Morgunblaðið - 19.02.2005, Síða 19

Morgunblaðið - 19.02.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 19 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com HAGNAÐUR Tryggingamiðstöðv- arinnar (TM) í fyrra nam 1.980 millj- ónum króna á móti 1.424 milljónum árið áður. Þetta er í góðu samræmi við afkomuviðvörun sem félagið birti í Kauphöllinni í lok ársins en í henni kom fram að áætlaður hagnaður 2004 yrði um tveir milljarðar. Hagn- aður af vátryggingarekstri dróst verulega saman og nam 202 milljónir en mikil umskipti urðu í fjármála- rekstri félagsins, m.a. vegna sölu fjárfestinga og losaði hagnaður í fjárfestingarekstri 2,3 milljarða á móti 1,16 milljörðum árið 2003. Í Morgunkorni Íslandsbanka seg- ir að lækkun iðgjaldataxta, einkum í ökutækjatryggingum ásamt aukinni tjónatíðni, hafi leitt til óviðunandi af- komu af vátryggingastarfsemi á síð- asta fjórðungi ársins. Afkoma félags- ins hafi verið borin uppi af sölu- hagnaði fjárfestinga. Þá segir að brunatjón TM í Grindavík kosti TM um 200 milljónir og spáir Íslands- banki því að afkoman verði í járnum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Í tilkynningu TM kemur fram að tjónaþungi hafi verið í meira lagi, eigin tjón á móti iðgjöldum hafi verið 92,5% í fyrra en 84,6% árið 2003.                                              !" "   !! "#  !##  !    !    $ #$"     TM hagnast um nær tvo milljarða HALLI á vöruskiptum við útlönd á árinu 2004 nam 37,8 milljörðum króna. Fluttar voru út vörur fyrir 202,4 milljarða króna en inn fyrir 240,2 milljarða. Árið áður var hallinn 16,7 milljarðar á sama gengi. Vöru- skiptajöfnuðurinn var því 21,1 millj- arði króna lakari árið 2004 en árið 2003. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Sjávarafurðir 60% Heildarverðmæti vöruútflutnings á árinu 2004 var 22,3 milljarðar eða 12,4% meira á föstu gengi en árið áð- ur. Sjávarafurðir voru 60% alls vöru- útflutnings og var verðmæti þeirra 8,5% (9,6 milljörðum) meira en árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 35% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 16,5% (10,1 milljarði) meira en árið áður. Ál vó þyngst í útflutn- ingi iðnaðarvöru. Aukningu í útflutn- ingi á iðnaðarvörum má einna helst rekja til meiri útflutnings á lyfjum og lækningavörum, áli og öðrum iðn- aðarvörum, að því er fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ings í fyrra var 43,3 milljarðar eða 22,0% meira á föstu gengi en árið áð- ur. Stærstu liðir innflutnings á árinu 2004 voru hrá- og rekstrarvara með 25% hlutdeild, fjárfestingarvara með 22% hlutdeild og neysluvara (önnur en mat- og drykkjarvara) með 18% hlutdeild. Aukinn innflutningur Aukning varð í flestum liðum inn- flutnings. Mest aukning í krónum talið var í innflutningi á flutninga- tækjum eða 50% (13,3 milljarðar), hrá og rekstrarvöru, 16,8% (8,8 milljarðar) og fjárfestingarvöru 16,2% (7,4 milljarðar). Greiningardeild Íslandsbanka tel- ur að útlit sé fyrir eins til þriggja milljarða afgangi á vöruskiptum í janúar sem væri talsvert meira en í fyrra. Að mati bankans kemur þar bæði til að innflutningur hafi verið lítillega minni og útflutningur meiri, væntanlega um 18 til 20 milljarðar og munar þar mest um nær fjórð- ungi meiri fiskafla en í janúar í fyrra. Vöruskiptahallinn við útlönd eykst um 21 milljarð milli ára BRESKI matvælaframleiðandinn Geest, sem Bakkavör stendur í yf- irtöku á, hefur gert óbindandi sam- komulag við fyrirtækið G’s Market- ing (GML) um kaup á sölu- og framleiðsluhluta þess fyrir tilbúið salat. GML er stærsti framleiðandi salathausa á breskum markaði og fimmti stærsti birgi stórmarkaða í tilbúnu salati. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka en rekstrareiningin sem Geest hyggst kaupa skilaði 18,6 milljónum punda eða hátt í 2,2 milljörðum í tekjur á síðasta fjárhagsári. Ágúst Guðmundsson, stjórnarfor- maður Bakkavarar Group, segir Geest hafa upplýst stjórnendur Bakkavarar um þessa ákvörðun og þeir séu sammála því að halda áfram með málið þar sem þeir telji þetta vera skynsamleg kaup. „Þetta er gert í fullu samráði við okkur,“ segir Ágúst. Ætla má að tekjur Geest verði um 910 milljónir punda eða um 106,7 milljarðar árið 2004 og mun velta rekstrareiningarinnar því nema um 2% af heildartekjum Geest en verð- mæti rekstursins sem Geest mun kaupa samkvæmt samkomulaginu er um 258 milljónir króna og má vænta þess að yfirtökunni verði lokið í enda mars. Gert er ráð fyrir að áreiðanleika- könnun Bakkavarar á Geest ljúki á næstu vikum. Geest kaup- ir salat- framleiðslu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.