Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 33 UMRÆÐAN FYRIR skömmu var vígt nýtt óperuhús í Kaupmannahöfn. Húsið er gjöf skipakóngsins og auðjöfursins Mærsk McKinney Møller til dönsku þjóðarinnar. Bæði þessi rausnarlega gjöf og sjálf byggingin hafa valdið nokkrum deilum í Danmörku und- anfarin ár. Sérstaklega hafa margir óttast að kostnaður við rekstur svona húss yrði óyfirstíganlegur, en líka voru skiptar skoðanir um eitt og annað varð- andi gerð þess og útlit. En þegar húsið var formlega vígt 15. janúar sl. hafði öldurnar lægt og gleðin tekið völd. Enginn neitar því held- ur að óperuhúsið nýja sé þegar orðið og muni verða um langa framtíð eitt helsta kennileiti Kaupmannahafnar, ómetanlegt aðdráttarafl fyrir ferða- menn og ráðstefnuhald í borginni og ómældur aflvaki fyrir margvíslegan rekstur og þjónustu sem kviknar í skjóli svo öflugrar menningarstofn- unar. Ímynd Kaupmannahafnar hef- ur styrkst í augum umheimsins með byggingu hins nýja óperuhúss og það er sannarlega ástæða til að óska Dön- um og Kaupmannahafnarbúum til hamingju með þetta glæsilega hús og alla þá framtíðaruppbyggingu sem koma mun í kjölfarið. Það hefur óneitanlega verið fróð- legt að fylgjast með hinum aldraða McKinney Møller og reffilegur var hann við vígsluathöfnina, ef marka má myndirnar sem við höfum fengið að sjá. Hann var búinn að bíta það í sig að sjá gjöfina verða að raunveru- leika, sjá óperuhúsið rísa og hefur ekki látið úrtölur eða smásmugulegar vangaveltur hrekja sig af leið. Hann hefur fylgt hugmynd sinni eftir af staðfestu öldungsins sem veit að hann fer einn og allslaus í ferðina miklu og óperuhúsið hefur risið á mettíma. Forsvarsmenn hins nýja óperu- húss í Kaupmannahöfn hafa lýst því yfir að þeir muni reka húsið af mikl- um metnaði sem eitt helsta óperuhús í Evrópu og hvergi slá af listrænum kröfum í sinni starfsemi. Það er auð- vitað engin tilviljun að Kolbeinn Jón Ketilsson er í hópi þeirra alþjóðlegu söngvara sem taka þátt í fyrstu óperuuppfærslunni í þessu metn- aðarfulla húsi. Kolbeinn er einn úr stórum og vaxandi hópi afburða óperusöngvara, íslenskra, sem starfa alfarið utanlands, en bera ótrúlegri grósku í íslenskri söngmennt und- anfarna áratugi glæsi- legt vitni. Það er gaman fyrir Íslendinga að eiga slíkan fulltrúa í fyrstu uppfærslu nýja óperu- hússins í Kaupmanna- höfn og vonandi eiga einhverjir landar þess kost að sjá sýningu með honum þar. Nú er ljóst að fyr- irhugað tónlistarhús í hjarta Reykjavíkur verður hvorki heimili Íslensku óperunnar né vettvangur venjulegrar óperustarfsemi, þótt gert sé ráð fyrir tónleikauppfærslum á óperum með einföldum sviðsbúnaði, eða svoköll- uðum hálfuppfærslum (semi staging), eins og fram hefur komið í kynningu á útboðsgögnum fyrir byggingu húss- ins. Sjálfsagt er að gleðjast yfir því ef hægt verður að flytja óperutónlist í fyrirhuguðu tónlistarhúsi við góðan hljómburð, jafnvel með aðkenningu af sviðsetningu. Vonandi verður líka fyrirhugað tónlistarhús mikil lyfti- stöng fyrir tónleikahald á höfuðborg- arsvæðinu og verðugt kennileiti í ásjónu lands og borgar. Hálfsviðsetningar í tónleikasal koma hins vegar ekki í stað óperu- uppfærslna í venjulegum skilningi þess orðs. Það er því nauðsynlegt að huga að öðrum leiðum til uppbygg- ingar á aðstöðu fyrir óperulistina á komandi árum. Ég hef margoft verið spurður að því upp á síðkastið hvort ekki séu einhverjir íslenskir við- skiptajöfrar svo ríkir og svo elskir að óperulist að þeir vilji byggja óperu- hús fyrir okkur. Ég verð að játa að mér vefst tunga um tönn við að svara þessu – það kostar ekki bara gríð- arlega fjármuni að byggja sérstakt óperuhús, það kostar líka mikið að reka það. Sjálfsagt finnast bæði nógu ríkir, menningarsinnaðir og gam- alvitrir einstaklingar til að hrista óperuhús fram úr erminni, en hætta er á að við lentum þá í engu minni sál- arháska út af rekstrarkostnaði en frændur okkar Danir lentu í út af gjöf Møllers. Við þurfum reyndar ekki að hafa áhyggjur af byggingu og rekstri nýs óperuhúss í augnablikinu, en vonandi kemur einhvern tíman að því. Hins vegar verðum við að móta framtíð óperulistarinnar á Íslandi í samræmi við þá grósku sem verið hefur í söng- menntun hér á landi undanfarna ára- tugi og það mikla uppbyggingarstarf sem fram hefur farið hjá Íslensku óperunni á sama tíma. Sú ákvörðun Björns Bjarnasonar, þáverandi menntamálaráðherra, að beita sér fyrir auknum framlögum úr ríkissjóði til að efla uppbyggingarstarf Ís- lensku óperunnar markaði tímamót í sögu óperulistar á Íslandi. Þótt stutt sé síðan þessi ákvörðun kom til fram- kvæmda hefur hennar þegar gætt í aukinni og fjölbreyttri starfsemi Óperunnar. Það hefur sannast svo ekki verður um villst að listrænar og faglegar forsendur eru fyrir rekstri óperuhúss á Íslandi. Ef við viljum sjálf njóta ávaxtanna af hinni miklu söngmennt er nauðsynlegt að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð var með ákvörðun Björns og gera ráð fyrir bættri aðstöðu til óperuflutnings í takt við aukna starfsemi og vaxandi fagmennsku í greininni. Það er ljóst að óperulistin og Íslenska óperan eiga sterkan hljómgrunn meðal þjóð- arinnar og vonandi tekst að skapa verðuga framtíðaraðstöðu fyrir starf- semi hennar. Nýtt óperuhús Bjarni Daníelsson fjallar um byggingu óperuhúss og framtíð óperulistarinnar á Íslandi ’Hálfsviðsetningar ítónleikasal koma hins vegar ekki í stað óperuuppfærslna í venjulegum skilningi þess orðs.‘ Bjarni Daníelsson Höfundur er óperustjóri. ÞAÐ ER margt til að gleðjast yf- ir í þróun miðborgarinnar nú um stundir. Verslunum hefur fjölgað þar í fyrsta sinn eftir samfellda fækkun undanfarin níu ár. Nær öll verslunarrými við Laugaveg eru nú nýtt. Mikil uppbygging er að hefj- ast við Laugaveg, þar sem byggt er a.m.k á þremur stöð- um nú og á næstunni og meðal þess sem fyrirhugað er að reisa er lítil verslunarmið- stöð. Enn meiri upp- bygging fylgir vænt- anlega í kjölfarið. Aðalstræti 10 Reykjavíkurborg og Minjavernd hafa gert með sér samning um að félagið taki Aðal- stræti 10 í sína vörslu og endurbyggi húsið, sem talið er elsta hús í Reykjavík og að sjálfsögðu friðlýst. Fram- kvæmdir eru þegar hafnar af full- um krafti, en þetta er síðasti áfang- inn í endurbyggingu húsa við Aðalstræti. Tónlistarhús og hótel Hótelum fjölgar ört, m.a. við Að- alstræti og Hafnarstræti, og und- irbúningur tónlistar- og ráðstefnu- húss ásamt hóteli er hafinn af fullum krafti á vegum Austur- hafnar. Nýlega skiluðu þrír hópar um- sækjenda um hönnun á tónlistar- húsinu inn frumhugmyndum sínum. Gert er ráð fyrir að samið verði við einhvern þessara aðila í haust og að húsið verði tilbúið haustið 2009. Stofnkostnaður án virðisaukaskatts er áætlaður 7,3 milljarðar króna. Íbúum fjölgar Fyrstu íbúarnir eru að flytjast inn í ný háhýsi við Skúlagötu, „101 Skuggahverfi“. Fjölbýlishúsin eru byggð í þremur áföng- um og er fyrsti áfangi risinn. Enginn vafi er á því að þessi nýja íbúðabyggð muni styrkja verslun og þjónustu í miðborg- inni. Bjartsýnar konur Konur hafa verið áberandi í atvinnu- rekstri í miðborginni og nýlega fengu tvær þeirra viðurkenningu Félags kvenna í at- vinnurekstri, Edda Jónsdóttir í i8 galleríi við Klapparstíg og Guðrún Steingrímsdóttir í Lífstykkjabúð- inni við Laugaveg. Konur opnuðu margar nýjar verslanir í miðborginni í haust og vetur og voru óhræddar við að hefja starfsemi sína í hliðargötum eins og Ingólfsstræti eða Tryggvagötu, þar sem Bögglapóststofan var til húsa forðum daga. Og ekki má gleyma því grettistaki sem konurnar sem reka Iðu við Lækjargötu hafa lyft, en húsið hafði staðið autt um langt skeið er þær tóku það á leigu og fylltu af fjölbreyttri starfsemi. Formlegar og óformlegar kann- anir hafa sýnt og sannað, að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem versla í miðborginni. Það á því í raun vel við að konur skuli vera svo áberandi sem frumkvöðlar og drif- kraftur í hinni fjölbreytilegu flóru fyrirtækja sem þar er að finna. Laugavegur á uppleið Það er mikið fagnaðarefni að lok- ið sé við deiliskipulag Laugavegar, svo að hefjast megi handa við upp- byggingu þessarar helstu versl- unargötu Reykjavíkur. Versl- unarrekstur hefur verið afar erfiður í mörgum þeirra gömlu húsa sem standa við götuna og oft vandfundið húsnæði sem stenst þær kröfur sem gerðar eru til nútímaverslana og annarra þjónustufyrirtækja. Afar mikilvægt er að þær ný- byggingar sem rísa í stað eldri húsa við Laugaveg á næstunni verði vel hannaðar og falli sem best að um- hverfi sínu. Framundan er blómlegur tími í miðborginni ef vel er haldið á mál- um. Uppbygging í miðborginni Einar Örn Stefánsson skrifar um miðborgarmál ’Mikilvægt er að þærnýbyggingar sem rísa í stað eldri húsa við Laugaveg verði vel hannaðar og falli sem best að umhverfi sínu.‘ Einar Örn Stefánsson Höfundur er framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinnar. Í MÖRG, mörg ár hafa skipulags- yfirvöld á höfuðborgarsvæðinu að því er virðist gegnt að- allega húsbyggj- endum, ekki þörfum almennings fyrir mannvirki til þess að komast áfram í sínum farartækjum. Nýlega minntist ég í Morg- unblaðsgrein á skipu- lag Lundarhverfis í Kópavogi. Þar skilst mér að hafi ekki komið svo mjög til verka skipulagsfræðinga, heldur létu menn nægja að njóta að- stoðar arkitekta bygg- ingaraðila eða verk- taka. Þó ætla menn þar að byggja, hvar ein helztu umferðarmann- virki höfuðborg- arsvæðisins hljóta að þurfa að koma. Kópa- vogur byggir upp að landamerkjum Reykjavíkur og ýtir munna jarðganga und- ir Digranesháls yfir í Skógræktina í Reykja- vík. Tengingar við Ný- býlaveg og Kárs- nesbraut eru í skötulíki. Ekki er einu sinni hugsað um hagsmuni vesturhluta Kópavogs. Skal nú samt byggja fleiri hús, bryggjuhverfi í vesturbænum, skilst mér. Einu sinni var til Skipulags- stofa höfuðborgarsvæðisins. Henni stýrði þekktur arkitekt, einn færasti skipulagsfræðingur landsins að mínu mati. Hann mátti bara hætta þessu starfi, því að hvert sveitarfélag hugs- ar eingöngu um sitt svæði. Er ég einu sinni fékk að líta í gögn Hafn- arfjarðar um umferðarmannvirki á mótum Fjarðarins og Garðabæjar enduðu teikningarnar nánast við sveitarfélagamörkin. Ekki sýnist mér Vegagerð eða Skipulag ríkisins sinna þessum málum svo gott megi heita. Í Reykjavík skildu menn ekki skikkanlega tengingu Kringlumýr- arbrautar og Bústaðavegar heldur settu tenginguna í bratta brekku við brúarsporð. Þarna ætti að fara með umferð að sunnan inn í jörðina og inn á norðurflanka brúarinnar. Umferð- arljós væru óþörf. Kannski má enn gera þetta, en þeir hafa byggt þrjár blokkir þar sem neðanjarðarslaufa þyrfti að koma. Aðalskipulag Fróðlegt var að heyra til fyrrver- andi yfirmanns Skipulags Reykja- víkurborgar í Útvarpi Sögu um dag- inn. Hans einkasjónarmið komu þar fram. Sagðist hann vera á móti helzt öllum göngum í gegnum jörðina. Vissulega er út af fyrir sig ágætt að sjá hús og önnur mannvirki, jafnvel fjöll, þar sem maður ekur um götur borgarinnar. Eins og um allan heim þurfum við þó að leysa umferðarmál með neðanjarðartengingum. Mað- urinn talaði af sér, þegar hann ræddi af skynsemi um lengingu flugbrautar til vesturs, út í Skerjafjörðinn. Þar þyrfti að gera göng, stuttan kafla undir brautina. Annað væri víst ekki að gera. Hann hikstaði þó jafnvel á þessu, en sagði þetta svo verða vera. Sama fælni virðist vera við að setja stofnbrautir á súlur yfir öðrum veg- um. Þetta var, að mínu mati, lausn mála í Hafnarfirði. Þar er búið að byggja íbúðarhús þétt upp að einu umferðaræðinni frá Reykjanesi til Reykjavíkur og Garðabæjar, að ógleymdum sjálfum Hafnarfirði. Þar kom ég með mín sjónarmið, ekki sízt með tilliti til hagstæðs halla í land- inu. Lítið var auðvitað hlustað á þetta. Ég hefði tekið umferðina sunnan að upp á efri braut, er komið væri að hallanum við Engidal. Braut- in héldi áfram þannig alla leið að gamla Hafnarfjarðarveginum. Þar er hallinn í bezta lagi til þess að koma umferðinni í átt til Reykjavíkur. Við Reykjanesbraut hallar upp frá nú- verandi vegamótum við Fjarð- arbraut. Þar gæti verið fín aðlögun fyrir tvíbreiða Reykja- nesbraut til norðurs. Þessar lausnir leysa plássleysið, sem skipu- lagyfirvöld eru ábyrg fyrir, og tvöfalda notk- un vegarstæðisins. Auð- vitað mundu allir emja og kveina, en hvað ætla menn að gera? Bara segja: Þetta kostar svo mikið! og það án þess að segja hvað það kostar? Sögulegt Um allt þetta hefi ég skrifað, ýmist formlega í athugasemdum um skipulag, viðtölum við ráðamenn, útvarps- sendingum o.fl. Víst er ég vitlaus. Þeir sem peningana hafa segja: Þetta kostar svo mikið. Veit Sveinki vel, en skipulagsstofur, gatna- málastofur, sveitarfélög og ekki sízt ráðherra, allt með stórum stöfum, standa á gati. Umferðin er að stöðvast. Sjáið bara þriggja akreina biðröðina frá brúar- sporði á Bústaðavegi og allt að Lund- arsvæðinu í Kópavogi klukkan átta að morgni dags. Peninga- og tímatap vegna tafa er gífurlegt. Teknir eru milljarðar af bíleigendum og notaðir í allt annað en gerð umferðarmann- virkja. Menn leika sér með tillögur um gamaldags sporvagna, sem eru að mínu mati út í hött. Eina járn- brautarlestin, sem vit kynni að vera í, væri einteiningur milli Reykjavík- ur og Keflavíkursvæðisins, kannski líka austur fyrir fjall fyrir vörur og farþega. Þetta er samt annar kapít- uli. Húsin ofan í umferðina Sveinn Guðmundsson fjallar um umferðarmannvirki og skipulagsmál Sveinn Guðmundsson ’Sjáið baraþriggja akreina biðröðina frá brúarsporði á Bústaðavegi og allt að Lundar- svæðinu í Kópa- vogi klukkan átta að morgni dags.‘ Höfundur er verkfræðingur. Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdra- brennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóð- félaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverf- isvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómanna- lögin, vinnulöggjöfina og kjara- samningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.