Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 47 MINNINGAR ✝ María SigríðurBrynjólfsdóttir fæddist 4. mars 1919. Hún lést á dvalarheimilinu Droplaugarstöðum 7. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Símon Jónas Kristjánsson, f. 8.6. 1864, d. 17.4. 1935, og María Sigtryggs- dóttir, f. 9.6. 1883, d. 8.5. 1919. Kjörfor- eldrar Maríu voru Brynjólfur Stefáns- son, f. 14.2. 1881, d. 18.12. 1947, og Guðmunda Hólm- fríður Jónsdóttir, f. 12.7. 1891, d. 16.4. 1970. María var tvígift. Fyrri eig- inmaður hennar var Skúli Böðv- arsson Bjarkan, f. 13.6. 1915, d. 18.10. 1983. Þau skildu 1942. Synir þeirra eru Böðvar Bjarkan, f. 24.3. 1943, og Brynjólfur Bjarkan, f. 12.3. 1944, 17.5. 1993, börn hans og Halldóru Gunnars- dóttur eru Brynjar Már, Jón Gunnar og María Salóme. Síðari eiginmaður Maríu var Jón Ólafsson deildar- stjóri í Ríkisendur- skoðun, f. 29.11. 1917, d. 19.11. 1993. Sonur þeirra er Guðmundur Kristján Jónsson arkitekt, f. 11.12. 1953. Dóttir hans og fyrrverandi eiginkonu, Rebekku Guðnadóttur, er Tinna blaðamaður. Útför Maríu var gerð frá Lágafellskirkju 11. febrúar. Við María vorum nágrannakonur í Álfheimunum um árabil og vorum vinkonur. Hún bar ætíð með sér létt og skemmtilegt andrúmsloft. Við töluðum gjarnan um menningu og listir og þá helst um tónlist og mús- íseruðum saman að gamni okkar. Hún gaf mér allar sínar nótnabæk- ur áritaðar. Hún vildi hvers manns vanda leysa og lagði gott til allra. Hún hugsaði vel um sitt heimili, sinn mann, börn sín og barnabörn sem hún elskaði og bað fyrir þeim og öðrum vinum. Hún bar hlýjan hug til bernsku- og æskustöðva sinna á Akureyri þar sem hún hélt upp á sextugsafmæli sitt. Þessar hending- ar frá mér fylgdu henni þangað og nú kveð ég mína kæru vinkonu með þeim: Lög þín fögur lýsa upp geim lyfta sálum hærra. Læknað getur mannleg mein máttur tóna skærra. María ég þakka þér þína tryggð og kynning. Alltaf hefur orðnað mér um þig falleg minning. Til hamingju með dvölina á nýja landinu. Ingibjörg Björgvinsdóttir. Mig langar að minnast Maríu Brynjólfsdóttur og láta í ljós þakk- læti fyrir að hafa kynnst þessari einstöku konu. María Brynjólfsdóttir var vin- kona móður minnar. Í fyrstu kynnt- ist ég henni sem nágrannakonu í heimsókn hjá mömmu en þá lá jafn- an í loftinu að eitthvað sértakt og merkilegt um líf og list færi fram í spjalli vinkvennanna sem gefa þyrfti næði. Síðar kynntist ég Maríu betur og varð aðnjótandi alúðar hennar, uppörvunar og glaðværðar. Hún sýndi mér vinarþel og frá fyrstu tíð hefur mér fundist það vera mikill heiður. María skapaði ljúft andrúmsloft þar sem hún var. Henni var fagurt mál tamt og í fáguðu tali birtust djúpvitrar hugsanir um lífið og til- veruna. Hún hafði líka auga fyrir spaugilegum hliðum mannlífsins; besta skopskynið meiðir aldrei og sposkur svipur hennar, bros og spurn í augunum eftir viðbrögðum vakti undantekningarlaust þægindi og léttan hlátur sem varpaði burt alvörunni þar sem engin þörf var á henni. Trúin var henni aftur á móti helg alvara. Skynbragð hennar var næmara en gengur og gerist, hún fann á sér óorðna hluti og draumar hennar birtu henni það sem koma skyldi. María var afar hógvær en að baki hógværðinni mátti skynja mikla konu dýrrar reynslu. Líf hennar var örlagaríkt en andstæður gleði og sorgar manna sem standast, geta minnt á himininn sjálfan þegar sól og regn af skýjum leika saman þangað til regnboginn rís í litadýrð sinni. Gáfur hennar, sálargöfgi og sterk trú gerðu hana þrátt fyrir veikindi í æsku og nokkuð fram eftir aldri að afar næmri og gjöfulli konu sem jók á liti lífsins. Þótt henni hafi í upphafi ekki verið hugað líf var hún komin til að gefa: maka, börn- um, barnabörnum, vinum og síðan þeim Íslendingum sem hafa verið svo lánsamir að njóta sönglaga hennar. María var gædd óvenjulegum tónlistargáfum. Hún fékk ung leið- sögn á píanó hjá Árna Kristjánssyni píanóleikara, þó um skamma stund á mælikvarða akademíunnar. Þar sáði einn mesti tónlistarmaður þjóð- arinnar góðu fræi og jarðvegurinn var frjór. María hafði afar ljóðræn- an tón og strauk hljóðfærið næstum eins og án þess að snerta það og lað- aði fram úr því söng sem kom hindr- unarlaus frá hjartanu. María sagði að sönglögin hennar hafi komið til hennar – hún svaraði kölluninni. Menntun hennar gerði henni ekki kleift að skrifa lögin niður sjálf en þar kom Carl Billich til skjalanna: ótrúlega fallegt hvernig hámennt- aðir tónlistarmenn, sem flúðu hörm- ungar síðari heimsstyrjaldarinnar til Íslands, mættu íslenskri menn- ingu og menntun alþýðunnar og hvað úr þeim samleik gat orðið. Þrjár nótnabækur voru gefnar út á árunum 1972–76 með fallegum sönglögum fyrir einsöngvara, kóra og píanó. Í þeim fjársjóði er að finna hátt í hundrað lög, en í allt samdi hún helmingi fleiri. Ljóðin eru fjöl- breytileg og vel valin af knýjandi þörf Maríu fyrir gleði, fegurð og kærleik. Þegar einfaldleikinn og róin færðist yfir líf Maríu hin síðustu ár, þegar hún hafði séð á eftir eigin- manni sínum Jóni Ólafssyni sem var henni góður og hollur lífsförunautur og misst af slysförum son sinn Brynjólf Bjarkan sem hún elskaði afar heitt, var það hennar gæfa að hafa sem fyrr yfir miklu að gleðjast. Velgengni Guðmundar sonar þeirra Jóns og heiðurinn sem hann hefur notið á erlendri grund sem arkitekt var henni ofarlega í huga en einnig námsgáfur Tinnu dóttur hans en samband þeirra var náið og kær- leiksríkt. Þau önnuðust Maríu afar vel þrátt fyrir búsetu erlendis hin síðari ár. María elskaði alla afkom- endur sína, var þakklát fyrir vel- gengni barna Brynjólfs og fékk út- rás fyrir kærleikann í bæn. Undir lokin urðu auðmýkt, þakklæti og gleði yfir litlu ríkjandi í fari hennar. Þær voru strjálli samverustundir okkar Maríu en hugurinn stóð til en þær voru svo innihaldsríkar að það er engu líkara, þegar það liðna er rifjað upp, að þær breiði sig yfir all- an þann tíma sem ég þekkti Maríu. Ég læt brotabrot af minningunum streyma: þegar enginn sá til komu stundir þar sem hönd manns fékk að dvelja lengi á milli lófa hennar, blik augnanna þegar engra orða þurfti með og brosið, kímnin, fal- legar hendur sem báru vel skart og urðu enn fallegri á píanóinu, hárið hennar göldrótta sem var alltaf eins og nýlagt, smekkvísin í klæðaburði og nistin sem hún bar, mildur svip- ur sem þrátt fyrir háan aldur var ungur og opinn, reisnin og glæsi- leikinn; eins og hún væri konungs- borin – norræn drottning, ilmurinn, hægt göngulagið, kennslustundin í blómabúðinni þegar hún þuklaði laust rétt undir blómkrónunum til að nema hvort rósirnar myndu standa vel, ráð hennar við að geyma silfur, menningarblærinn yfir heim- ilinu á Grandavegi, gestrisnin, lista- gripirnir: píanóið og píanóstóllinn – allt sveipað tilfinningu og virðingu. Ég hafði það á tilfinningunni þegar við mamma heimsóttum hana sam- an að gaman væri að vera fluga á vegg þar sem þær væru einar. Silfurstjakarnir frá Maríu sem prýða heimili mitt á hátíðum og á góðum stundum bera ljós og ljósið minnir á Maríu og viskuna sem hún veitti – án orða. Ég þakka af hjarta hverja andrá sem ég átti með henni. Guð blessi minningu Maríu og veri afkomendum hennar gleði. Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir. MARÍA SIGRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR ✝ Halla Gísladóttirfæddist í Vest- mannaeyjum 5. ágúst 1922. Hún lést á hjartadeild Landspít- alans við Hringbraut sunnudaginn 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Guðmunds- son, bóndi í Vest- mannaeyjum, f. í Skagafirði 1876, d. 1956, og Halla Árna- dóttir húsfreyja, f. undir Eyjafjöllum 1886, d. 1962. Hinn 31. desember 1950 giftist Halla eftirlifandi eiginmanni sín- um, Baldri Skarphéðinssyni raf- virkjameistara, f. 9.10. 1915. For- eldrar hans voru Skarphéðinn Sigvaldason bóndi, f. í Öxarfirði 1876, d. 1970, og Gerður Jónsdótt- ir húsfreyja, f. í Mývatnssveit 1882, d. 1973. Börn þeirra eru: 1) Halla Björg Baldursdóttir, f. 29.9. 1953, gift Magnúsi Páli Albertssyni, f. 3.5. 1953, börn þeirra eru Baldur Páll, f. 1981, María Björg, f. 1988, og Ragnar Ingi, f. 1992, og 2) Gísli Baldursson, f. 13.11. 1960, kvæntur Ragnheiði Sigur- geirsdóttur, f. 30.5. 1962, börn þeirra eru Gerður Halla, f. 1985, Jón Baldur, f. 1986, Hildur Erla, f. 1991, og Ingibjörg Elín, f. 1992. Halla ólst upp í Vestmannaeyj- um og vann þar við skrifstofustörf. Árið 1950 fluttist hún til Reykja- víkur og starfaði lengst af sem gangavörður í Réttarholtsskóla. Útför Höllu fór fram í kyrrþey frá Seltjarnarneskirkju 18. febr- úar síðastliðinn. Elsku Halla. Nú þegar leiðir skilur vil ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Þú tókst mér opnum örmum í fjölskyldu ykkar Baldurs þegar ég kynntist Höllu Björgu og fór að venja komur mínar í Hólmgarðinn. Hjá þér hef ég aldrei mætt öðru en hlýju og velvild og mér hefur alltaf liðið vel í návist þinni. En allt gott tekur enda. Eftir nokkur veikindi undanfarin ár ert þú nú öll og þar er skarð fyrir skildi. Það er sár söknuður meðal okkar sem þig þekktum en við eigum öll mikið af góðum minningum um þig til að hlýja okkur við. Hafðu þökk fyrir samvistirnar og ég bið almættið að veita Baldri styrk í sorginni svo og börnum ykkar og barnabörnum. Takk fyrir allt. Þinn tengdasonur Magnús Páll. Elsku Halla, með þakklæti og söknuð í huga kveð ég þig, elskulega tengdamóðir mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sætt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín tengdadóttir Ragnheiður. Elskuleg amma okkar Halla hefur nú kvatt þennan heim og langar okk- ur með þessum orðum að kveðja hana um leið og við segjum frá helstu minn- ingum þriggja systkina af ömmu sinni. Þegar litið er yfir farinn veg þá ber helst á góma hversu kraftmikil hún var. Fyrstu minningar elsta bróð- ur af sundi eru einmitt úr Laugar- dalslauginni með ömmu, en þar voru mörg mikilsverð mál rædd til þrautar í heitum pottum á milli þess sem synt var af krafti milli laugarbakkanna. Í Hólmgarðinum voru svo Tomma og Jenna-spólurnar þandar til hins ýtr- asta í vídeótæki hússins á meðan maður gæddi sér á paprikuskrúfum, sviðasultu og skyri til skiptis. Amma var mjög iðin við að fara með okkur í alls konar ferðir þegar við vorum í heimsókn. Má þar helst nefna bíltúra um höfuðborgina til að heilsa upp á vinkonur hennar, versl- unarleiðangra í Kringluna (þaðan tókst okkur oftar en ekki að labba út með nýtt leikfang …), veiðiferðir í Lambhagann og silungsmáltíðir sem þeim fylgdu, og ferðir í sumarbústað- inn þeirra afa á Vatnsleysuströnd. Erfitt verður að ímynda sér jólin án ömmu, t.d. skötuveisluna á Þorláks- messu og hangikjötið á jóladag. Amma var ein ratvísasta kona sem við höfum þekkt. Samt var hún hóg- værðin uppmáluð ef átti að skutla okkur eitthvert. „Ég rata ekkert í þessum bæ, ég rata bara í Reykjavík.“ Einhvern veg- inn kom hún okkur þó alltaf á leið- arenda! Amma las einnig í veðrið eins og ekkert væri, enda fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, og fræddi okkur um það hvernig veður væri í vændum miðað við hvaða ský væru á himni. Hún hafði hins vegar lítinn áhuga á að fylgja elsta barnabarninu upp í há- loftin þegar henni var boðið í flugferð- ir. „Kemur ekki til greina að ég setjist upp í svona litla vél!“ Amma náði 82 ára aldri áður en hún taldi tímabært að yfirgefa okkur, en við verðum ávallt þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með henni. Dekurhelgar (og jafnvel vikur) í heimsókn hjá ömmu verða okkur minnisstæðar um ókomna framtíð, sem og umhyggjan og ástúðin sem hún stöðugt sýndi okkur. Elsku amma, við þökkum þér inni- lega fyrir samfylgdina og allt gott sem þú kenndir okkur. Guð blessi þig. Baldur Páll, María Björg og Ragnar Ingi. Elsku amma. Okkur systkinin langar til að kveðja þig með fáeinum orðum. Við söknum þín mikið en minningarnar úr Hólmgarðinum munu ávallt fylgja okkur. Það var allt- af gaman og gott að koma til ykkar afa og þið gáfuð okkur svo mikið með nærveru ykkar og hlýju. Við munum líka þegar þið heimsóttuð okkur til Svíþjóðar og Egilsstaða, hvað við hlökkuðum mikið til að fá ykkur og jólin verða alltaf öðruvísi án ömmu. Við munum líka eftir því þegar þið Guðbjörg voruð að passa okkur fyrir austan en þá hikaðirðu jafnvel ekkert við að keyra stóra jeppann hans pabba. Það var alltaf gaman að koma suð- ur á Strönd til ykkar í bústaðinn og þá vantaði aldrei vöfflurnar. Elsku afi, við vitum að söknuður þinn er mikill. Það hughreystir okkur hins vegar að þú veist að ömmu líður vel núna, komin til nýrra heimkynna. Guð blessi minningu ömmu okkar. Gerður Halla, Jón Baldur, Hildur Erla og Ingibjörg Elín. Halla Björg, frænka mín, hringdi í mig síðastliðinn sunnudagsmorgun og tjáði mér að móðir sín hefði dáið þá um morguninn. Líkt og tíminn stöðv- aðist fór ég að hugsa til baka, ár og áratugi. Halla var ætíð vel til höfð, hafði mikla ánægju af að kynnast og um- gangast fólk. Hún var jákvæð og skemmtileg og slík er minning sem um hana mun lifa. Í barnæsku minni var ég mjög mikið hjá Höllu og Baldri móðurbróður mínum. Þau reyndust mér alla tíð mjög vel, enda var það ætíð tilhlökkunarefni að fara til þeirra. Það var mjög náið samband á milli móður minnar og Höllu. Þær töl- uðu saman nánast á hverjum degi. Í fyrsta sinn sem ég fór til Vestmanna- eyja fór Halla með mér, sem var ákaf- lega skemmtilegt. Halla gjörþekkti alla staðhætti, enda frá Vestmanna- eyjum. Ekki var mikið sofið, heldur töluð- um við saman langt fram á nótt og hlógum mikið. Það var alltaf hægt að tala við Höllu líkt og jafnaldra sinn, maður fann aldrei fyrir því að það væri aldursmunur á milli okkar. Skötuveislurnar á Hólmgarði, heimili hennar, voru alltaf tilhlökkun- arefni hjá okkur Svenna. Þótt ég borðaði ekki skötu fyrstu árin lærði ég það síðar. Um leið og ég þakka fyrir allar þær ánægjustundir sem ég átti með Höllu langar mig til að minnast hennar með bæn sem móðir hennar kenndi mér: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Arnbjörg. HALLA GÍSLADÓTTIR Okkar elskulega móðir, tengdamóðir, amma, langamma og mágkona, KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Tröðum, Hraunhreppi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju þriðju- daginn 22. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður að Ökrum. Sigrún Helgadóttir, Kristín Helgadóttir, Sigurbjörg Helgadóttir, Óskar Þór Óskarsson, Heiða Helgadóttir, Júlíus Konráðsson, barnabörn, barnabarnabörn og Hallbjörn Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.