Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Sækjum styrk í íslenskt náttúruafl! „Ég hef teki› Angelicu jurtaveig í flrjú ár. Mér finnst Angelica gefa mér orku, sem ég flarf á a› halda bæ›i í vinnu og lang- hlaupum. Auk fless er hún kví›astillandi og ég fæ ég sjaldan kvef.“ Fjölbreytt virkni í einum skammti. Bryndís Magnúsdóttir Reykjavík Aukin orka og vellí›an, sjaldnar kvef Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum.www.sagamedica.is Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677 www.steinsmidjan.is Granít borðplötur og flísar Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðatorgi 3 • 565 6680 www.fataleiga.is Til leigu miki ð úrval af glæsi legum samkvæmisfa tnaði fyrir dömur o g herra SAMKVÆMISKJÓLL KR 6.000 m. fylgihlutum SMÓKINGAR KR 4.500 m. fylgihlutum Átta nemendur tóku þátt íverkefninu DemocraticDesign sem gekk út á aðtaka einhverja afstöðu til Ikea og stefnu fyrirtækisins og því stýrði Hrafnkell Birgisson iðnhönn- uður. Á meðal þess sem varð til er ausa sem Ólafur Ómarsson bjó til með því að bræða saman plastskál og -hnífapör úr KALAS-línu Ikea. Þessa ausu fengu gestir í hönn- unarveislu íslenska sendiráðsins í Svíþjóð nýlega að gjöf. Eflaust hafa margir þessara gesta sem flestir eru Svíar brosað í kampinn þegar þeir opnuðu pakkann og í ljós kom ímynda sér viðbrögð fólks þegar það opnaði pakkann og sá sínar þekktu Ikea plastvörur í þessu ástandi. „Ég vona að enginn hafi móðgast heldur frekar áttað sig á húmornum og hugsanlega hug- myndinni að baki hlutnum.“ Ólafur segist hafa ákveðið að velta fyrir sér hversu mikið traust fólk bæri í brjósti gagnvart Ikea. „Mig langaði að gera hlut sem fengi fólk til að hugsa sig tvisvar um hvað það væri að kaupa.“ Upphafs- og útgangspunktur verkefnis Ólafs var að búa til gervi- hjarta úr Ikea plastvörum. „Ég hef ekki mikla trú á að fólk myndi kaupa sér jafnlífsmikilvæga vöru í Ikea þrátt fyrir að það kaupi nánast allt annað þar. Ég byrjaði á að finna leiðir til að setja saman gervihjarta úr Ikea-hlutum og eftir mikla leit fór ég að bræða plasthluti úr Ikea og verkefnið tók á sig nokkuð aðra mynd. Þarna var ég kominn með góða samsetningaraðferð á plast- hluti úr Ikea sem gerði þessa vél- rænu og fjöldaframleiddu hluti líf- ræna og einstaka. Með þessari aðferð var ómögulegt að fá tvo hluti eins sem var mjög skemmtilegt, og var það algjör andstæa við það fjöldaframleidda hráefni sem ég vann með,“ segir Ólafur. Þessa dagana er Ólafur að skrifa lokaritgerðina sína en hún fjallar um áhrif tölvunnar og þrívíðra for- rita á vöruhönnun, hvort og þá hvernig tölvurnar hafa breytt form- hugsun okkar og hugsanlega lagt ómeðvitað nýjar línur og tísku- strauma í vöruhönnun.  HÖNNUN Stóll hannaður af Ólafi. Hjólagrind sem Ólafur á heiðurinn af. Ausa úr skál og hnífapörum Ausa sem búin var til með því að bræða saman plast- skál og hnífapör úr Ikea. Í Ikea geta neytendur nálgast fjöldaframleidda hluti og nánast allt til heimilisins. Ólafur Ómarsson er á lokaári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands og með verkefninu „Democratic Design“ breytti hann fjöldafram- leiddum plasthlutum í einstaka hluti. umbreyting á sænska Ikea-dótinu en ein- hverjum hefur kannski fundist um afbökun að ræða. Ólafur segir að í hug- myndinni endurspeglist ís- lenska sjálfsbjargarviðleitnin á fyndinn hátt. „Að bæta hlutum eins og ausu í KALAS-línuna og gera þá að einstökum hlutum um leið með því eingöngu að hita þá var afar skemmtileg niðurstaða og nokkuð hvöss írónía á þessar fjölda- framleiddu vörur, segir hann. Ólafur segist eiga erfitt með að EVRÓPSKA flugfélagið Airbus og fjarskiptafyrirtækið SITA hafa tekið höndum saman og hannað kerfi, sem gera mun flug- farþegum kleift að nota farsíma í flugi sem aftur opnar möguleika á fartölvunetaðgengi í flugi. Fram kemur á vefsíðu SITA að stofnað hafi verið nýtt fyrirtæki, sem hlotið hafi nafnið OnAir, um þetta samstarf og spá menn því að ekki sé óraunhæft að ætla að nýja kerfið geti orðið tilbúið eftir 2006. Hugmyndin er að flug- farþegar geti átt venjuleg sam- skipti við fólk á jörðu niðri í gegnum farsíma og fartölvur á meðan á flugi stendur sem hefur reynst erfitt fram til þessa. Nýja kerfið, sem byggist á GSM- tækninni fremur en þriðju kyn- slóð farsíma, hefur verið prófað hjá Airbus með góðum árangri og gert er ráð fyrir að kerfið verði þróað fyrir Boeing- farþegavélar.  FLUG Farsímar í háloftunum Morgunblaðið/Sverrir Hugmyndin er að flugfarþegar geti átt venjuleg samskipti við fólk á jörðu niðri í gegnum farsíma og fartölvur á meðan á flugi stendur. TENGLAR ..................................................... www.sita.aero
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.