Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 10
STÓR hluti gæsastofnsins sem hefur vetursetu á höfuð- borgarsvæðinu hefur næturdvöl í eyjunum á Kollafirði. Á morgnana hópast þær til borgarinnar og halda síðan til hafs síðdegis. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir að með því að hafa næturdvöl í eyjunum vilji gæsirnar forðast sinn helsta náttúrulega óvin; tófuna. Þó að engar séu tófurnar í höfuðborginni valdi eðli gæsanna því að þær telji hag sínum betur borgið í eyjunum. Þar fái þær sömuleiðis frið fyrir manninum og komist í æti. Að sögn Jóhanns Óla er talið að um 7–800 gæsir séu í borg- inni að vetri til. Gæsirnar sofa úti í eyjum Morgunblaðið/RAX Hvar skyldi þessi sofa í nótt? Akurey, Viðey, Þerney? Til að forðast tófur og menn sofa gæsir gjarnan í eyjunum. 10 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Íþingsalnum ríkja bæði skráð-ar og óskráðar reglur af ýms-um toga. Skráðu reglurnarmá finna í lögum um þingsköp Alþingis. Þar er til að mynda kveðið á um ræðutíma þingmanna, at- kvæðagreiðslur og form þingræðna. Í þingsköpum segir til að mynda að ræðumaður skuli ávallt víkja ræðu sinni til forsetans eða fundarins. Þess vegna segja þingmenn: „herra forseti“, „frú forseti“, „virðulegur forseti“ eða „hæstvirtur forseti“ – í tíma og ótíma – þegar umræður fara fram. Í þingsalnum ríkja einnig óskráð- ar reglur, eins og áður sagði, eða svokallaðar þingvenjur. Til dæmis er það föst þingvenja að ávarpa þingmenn sem: „háttvirta þing- menn“ og að sama skapi er það föst venja að ávarpa ráðherra sem: „hæstvirta ráðherra.“    Einnig ríkja óskráðar reglurum klæðnað þingmanna íþingsalnum. Samkvæmt þingvenju eiga karlar að vera í jakka og með bindi en konur að vera snyrtilega klæddar. Forseti þingsins hefur í gegnum tíðina fylgst með því að farið sé eftir þessum reglum og því gert at- hugasemdir við klæðnað þingmanna, þ.e. þingkarla, þegar þeir hafa ekki verið með hálstau eða verið í jakka í þingsalnum. Ekki er vitað til þess að þeir hafi gert athugasemdir við klæðaburð þingkvenna, enda kannski öllu óljósara hvað átt er við með „snyrtilegum klæðnaði.“ Einhver rifjað upp um daginn að varaþingmaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, Hlynur Hallsson, hefði fyrir fáeinum miss- erum, verið stoppaður í dyragátt þingsalarins og honum bent á að hann hefði ekkert bindi. Starfsmenn þingsins hefðu þó brugðist skjótt við og útvegað honum varabindi, sem þeir geyma á vísum stað, ef í harð- bakkann slær. Óskráðar reglur gilda líka um sætaskipan ráðherra í þingsalnum. Hefð er t.d. fyrir því að forsætisráð- herra sitji næst forseta þingsins á hægri hönd og utanríkisráðherra honum, þ.e. forsætisráðherra, á hægri hönd. Fjármálaráðherra sitji á hinn bóginn næst forseta þingsins á vinstri hönd. Þegar Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, skiptust á ráðuneytum í september sl. skiptust þeir því einn- ig á stólum í þingsal. Það hefur þó ekki gengið þrautalaust fyrir sig, eins og dæmin sýndu í vikunni, að venjast þeirri sætaskipan. Kannski ekki nema von því Davíð sat í þeim stól, forsætisráðherrastólnum, í rúm þrettán ár, lengur en nokkur annar. Davíð mætti á sinn fyrsta þing- fund á miðvikudag, eftir rúmlega mánaðarleyfi í útlöndum. Hans fyrsta verk var að svara fyrirspurn- um þingmanna um utanríkismál. Er hann hafði svarað fyrstu fyrirspurn- inni settist hann í stól forsætisráð- herra, Halldórs Ásgrímssonar, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þuríður Backman, þingmaður Vinstri grænna, kom þá upp og sagði: „Ég þakka hæstvirtum forsætisráðherra svörin …“ Þegar hún hafði sleppt setningunni og áttað sig á mismælg- inni mátti sjá Davíð Oddsson standa upp úr forsætisráðherrastólnum og færa sig yfir í utanríkisráðherrastól- inn.    Já, Davíð fór stólavillt og þing-menn gáfu honum rangan titil.En það eru fleiri ráðherrar en Davíð sem hafa lent í þessum ruglingi. Björn Bjarnason, sem verið hefur dómsmálaráðherra í nær tvö ár, hefur af og til verið titlaður menntamálaráðherra síðustu miss- erin, en því embætti gegndi hann í sjö ár. Katrín Júlíusdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði til að mynda í síðustu viku: „Ég beini því fyrirspurn til hæstvirts mennta- málaráðherra …“ Þegar hún hafði sleppt orðinu, var kallað utan úr þingsal: „dómsmálaráðherra“. Katr- ín leiðrétti mistök sín um hæl. Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Samfylkingar, sagði af þessu tilefni: „Ég hafði dálítið gaman af því þegar þingmaðurinn kallaði hæst- virtan ráðherra Björn Bjarnason menntamálaráðherra því að mér verður það mjög oft á.“ Síðar sagði hún, kannski með ákveðna von í brjósti um stjórnarskipti: „Ég velti fyrir mér hvort hæstvirtur ráðherra verði kallaður dómsmálaráðherra þegar hann verður orðinn almennur þingmaður.“      Af skráðum og óskráðum reglum EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is GREINILEGT er að aukinn áhugi er á ferðum milli Íslands og Kanada í tengslum við samskipti milli afkom- enda vesturfara og afkomenda þeirra sem eftir voru, segir Neil Ófeigur Bardal, fyrrverandi ræðismaður Ís- lands í Kanada, sem staddur er hér á landi í boði forsætisráðherra. Neil segir miklu skipta fyrir sam- skipti afkomenda Vestur-Íslendinga og Íslendinga að forfeður þeirra fyrr- nefndu fóru héðan af því að þeir þurftu þess „og tóku Ísland með í hjarta sínu“. Þess vegna hefur ís- lenskum áhrifum á menningu afkom- enda þessa fólks verið haldið á lofti, og þess vegna er áhugi fyrir sam- skiptum á milli landanna svo mikill sem raun ber vitni. „Mér finnst vera gríðarlegur áhugi hjá fólki hér að ferðast til Kanada á Íslendingaslóðir, það má til dæmis sjá á Íslendingadeginum þar sem hundr- uð íslenskra ferðamanna koma frá Ís- landi. Á móti koma svo sífellt fleiri ferðamenn frá Kanada hingað, sem er líka mjög gott,“ segir Neil. Hann segir ferðalögin gjarnan byrja sem heimsókn til ættingja, en snúist svo yfir í ævintýraferðir þar sem bæði löndin hafi svo ótalmargt að bjóða fyrir áhugasama ferðamenn. „Aðdráttaraflið, það sem dregur Íslendinga til Kanada, er þessi teng- ing okkar við Ísland, og ég held að þessi tenging hafi ekki minnkað í gegnum kynslóðirnar eins og amma mín og afi óttuðust,“ segir Neil. Samstarf um öryggi sjómanna Ferðalög ánægjunnar vegna eru ekki það eina sem tengir löndin, enda margt hægt að læra af samskiptum á milli þjóðanna, eins og samstarf ís- lenskra háskóla við Háskólann í Manitoba sýni best. Spurður um dæmi um eitthvað sem Kanadabúar gætu lært af Íslendingum nefnir Neil strax öryggisatriði tengd sjósókn. Miklar veiðar eru stundaðar á stórum vötnum í Kanada, svo sem hinu gríðarstóra Winnipeg-vatni. Neil segir að þar sem Íslendingar standi svo framarlega sem raun ber vitni þegar kemur að öryggismálum sjómanna sé sjálfsagt fyrir fiskimenn í vötnunum að nýta sér reynslu Ís- lendinga í þessum efnum. Í raun hafi þreifingar um slíkt samstarf þegar hafist, þó að enn hafi ekki neitt komið út úr þeim. Tenging þjóðanna er aðdráttaraflið Morgunblaðið/Árni Sæberg Neil Bardal, fyrrverandi ræðis- maður Íslands í Kanada. Mikill áhugi á ferðalögum milli Íslands og Kanada STJÓRN Geðhjálpar skorar á DV að virða siðareglur blaðamanna og lýsir vanþóknun og furðu á umfjöll- un blaðsins um einkamál geðsjúkra einstaklinga. Telur stjórnin að með niðrandi, tilhæfulausum og tillits- lausum skrifum og myndbirtingum hafi blaðið aukið þjáningu sjúklinga og aðstandenda þeirra. „Við munum ekki sitja bara hjá og horfa upp á þetta aðgerðalaust. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að breyta þessu, enda myndum við ekki standa undir nafni sem hagsmuna- samtök geðsjúkra á Íslandi ef við gerðum það ekki,“ segir Sigur- steinn Másson, formaður Geðhjálp- ar. Hann segir, aðspurður um til hvaða aðgerða Geðhjálp hyggist grípa, að nokkrir möguleikar séu í stöðunni. „Það eru dómstólar í land- inu sem við eigum að geta treyst á. Við getum auðvitað leitað eftir ákveðinni samstöðu í samfélaginu um það að koma í veg fyrir að bág- indi geðsjúkra séu afflutt eins og gert hefur verið í þessu blaði og þeir gerðir að sakamönnum. Í blaðinu hefur ítrekað verið ruglað saman geðheilbrigðismálum og sakamálum og mjög veikt fólk gert að sakamönnum.“ Vel er hugsanlegt að leitað verði til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands, en Sigursteinn bendir á að á síðasta ári hafi úrskurður siða- nefndarinnar um alvarlegt brot DV á siðareglunum verið að engu haft á blaðinu, og það raunar notað sem tilefni til að rifja upp umfjöllun blaðsins um málið, og þar með haft þveröfug áhrif við það sem vonir hafi staðið til. Veigra sér við að kæra til siðanefndar „Það hefur valdið því að einstak- lingar hafa veigrað sér við að kæra fréttaflutning þessa blaðs til siða- nefndarinnar,“ segir Sigursteinn. Með hliðsjón af stöðu skjólstæðinga Geðhjálpar, sem geti ekki varið sig sjálfir, þá sé ekki farið með mál í siðanefndina án þess að vita að það muni hafa áhrif á fréttaflutning í DV. Sigursteinn höfðar til sóma- kenndar hjá blaðamönnum á DV, og skorar á Blaðamannafélag Íslands að láta þetta mál til sín taka. „Þetta snýst ekki bara um þá blaðamenn sem eru á DV, þetta snýst líka um blaðamannastéttina og sómakennd hennar, að það séu ekki þessi skemmdu epli að skemma fyrir blaðamönnum í landinu.“ Geðhjálp skorar á DV að virða siðareglur Segja blaðið hafa aukið þjáningu sjúk- linga og aðstandenda MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Íbúða- lánasjóði. „Fréttatilkynning ÍLS í sam- ræmi við Standard & Poor’s Íbúðalánasjóður vísar á bug stað- hæfingu á forsíðu Morgunblaðsins í gær þar sem haldið er fram að til- kynning frá Íbúðalánasjóði til Kaup- hallar Íslands vegna lánshæfismats frá matsfyrirtækinu Standard & Poor’s síðastliðinn miðvikudag sé ekki í samræmi við umsögn matsfyr- irtækisins. Efni tilkynningarinnar er í sam- ræmi við lánhæfismat það á Íbúða- lánasjóði sem Standards & Poor’s staðfesti á miðvikudag þegar fyrir- tækið tók Íbúðalánasjóð út af athug- unarlista. Það lánshæfismat hafði Standard & Poor’s kynnt fimmtudag- inn 10. febrúar, en með fyrirvara um mögulega lækkun lánshæfismatsins. Þann fyrirvara afnam lánshæfis- matsfyrirtækið síðastliðinn miðviku- dag. Rétt er að fréttatilkynning Íbúða- lánasjóðs í Kauphöll Íslands hefði getað verið ítarlegri en ensk frétta- tilkynning Standard & Poor’s hafði þá verið birt á vefsíðu fyrirtækisins og í helstu viðskiptakerfum heimsins. Í ljósi þeirrar umfjöllunar sem orð- ið hefur vegna þessa mun Íbúðalána- sjóður hér eftir birta orðréttar frétta- tilkynningar lánshæfismatsfyrirtækjanna á ensku samhliða íslenskum fréttatilkynning- um svo fremi sem Íbúðalánasjóður fái til þess heimild frá lánshæfismats- fyrirtækjunum.“ Athugasemd frá Íbúðalánasjóði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.