Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TAKTU UPPLÝSTA ÁKVÖRÐUN 27. FEBRÚAR NÁMSKYNNING Í HÁSKÓLA ÍSLANDS www.hi.is „VIÐ erum hægt og bítandi að skipta um áhöfn í byggingarvinn- unni,“ segir Finnbjörn A. Her- mannsson, formaður Trésmiða- félags Reykjavíkur. Nýleg könnun sýnir að 12–15% starfsmanna, eða 750–800 manns, í byggingariðnaði á höfuðborgarsvæðinu koma erlendis frá. „Þessi þróun færir bygginga- markaðinn marga áratugi aftur í tímann. Í flestum tilvikum hafa þessir menn ekki iðnmenntun né verkþekkingu. Þeir sætta sig við lé- legan aðbúnað og taka miklu lægri laun en Íslendingar,“ sagði Finn- björn. Nokkur félög iðnaðarmanna á höfuðborgarsvæðinu stóðu að könn- un á starfsmannamálum í bygging- ariðnaði á svæðinu. Ráðinn var starfsmaður sem fór á milli bygging- arvinnustaða í þrjá mánuði og kann- að starfsmannamál. Fyrstu niður- stöður liggja nú fyrir. Talið er að um 5–6.000 manns séu í byggingarvinnu á höfuðborgar- svæðinu. Finnbjörn segir að íslensk- ir iðnaðarmenn annist um 65% af vinnumagninu, um 20% séu ófag- lærðir íslenskir verkamenn og síðan erlendir starfsmenn. „Við höfum fundið erlenda starfsmenn sem ekki eru með at- vinnuleyfi. Sumir koma frá Evr- ópska efnahags- svæðinu og mega vinna hérna. En þeir eiga að skrá sig og fá kennitölu, sem þeir gera ekki í flestum tilfellum. Aðrir koma frá löndum utan EES og eru alfarið í „svartri“ vinnu,“ sagði Finnbjörn. Könnunin sýndi að mikill minnihluti erlendu starfsmannanna hafi lagt fram pappíra um iðnréttindi sín áð- ur en þeir hófu störf. Því er litið svo á að 90% þeirra séu ófaglærð. Finn- björn telur að margir útlendinganna vinni störf iðnaðarmanna en starfi einnig sem verkamenn. Flestir útlendingar frá EES-lönd- um koma frá Portúgal. Margir þeirra koma í gegnum erlendar starfsmannaleigur sem greiða þeim laun í Portúgal. „Skattayfirvöld á Ís- landi hafa verið eitthvað feimin við að ákveða hvort þeim beri að borga skatta á Íslandi eða ekki,“ sagði Finnbjörn. Ekki er enn um það að ræða að útlendu starfsmennirnir taki störf frá Íslendingum, að mati Finnbjarnar. Það er þensla á vinnu- markaði og mikið að gera. Finnbjörn óttast að skortur á verkþekkingu valdi því að þessir starfsmenn skili ekki nógu vandaðri vinnu. Hann sagði félög iðnaðar- manna vilja taka málið upp við stjórnvöld eftir helgina. Bæði hvað varðar ófaglærða erlenda og ís- lenska starfsmenn. Hvorir tveggja séu taldir vandamál. Finna þurfi úr- ræði fyrir íslenska ófaglærða starfs- menn, sem hafa ílengst í greininni. Slæmt ef vöruvöndun hrakar á byggingamarkaði Þeir þurfi að geta bætt þekkingu sína og menntun. „Við lítum svo á að við séum oft með aleigu fólks í hönd- unum þegar það kaupir sér íbúðir. Það er mjög slæmt ef vöruvöndun er að hraka á byggingamarkaði.“ Erlendir starfsmenn taldir vera 12–15% Finnbjörn A. Hermannsson Könnun meðal fólks í byggingarvinnu á höfuðborgarsvæðinu HALDIÐ verður áfram við vinnu sérsamninga við 10 grunnskólakenn- ara í Skóla Ísaks Jónssonar, þrátt fyrir að formaður Kennarasam- bands Íslands segi samningana ólög- lega, og að forysta kennara muni ekki samþykkja þá. „Við erum alveg ótrúlega ánægð með það sem hefur átt sér stað hérna undanfarið og viljum bara fá að einbeita okkur að því að sinna okkar störfum núna,“ segir Jenný Guðrún Jónsdóttir, trúnaðarmaður kennara við Ísaksskóla. „Við ætlum okkur ekki að fara í stríð við Kenn- arasambandið, við ætlum að einbeita okkur að því að reka góðan skóla.“ Full sátt er um að fara þessa leið í skólanum og allir sem kusu um nýj- an samning samþykktu hann, bæði kennararnir 10 og allir meðlimir skólanefndarinnar, segir Jenný. „Hér ríkir mikil gleði og mikill fögn- uður og við lítum björtum augum fram á veginn.“ Um er að ræða grunnsamning og nú tekur við vinna við að semja við hvern og einn kenn- ara um raunveruleg laun, og er reiknað með því að þeirri vinnu ljúki í mánuðinum. „Við ætlum að ein- beita okkur að því að klára þetta mál og gerum það full eftirvæntingar og tilhlökkunar,“ segir Jenný. Morgunblaðið/Þorkell Jenný Guðrún Jónsdóttir, trúnaðarmaður kennara, við kennslu í Ísaksskóla í gærmorgun. Halda ótrauð áfram vinnu við sérsamninga í Ísaksskóla ÓLAFUR Loftsson, formaður Kenn- arafélags Reykjavíkur, var kjörinn formaður Félags grunnskólakennara á aðalfundi félagsins á Selfossi í gær. „Þetta var drengilegt og fór afskap- lega vel fram,“ segir Ólafur um kosn- inguna en hann hlaut 46 atkvæði, Finnbogi Sigurðsson, fráfarandi for- maður félagsins, fékk 42 atkvæði og Guðrún Guðmundsdóttir 15 atkvæði. Ólafur kvaðst vera afar þakklátur fyrir stuðninginn og traustið. Hann segir útkomu kosninganna hafa verið á þennan veg vegna þess að fólk hafi viljað sjá ákveðnar breytingar í starf- semi félagsins. Það komi svo í ljós á næstu vikum og mánuðum hverjar þær muni verða. Kjörinn formaður grunnskólakennara Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Loftsson, nýr formaður KFR, í baráttuhug í haust þegar kennaradeilan stóð sem hæst. MÓTMÆLANDA, sem handtekinn var er hann mótmælti við heimsókn Jiang Zemin, forseta Kína, að Geysi sumarið 2002, voru í Héraðsdómi Reykavíkur sl. fimmtudag dæmdar 90 þúsund krónur í miskabætur frá íslenska ríkinu vegna handtökunnar. Gjafsóknarkostnaður mótmæland- ans, þar með talin málsvarnarlaun lögmanns hans, Sigríðar Rutar Júl- íusdóttur hdl., skulu einnig greiðast úr ríkissjóði. Lögreglan handtók mótmæland- ann, ásamt þremur félögum hans, við Geysi 15. júní 2002. Taldi mótmæl- andinn sig hafa orðið fyrir miska vegna ólögmætrar handtöku, frels- issviptingar, hótana og ofbeldis af hálfu lögreglu, ólögmætrar upptöku eigna og skerðingar réttinda til að mótmæla og þar með skerðingar á tjáningarfrelsi sínu. Krafðist hann 500 þúsund króna miskabóta frá ís- lenska ríkinu af þessum sökum. Félagar mannsins sem mótmæltu með honum hafa einnig höfðað mál og krafið ríkið um miskabætur. Jiang Zemin kom í opinbera heim- sókn hingað til lands 13.–16. júní 2002 í boði forseta Íslands. Maðurinn ákvað ásamt félögum sínum að vera í hópi mótmælenda við Perluna þegar Kínaforseti sat þar að snæðingi 14. júní. Hann fór inn fyrir borða sem lögregla hafði strengt við veitinga- húsið, lögregla sneri hann þá niður og flutti með valdi inn í lögreglubíl. Honum var ekið á lögreglustöðina og þar sagt að fara út úr bifreiðinni sem hann gerði. Daginn eftir fór Kínaforseti í ferðalag um Suðurland, m.a. til að skoða Geysi í Haukadal. Þangað fór maðurinn ásamt fyrrnefndum fé- lögum sínum. Þeir gengu um hvera- svæðið með mótmælaspjöld og borða og tóku sér síðan stöðu ofan svæð- isins. Þangað kom lögreglan og sagði þeim að taka niður borðana og fara burtu. Bundu þeir svarta borða fyrir munninn og réttu upp hendur til að mótmæla skerðingu á tjáningar- frelsi. Samskipti þeirra við lögreglu enduðu síðan með því að þeir voru handteknir og settir inn í lögreglubíl. Seinna voru þeir færðir í annan lög- reglubíl og voru í haldi lögreglu eina klukkustund og 13 mínútur áður en þeim var sleppt. Þá var Kínaforseti lagður af stað til Reykjavíkur. Lögmaður mótmælandans var Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl., Sig- urður Gísli Gíslason hdl. var til varn- ar fyrir hönd íslenska ríkisins. Frið- geir Björnsson kvað upp dóminn. Deilt um fyrningarfrest Íslenska ríkið hafði krafist sýknu vegna þess að bótakrafa mótmæl- andans væri fyrnd, en því hafði verið hafnað fyrir dómi. Af hálfu ríkisins var því haldið fram að miða ætti fyrningarfrest við handtökudag. Skýrslum lögreglunn- ar á Selfossi hefði ekki verið beint gegn honum eða félögum hans og því hefði hann hlotið að gera sér grein fyrir því að málinu væri lokið. Sex mánaða fyrningarfrestur hefði því verið löngu liðinn þegar málið var höfðað. Lögmaður mannsins hafnaði því og benti m.a. á að honum hefði aldrei verið tilkynnt með formlegum hætti að rannsókn málsins hefði ver- ið felld niður. Fyrningarfresturinn væri því ekki byrjaður að líða. Á þetta féllst héraðsdómur 19. október síðastliðinn. Þá var lögmaður mannsins Sigríður Rut Júlíusdóttir, Skarphéðinn Þórisson var til varnar og Friðgeir Björnsson kvað upp dóminn. Morgunblaðið/Þorkell Víða var mótmælt á Suðurlandi þegar Jiang Zemin Kínaforseti og fylgd- arlið hans ferðuðust þar um sumarið 2002. Dæmdar bætur vegna handtöku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.