu aurar eða svo. Einar var alla tíð mjög duglegur og byrjaði snemma að vinna með föður sínum við harðfiskverkun, og tók hann við því að honum látnum. Hann var yf- irfiskmatsmaður Vestfjarða um árabil eða meðan heilsan leyfði. Um tvítugt fór hann á saltfiskveiðar við Grænland og var þar í sex mánuði og var það hans fyrsta ferð til sjós. Síðan vann hann alla almenna vinnu til sjós og lands, einnig var hann vörubílstjóri og leigubílstjóri um tíma, það eru góðar minningar sem synir mínir eiga um alla bíltúrana inn á Ísafjörð með Einsa frænda. Það var einmitt í einni slíkri ferð sem hann lenti í hörmulegu slysi þegar bíll hans fór út af veginum og EINAR MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.