Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 37 UMRÆÐAN Í SÍÐUSTU viku flutti heilbrigð- isráðherra skýrslu á Alþingi um stöðu geðheilbrigðismála í kjölfar utandagskrárumræðu að frumkvæði mínu í vetur um stöðu geðsjúkra og þjónustu við þá. Þar kom fram að ýmis vinna er í gangi hjá ráðherra og að hann tekur ástandið í mála- flokknum alvarlega, en betur má ef duga skal. Opin umræða Jákvætt er hve um- ræðan um geðheil- brigðsmál er opin og fordómaminni en áður. Félagasamtök, ein- staklingar, geðsjúkir og aðstandendur þeirra hafa komið að þessum málaflokki í auknum mæli með at- hyglisverðar nýjungar, sem er fagnaðarefni. Geðræktarverkefnið nefni ég fyrst, en það fékk nýverið viðurkenningu WHO, Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar. Einnig er vert að geta um verkefnið „Notandi spyr notanda“, gæðaátak geðsjúkra og aðstandenda þeirra, Rauða kross- inn, klúbbinn Geysi og Geðhjálp, svo nokkuð sé nefnt. Allt þetta framtak er mjög dýrmætt og má ekki van- meta. Markmiðin í heilbrigðisáætlun til 2010 – of langt í land Markmið er að bæta aðgengi og fjölga meðferðarúrræðum. Hvernig er staðan nú 2005? Sem dæmi um ástandið bíða nú í febrúar samtals 390 sjúklingar eftir meðferð á geð- sviði Reykjalundar, – í október biðu yfir 380 sjúklingar. Ekkert hefur þokast þar, en biðin er á annað ár. Enn er algengur biðtími eftir tíma hjá geðlækni 3–5 mánuðir. Vonandi skánar ástandið eitthvað á næstu mánuðum í kjölfar nýrra samninga við lækna, en það á eftir að koma í ljós. Göngudeildarúrræði vantar til- finnanlega þrátt fyrir viðbótar fjár- veitingar og sömuleiðis meðferð- arúrræði með lyfjagjöf og eftirfylgni. Annað markmið í heil- brigðisáætlun til 2010 er að geðheil- brigðisþjónustan nái til 2% barna á aldrinum 0–18 ára óháð búsetu. Þar er enn of langt í land því þjónustan nær til 0,7%. Ég virði viðleitni ráð- herra með teymi á heilsugæslustöð- inni í Grafarvogi, sem er reyndar til- raunaverkefni, en slík þjónusta þarf að koma víðar. Norðmenn hafa sett geðheilbrigðisþjónustu við börn í forgang og bjóða upp á ókeypis þjónustu og hafa náð að meðhöndla 3% barna. Afleitt ástand hjá skólabörnum með geðraskanir Þörf skólabarna með geðraskanir hefur alls ekki verið mætt. Þar er ástandið slæmt. Allar skilgreiningar vantar á þjónustustigunum þremur og ráðgjaf- arþjónusta er lítil. Löng bið er eftir þjón- ustu Barna- og ung- lingageðdeildar og lítil sem engin eftirfylgni þegar börnin koma þaðan. Slíkt er óvið- unandi. Alvarlegt er að algjörlega vantar úr- ræði fyrir börn með miklar geðrask- anir. Við það verður heldur ekki un- að. Heilbrigðisráðherra hefur sjálfur sagt að börn sem glíma við alvar- legar hegðunar- og geðraskanir geti átt erfiða framtíð fyrir höndum ef ekki tekst að grípa skjótt inn í vanda þeirra með viðeigandi úrræðum. Hætta er á að börnin leiðist út í vímuefnaneyslu og glæpi ef ekki fæst meðferð snemma. Allir tapa – barnið sjálft, fjölskylda þess og sam- félagið í heild. Tryggjum börnum meðferð – lyf eru skammtímalausn Virðingarverð er viðleitni ráð- herra til að reyna að ná niður lyfja- kostnaði ríkisins. Hjá börnum með geðraskanir hefur lyfjanotkun auk- ist geigvænlega, hún hefur átt- faldast á 5 árum og það að hluta til vegna þess að önnur úrræði eru ekki í boði. Danskur sálfræðingur sem var hér á dögunum benti á að lyf væri skammtímalausn hjá börnum og ráðist ekki að rótum vandans þótt þau slái á einkennin. Hann hvatti okkur Íslendinga til að nota annars- konar meðferðir vegna geðraskana barna en lyfjameðferð. Lítum til reynslu nágrannaþjóða okkar og lærum af henni. Ógnvænlegar eru fréttir um að 10% fimm ára barna séu með geðraskanir og að ársgömul börn séu á þunglyndislyfjum. Ljóst er að þjónustu skortir og ákvörðun um hver skuli veita hana, en á meðan líða börnin. Auknar fjárveitingar leysa ekki allan vanda – skipulagið verður að vera í lagi. Styrkjum fjölskylduna Staða fjölskyldunnar hefur veikst á undanförnum árum, eins og m.a. biskupinn og forseti Íslands hafa bent á og hana þarf að styrkja. Fjöl- skyldan verður að geta lagt sitt af mörkum til að bæta ástandið og taka á þessum heilbrigðisvanda sem hrjá- ir fleiri börn hér á landi en í ná- grannalöndunum. Ég vil nefna annan stóran heil- brigðsvanda sem er þunglyndi og annar geðrænn vandi vegna offitu, sem farin er að hrjá bæði börn og fullorðna. Því þarf að taka á með heildstæðum hætti og þar er hlutur fjölskyldunnar mikilvægur. Miklar samfélagslegar breytingar hafa ýmsar geðraskanir í för með sér og þurfa úrlausn í heilbrigð- isþjónustunni. Börn með flókin fjöl- skyldumynstur sýna meiri þung- lyndiseinkenni samkvæmt nýjustu könnunum, svo dæmi sé tekið. Um menntunarmál geðsjúkra og átak í að koma þeim út í lífið þarf að ríkja sátt og stöðugleiki. Uppnám eins og varð í vetur vegna ótryggrar fram- tíðar Fjölmenntar og Geðhjálp- arverkefnisins er ólíðandi fyrir svo viðkvæman hóp. Mikilvæg stefnumótunar- vinna fram undan Fram undan er mikilvæg vinna í kjölfar undirskriftar ráðherra í Helsinki nýverið undir aðgerðaáætl- un í geðheilbrigðismálum. Ég fagna áherslu á geðrækt og þátttöku not- enda í mótun stefnunnar. Í dag, laugardag kl. 13.00, ræðir Samfylk- ingin geðheilbrigðismálin á ráð- stefnu í Versölum og hvet ég alla sem áhuga hafa á málaflokknum að leggja umræðunni lið. Heilbrigð sál – hvernig miðar? Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar um geðheilbrigðismál ’Ég fagna áherslu ágeðrækt og þátttöku notenda í mótun stefn- unnar.‘ Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er alþingismaður. MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur farið í hvern framhaldsskól- ann á fætur öðrum til að kynna styttingu námstíma til stúd- entsprófs. Ráðherra heldur inngangserindi og síðan er orðið gef- ið laust. Ljóst er að yfirgnæfandi meiri- hluti kennara og stjórnenda á fram- haldsskólastigi hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri styttingu og er henni andsnú- inn. Margir kennarar hafa gert alvarlegar athugasemdir til varnar framhaldsskólanáminu í landinu en í fréttum af fundum ráðherra er því haldið á lofti að ánægja sé ríkjandi með stytting- aráformin. Eftir að hafa fylgst með nokkrum fundum ráðherra þykir mér ljóst að áformin um styttingu falla í grýtta jörð hjá þorra kennara, nemenda og stjórnenda framhaldsskóla. Í máli ráðherra kemur fram að umtalsverð skörun sé á námsefni á skilum grunn- og framhaldsskóla og álitið að það gefi tilefni til að „þétta námið og forðast endur- tekningar“. Fram hefur komið hjá kennurum að þeir kannist ekki við að þeir séu að endurtaka námsefni grunnskólans, frekar sé um dýpk- un þess að ræða. Kennurum í öll- um skólum þykir brýnt að hinn faglegur þáttur menntunar grunn- skólakennara verði bættur ef færa á hluta námsefnis framhalds- skólans á grunn- skólastig. Á fundinum í Fjölbrautaskóla Suð- urlands á Selfossi tók ráðherra undir þau rök að endurmennt- unarþörf grunnskóla- kennara í efstu bekkj- um grunnskólans kynni að vera van- metin í skýrslu ráðu- neytisins, Breytt námsskipan til stúd- entsprófs. MH-ingar snúast til varnar Margoft hefur verið bent á þann sveigjanleika sem áfangakerfið býður upp á til að flýta eða hægja á námshraða. Þetta atriði var rifj- að upp á fundi ráðherra í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Þar hef- ur verið boðið upp á að ljúka stúdentsprófi á 3 eða 3½ ári og margir stúdentar gera það. Stærðfræðikennari í MH sagði m.a. að stúdentar á félagsfræði- og málabrautum gætu valið sig frá mest allri stærðfræði, leið þeirra gæti síðan legið í Kennaraháskóla Íslands og þar með fengju þeir réttindi til að kenna stærðfræði í grunnskólum! Íslenskukennari benti á menn- ingarsögulegt samhengi í íslensku- kennslu sem sé sérstaða íslensku sem móðurmáls og að frá þeim sjónarhóli gæti verið varasamt að skerða bókmenntasögukennslu eins og gert sé ráð fyrir í skýrsl- unni. Svipuð sjónarmið komu fram hjá kennara í MR. Líffræðikennari óskaði eftir framtíðarstefnu á sviði nátt- úrufræðigreina. Samþætting þeirra í núgildandi námskrá hefði ekki reynst vel og stytting- aráformin myndu ekki verða til að efla þessi mikilvægu fög. Kennari í félagsgreinum sagði að ef stúdentsprófið yrði skert kallaði það á að háskólarnir byggju til undirbúningsnám og það hlyti að vera dýrari kostur en að mennta ungmennin almennilega í framhaldsskólum. Kennarinn benti líka á að ein kennsluvika sem bætt væri við önn væri fyrst og fremst til að auka álag á nem- endur og kennara en kæmi ekki í stað lengri heildarnámstíma. Að lokum benti þessi kennari á að breið menntun í framhaldsskóla væri forsenda fyrir fjölbreyttu at- vinnulífi. Átta kennarar í MH ávörpuðu fundinn, aðeins einn var hlynntur styttingunni. Að fundi loknum voru margir fundarmenn óánægðir með svör ráðherra og þótti þau oft ekki kallast á við spurningarnar. Jafnhæfir stúdentar eða hæfari með minni kennslu? Kennarar í MR færðu rök fyrir því að tímamörk viðmiðunarland- anna væru ekki einhlít og bent var á að víða væri í raun jafngildi fjórða ársins ýmist fyrir fram- haldsskóla eða eftir og sumir væru með einum eða öðrum hætti að hverfa frá þriggja ára námi. Einn úr hópi kennara hafði reynslu af ástandinu í Svíþjóð þar sem menn væru að viðurkenna mistök sín og aukna vankunnáttu stúdenta þegar í háskóla kæmi. Að skapa jafnhæfa stúdenta eða hæfari með minni kennslu stóð nokkuð í þeim MR-ingum. Einkum bentu kennarar þriðja máls á þessa þversögn enda mun starf þeirra verða lítið annað en hrafl eftir þessar breytingar. Þá þótti ýmsum samfellan í náminu ekki verða jafnmikil og af væri látið og vænlegast væri að byrja neðst í grunnskóla með nýtt skipulag og fikra sig upp eftir bekkjum og þétta á leiðinni ef á þyrfti að halda. Fulltrúar nemenda sitja fundina Nemendur sátu fundina í MH og ávörpuðu ráðherra. Allir voru þeir mjög andsnúnir styttingu námstíma til stúdentsprófs og lögðu áherslu á mikilvægi þess að stunda félagslíf sem er afar blóm- legt í MH og óumdeilanlega lær- dómsríkt og þroskandi fyrir þá sem það stunda. Nemendurnir sem sátu fundinn í MR spurðu hins vegar hvort ekki væri nær að ganga alla leið í viðmiðinu við Norðurlöndin og útbýta náms- styrkjum og ókeypis námsgögnum því með því að lengja skólaárið skapaðist minna svigrúm fyrir nemendur til að ná sér í tekjur. Svar ráðherra fólst í að benda á eðli Íslendinga að vilja vinna hörð- um höndum. Kennarar taka undir að nám- skrár eigi að endurskoða oft. Gera þarf rannsóknir á gæðum þeirra, sníða af þeim vankanta og þróa áfram það sem gefst vel. Lengri tími til að læra til stúdentsprófs en tíðkast í öðrum löndum er ís- lensku skólakerfi til sóma. Stytt- ing hans eins og er fyrirhugað er ótímabær og mörg brýnni verkefni þarf að leysa í framhaldsskólanum. Stytting námstíma – skerðing á námi? Guðlaug Guðmundsdóttir fjallar um styttingu námstíma til stúdentsprófs ’Átta kennarar í MHávörpuðu fundinn, að- eins einn var hlynntur styttingunni.‘ Guðlaug Guðmundsdóttir Höfundur er framhaldsskóla- kennari og ritstjóri. ÉG ÞAKKA Jakobi Björnssyni fyrir að minna á aðvaranir sem ég setti fram í grein í Morgunblaðinu 30. desember sl. um ótraustar undirstöður Kárahnjúkavirkjunar. Í grein sinni í Morg- unblaðinu hinn 15. febrúar bítur Jakob í skjaldarrendur, bregð- ur mér um að ala á ótta og reynir síðan að drepa málinu á dreif. Í grein sinni segir hann m.a.: „Mér vitanlega hafa allar þessar at- hugasemdir jarðfræð- inganna hlotið gagn- gera skoðun verkfræðilegra jarð- fræðinga, sem hafa tekið tillit til þeirra við lokahönnun og fram- kvæmd virkjunarinnar eftir því sem þeir hafa talið efni vera til.“ [Leturbr. HG] Jakob fellur í þá gryfju að gera ekki greinarmun á almenn- um jarðfræðilegum aðstæðum á svæðinu sem Kárahnjúkastíflurnar þrjár og Hálslón hvíla á og verk- fræðilegri hönnun mannvirkjanna. Hið fyrra er meginatriði og forsenda þess hvort ráðlegt gæti talist að setja þessi ógnarmannvirki og tröllaukinn vatnsgeymi niður á þessum stað. Í ljós hefur komið að undirstöðurnar eru ótraustar og jarðfræðilegar for- rannsóknir voru í skötulíki. Mörg misgengi eru á svæðinu, sum tengd jarðhita og því ótvírætt virk. Sum þessara misgengja eru undir sjálfum stíflunum eins og fram hefur komið og hafa þegar valdið miklum erf- iðleikum og töfum. Þessar aðstæður virðast hafa komið Landsvirkjun, sem treysti á guð og lukkuna, í opna skjöldu. En í stað þess að staldra við og endurmeta framkvæmdina og þá gífurlegu áhættu sem við blasir er haldið áfram með bundið fyrir bæði augu og treyst á „verkfræðilega jarðfræðinga“ til að berja í brestina. Umsjónarmaður virkjunarfram- kvæmdanna Sigurður Arnalds sagði í viðtali á RÚV 12. jan- úar sl.: „Það eru mörk á því hvað skynsamlegt er að fjárfesta í rann- sóknum og þær kosta líka stórfé og tíma og menn verða einfaldlega þá að byggja á reynslu og snilld jarðfræðing- anna og trúa þeirra nið- urstöðum.“ Eins og Jakob er Sigurður hér að tala um verk- fræðilega jarðfræðinga, mennina sem eiga að berja í brestina eftir á. Þetta er vægast sagt skelfileg staða og meira lagt undir en menn hafa nokkurt leyfi til að gera, ef ekki formlega þá sið- ferðilega. Almenningur og íslenskt þjóðarbú er panturinn sem þetta glæfraspil hvílir á. Ríkisstjórn Íslands með núverandi for- sætisráðherra í far- arbroddi ber auðvitað meginábyrgð á þeim eftirrekstri og hraða sem ein- kenndi allan undirbúning Kára- hnjúkavirkjunar. Handafli var beitt til að skrúfa fyrir aðvaranir jarð- fræðinga sem annarra á undirbún- ingsstigi. Það leysir hins vegar ekki aðra sem tekið hafa þátt í þessum ljóta leik frá ábyrgð, meirihluta rík- isstjórnar og Samfylkingar á Al- þingi, meirihluta borgarfulltrúa í Reykjavík með þáverandi borg- arstjóra í fararbroddi og auðsveipa embættismenn og sérfræðinga sem spiluðu undir. Það er leitt að sjá Jak- ob Björnsson í þeim hópi, en hann hefur sjálfviljugur kosið sér það hlutskipti. Jakob Björnsson og Kárahnjúka- jarðfræði Hjörleifur Guttormsson svarar Jakobi Björnssyni Hjörleifur Guttormsson ’Handafli varbeitt til að skrúfa fyrir að- varanir jarð- fræðinga sem annarra á und- irbúningsstigi.‘ Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.